Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 20
Fó stúdent- ar að selja létt vín? Félagsstofnun Stú- denta hefur sótt um að fá að selja létt vin i hin- um nýinnréttaða Stúdentakjallara, sem er staðsettur að Gamla Garði. Umsóknin var send i lok ágUstmánaðar og liggur enn hjá umsagnaraðilum, sem eru Afengisvarnarráð og Samband veitinga- og gistíhúseigenda. „Tilgangurinn með sölu léttra vina er sá að brydda upp á nýjungum, þvi að margir stUdentar hafa kynnzt þessu er- lendis, þá einkum bjórdrykkju, sem hefur skapað góða stemningu, að margra áliti,” sagði Ingólfur Hjartarson, framkvæmdarstjóri Félags- stofnunarinnar. Auk þess má segja, að þetta sé tilraun af hálfu Félagsstofn unarinnar til að kanna, hvort ekki sé hægt að breyta vinneyzlu stúdenta. En Félags- stofnunin mun sjá um, að fólk neyti ekki sterkari vintegunda á staðnum og mun þvi verða viðhöfð ströng gæzla.” „Verðið á vininu verður það sama og á veitingahUsunum, en , ef einhver hagnaður verðuraf sölunni, þá verður hann notaður til menningarstarfsemi i StUdentakjallaranum,” sagði Ingólfur að lokum. ___________________-HE. Nýtt við- lagagjaíd ó bruna- tryggingar Nýtt viðlagagjald leggst ofan á allar brunatryggingar frá og með fyrsta október næstkomandi. Verður það 250 krónur á hverja milljón og til viðbótar við þegar álögð viðlagagjöld. Ætlunin mun vera að safna fé i sjóö með þessu móti, sem yrði til ráðstöfunar, eftir að viðlagatryggingar taka til starfa um áramótin 1976-77. Ekkert af þessu fé rennur til Viðlagasjóðs i hans núverandi mynd. Tekjur hans byggjast á tveim söluskattsstigum, sem hann hefur til áramóta — og svo á sölu húsa. öll tryggingafélög eiga að innheimta þetta gjald og koma því til skila jafnóðum. —ÓT HANN ER KOMINN! „Hjartabíll” þeirra Norðlend- inga er koininn til landsins. Hann kom með Rangá til Reykjavíkur I gær og fer beint norður til Akur- eyrar. Það er Blaðamannafélag íslands, scm stuðlaði að söfnun á fé til kaupa á bilnum, en hann er keyptur til minningar um Hauk Ilauksson, blaðamann, og i tilefni nfræðisafmælis Snorra Sigfússon- ar, fyrrum námsstjóra. — Billinn verður formlega afhentur á Akur- eyri siðar i þessum mánuði. — Þcssi bill er af Ranga Rover gerð og allur hinn fullkomnasti. Samdróttur og stöðvun í lagmetinu fyrir óramót? „Vestur-Þjóðverjum um að kenna" Staða islenzks lagmetisiðnað- ar er ákaflega erfið I dag. Ef ekki gerist tvennt fyrir næstu áramót er fyrirsjáanlegur sam- dráttur og stöðvun i lagmet- isiðnaðinum, sagði örn Er- lendsson framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar lagmetisiðnað- arins. Það sem þarf að koma til er i fyrsta lagi, að íslendingar fái þær tollalækkanir, sem búið var að semja um fyrir þremur ár- um. En eins og mönnum er kunnugt, þvinguðu Vestur-Þjóð- verjar efnahagsbandalagið til að samþykkja að þessi tollafrið- indi næðu ekki fram að ganga vegna landhelgisdeilunnar. í öðru lagi þyrfti hið almenna efnahags- og markaðsástand á Bandarikjamarkaði, Japan og viðar að batna. 1 dag er málum svo háttað, að við búum við 20-30% tolla á rækju, kaviar, niðursoðinni þorsklifur og þorskhrognum. Aður en Bretland og Danmörk gengu i Efnahagsbandalagið þá vorum við með ákveðna sölu til þessara landa, en við inngöngu lEfnahagbandalagið, þá hækk- uöu tollarnir i samræmi við tolla Efnahagsbandalagsins, sem hækka I þrepum. Næsta þrep verður hækkað um næstu ára- mót, og má þvf segja, að salá til þessara landa muni alveg falla niður. t öllum nágrannalöndunum er erfið staða i lagmetisiðnaðin- um. Hefur þetta I för með sér lækkun á þessari vöru, en þegar við fáum þessa háu tolla ofan á, þá þýðir ekki að nefna sölu til landa eins og Hollands Þýzka- lands og Frakklands. Þar eð orðið hafa svona mikl- ar verðlækkanir á lagmeti i ná- grannalöndunum, þá er spurn- ingin hvort við erum nógu sterk ir til