Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 5
Víslr. Þriðjudagur 9. september Í975". UN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND umsjón GP ' ^ Konan á myndinni var ein af gisl- um ræningjanna I Parls I gær. Sendu þeir hana til dyra að sækja sekkinn með lausnargjaldinu, 165 milljónum króna, meðan þeir héldu sig sjálfir I öruggu skjóli. Bankarán samtím- i$ í París 00 Mílanó — Parísarrœningjarnir ganga enn lausir, en Mílanórœningjarnir gáfust upp. Hvert bankaránið rekur nú annað í Frakklandi og á Italíu Franska lögreglan leitar nú dyrum og dyngj- um tveggja vopnaðra ræningja, sem höfðu með sér nær 165 milljónir króna í bifreið, sem yfir- völd létu þeim í té til f lóttans. Áður höfðu ræningjarn- ir haldið sjö manns í gísl- ingu í tíu klukkustundir samfellt í verzlunar- og iðnaðarbankanum í mið- borg Parísar. Bankaránið lenti i handaskol- um hjá þeim, þegar viðvörunar- kerfi bankans for i gang. A svipstundu var bankinn umkringdur lögreglumönnum, sem af tilviljun voru fjölmennir þarna i nágrennintl vegria heimsóknar Saddam Hussein, varaforseta traks. Þegar ræningjarnir sáu sig innikróaða, tóku þeir fimm bankastarfsmenn og tvo viðskiptavini fyrir gisla. Kröfðust þeir lausnargjalds og flóttabifreiðar. Hundeltir um París Eftir nokkurt þóf, var látið undan þeim, og undir byssu- kjöftum skotmanna lög- reglunnar, sem komið höfðu sér fyrir á þökum nærliggjandi húsa, óku ræningjarnir burt. A æðisgengnum hraða var siðan ekið um götur Parisar^ en lög- reglan fylgdi fast á hæla ræn- ingjunum. Skiptu ræningjarnir tvivegis um bifreiðar á flóttan- um, stálu jafnan nýrri. Fjóra gislana skildu þeir eftir i bankanum, þann fimmta i fyrsta bilnum og tvo þá siðustu létu þeir lausa nokkru siðar. Lögreglan telur, að ræningjarnir séu báðir enn i Paris. Tvö bankarán í Mílanó samtímis I sömu mund og frönsku 'rænjngjarnir voru að flýja bankann i Paris, gáfust tveir grimuklæddir bankaræningjar upp fyrir lögreglunni i Milanó. Þar höfðu þeir haldið ellefu mönnum föngnum i nær allan gærdag eftir misheppnaða ráns- tilraun. Eftir langt og strangt samningaþóf gengu ræningjarnir að þvi tilboði lög- reglunnar, að báðir slyppu þeir með væga fangeldisdóma (mesta lagi fjögur ár) ef þeir gæfust upp og slepptu gislunum. Létu þeir gislana fara og lögðu sjálfir niður vopnin. En meðan athygli Milanó-lög- reglunnar var öll bundinn við samningana, var framið banka- rán á öðrum stað i borginni. Sluppu ræningjarnir þar á brott með ránsfeng sinn, sem ekki er vitað, hvað var mikill. Bankarán í Nice t siðustu viku gerði maður einn tilraun til bankaráns i Nice i Suður-Frakklandi. Hélt hann tveim bankastarfsmönnum i gislingu, veifaði flösku með ein- hverjum torkennilegum vökva, sem hann sagði að væri nitro- glycerin, og hótaði að sprengja bankabygginguna i loft upp. Leyniskytta lögreglunnar skaut manninn til bana, en vökvinn i flöskunni reyndist siðar vera meinlaust vatn. i.... \ , 1 %% iT i -í f -'L Leyniskytta lögreglunnar I Nice býr sig undir aö taka sér stööu meö skotvopn sin vegna bankaræningja, sem þar reyndi rán I slöustu viku. Ræninginn féll fyrir kúlu ieyniskyttunnar. Mikil samúð með Spassky ,,Ef ráðstefna þjóðar- leiðtoganna 35 í Helsinki í siðasta mánuði fjallaði ekki um frelsi til handa fólki, eins