Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 3
3 SUMIR KVEÐJA OG SÍÐAN EKKI SÖGUNA MEIR - AÐRIR MEÐ SÖNG, SEM ALDREI DEYR Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari hefur gert frum- mynd úr tré.af minnisvarða um Inga T. Lárusson, tön- skáld. Ætlunin er að reisa hann á Seyðisfirði, heimabæ tónskáldsins. Það eru átthagafélög Aust- firðinga sem bundizt hafa samtökum um að minnast tón- skáldsins á þennan hátt að frumkvæði átthagasamtaka Héraðsmanna. Til grundvallar við gerð minnisvarðans er kvæði Þor- steins Valdemarssonar frá Teigi um Inga Lár. Kvæðið er svona. Svanur ber / undir bringdúni / banasár / —það er ævintýrið / um Inga Lár. Tærir berast / úr tjarnarsefi / tónar um fjöll. / — Heiðin töfrast / og hlustar öll. Sumir kveðja/ og siðan ekki / söguna meir. / — Aðrir með söng / er aldrei deyr. Sigurjón vinnur nú að stækkun minnisvarðans en hannverður3m á hæð, gerður úr járni. Áætlað er að hann verði fullgerður á næsta ári. Þá eru 30 ár liðin siðan tón- skáldið dó. Safnast hefur veruleg fjár- hæð frá átthagafélögum og einstakiingum upp i kostnað við gerð myndarinnar en mik- ið vantar þó enn að endar nái saman. Það er ósk nefndar þeirrar frá átthagafélögunum, sem að þessu hafa staðið, að leita til átthagafélaga og ein- staklinga um frekari fjár- framlög. Nefndarmenn t já sig fúsa að taka við framlögum en þeir eru þessir. Anton Nikulásson, Sörla- skjóli 88, frá Vopnfirðingafé- laginu, s. 12701. Brynjólfur Ingólfsson, Smáraflöt 13, frá Austfirðingafél., s. 40204. Elisabet Sveinsdóttir, Greni- grund 10, frá Borgfirðingafél. s. 42419, Eyþór Einarsson, Bólstaðarhlið 66, frá Noröfirð- ingafél., s. 30557. Guðmundur Magnússon, Heiðargerði 50, frá fél. Eskfirðinga og Reyð- firðinga, s. 32752. Halldóra Sigfúsdóttir, Flókagötu 27, frá Fél. austf. kvenna, s. 13737. Þórarinn Þórarinsson Skafta- hlið 10, frá Atthagasamt. Hér- aðsm., S. 21391. —EVI Frummynd af minnisvarða um Inga T. Lárusson sem Sig- urjón ólafsson hefur gert. „Flugrán um miðjan dag" Eftirleikur 7 mínútna verkfalls flugfreyja — en hver rœnir hvern? Deilur um túlkun orðalags og litlar 700 krónur eru undirrót þeirrar harkalegu vinnustöðvun- ar sem flugfreyjur hótuðu flug- fclögunum yrði ekki gengið að kröfum þeirra. En að flugfreyjur skyldu hunza Félagsdóm, sem átti að skera úr um deilurnar, hefur vakið enn meiri úlfaþyt. Flugleiðir vildu að Félagsdóm- ur skæri úr um deiluna. Flug- freyjur töldu málið ekki þess eðlis að það væri i verkahring Félags- dóms. Vegna hótunar þeirra sum vinnustöðvun, töldu flugfélögin sér ekki annað fært en að semja. Féllu þau frá stefnunni fyrir Félagsdómi. Jón Júliusson, framkvæmda- stjóri stjórnunardeildar Flug- leiöa,sagði i viðtali við Visi i gær: „I samningunum sem gerðir voru við flugfreyjur 10. mai s.l., segir m.a.: „Verði aðildarfélög- um ASt greiddar verðlagsbætur skv. lögum eða heildarsamning- um eftir 1. júni, skal greiða flug- freyjum þær eftir sömu reglum”. 