Vísir - 03.09.1975, Síða 6

Vísir - 03.09.1975, Síða 6
Vlsir. Miðvikudagur 3. september 1975. VISIR Ctgefandi Kitstjdri og ábm Ritstjóri frétta Fréttastjóri erl. frétta Augiýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Reykjaprent hf. Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guðmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 Hnur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Umsjón: GP Allur heimurinn fylgdist með þvi á sin- um tima, þegar banda- riskir skattgreiðendur fylltust vandlætingu yf- : ir, hvernig Nixon for- seti hafði talið sér til stórkostlegs skattfrá- dráttar skjalasafn, sem hann gaf þvi opin- bera úr forsetatið sinni og mat til offjár. Afskiptaleysi Skammt er siðan hið eiginlega bændasamfélag á íslandi tók að breytast i samfélag bæja og borga. Á fáum árum hefur þróunin orðið ör. Byggðakjarn- ar hafa myndast þar sem áður stóðu nokkrir kofar útvegsbænda, bæir hafa þanist út og Reykjavik og nágrannabyggðir eru að renna saman i eina heild. Þar sem samhjálpin var áður lifsnauðsyn hefur betri afkoma, greiðar samgöngur og þjónusta hins opinbera tekið við. Allur almenningur treystir nú á forsjá rikisvaldsins. Almannatryggingar veita öryggi, þótt deila megi um það hvort gengið sé of skammt, eða of langt. Löggjafinn á að tryggja að allir njóti réttar sins og geti lifað og starfað i friði. Þegar þessi atriði og fleiri eru hugleidd, vaknar sú spurning hvort mönnum hætti ekki til að gleyma nauðsyn hinna mannlegu samskipta. Þegar út af bregður i hinu daglega lifi getur viðhorf einstakl- ingsins orðið það, að honum komi ekki við það sem miður fer. Samborgarinn sé aðeins tannhjól i vél, sem allir greiði i sameiginlegan sjóð, til að halda gangandi. Fjöldinn i bæjunum og borgunum sé að- eins eðlileg afleiðing þróunar, andlit manna i stór- um hópi, sem vel sé hugsað um. Ástæðan fyrir þessum hugleiðingum er sivaxandi tilhneiging, að minnsta kosti á Reykjavikursvæð- inu, i átt til afskiptaleysis og hirðuleysis um hag einstaklingsins. Stöðugt fjölgar fréttum af fólki, sem átt hefur i erfiðleikum, en enginn rétt hjálpar- hönd. Börn og unglingar skemma almennings- vagna, brjóta rúður, krota á veggi og valda ýmsu tjóni á eigum einstaklinga og stofnana, án afskipta. Aldraðir búa einir og yfirgefnir. — Þó er skylt að þakka það, sem gert hefur verið til að brjóta niður þetta afskiptaleysi. Slikt starf hefur þó i flestum til- vikum verið unnið á félagslegum grundvelli. í framhaldi af þessu vill Visir vekja athygli á þvi, að þvi aðeins getum við lifað menningarlifi, að við stuðlum að þvi að frumskógur stórborgarinnar, borgarsamfélagsins, myrkvi ekki hin eiginlegu og eðlilegu mannlegu samskipti. Fátt er ömurlegra en að sjá sjúka, slasaða eða örvita menn á götum stór- borga, þar sem enginn réttir þeim hjálparhönd. Enginn vill láta blanda sér i málið, verða fyrir óþarfa óþægindum. Slikt má ekki gerast á íslandi. Við erum öll samábyrg i þjóðfélagi okkar, og þvi rikari sem tilfinningin verður fyrir þeirri sam- ábyrgð, þvi betra verður þjóðfélagið. Það er stundum gert gys að mönnum, sem benda á hörmungar og erfiðleika samborgarans. Kannski er það vegna þess, að slikir menn koma við sam- visku okkar. Sú samhjálp, sem gerði mönnum kleift að búa i strjálbýlu bændasamfélagi, er enn i fullu gildi. Afskiptaleysi leiðir til ótta og tortryggni og ýtir undir þau öfl, sem hvarvetna teljast til hins nei- kvæða og menningarsnauða. m imffl ■ I Sænskir skattgreiðendur hafa tekið andköf vegna upplýsinga um, hvemig velstöndugir Sviar ! hafa teygt frádráttarheimildir | yfir hina ótrúlegustu hluti til í þess að létta á sér skattabyrð- í ina. Þykir þetta i sumum tilvik- um stappa hneyksli næst og hef- ur orðið álitshnekkir ýmsum framámönnum, eins og t.d. fjármálaráðherranum, Gunnari Stræng, sem er meðal þeirra, er dregizt hafa inn i þessar um- ræður. Að visu hefur enginn gengið svo langt erínþá að halda þvi fram, að þama sé um að ræða neitt misferli eða nokkurt sak- næmt athæfi. Enn sem komið er, hafa umræðurnar snúizt ein- göngu um, hvernig stöku skatt- ‘greiðendur hafa