Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 06.09.1975, Blaðsíða 20
VISIR „Þaö er algengt aö menn fari illa meö hár sitt en ekki svona....” Þaö er Pétur Guö- jónsson, rakari, á Skólavöröu- stignum sem þetta segir en hvaö á hann viö? Jú, að menn séu meö sitt hár, þvoi það og haldi þvi hreinu en greiði það aldrei nógu vel til þess að allur flóki fari úr þvi. Sumir greiða það jafnvel ekki neitt eftir hárþvottinn. Einn slikan bar að garði hjá Pétri. Hann var með mikið og fallegt hár. Þetta var ungur piltur sem vildi fá hár sitt klippt og engin furða. Svo mikill flóki var i hárinu að það var gjör- samlega vonlaust verk að reyna að ná honum úr. Hárið var orðið eins og eitthvert þykkildi og á sumum stöðum var eins og tyggigúmmi hefði verið klesst i það. „Sjáið þiðbara hvað þetta var fallegt hár,” segir Pétur og heldur öllu þvi, sem hann klippti af pilti, á lofti. Jú, jú, hárið var fallegt ef ekki hefði árans flók- anum verið fyrir að fara. Piltin- um var.farið að liöa illa með öll þessi ósköp á höfðinu og ekki var um annað að ræða en að klippa allt af.” „Ég hélt ég þyrfti að klippa miklu meira en raun varð á,” segir Pétur. „Hann fór með stutt hár út en ég þurfti ekki að snoða hann.” Og Pétur bætir þvi við að þrir hljómsveitargæjar hefðu setið hjá honum þegar þetta átti sér stað. Þeim varð svo um að þeir settust allir i stólinn og fengu klippingu. ,,Og þetta sýni ég gæjunum i dag,” segir Pétur. Og það nægir áreiðanlega til þess að menn reyna að minnsta kosti aö greiða sér ærlega eftir þvottinn! —EA Laugardagur 6. september 1975. Poptónleikar á Austurvelli Útihljómleikar popphljóm- sveita er næstum oröinn fastur liöur i Reykjavík um helgar. A morgun, sunnudag, hyggst hljómsveitin Dögg skemmta borgarbúum ókeypis meö hljómleik sinu. Hljómleikarnir fara fram á Austurvelli ef veöur leyfir. Dögg er ein yngsta atvinnu- mannahljómsveitin á tslandi. Félagar hljómsveitarinnar leggja aöaláherzlu á svokallaða „funky” tónlist og þaö sem vin- sælast er hverju sinni. A næst- unni cr svo væntanleg tveggja laga plata sem verið er að leggja siðustu hönd á. —ÓH „Er þetta þú drullu- makarinn þinn" „Fólk sneri sér viö úti á götu og hrópaöi aö mér, „ert þetta þú, helvitis drullumakarinn þinn.” Svo kom þaö einu sinni fyrir aö ég var sleginn niöur en þetta gerðist þegar ég tók þátt I 1. september sýningunni 1947,” sagöi Þorvald- ur Skúlason, listmálari. ,,Á þessum árum fór abstrakt- myndlist, sem var gifurleg bylt- ing I myndlist, ákaflega I taug- arnar á fólki.” Þorvaldur var i hópi þeirra um- deildu listamanna ásamt þeim Sigurjóni Olafssyni, myndhöggv- ara, Jóhanni Jóhannssyni og Kristjáni Daviðssyni og fleirum sem tóku þátt i þessari umdeildu sýningu. Nú sýna þessir menn saman i kjallara Norræna hússins ásamt Valtý Péturssyni, Guðmundu Andrésdóttur og Karli Kvaran. Við náðum tali af þeim Þor- valdi og Kristjáni. „Við, sem hérna sýnum, höfum haldið á- fram með það sem við byrjuðum á á þessum árum. En sérhver okkar hefur reynt að útvikka sinn stil i samræmi við sjón og reynslu af umhverfinu” sagði Kristján. „Til dæmis breyttist maður eitt- hvað þegar fyrsti spútnikinn var sendur út i geiminn,” bætti Þor- valdur við. Hver er staöa Islenzkrar mynd- listar I dag aö ykkar áliti? „Við höldum að hún sé góð, þrátt fyrir gifurlegt framboð af fúskurum. Hér treður sérhver amatör upp með sýningu en er- lendis myndi fólk af þessu tagi sýna á götum úti. Samt sem áður er margt jákvætt á ferðinni og skilningur fólks á myndlist hefur aukizt. Hér er viss hópur sem metur alvarleg vinnubrögð i myndlist og sá hópur fer stækk- andi,” sögðu þeir félagar. Hvernig llzt ykkur á myndlista- gagnrýnendurna hér? „Eiginlega koma gagnrýnend- ur myndlistarmönnum ekkert við. Ef þeir gerðu það þá litist mér ekki á framtið Islenzkrar listsköpunar,” sagði Þorvaldur. Eruö þiö ánægöir meö þá aö- stööu sem þjóöfélagiö veitir is- lenzkum listamönnum? „Það eru alltaf huridruð manna sem eru tilbúnir til að kvarta en ég held við ættum ekki að vera að þvi þó full ástæða sé til,” sagði Þorvaldur. „Þó finnst mér rikis- valdið ætti að styðja Listasafn rikisins betur þvi safnið er alger- lega