Vísir - 03.09.1975, Síða 16
VISIR
Miðvikudagur 3. september 1975.
Getum við
selt heitt
vatn fyrir
300 millj.
ó óri?
Hitaveita Reykjavikur hefur
gert forkaupssamning við sam-
tök nokkurra sænskra aðila,
Wilong Gruppen Energy ab., um
sölu á allt að 20-30 milljónum
tonna árlega af umframvatni
Hita veitunnar.
Samningur þessi felur i sér, að
sænsku samtökin hafi forkaups-
rétt að vatnsmagni þessu, ef at-
huganir leiða i ljós að hagkvæmt
sé að flytja það út og ef þeir
reynast reiðubúnir til að greiða
lágmarksverð fyrir vatnið.
Sviarnir munu fyrir næsta vor
athuga markaðshorfur fyrir
vatnið og flutningsmöguleika
sina, en þeir hyggjast flytja
vatnið út með stórum tank-
skipum. Er þá reiknað með, að
samningar geti gengið saman
næsta sumar, ef niðurstöður at-
hugana reynast jákvæðar.
Sala þessi á umframvatni Hita-
veitunnar gæti fært allt að 300
milljónir króna i þjóðarbúið ár-
lega. -HV.
Ringul-
reið
„Óperan fjallar um hina list-
rænu samtlð, séða I gegnum
skrlpagleraugu okkar”, sögðu
höfundar óperunnar Ringulreið-
ar, þeir Flosi ólafsson og
Magnús Ingimarssson.
„Ringulreið er dæmigert aft-
urúrstefnuverk (arriére garde)
en afturúrstefnan hefur leyst
framúrstefnuna (avant garde)
af hólmi, enda hefur sú slðast-
nefnda endanlega gengið sér til
húðar”, sögðu höfundarnir enn-
fremur.
Óperan verður fyrsta verkefni
Þjóðleikhússins á þessu leikári.
Veröur frumsýningin þann 9.
september, en nú er verið aö
æfa af kappi I Þjóðleikhúskjall-
aranum.
HE.
Bóndi ó Svalbarðsströnd:
800 bœndur gœtu séð land-
inu fyrir kjöti og mjélk
— Eru nú 5220 ú 4984 jörðum
Atta hundruð bændur, sem
byggju stórbúi og fylgdust vel
með timanum, ættu að geta séð
þjóöinni fyrir allri þeirri mjólk
og öllu þvi kjöti, sem hún þarf á
að halda, að sögn Hauks
Halldórssonar, bónda. Um sið-
ustu áramót voru 4984 jarðir i
ábúð á landinu og bændur voru
skráðir 5220.
Haukur Halldórsson býr
stórbúi i Sveinbjarnargerði á
Svalbarðsströnd, og hann ræöir
um bú sitt og hina ýmsu erfið-
leika landbúnaðarins i siðasta
hefti tlmaritsins Frjáls verzlun.
Haukur leggur mikla áherzlu
á að fylgjast vel með nýjungum
i landbúnaði, bæði hér og er-
lendis. Eftir að hann útskrifað-
ist sem búfræðingur frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri, fór hann
til Sviþjóðar, Danmerkur og
Englands og stundaði þar
tungumálanám, lærði loðdýra-
ræktun og kynnti sér félagsmál.
Eftir að hann hóf búskap
hefur hann lagt á það áherzlu að
ferðast, þegar hann hefur átt
þess kost, til að kynna sér
nýjungar i landbúnaði. Hann les
einnig mikið af fagtimaritum,
bæði innlendum og erlendum.
Haukur er aðeins þritugur, en
hefur þegar komið á fót einu af
stærstu kúabúum á landinu,
með 80-90 kýr.
Haukur telur i viðtalinu, að
það sé ekki nein algild lausn á
vandamálum bænda að fækka
búum og stækka þau, eins og
málum er nú háttað. Mikil verð-
mæti lægju i byggingum til
sveita og þvi mjög vafasamt
fyrir þjóbfélagið i heild að fara
út i þá breytingu.
Hins vegar segir hann: — Ef
allir byggju eins og ég, þyrfti
ekki nema 3-400 bændur til að
sjá um nægilega mjólk handa
þjóðinni og annan eins hóp
þyrfti fyrir kjötframleiðsluna.
— ÓT.
TOGSTREITA
á milli Verkamannasambandsins
og Jórnblendifélagsins
— Við höfum farið fram á það
við Járnblendifélagið, að það
gerði ákveðinn rammasamning,
sem kveði á um ýmis almenn
atriði, — eins og aðbúnað verka-
mannanna og fleira, sagði Þór-
ir Danielsson hjá Verkamanna-
sambandinu. Gætu verkamenn-
irnir gengið beint að þessum
samningi.
