Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 17
Vísir. Laugardagur 6. september 1975. n □AG | □ KVÖLD | n □AG | Spilverk þjóðanna skipa Egiil óiafsson, Valgeir Guftjónsson og Sigurftur Bjóla. Spilverk þjóðanna, Stuðmenn, Spilverk þjóðanna, Stuðmenn Eins og menn vita, þá vöktu Spilverk þjóð- anna mikla athygli þegar þeir héldu sjálf- stæða tónleika i vor bæði i Norræna húsinu og Laugarásbió. Framan af sumrinu unnu þeir siðan við plötuupptöku. En frægastir eru þeir fyrir þaö að vera kjarninn i Stuð- mönnum, sem hafa skemmt landsmönnum við gifurlegar vinsældir i ágúst i sumar ásamt White Backman Trió og Stein- unni Ejarnadóttur og negra- stúlkunum tveim. Að sögn Utgefanda Spilverks- ins —- Stuðmanna, Steinars Berg, þá er regin munur á þess- um tveimur hljómsveitum. Til dæmis er hljóöfæraskipan Spil- verksins tveir kassagitarar, kontrabassi og alls konar á- sláttahljóðfæri, en enginn raf- magnshljóðfæri en Stuðmenn nota aftur á móti rafmagns- hljóðfæri nær eingöngu. Að sögn Steinars Berg, þá af- hjUpuðu Stuömenn sig ekki sjálfir heldur voru afhjUpaðir. Það sem eftir er ársins veröur Spilverkiö mikið á ferðinni og mun starfa sem atvinnuhljóm- sveit. Á fimmtudaginn halda þeir sina fyrstu tónleika á ljós- myndasyningunni „Ljós” að Kjarvalsstöðum. — Spilverkið á sér enga hlið- stæðu, og það sem strákarnir hafa gert og eru að gera er frá- bært, til dæmis lagið, sem þeir spila i sjónvarpssal, sem heitir „Icelandic Cowboy” er stór- kostlegt og á örugglega eftir að verða þjóöarsöngur Islendinga, sagði Steinar Berg. HE. IÍTVARP ♦ Laugardagur 6. september 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miftdegistónleikar Leo Litwin og Boston Pops- hljómsveitin leika „Var- sjárkonsertinn” eftir Ric- hard Addinsell: Arthur Fiedler stj. Earl Wild og Boston Pops-hljómsveitin leika „Phapsody in Blue” eftir George Gershwin: Arthur Fiedler stj. Mormónakórinn i Utah syngur lög eftir Stephen Foster: Richard Condie stj. 15.45 i umferðinni Arni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir). 16.30 Hálf fimm Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Popp á iaugardegiHulda Jósefsdóttir kynnir. 18.10 Siftdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Háiftfminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn, sem fjallar um ungmenni og vimugjafa. 20.10 Evrópukeppniiandsiiða i knattspyrnu: Belgia—ts- land Jón Asgeirsson lýsir frá Liege. 20.45 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 21.30 Hornsteinn heimiiisins. Fyrri þáttur Guörúnar Guð- laugsdóttur um húsmæöra- stéttina. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. SUNNUDAGUR 7. september 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sónata nr. 2 i c-moll eftir Mendelssohn. Wolfgang Dallmann leikur á orgel. b. Tónlist eftir Valenti, Dvorák og Chopin. Paul Tortelier leikur á selló og Shuku Iwaski á pianó. c. Septett i C-dúr op. 114 fyrir flautu, fiðlu, klarinettu, selló, trompet, kontrabassa og pianó eftir Johann Nepo- muk Hummel. Collegium . Con Basso sveitin leikur. d. Pianókonsert nr. 4 i G-dúr eftir Beethoven. Vladimir Ashkenazy og Sinfóniu- hljómsveitin i Chicago leika, Georg Solti stjórnar. 