Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Laugardagur 6. september 1975 — 202. tbl. „Flugrán um miðjan dag'7 Sjá umsagnir um flugfreyju- verkfalliö á bls. 3. Straurn- Bakhliðin á hvörf í al- bridge- þfóða- heilrœði málum bb.4 Reese g"9 Hvað er í töskunni? Blaöamenn Visis röltu um miöbæinn og fengu að gægjast i virðulegar skjalatöskur veg- farenda. — Sjá bls. 7. • Forsœtisráðherra til Noregs Geir Hallgrimsson, forsæt- isráðherra, og Erna Finns- dóttir, kona hans, fara i opin- bera heimsókn til Noregs 17. þessa mánaðar. Heimsóknin stendur til 20. — Tryggve Bratteli, forsætisráðherra Noregs, bauð islenzka forsæt- isráðherranum i opinbera heimsókn i júni en ekki varð af þeirri heimsókn sökum anna Geirs Hallgrimssonar. indi byssu að Ford Kona, sem var fjölskyldu- meðlimur „Mansons-morðfjöl- skyldunnar”, beindi hlaðinni skammbyssu sinni að Gerald Fordj Bandarikjaforsetaj I gær og gerði sig liklega til að hleypa af. Lifvörður forsetans fékk grip- iö I hönd konunnar á elleftu stundu, fellt hana til jarðar og afvopnað án þess að nokkru skoti væri hleypt af. Ford, sem er á ferðalagi um riki vesturstrandarinnar, sak- aði ekki en honum virtist hins vegar veröa mikið um þennan atburð. Lögreglan hefur borið kennsl á konuna. Er þarna á ferð Lynne Alice Fromme, 26 ára stúlka, félagi úr hippahópi þeim, sem fylgdi Charles Man- son. Manson þessi situr I fang- elsi og afplánar lifstiöardóm fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate. — Er mönnum ekki enn liðinn úr minni hryll- ingurinn frá þvi voðaverki sem vakti athygli um heim allan 1969. Ford forseti var á leið gang- andi frá gistihúsi sinu i átt til þinghallar Kaliforniufylkis i borginni Sacramento þar sem hann ætlaði aö flytja ræðu um glæpii Bandarikjunum. Nokkur mannsafnaður var á leið hans og nálgaöist forsetinn fólkið hrööum skrefum til að kasta á það kveðju þegar ein kona i hópnum brá skyndilega upp silfursleginni skammbyssu, Sjónarvottur sagði að forset- anum heföi brugðið mjög. Hann beygði sig og brá fyrir sig hendi en konan hrópaði: „Fólkið fær ekki það sem það leitast við að fá!” Lifvörður forsetans brá viö svo skjótt að hann fékk afvopn- að konuna áöur en alvarlegt slys hlauzt af. Fékk hann sár á hend- ina þegar hann klemmdist á milli um leið og hamarinn small i byssubóginn. Kona var siðan flutt á lög- reglustöðina en llfverðir forset- ans flýttu sér að forða honum á óhultan stað. Lynne Alice Fromme gekk undir nafninu „Squeaky” þegar hún var i hippaflokki Mansons. Hún tók þátt I mótmælaaögerð- um fjölskyldunnar þegar mála- ferlin stóðu yfir gegn Manson og þremur stúlkna hans. Stóð hún við dómhúsið ásamt „systrum” sinum með nauðrakaö höfuð og „X” skorið á enni sér. Heitt vatn með skipum mijli hafna á íslandi? Ákveðið hefur verið að gera sérstaka athugun á þvi hvort hagkvæmt sé að flytja heitt vatn með skipum frá höfnum nærri jarðhitasvæðum hér á landi til þéttbýlisstaða meðfram ströndum þar sem ekki er jarðvarmi. — Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, hefur skipað nefnd til að kanna málið og i henni eru: Þóroddur Th. Sigurðsson, vélaverkfræð- ingur, dr. Guðmundur Magnússon, prófessor og Pétur Stefánsson, byggingaverkfræðingur. — Nefndin er skipuð i framhaldi af athugunum sem gerðar hafa verið á þeim kostum sem fyrir hendi eru úm húshitun með rafmagni og heitu vatni. Bridge gegn skók Bridgespilarar og skákmenn hafa ákveðið að láta ekki sitja við stóryröin ein. Akveöið hefur verið að tólf kappar úr hvorri fylkingunni heyi eins konar bændaglimu i skák og bridge I lok næstu viku. Fulltrúar frá B.ridgefélagi Reykjavikur og Skákfélagi Reykjavikur hittust I gær og þar var ákveðið að hólmgangan skuli fara fram föstudaginn 12. sept., laugardaginn og ljúka á mánudeginum. Hvor um sig sendir tólf menn fram á völlinn og tefla allir bridgemennirnir tvisvar sinn- um 5 minútna skákir við alla skákmennina. Siöan verður skipt I þrjár 4ra manna sveitir og spila þær allar hver við aðra (nema ekki innbyrðis). Verða það sextán spila leikir. Ekki hefur enn verið tilkynnt um liðsskipan en vlst er að þar verður vandað til valsins, þvi hvorugur vill láta sinn hlut fyrir hinum. GP Blundað í verzlunargötu í ys og þys verzlunargötu á borð við Skólavörðustiginn nær enginn að festa svefn nema þeir allra réttlátustu. Tvlburarnir hérna á myndinni tilheyra greinilega þeim hópi. Þegar móðirin dvaldi inni I verzluninni hvernig gátu þeir þá betur stytt sér biðtimann nema með þvi að fá sér hænublund I góða veðrinu I gær? —Ljósm.: BG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.