Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 2
Vlsir. Þriöjudagur 9. september 1975. visuism: Hvaða álit hefur þú á framferði vestur-þýzkra togara og eftirlits- skipa hér við land að undanförnu? Bcnny Larson, múrari: — Þetta sýnir, að það er nauðsynlegt fyrir okkur að færa landhelgina út sem fyrst. Auðvitað eigum við að vera harðir á möti Þjóöverjum, og alls ekki að semja við þá. Halldór Pétursson, listmálari: — Égheld, að Þjóðverjar skilji ekki annað en hörku. Við eigum að halda áfram að klippa. Það er sjálfsagt að tala við þá, en vera samt harðir i þeim viðræðum. Hlöðver Jóhannsson, bilstjóri: — Við eigum að taka hart á Þjóðverjum. Við eigum að ræða við þá, en i þeim viðræðum, verður að sýna hörku. Páll Magnússon, plpulagninga- maður: — Við eigum aö neita að afgreiða eftirlitsskipin, um annað er ekki að ræða. Við höfum sýnt allt of mikla linkind. En hvað út- færsluna i 200 milur snertir, verðum við að semja við aðrar þjóðir um veiðar innan þeirra, þvi að við byggjum t.d. veiðina i Norðursjónum á sams konar samningum. Nlels Arnar Lund, skólastjóri á Kópaskeri: — Mér blöskrar það, að ríkisstjórnin skuli veita eftir- litsskipunum aðstöðu, svo aö þau geti haldið áfram að fylgjast með varðskipunum. Ég trúi þvi ekki, að stjórnin semji við Breta eða Þjóðverja um nokkrar Ivilnanir innan fyrirhugaðrar 200 mllna fiskveiðilögsögu. Oddgeir Sveinson, málara- meistari: — Ég er mjög ó- ánægður með þetta. Við eigum að útiloka eftirlitsskipin frá allri af- greiðslu og fara með þau eins og Spánverjar fara með sina af- brotamenn, setja þá inn — og tala ekki við þá fyrstu mánuðina. LESENDUR HAFA ORÐIÐ * - - Flugvélakaup landhelgisgœzlunnar! Er Beechcraft smáskel? Ragnar Edvardsson, Stórholti 33 hringdi: ,,Og Landhelgisgæzlan ætlar að kaupa annan Fokker Friendship, þótt sá sem fyrir er, séaðeins nýttur i 500 flugstundir á ári (Fokker friendship flug- vélar Flugfélagsins fljúga um 1650 tima hver) Mér verður hugsað til Beechcraft King Air flugvélanna, sem hafa meiri flugeiginleika, meiri flughraða og sem betra er að lenda á sjó. Þvi erborið við, að meiri vara- hlutaþjónusta sé i landinu við Fokker en Beechcraft. Ég leyfi mér að bera brigður á það. Nóga peninga höfum við Is- lendingar. Það munar ekki nema 650 milljón krónum hvað Fokker er dýrari en Beechcra ft. Út af sjónarmiðum Guðjóns Jónssonar, yfirflugmanns Landhelgisgæzlunnar, þar sem hann talar um, að flugferðir gæzlunnar séu þess eðlis, að ekki þýði að hafa neitt smáhorn I þeim verkefnum, veit ég nú raunar ekki alveg við h vað hann á með þessu smáhorni, en túlka það svo, að hann tali um Beechcraft sem smáskel. Mig langar að vita, hvort það sé sé rétt skilið? Getur verið, að flugmenn fái hærri laun á Fokker? Guðjón segir að lokum vegna aðbúnaður i flugvélunum, að á 7-8 klukkustundum verði menn a að geta rétt úr sér. Eru menn, sem stunda björgunarstörf, ekki betur að sér, en svo, að þeir viti ekki, að það er hægt, að rétta úr sér i lágréttum stellingum?” Burt með Meerkotze: Gorgeirsyfirlýsingar bíto ekki á Ó.T. skrifur: ,,Það er ekki oft, sem ég er