11.00 Messa 1 Marteinstungu- kirkju i Holtum. Prestur: Séra Hannes Guömundsson. Organleikari: Eirikur Isaksson. (Hljóðritun frá 24. f.m.). 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 13.20 Minir dagar og annarra. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli spjallar viö hlustendur. 13.40 Harmonikulög. Johnny Meyer og félagar leika. 14.00 Staidraft vift á Patreks- firfti — fjórfti þáttur. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miftdegistónleikar. Frá tónlistarhátiftinni i Schwetzingen I mai sl. Flytjendur: Maria Teresa Garatti, Pina Carmirelli, Luciano Vicari og I Musici Di Roma. a. Concerto grosso i D-dúr eftir Corelli. b. Concerto grosso i a-moll eftir Vivaldi. c. Sembalkonsert i C-dúr eftir Giordani. d. Fiðlukonsert i E-dúr eftir Bach. e. Konsert fyrir tvær fiðlur og strengjasveit eftir Bach. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.25 Barnatimi: Stjórnendur Kristin Unnsteinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Samsett dagskrá um Jóhann Sigurjónsson skáld. Liney Jóhannesdóttir les söguna „Tværsystur” eftir Jóhann og Þorleifur Hauks- son les ævintýri og ljóð. Flutt verður upphaf leikritsins „Fjalla-Eyvind- ur”. 18.10 Stundarkorn meft pianóleikaranum Cecile Ousset. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraftanumSverrir Kjartansson annast þáttinn. 20.00 ísiensk tónlist: Sinfóniu- hljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. a. „Sjöstrengjaljóö” eftir Jón Asgeirsson. b. Úr „Gullna hliöinu”, tónlist eftir Pál Isólfsson. 20.30 Frá Hólahátift 17. þ.m.a. Höröur Agústsson listmál- ari flytur ræðu um Hóla- dómkirkjur hinar fornu. b. Kvintett frá Akureyri syng- ur. Kvintettinn skipa: Lilja Hallgrimsdóttir, Þuriður Baldursdóttir, Jón Hlööver Askelsson, Michael Clarke og Valdimar Gunnarsson. 21.10 „Milljónir trúftsins”, smásaga eftir Anders Bodclsen Bodil Sahn menntaskólakennari les þýöingu sina og flytur formálsorð. 21.25 Frá tónleikum Tónlistar- félagsins i Háskólabiói 17. mai Gérard Souzay og Dalton Baldwin flytja söngva eftir Gabriel Fauré og Maurice Ravel. 22.00 Fréttir. Danslög. Heiðar Astvaldsson danskennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. 17 Spáin gildir fyrir sunnudaginn 7. sept. «■ * «■ * «• «■ + «■ X- «■ X- «■ ♦ «■ «- «■ «■ «■ «■ «• «■ «■ * «■ * «■ «■ «- «■ «• «• «• * «• «■ «• «■ «■ ★ «■ «■ ' «■ «■ ★ «■ ★ «■ ★ «■ * «■ * «■ «■ «■ «• «■ * «■ «■ «- * «■ «■ «■• * «- + «- «■ «■ «■ «■ ★ «• ★ rv + «• X- «■ * «• «• «■ «■ «■ «■ «■ «■ + m m* m Hrúturinn,21. marz-20. april. Þú ert ekki alveg I sem beztu jafnvægi I dag. Reynda að láta aðra ekki fara i taugarnar á þér. Sýndu stillingu og vertu kurteis. Nautift, 21. april-21. mai. Vertu sparsamur (söm) I dag. Þú kemst I einhver viðskipti sem þú hefur gagn af. Slúðursögur eru ekki til aö taka mark á. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Þú ert fljót (ur) að finna aðalatriðiö I málunum, og veizt þess- vegna að hverju þú átt að snúa þér. Krabbinn,22. mai-21. júnl. Oðru fólki þykir mjög gaman að hnýsast I einkalif þitt I dag, reyndu að halda öllu sliku sem lengst frá þér. Ljóniö,24. júli-23. ágúst. Þér er hætt við alls kon- ar óhöppum fyrri hluta dagsins, reyndu að fara gætilega. Taktu ekki ákvarðanir upp á eigin spýtur. Meyjan. 