Tíminn - 29.09.1966, Page 7
FIMMTUDAGUR 15. september 1966
TÍMINN
NÝIR SÖLUSKILMÁLAR
OLÍUFÉLAGANNA
í meira en tvo áratugi hefur álagning á vörur þær, sem
olíufélögin selja verið ákveðin af verðlagsyfirvöldum. Segja
má, að allan þann tíma hafi álagning á fuelolíu, gasolíu og
hílabenzín verið þannig ákveðin, að hún hafi tæplega staðið
undir kostnaði við innflutning og dreifingu á þessum vör-
um, hvað þá, að sala þeirra skilaði eðlilegum hagnaði. Fjár
magnsþörf ólíufélaganna, til þess að standa undir aukinni
sölu og vegna þynningar gjaldmiðilsins hefur hinsvegar,
svo sem augljóst má vera, aukizt ár frá ári.
Stefna verðlagsyfirvalda hefur því óhjákvæmilega leitt
til þess, að olíufélögin hafa stöðugt orðið að leita til við-
skiptabanka sinna um aukin lán til þess að standa undir
auknum innflutningi og hækkandi kostnaði. Viðskiptabank-
arnir hafa eðhlega talið þessa þróun bæði óæskilega og
hættulega.
' Af þessum ástæðum var svo komið í júlímánuði s. 1., að
viðskiptabankar olíufélaganna synjuðu um opnun ábyrgða
fyrir oljuförmum frá Rússlandi, og hélzt það ástand fram
yfir miðjan ágústmánuð, en á því tímabili höfðu útflytjend-
nr í Rússlandi sent þrjá olíufarma til félaganna, án þess
að ábyrgðir væru opnaðar fyrir þeim samkvæmt gildandi
samningum við Rússa, sem olíufélögin hafa tekið að sér að
framkvæma í umboði ríkisstjórnarinnar sem samningsaðila
gagnvart hinum rússnesku útflytjendum.
Til þess að koma 1 veg fyrir að olíuinnflutningur stöðvað-
ist, féifust bankarnir loks á, að opna nauðsynlegar ábyrgðir,
gegn því skilyrði, að olíufélögin tækju upp nýja hætti, að
því er varðar útián og innheimtu. í samræmi við þetta hefur
aú verið ákveðið, að taka upp í allri olíusölu staðgreiðslu-
vSfeldpti, að svo miklu leyti sem mögulegt er. Til þess að
hvetja tii staðgreiðsluviðskipta hafa verðlagsyfirvöld heim
ilað olíuíélögunum að taka sérstakt aukagjald, ef viðskipti
eru e&kj. staðgreidd.
Reykjavík 13. september 1966
OLÍUFÉLAGID H.F.
OifUVERZLUN ÍSLANDS H.F.
OLfUFÉLAGIÐ CKELJUNGUR H.F.
i)' Mí
Samkvæmt þessu gilda eftirfarandi reglur frá 1. október
n. k.:
1. Öll smásala frá benzínstöðvum skal fara fram gegn
staðgreiðslu. Ef um félög eða firmu er að ræða, sem
hafa minnst 5 bíla eða tæki, er heimilt að selja gegn
mánaðarviðskiptum, enda sé greitt aukagjald, kr.
25.00 fyrir hverja afgreiðslu, vegna vinnu við bók-
hald og innheimtu. '-á?:
2. Öll sala til húsakyndinga skal fara fram gegn stað-
greiðslu. Ef viðskiptamaður af einhverjum ástæðum
greiðir ekki við afhendingu vörunnar skal reikna sér-
stakt aukagjald, kr. 100.00, fyrir hverja afhendingu,
vegna vinnu við bókhald og innheimtu.
:víid:
it
mi
i J
Mr.
3. Önnur vörusala olíufélaganna beint til notenda skal
að jafnaði vera gegn staðgreiðslu. Þó skal olíufélög-
unum heimilt að semja við stóra viðskiptamenn um
mánaðarviðskipti, enda greiði þeir sömu aukagjöld
og um getur í 1. og 2. gr. Skulu þeir greiða úttektir
sínar fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir úttektar-
mánuð.
Hafi mánaðarviðskiptamaður ekki greitt skuld sína
að fullu fyrir lok greiðslumánaðar, skal reikna hon-
um dráttarvexti, 0,83% á mánuði, miðað við skuld
í lok úttektarmánaðar að frádregnum innborgunum
í greiðslumánuði. Jafnframt skal stöðva reiknings-
viðskipti og hefja venjulegar innheimtuaðgerðir.