1 samningum ASl er hækkunin ekki skilgreind sem verðlagsupp- bót heldur sem kauphækkun. Þar segir að laun hækki um þessa upphæð. Deilan stóð þvi um hvort 5300 krónurnar væru verðlags- bætur eða ekki. Við töldum vafa leika á þvi og vildum þess vegna láta skera úr um það af hlutlaus- um aðila. Þvi visuðum við deil- unni til Félagsdóms.” „Flugrán um miðjan dag”. „Flugfreyjur höfðu fullt tæki- færi til að koma sjónarmiðum sinum að fyrir dómstólum,” sagði Baldur Guðlaugsson, lögfræðing- ur hjá Vinnuveitendasambandi tslands, i viðtali við Visi. „En þær kusu i staðinn að taka lögin i sinar hendur með þeim ummælum m.a. að þær hefu talið óeölilegt að biða eftir úrskurði Félagsdóms. Fyrirvaralaus vinnustöðvun flugfreyja er ekki aðeins brot á vinnulöggjöfinni heldur einnig brot á hegningar- lögum, sem leggja refsingu við truflun á rekstri almennra samgöngutækja sem valdið er með ólögmætum verknaði þar á meðal ólögmætu verkfalli. Má i reynd likja athæfi flugfreyja við flugrán um miðjan dag.” Flugfreyjur voru i góðri trú „Mér er kunnugt um það að flugfreyjur voru i þeirri góðu trú þegar þær sömdu að þær hefðu samið um að fá það sem siðar meir kæmi út úr ASI samningun- um,” sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, er Visir spurði hann álits á málinu. Um þá ákvörðun flugfreyja að hunza Félagsdóm vildi Björn ekki tjá sig um, en sagði að það væri venjuleg leið ai) /aram.eð slik mál fyrir' Félagsdóm. Hann ságði einnig að óhætt væri að draga þann lærdóm af þessu máli, að vert væri að hafa alla gát við gerð samninga. Ekki að láta nægja aö tala um hlutina heldur hafa þá skriflega. Tilbúinn ágreiningur flugfélaganna „Við töldum þetta mál ekki vettvang fyrir Félagsdóm af þvi aö það hefði verið tilbúinn ágrein- ingur af hendi Flugleiða,” sagði Erla Hatlemark, formaður Flug- frey jufélagsins, er Visir ræddi við hana. „Við óttuðumst ekki að félags- dómur yrði okkur óhagstæður,” sagði hún. ,,1 samningunum i vor fengum við launahækkanir vegna aukins vinnuálags. Flugleiðir sendu m.a. út fréttatilkynningar um aö sú væri ástæðan fyrir launahækkun- um okkar. I samningunum voru einnig ákvæði um að við fengjum þær verðlagsbætur sem ASÍ-fólk fengi. Svo kom upp sú túlkun Flugleiða að ASl félagar fengju launahækkanir en ekki verðlags- bætur og þvi bæri félaginu ekki að greiða okkur neitt. Hinsvegar má geta þess að i samningum við flugvirkja stóð nákvæmlega það sama og i okkar samningum um verölagsbætur. Flugvirkjar fengu þessar bætur, ekki aðeins i krónu- tölu, heldur i réttu hlutfalli við laun sin miðað við Dagsbrúnar- taxta. Meðan á samningunum stóð fengum við alltaf að heyra þá setningu að við fengjum þær launahækkanir sem samið yrði um og einnig það sem ASI félagar fengju, hverju nafni sem það svo nefndist. Daginn sem Flugleiðir birtu okkur stefnuna fyrir Fieagsdómi, fór félagið að leita samninga við okkur. Það vildi semja um aö við fengjum ASI hækkanirnar minus „4% vegna launahækkana sem við fengum 1. júni. En þessi 4% vildi félagið miða við hæstu laun flug- freyja, 76 þúsund krónur á mán- uöi, sem aðeins ein af hverri fimm liefur. Við vildum miða við sjötta taxta Dagsbrúnar i þvi efni. Þetta munaði u.