staðnað. A sýningunni núna er gestur okkar franskur mynd- listarmaður, er heitir André — Septem 75 sýna í kjallara Norrœna Hússins Enard. Þessi hópur, sem hér sýn- ir, sýndi einnig saman I septem- ber i fyrra en að þessu sinni sýnir Steinþór Sigurðsson ekki með okkur. Sýningin verður opin fram á sunnudaginn, 14. september, frá klukkan 2-10 e.h. HE. TRILLT I TORFÆRUM Keppi^i í torfæruakstri, vin- sælli iþrótt bflaáhugamanna, veröur haldin á morgun. Björgunarsveitin Stakkur i Grindavik heldur þessa keppni. Hún fer fram i ná- grenni Hagafells viö Grinda- vikurveg og hefst klukkan 14. —ÓH Var farið að líða illa í hðfðinu vegna flóka! Stuart Austin, skozki plötusnúöurinn, sem stýra mun fóninum i diskótekinu I Óöali. Hljómflutningstækin eru sögö vera einhver þau beZtu sem völ er á. þar áfram á boðstólum sá mat- ur sem staðurinn hefur fyrr boð- ið. Aöspurður um það hvort slikir staðir eigi framtið fyrir sér hér- lendis þar sem íslendingar eru seinteknir og óvist hversu fljótt plötusnúður nái til gestanna, sem virðist vera lykillinn að vinsældum þeirra erlendis, þá kvaðst Stuart Austin ókviðinn. „Naumast getur það verið vandasamara hér en i Englandi, og allir vita jú að Englendingar hafa ekki beinlinis orð á sér fyrir að vera opnir fyrir ókunn- ugum,” sagði Austin og bætti viö: „Þetta er allt undir and- rúmsloftinu komið. Húsakynn- in, gestirnir og tónlistin skapa það. — Húsakynnin hér hafa allt það til að bera sem liklegt er til að móta gott andrúmsloft og þá er þetta einungis spurning um tónlistina og gestina. Tónlist verður að velja með tilliti til þess hvað gestunum fellur bezt hverju sinni.” —gp „Einn só bezti hér í ólfunni" — segir brezkur plötusnúður, sem verður til skemmtunar í nýja diskótekinu í Óðali „Þessi staöur er einn þeirra beztu hér I álfunni,” sagöi Stu- art Austin, skozkur plötusnúöur, sem ráðinn hefur veriö til aö skemmta gestum'nýja „diskó- teksins” i óöali næstu fjóra mánuöi. Stuart Austin getur nokkuð boruð um það hvernig slikir skemmtistaðir eru hjá nágrönn- um okkar, þvi hann hefur starf- aö sem plötusnúður i London, Luxemburg, Sviss, Austurríki, Þýzkalandi, Noregi og Banda- rikjunum siðustu sex árin. Jón Hjaltason, framkvæmda- stjóri Óðals, skýrði blaðamanni Visis frá þvi meðan opnun diskóteksins var enn I undirbún- ingi að ákveðið hefði verið að leita eftir plötusnúö erlendis þar sem slikir eru meðal vinsælustu skemmtikrafta. Með þeirri ráðabreytni er ætlunin að gefa fólki möguleika á að kynnast diskótekum eins og þau gerast annars staðar þar sem aðdrátt- arafl þeirra hefur orðið til að varpa skugga á gömlu danshús- in eins og þau þekktust. Veitingahúsið Óðal hefur tek- ið algerum stakkaskiptum þessa nýbreytni. Ráðist hefur verið I stækkun, sem teygir sig yfir I næsta hús — alveg þar að sem ísborgin er i Austurstræti. — Óðal hefur verið rekið sem matsölustaður i 5 ár og verður Enn er útlóns- stöðvun Seðlabankinn hefur lagt til við bankana að halda óbreyttri út- lánastefnu. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Seðlabankanum. Sem kunnugt er var gert sam- komulag um stöðvun útlána 1. marz 1975 sem gilti til 1. mai. Sið- anvar það framlengt til 30. ágúst. Viðræður um málið eiga að hefjast um miðjan mánuðinn en á meðan gjaldeyrisstaða okkar er ekki betri en hún er þarf vart að búast við neinni breytingu. —EVI— Ein milljón en meira ú morgun Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefur kaffi- sölu I Sigtúni við Suðurlandsbraut á morgun, sunnudag, klukkan 14:00. — Þar selja konurnar heimabakaðar kökur og smurt brauð. Til bragðbætis verða skemmtiatriði. — Kvennadeildin hefur stutt að mætti við bak Styrktarfélagsins: gefið til æf- ingastöðvarinnar við Háaleitis- braut og Reykjadalsheimilisins og á þessu ári styrkja konurnar fjóra iðju- og sjúkraþjálfara til náms. Þær stuðluðu einnig að þvi aö hægt var að halda ráðstefnuna um list til lækninga. Alls hafa þær gefið tæpa eina milljón króna i þessu skyni. — Það er von kvenn- anna að margir leggi leið sina i Sigtún á morgun, fái gott kaffi og með þvi og styðji um leið mikil- vægt málefni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.