Tíminn - 29.09.1966, Side 16
ÍMÍMI
121. tbl. — Fimmtudagur 29. september 1966 — 5Ó. árg.
Gísli Arni er enn
aflahæsta skipið
HZ-Reykjavík, miðvikudag.
Samkvæmt upplýsingum, sem
EGGERT KRIST-
JÁNSSON STÓR-
KAUPMAÐUR
LÁTINN
FB-Reykjavík, miðvikudag.
f dag lézt í Reykjavík Eggert
Kristjánsson stórkaupmaður.
Hann var fæddur 6. okt. 1897 í
Mýrdal í Hnappadalssýslu, og
voru foreldrar hans Kristján
Eggertsson og Guðný Guðnadóttir
kona hans. Gagnfræðingur varð
Eggert frá Flensborg árið 1918.
Hann settist að í Reykjavík og
stofnaði fyrirtækið Eggert Kristj-
ánsson & Co. h.f. og var forstjóri
og stjórnarformaður til dauða-
dags. Hann var einn af stofnend-
um Kexverksmiðjunnar Frón og
keypti nokkru síðar hluta í kex-
verksm. Esju og var forstjóri
beggja verksmiðjanna. Eggert átti
m.a. sæti í stjórnum Félags ísl.
stórkaupmanna, Verzlunarráðs ísl.
Félags ísl. iðnrekenda, Vinnuveit-
endasambands íslands. Aðalræð-
ismaður Finnlands var hann frá
1954. Kvæntur var Eggert Guð-
rúnu Þórðardóttur frá Vogósum í
Selvogi.
Fiskifélagi íslands hafa borizt,
höfðu skip fengið einhvern afla á
síldveiðunum norðanlands og aust
an sl. iaugardag. Af þessum flota
hafa 170 skip fengið 100 lestir eða
meira og mun skrá yfir þau skip
verða birt í blaðinu fljótlega. Tvö
síldveiðiskip hafa aflað langmest,
Gísli Árni og Jón Kjartansson, og
samkvæmt fréttum um síldveiði,
þessa viku, hafa þau stórlega bætt
við sig. Verður hér birt skrá yfir
þau skip, sem fengið höfðu 5000
lestir eða meira, sl. laugardags-
kvöld.
Gísli Árni RE 7.056, Jón Kjart
ansson, SU 6.909, Jón Garðar, GK.
5.608, Þórður Jónasnon, EA, 5.324,
Sigurður Bjarnason EA 5.294,
Snæfell EA 5.202, Barði NK 5.139,
Lómur KE 5.126, Ásbjörn RE
5.053, Dagfari ÞH 5.020.
Framhald á bls. 14.
Prestakallaskipun-
in aðalmál kirkju-
bings
Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóð
kirkju hefur verið kvatt saman í
Reykjavík sunnudaginn 2. októ-
ber. Hefst þingið með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni kl. 5 e.h.
þann dag. Séra Þorsteinn B. Gísla
son prófastur prédikar.
Þingið verður háð í safnaðar-
heimili Neskirkju eins og undan-
farin ár, og hefjast þingstörf á
mánudagsmorgun kl. 10 f.h.
Kirkjuþingið stendur hálfan
mánuð og verður meginverkefni
þess endurskoðun á prestakalla-
skipuninni.
Aðalfundur FUF
í Reykjavík
Aðalfundur Félags ungra Fram
sóknarmanna í Reykjavík verður
haldinn, miðvikudaginn 12. okt. n.
k. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar
störf. Fundarstaður verður nán
ar auglýstur síðar.
Stjóm FUF.
BÆNDAFARIR TIL NDRDUR-
LANDANNA A NÆSTA SUMRI
r
KJ—Reykjavdk, miðvikudag.
Á næsla sumri gengst Búnaðar-
félag íslands fyrir einni eða tveim
bændaförum til Danmerkur, Nor
egs og Svíþjóðar, og mun þegar
vera fullskipað í fyrri ferðina, en
þátttakendur verða allt að 80 í
hvorri ferð.
Má segja, að þetta séu fyrstu al
mennu ferðirnar, er Búnaðarfélag
ið skipuleggur til Norðurlandanna
Framhald a ols. 14
Beinamjöls-
verksmiðja
í Grímsey
GJ—Grímsey.
Hér í Grímsey er um þess
ar mundir vérið að reisa
nýja beinamjölsverksmiðju,
og á hún að vera tilbúin
næsta vor. Það er Haraldur
Jóhannesson, sem byggir
Fraimtoald á bls. 15.