að geta lækkað okkar vöru til jafns við þeirra, til að halda okkar mörkuðum i Bandarikj- unum Japan og viðar. Þetta þýðir að staðan i lag- metisiðnaðinum er mjög erfið. Við það bætist að lagmetisverk- smiðjur okkar eru það litlar, að þær hafa enga aðstöðu til að þola mögru árin sagði örn að lokum. —HE BLINDUÐUST AF RAKSPIRA „Engin eiturefni eru I fram- leiðslu okkar I hár- og raksplra,” sagði Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri Afengis- og tóbaksverzlun- ar rikisins, en þrir sjúklingar voru lagðir inná sjúkrahúsið i Vestmannaeyjum meö stórlega skerta sjón en eiga þó einhverja von um bat&i. Héldu þeir þvl fram, að þeir hefðu drukkið rak- spíra af tiltekinni gerð, sem fæst I hvaða söluturni sem er. Ragnar sagði, aö innflutningur á rak- og hárspira væri frjáls og væru til ótal tegundir. Honum er það öllum sameiginlegt að hafa þá áletrun að vera óhæfur til drykkjar, enda blandað saman við hann lyktar- og bragðefnum, sem gera það að verkum. Jóhannes Skaftason hjá Rann- sóknarstofnun Háskólans, sem rannsakar umræddan rakspira, sagði að það væri I algjörum und- antekningatilfellum að þeir fengju spira til efnagreiningar. Það væru hrein mistök, ef eitur- efni væru I spiranum. Hins vegar væri spirinn vissulega litinn horn- auga, þegar hans værin neytt i rikum mæli, eins og vitað er, að óreglufólk gerir. EVI Nýtt „teppi" ó Miklubrautina Nýtt malbik, sem lagt verður á báðar akbrautir Miklubrautar, milli Kringiumýrarbrautar og Háaieitisbrautar, mun kosta 22 miiljónir króna. t morgun biðu vinnufiokkar Reykjavikurborgar þess að þornaði upp, svo að þeir gætu hafið verkið, sem væntan- lega mun standa yfir I fjóra daga. Verulegt slit hefur komið fram i steypu á þessum hluta götunnar, en láta mun nærri, að 13000 biiar eigi Ieið um hvora akbraut á hverjum sólarhring. Viðgerð fer fyrst fram á nyrðri akbrautinni og verður þvi umferð vestur i bæ að leita inn i íbúðar- hverfin á meðan. A sama hátt verður einstefna i austurátt, þegar fram verður haldið á hinni akbrautinni. Að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra, hefur verið komið upp vegvisum við götuna, ökumönnum til glöggvunar. Strætisvagnar Reykjavikur þurfa einnig að breyta leiðakerfi sinu litilsháttar af þessum sök- um. Méðan verkið á nyrðri ak- brautinni stenduryfir, ekur leið 6 um Safamýri, Háaleitisbraut, Skipholt og Bólstaðarhlið. Leið 8 ekur hins vegar um Sléttuveg, Kringlumýrarbraut og Hamra- hlíð. Þetta eru fyrstu endurbætur, sem gerðar eru á Miklubrautinni, siðan gatan var steypt á þessum kafla árið 1962. Carlos og Constantín nú ó meðal aðdóenda Ingimars Eydal Hljómsveit Ingimars Eydal gerir það gott vlðar en i „Sjall- anum” á Akureyri. Siðastliðið föstudagskvöld skemmti hljóm- sveitin á næturklúbbi á Spáni, og á meðal þeirra sem klöppuðu hljómsveitinni mest lof i lófa voru þau Carlos rikisarfi Spán- ar og kona hans Soffia, og sömu- leiðis þau Constantin og Anna Maria. Það var á klúbbnum Jack el Negro á Palma á Mallorca, sem Ingimar og hljómsveit hans fengu hina tignu áheyrendur. Hljómsveitin Los Valdemosa, sem íslendingum er að góðu kunn, á klúbb þennan. Ingimar Eydal og hljómsveit hams átti aðeins að skemmta þarna i hálftlma þetta kvöld, en að ósk fyrrnefndra gesta lék & Co hljómsveitin helmingi lengur. Carlos óskaði eftir þvi að hljómsveitin léki eitthvert gott lag til heiðurs Önnu Mariu og dreif hana út á gólfið þegar Norðlendingarnir byrjuðu að leika og syngja lagið „Det var en skikkelig böndemand”. Þegarhljómsveitinhafði lokið leik sinum var hljóðfæraleikur- unum boðið að borðinu hjá þess- Ingimar fékk tigna áheyrendur si. föstudag. um nýju aðdáendum sinum og áttu þar ánægjulega stund. Snérust umræðurnar einna lengst um Island og spurði Car- los ákafast um land og þjóð. —ÞJM/ÓP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.