sammála Þjóðviljanum. Satt að segja kemur það varla fyrir. En vegna þess'hve það er sjaldgæft og vegna þess hve ég er innilega sammála honum í þetta skipti, sendi ég þér þessar linur, lesendabréfastýrari góður. Málið er vestur-þýzku eftir- litsskipin. Þjóðviljinn hefur krafizt þess að þeim verði neit- að um þjónustu I islenzkum höfnum. Ég er satt að segja hissa á þvi, að Þjóðviljinn skuli þurfa aðsetja fram þessa kröfu. Svo virðist sem stjórnvöld hafi vitað lengi um þá iðju þeirra að tilkynna landhelgis- brjótumi um ferðir varð- skipanna. Það cr þvi nánast furðulegt, að þau sknli ekki fyrir löngu væra bú.n — • upp á eindæmi — að taka þá ákvörðun að Meerkatze geti sko bara siglt til Þýzkalands eftir sinni oliu og slnum vistum. Þjóðverja Það er hlálegt, að við skulum vera að aðstoða við njósnastarf- semi sem er beint gegn okkur sjálfum. Ráðherrar og stjórnar- andstaða hafa klifað nógu oft á „þessu brýnasta lifshagsmuna- máli þjóðarinnar”. Það er kom- inn timi til að þeir sýni skörungsskap. Það þarf ekkert að kanna þetta mál. Það hefur enga þýð- ingu að vera að skipa einhverja nefnd, sem skilar áliti eftir vik- ur eða mánuði. Brot þýzku skip- anna liggur ljóst fyrir. I stað þess að vera að gefa pólitiskar gorgeirsyfirlýsingar um „þungt andrúmsloft” og „áhrif á af- stöðutilsamningamála”eins og nokkrir ráðherrarnir gera i Visi i dag (Mánud. 8. sept.), ættu þeir að hrista af sér sléniö og GERA EITTHVAÐ. Annars hætta Þjóðverjar lika að taka mark á þeim. Það er nóg.að við skulum ekki geta þaö.” „Pétur og Jón Múli í gamla tímanum" Hvað varð um morgunleikfimina? Staðsetjið bílinn rétt — þegar gert er við Kristján Hall hringdi: „Þegar Arni Þór Eymunds- son er að sýna þrihyrninga sina i fræðslumynd sjónvarpsins um akstur, ætti hann ekki að standa umferðar megin við bilinn, þeg- ar hann ætlar að gera við hann. Það gæti verið stórhættulegt. Menn liggja kannske meira en hálfir undir bilnum og varla sjást. Auðvitað koma þrihyrn- ingarnir að gagni I tilfelli Arna, en ef ekki er um þá að ræða, þá hvað? Ég vil benda fólki á, ef hægt er að koma þvi við, að staðsetja bilinn þannig, að bilstjórinn sé gangstéttar megin við bilinn, þegar hann sinnir viðgerðum. Eða á vegarbrúninni, ef við- gerðin fer fram úti á þjóðveg- um.” K.K. frá isafirði hringdi.: „Osköp fer það i taugarnar á mér, þetta plötuval hjá þeim Pétri Péturssyni og Jóni Múla á morgnana. A útvarpið virkilega ekki meira úrval af plötum? Mér finnst þetta alltaf vera sömu harmónikulögin og sömu textarnir, sem maður heyrir morgun eftir morgun, árið út og árið inn. Þeir Jón Múli og Pétur lifa allt of mikið f gamla timan- um. Svo er annað. Getur enginn annar en Valdemar örnólfsson séð um morgunleikfimina? Hvers eigum við að gjalda á sumrin? Er ekki jafnmikil þörf fyrir leikfimi þá? Eða halda þeir á útvarpinu, að bara af þvi að það er sumar, þá fái fólk út- rás með þvi að trimma? Jú, ég gleymdi þvi auðvitað, að veðrið er alltaf svo frábært hjá þeim. Ég tala nú ekki um eins og það hefur verið sunnanlands i sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.