getað notfært sér gloppur i lagakrókum til að smjúga i gegnum skattanetið. Það hefur ekki verið dróttað að : neinum, að hann hafi brotið lög. Þaðeru vandfundin lönd, þar sem þegnarnir berja sér ekki undan skattabyrðinni, og telja Islendingar sig ekki betur setta i Kostnaður vegna endurbóta á leiguhúsnæði er frádráttarbær I Svl- ;■ þjóð, og það notaði fjármálaráöherrann sér eðlilega eftir að hann -t keypti sér ibúðarhús I virðulegu hverfi I Stokkhólmi til að leigja út ! Svíum blöskrar vinnukonuútsvör auðmanna sinna þessum efnum en aðra. Allir eru þó sammála um, að i Sviþjóð séu skattaálögur með allra mesta móti, eftir þvi sem gerist. Þar sitja sósialdemókratar i stjórn og hafa gert um langa hrið, en þeir telja sig skelegga talsmenn jöfnuðar meðal þegn- anna og útrýmingar stéttar- skiptingar i samfélaginu. Þegar óánægjan brýzt út, um leið og menn telja sig verða vara við, að ekki sýnist allir jafnir fyrir skattalögunum, eða alla vega töluverður munur á aðstöðu til þess að vikja tekjum sinum undan skattaálögum, beinist hún að nokkru i garð stjórnarflokksins. Einkanlega þegar hann telur sig hafa það takmark æðst, að sjá til þess, að allir sitji við sama borð — jafnt gagnvart skatti sem öðru. Skattaivilnanir og skatta- lækkanir liggja i Sviþjóð frammi öllum til skoðunar, sem það vilja. Siðustu dagana hafa sænsku blöðin gert sér góðan mat úr þvi að birta lesendum sinum, hvernig ýmsir fjármála- menn — þar með talinn fjár- málaráðherrann sjálfur — kunna að beita hyggjuviti sinu til að létta sér skattaálögurnar. Byggingakóngurinn, John Mattson, hafði árið 1974 nær niu milljónir sænskar krónur I brúttótekjur, sem er dálaglegur skildingur. Honum veitir þó greinilega ekki af drjúgum tekj- um manninum þeim, þvi að samkvæmt upplýsingum sænsku blaðanna, sem hafa sina heimildir á skattstofunni, hefur hann svo mikinn kostnað, að skattfrádrátturinn nemur sex milljónum sænskra króna. Sænsku blöðin vekja um leið athygli á málafærslumannin- um Henning Sjöström, sem er einn þekktasti lögmaður Stokk- hólms Hann á tvö einhver glæsilegustu heimilin i Stpkk- hólmi og ekur um á Rolls Roýce. Þar er aftur á' móti á ferðinni maður, sem kann að láta sér búnast vel, þótt hann hafi úr litlu að spila. Enda þarf hann þess með, þvi að skattskyldar tekjur hans 1974 námu ekki nema 25.500 krónum sænskum. Menn kunná hingað til að hafa haldið, að það væri einungis á íslandi, sem vinnukonur hafa svo háar tekjur að þær skáka mörgum forstjóranum og fyrir- tækiseigendum langt aftur fyrir sig i tekjum. En þetta eiga Sviar einmitt sameiginlegt með Is- lendingum. Að minnsta kosti hefur ráðs- kona sænsks milljónamærings og eíganda fataverzlunarhrings hærri skattskyldar tekjur heldur en vinnuveitandi hennar. Svium reiknast svo til, að meðallaunþegi hafi um 30.000 sænskar krónur i árstekjur (um 1,125 þúsund isl. kr.) og greiðir hann af þvi 35—50% i skatt eftir atvikum. Eitt aðalumkvörtunarefni þeirra bálreiðra Svia, sem hringt hafa i blöðin til að argast út af skattinum, lýtur að þvi, hversu erfitt er að fá skattinn til að samþykkja jafnvel smæstu upphæöir til frádráttar. Sænsku blöðin hafa að undan- förnu lagt sig sérstaklega eftir þvi að birta skattareiknings- dæmi Strængs fjármálaráð- herra. Hann hafði i fyrra 27.000 króna (sænskar) brúttótekjur, og mundu íslendingar segja að éftir litlu væri að slægjast i sliku ráðherrakaupi. Af þvi greiddi hann um 9% i skatt. Aftonbladet sagði, að fjár- málaráðherrann hefði keypt ibúöarhús i virðulegu hverfi i Stokkhólmi 1970 og hann hefði metið sér til frádráttar við- haldskostnað á húsinu, vaxta- kostnað af lánum og önnur út- gjöld. Stræng, sem hefur átt sæti i rikisstjóm Sviþjóðar siðan 1945, sá sig knúinn til að gefa út yfirlýsingu. Gerði hann þar grein fyrir þvi, að hann hefði orðið að leggja i' mikinn kostnað vegna hússins, svo að leigjend- um væri þar vært, og sjálfur hefurhann ibúð i húsinu. — Um leið ber hann á móti þvi, að hús- ið hafi hækkað i verði eftir þær breytingar og lagfæringar, sem hann lét gera á þvi'. ■

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.