ÚTGERÐARRÁÐ ER SAMMALA UM
UNDANÞÁGUR FYRIR TOGARANA
SJ-Reykjavík, miðvikudag. v
S. 1. föstudag var í borgarráði
rætt um hag bæjarútgerðarinnar
og ráðstafanir til að bæta bag
togaraútgerðarinnar almennt. Á
fundinum voru mættir Sveinn
Benedlktsson, formaður útgerðar
ráðs og Marteinn Jónasson, fram
kvæmdastjóri, og veittu þeir ýms
ar upplýsingar og skýrðu frá af
stöðu útgcrðarráðs, sem hélt fuiul
um málið sama dag.
Eftir því sem Tíminn hefur
frétt, samþykkti útgerðarráð með
öllum greiddum atkvæðum að
styðja þá kröfu Félags íslenzkra
botnvörpueigenda, að gerðar verði
undanþágur varðandi veiðar is-
lenzkra togara innan landhslginn
ar. Farið er fram á, að togararnir
fái að veiða inn að 4ra mílna land
helginni, eins og hún var árið
1952.
Gert er ráð fyrir að alþingi
komi til með að fjalla um þetta
mál í vetur, því að breyta þarf
lagasetningum ef undanþágur
verða veittar. Ætla má, að alþing
ismenn verði ekki á eitt sáttir í
þessu máli.
Undanfarið hefur nefnd á veg
um Sjávarútvegsmálaráðuneytisins
kannað þetta mál, en ekki skilað
neinu áliti svo vitað sé, og hefur
þar verið fjallað um ráð til úr-
bóta, s- s. hækkun styrkja, fækk
un manna um borð í togurunum,
lækkun olíuverðs og að endingu
að leyfa togurunum veiðar innan
núverandi landhelgi.
Blaðburðarfólk óskast
til að bera blaðið út á eftirtöldum stöðum:
Sörlaskjól — Nesvegur — Kleppsvegur — Boga-
hlíð — Grænahlíð — Álftamýri — Laugarteigur
Hofteigur — Sigtún — Fornhagi — Kvisthagi —
Ægissíða — Hæðagarður — Hólmgarður — Efsta-
sund — Skipasund — Þórsgata — Lokastígur —
einnig sendisveina fyrir hádegi.
mm
Bankastræti 7,
sími 1-23-23.
Farangur Sigríðar hestakonu er hún týndi
á Arnarvatnsheiði fyrir 3 árum fundinn
HZ-Reykjavík, þriðjudag.
Eins og mepn rekur minni
til, týndist hin fræga hestakona
Sigrfður Jóna Jónsdóttir á
Arnarvatnsheiði hinn 20. júlí
1963. Var gerður út mikill leit
arleiðangur, sem fann Sigríði
ekki, en hins vegar fundu veiði
menn við Skammá, hjá Arnar-
vatni hinu mikla bæði Sigríði
og Ljóma, hinn jarpa hest
hennar, viku seinna. Var Sigríð-
ur illa haldin, enda hafði hún
legið úti í hríðarveðri og kulda í
margar nætur. Hafði hún tap-
að hnakk sínum og beizli auk
tveggja hnakktaska og stíg-
véla. Rúmum hálfum mánuði
síðar var Sigríður stöðvuð á
Hveravöllum, er hún ætlaði að
leita að föggum sínum á Ar-
arvatnsheiði, ein síns liðs. Hef
ur allt dót hennar verið týnt
í þrjú ár og ekke'rt af því
frétzt, fyrr en hinn 16. þ. m.,
Þá fundu gangnamcnn úr
Víðidal allar föggur hennar.
Hafði veðríð unnið á stígvél-
unum og hnakktöskunum, sem
orðnar voru fúnar, en hins veg
ar tóku gangnamenuirnir
hnakkinn og beizlið meö sér.
Framhald á bls. 14
FENGU HELM-
INGLAUNANNA
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
Ekki kom til vinnustöðvunar
þeirrar, hjá Byggingafélaginu,
BRÚ, sem yfirvofandi var, vegna
vanskila fyrirtækisins við verka-
menn, trésmiði og múrara.
Upphaflega átti að koma til
vinnustöðvunar hjá fyrirtækinu á
laugardaginn, svo sem fram hefur
komið í TÍMANUM en BRÚ fékk
frest til dagsins í dag. í gær fengu
svo verkamenn, trésmiðir og múr-
arar þeir, sem kaup áttu inni,
helming inneignarinnar greidd
an, og jafnframt var fyrirtækinu
veittur annar frestur til n.k. þriðju
dags að greiða hinrj helminginn.
Verði hann ekki greiddur þá, kem
ur til vinnustöðvunar þeirrar, sem
áður hafði verið boðuð. Það voru
starfsmenn, sem unnu við Borgar
sjúkrahúsið á vegum Brúar, er
hótað höfðu vinnustöðvuninni.
Venjulegur útborgunardagur
vikulauna er á föstudögum, og
hafa því verkamennirnir, tré-
smiðirnir, og múraramir veitt
fyrirtækinu tiltölulega ríflegan
Framhald á bls. 14.