24. ágúst-23. sept. Þú lætur tilfinning- arnar stjórna þér um of I dag. Settu traust þitt á þá, sem þú elskar. Reyndu ekki að hafa áhrif á atburðarásina. Vogin, 24. sept.-23. okt. Þetta ætti aö veröa einn af þinum betri dögum. Þér mun takast allt sem þú tekur þér fyrir hendur. Og allar breytingar munu færa þér hamingju. Drekinn,24. okt.-22. nóv. Þú skalt reyna að leysa vandamál þau sem þú átt viö að striöa I dag. Þú færö óvænt einhverja fjárhagslega aðstoð. Bogmafturinn, 23. nóv.-21. des. Fáðu vin þinn ofan af einhverri vitlesu sem hann er I þann veg- inn aö framkvæmda. Láttu 1 ljós óskir þinar. Steingeitin,22. des.-20. jan. Sýndu vinum þinum þolinmæði i dag, og sérstaklega þó fyrri part dagsins. Frestaðu ekki þvi til morguns sem'þú hafðir ætlað þér að gera i dag. Vatnsberinn,21. jan.-19. feb. Þú færð tækifæri til að bæta fyrir gamlar syndir i dag. Þú verður mjög mikið á ferö og flugi I kvöld. Fiskarnir,20. feb.-20. marz. Settu kraft i þvi og láttu málin fara að ganga eitthvað. Þú ert búin (n) að vera of latur (löt) of lengi. SJÓNVARP • Laugardagur 6. september 18.00 tþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veftur 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir I vanda breskur gamanmyndaflokkur. Laumuspil Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Spilverk þjóftanna Félagarnir Valgeir Guö- jónsson, Egill Olafsson og Sigurður Bjóla fremja eigin tónsmiö meö aöstoð ýmissa vina og vandamanna. Tón- list þessa kalla þeir há- fjallatónlist. Stjórn upptöku Egill Eðvarösson. 21.15 Myrkrift á stigapailinum (Dark at the Top of the Stairs) Bandarisk biómynd frá árinu 1960, byggð á leik- riti eftir William Inge. Aðal- hlutverk Robert Preston, Dorothy McGuire og Eve Arden. Þýöandi Heba Júliusdóttir. Myndin lýsir lifi bandariskrar fjölskyldu. Húsbóndinn er sölumaður, en hefur misst atvinnuna. Þeim hjónum kemur mis- jafnlega saman, og þegar dóttir þeirra kemst i kynni við pilt af gyðingaættum verður þaö sist til að bæta samkomulagiö á heimilinu. 23.20 Dagskrárlok Sunnudagur 7. september 1975 18.00 Höfuftpaurinn.Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Hegðun dýranna.Banda- rfskur fræðslumyndaflokk- ur. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 18.50 Kaplaskjól. Bresk fram- haldsmynd. Sokkótti Karl Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veftur 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Einsöngur I sjónvarpssal Erlingur Vigfússon syngur islensk og erlend lög. Undir- leikari Ragnar Björnsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.50 Hitabylgja Leikrit eftir Ted Willis. Þýöandi Stefán Baldursson. Sýning Leik- félags Reykjavikur. Leik- stjóri Steindór Hjörleifsson. Leikendur: Sigriöur Haga- lin, Jón Sigurbjörnsson, Anna Kristin Arngrlmsdótt- ir, Jón Aðils, Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Magnúsdóttir og Jón Hjartarson. Upptökunni, sem gerð var I sjónvarpssal, stjórnaði Andrés Indriða- son. Aður á dagskrá 20. nóvember 1972. 22.45 Aftkvöldi dags.Séra Guð- mundur Þorsteinsson flytur hugvekju. 22.55 Dagskráriok ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★★☆**★☆*☆+***********.*.**.*****.*.***.*.********.***.*.*.*.**.***+**.**

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.