þ.b. 700 krónum. Við þessu fengum við hálfgerða neitun og ekki var talað við okkur strax aftur. Við vildum fyrst aö málið færi fyrir Félags? dóm en framkoma flugfélaganna I þessu máli var slik að við ákváð- um að fara út i þær aðgerðir að hóta vinnustöðvun, yröi ekki gengið að kröfum okkar. Viö álitum þetta hrein svik af hálfu Flugleiða. óánægja hefur verið mikil meðal flugfreyja vegna afstöðu Flugleiða,” sagði Erla Hatlemark að lokum. —óll „Gœtum tekið okkur bað hve nœr sem er" — Kaupstefnunni stjórnað í steypibaði Meö sturtur yfir höfðinun,snaga á veggjunum og salerniö viö hcndina stjórna þeir Kaupstefn- unni i Laugardalshöll. Bak viö glæsilega sýningarbása er nefni- lega falin skrifstofa fram- kvæmdastjóra og annarra sem þar starfa. Skrifstofan er bún- ingsherbergi, baöherbergi og annaö tilheyrandi fyrir iþrótta- menn. „Hér gætum við tekið okkur bað hvenær sem er,” varð einum að orði þegar við litum inn i „skrifstofuna”. Hins vegar væri þaö kannski ekki svo heppilegt þvi að viðkomandi myndu ekki aöeins vökna heldur einnig allir pappirar og gögn sem á þarf að halda. Enþeirhafa komið sér vel fyrir og viröastkunna hið bezta við sig innan um sturturnar. Þeir hafa meira að segja komið fyrir tepp- um og dreglum á gólfum. „Þaðer ágættað likja þessu við togaraútgerð,” sagöi Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar. „1 vetur var út- litið hálf slæmt en nú hefur aö- sóknin verið góð á sýninguna og þaö er vel hugsanlegur möguleiki að fara af stað með aðra.” Takmarkið er 60 þúsund gestir og það virðist ætla að nást. Reyndarvoru sumir hálf smeykir um að góða veðrið drægi úr aö- sókn um helgina en áreiðanlega vilja þeir, sem ekki hafa séð sýn- inguna, koma áður en henni lýkur á sunnudag. „Aðsóknin er einna mest við opnun og á kvöldin en sunnudag- amir erú beztir,” sagði Bjarni ennfremur. Kaupstefnan hefur greinilega brotið utan af sér hús- næði Laugardalshallarinnar. „Þvi ekki að byggja skautahöll sem er nýtt allt árið,” sagöi Bjami. „Þar væri hægt aö vera með fótbolta, handbolta og svo ýmiss konar sýningar sem eiga fullan rétt á sér, til dæmis bila- sýningar, fatasýningar og fleira.” —EA Tvær starfsstúlkur fjármáladelldar Kaupstefnunnar I steypibaöi. Villimennska iðnaðar- manna ekki algjör „Dæmin sem eiga aö sýna villi- mennsku iönaöarmanna og snúa að trésmiðum, er bæöi röng,” sagði Benedikt Daviösson for- maöur Sambands bygginga- manna vegna viötals Visis viö Reyni Hugason, verkfræöing hjá Rannsóknaráði rfkisins, á fimmtudag. Reynir nefnir bar sem dæmi um tregðu iðnaöarmanna gegn endurskoðun ákvæðisvinnutaxta, að iðnaðarmenn hafi á sinum tima ekki viljað vinna vaktavinnu við skriðmót. Einnig að enginn hagnaður sé að notkun fleka við mótauppslátt vegna aukaálags trésmiöa. „Til eru mörg dæmi um vakta- vinnu við skriðmót,” sagði Bene- dikt. „Hugsanlega er dýrara að nota fleka við mótauppslátt ef þeireru aðeins notaðir einu sinni. En til þess er ætlazt að þeir séu notaðir oft og þá verður ódyrara að nota þá en borð I mótaupp- slátt,” sagði hann einnig. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.