En Járnblendifélagið vill láta
hvern verktaka fyrir sig, sem
vinnur fyrir félagið en þeir
verða nokkuð margir, gera
samning við verkamennina.
— Við hjá Verkamannasam-
bandinu teljum það mjög
óhöndugleg vinnubrögð að þurfa
að semja við hvern og einn
verktaka, sagði Daniel að lok-
um.
— HE.
Tœknikennarar
enn í verkfalli
— Viö erum enn í verk-
falli og það er ekkert farið
að tala við okkur, sögðu
kennarar Tækniskóla ís-
lands í morgun. Þeir fóru í
verkfall i gær vegna
óánægju með kjaramál og
urðu 250 nemendur skólans
að vera án visdómsaukn-
ingar þann daginn.
Þegar séð var, að framhald
yrði á þvi, fóru nokkrir þeirra til
viðræðna við fulltrúa mennta-
málaráðuneytisins, en kennarar
biðu i skólanum, enda var þetta
frumkvæði nemenda sjálfra.
Kennurum skildist þó, að ein-
hver hreyfing væri komin á máiið
i fjármálaráðuneytinu, þótt þeir
hefðu ekkert heyrt beint frá þeim
aðila.
Vegna fréttar um þetta mál i
gær hefur menntamálaráðuneyt-
ið sent leiðréttingu, þar sem seg-
ir, að báðum bréfum kennara hafi
verið svarað samdægurs. í frétt-
inni var raunar átt við, að
kennarar hefðu ekki fengið
„svar”, sem leysti vandann, en
ekki var verið að efast um við-
bragðsflýti ráðuneytisins. Þaö
var hins vegar ekki nógu skýrt
orðað i fréttinni og leiðréttingunni
þvi komið á framfæri.
— ÓT.
Dýraspítalinn:
Hús og tœki til
— vantar lœkni og kunnúttufóik
„Húsið fyrir dýraspitalann blð-
ur tilbúið, en það eru fleiri ljón á
veginum”, sagði Ólafur Jónsson
fuiitrúi, sem tekið hefur að sér að
félag verði stofnað um rekstur
dýraspitaians. Það verður þó ekki
gert fyrr en linur skýrast betur.
Hann sagði að staðið hefði á þvi
að fá kunnáttumenn til þess að
setja nauðsynleg tæki i spitalann.
Eins hefði Brynjólfur Sandholt
héraðsdýralæknir ætlað að vinna
við spitalann tvisvar i viku tvo
tima á dag, til að byrja með.
Slöan hefði Brynjólfur ekki getaö
sinnt þessu vegna anna. „Stönd-
um við þvi uppi dýralæknislaus-
ir”, sagði Ólafur.
Að visu er kona að læra dýra-
hjúkrun úti i Englandi, en hún er
ekki búin i námi fyrr en að ári
liðnu.
Ólafur sagðiaðþaðværihart að
þurfa að biða með spitalann tilbú-
inn i svo langan tima, en dýra-
læknar lægju ekki á lausu. Ætlun-
in er að hafa frekari viðræður um
málið við yfirdýralækni og
Brynjólf Sandholt til þess að ein-
hver viðunandi úrlausn fáist.EVI
Fœreyingar kaupa sína fyrstu flugvél
Flogfélag Færeyja hef-
ur nú fengið sína fyrstu
flugvél og hana ekki af
verri endanum. Það er 10
sæta Cessna 421 Golden
Eagle með jafnþrýsti-
kerfi fyrir flug í mikilli
hæð. i Bandarikjunum og
reyndar viðar telst hún til
litlu lúxusvélanna, sem
hafa verið kallaðar for-
stjóravélar. Þetta er
fyrsta vélin sem keypt er
til Færeyja.
— Þetta er alveg ný vél, sem við
fengum beint frá Cessna verk-
smiðjunum, sagöi Lars Larsen,
hjá Flogfélaginu við Visi i
morgun. Við munum einkum
nota hana til að flytja skips-
hafnir á skip, sem eru i Norður-
sjónum i tengslum við oliu-
boranirnar. Það er skipt um
Færeyski fáninn er nú I fyrsta skipti á flugvélarstéli. Þetta er Cessna 421, vél Fiogfélagsins.
skipverja með vissu millibili —
enda úthaldið langt hjá skipun-
um.
— Þá verður hún einnig notuð i
alls konar leiguflug og við höf-
um þegar farið ferðir til Noregs
Danmerkur og Englands. Flug-
maðurinn er i danska flughern-
um, en fékk leyfi frá störfum til
að hjálpa okkur af stað með
reksturinn. Við reiknum með að
koma með vélina til íslands á
næstunni og sýna hana vinum og
samstarfsmönnum hjá Flug-
félagi íslands.
-ÓT.