og Boris Spassky til að giftast þegar því sýnist svo, þá hljóta vesturveldin að hafa misskilið dag- skrána,” skrifar dag- blaðið Guardian í leiðara i dag. Fréttin um þær tilraunir, sem menn telja að gerðarséu til þess að stia skákmeistaranum og ástkonu hans sundur, hefur vakið feiki-athygli og fá fæstir orða bundizt. „Vestrið lét Brezhnev i té þá yfirlýsingu, sem hann sóttist eftir, viðurkenningu fyrir landamærum Rússaveldis. í staðinn gaf Brezhnev nokkur loforð Vesturlöndum. Hann kann að halda, að það hafi verið smámunir einir, en hér leggja menn töluvert upp úr þeim,” skrifar leiðarahöfundur Guardian. „Þettg er dapurlegt sýnishorn um þá nýju og bættu tima, sem Helsinkiráðstefnan átti að leiða af sér, að sárindi vegna ósigurs i skákeinvigi skulu eiga að spilla ástardraumum Spasskys,” heldur hann áfram. Annað brezkt blað, Daily Telegraph, skrifaði i morgun: „Það er enn ástæða til að vona. að valdamenn Kreml, sem vafalaust telja sig vera að vinna vanaverk og undrast liklega allt fjaðrafokið, sem það veldur i umheiminum, muni gera gustuk og leyfa þessum tveim að ganga i hjónaband.” „Þetta er enn einn kapitulinn i ómennskum vinnubrögðum Sovétmanna, sem sýnir hverj- um augum þeir lita opinber lof- orð sin — geymd i uppgjafakistli Helsinkiráðstefnunnar — um að sýna þeim Rússum frjálslyndi. sem vilja giftast Vesturlanda- búum” skrifar leiðarahöfundur Daily Telegraph. Hefur oft komið til óeiröa i borg- inni vegna mótmæla gegn þessum ráðstöfunum, og siðast í morgun vörpuðu óeirðarseggir íkveikju- sprengjum inn i timburhúsið, þar sem John F. Kennedy fæddist, en það hefur verið gert að safni. — Enginn stórskaði varð. Edward Kennedy, þingmaðu. (bróðir JFK), hefur stutt þessar ráðstafanir borgaryfirvalda. Fundu stolnu múlverkin ftalska lögreglan hefur náð aftur sjö stolnum málverkum, sem metin voru að verðmæti yfir 500 milljónir króna. Málverkum þess- um var stolið i San Rémo i júli i fyrra og vakti þjófnaðurinn á sin- um tima mikla athygli. , Lögreglunni tókst að rekja slóð málverkanna til Sviss. Brugðu lög- reglumenn sér i gervi hugsanlegra kaupanda, og eftir stefnumót á vin- krá, þar sem dulklæddur lögreglu- maður taldi fram 500 milljón lirur, fékk lögreglan málverkin i hendur. ..Fjórir menn voru handsamaðir. Eitt dýrasta málverkið var eftir Francisco Zurbaran frá 17. öld, en hin málverkin voru frá 15. og 16. öld. Elzta sjókort Englendmga Fundizt hefur sjókort frá Efiza- betar-timanum, og er það talið vera elzta kortiö, sem fundizt hefur.gert af Englendingi. Það var i bókasafni Kristkirkju i Oxford. '1 rauninni var þetta litið Atlas með 16 kortum af svæðum írá Góðravonarhöfða til Austurlanda fjær. Þau eru teiknuð svörtu bleki og fjórum litum. Kortagerðarmað- urinn hefur verið Martin Lle- wellyn, aðstoðarmaöur við spitala St. Bartholomew i London frá 1599 til Í634. Eiturnöðrur og kólera litt þegar borgarsjóöur er gal- ur og efnahagsörðugleikar striðir gegn lögum New krikis, að kennarar fari i verk- Engu að siður er þetta þriðja cfall þeirra á 8 árum. Móteitur við nöðrubiti hefur ver- ið til Patna i Biharfylki á Ind- landi, þar sem um 30.000 manns eiga i erfiðleikum vegna nýrra flóöa i kjölfar monsúnrigninganna. Flóðin hafa skolað nöðrum með sér inn I bæinn — og hefur fjöldi fólks verið bitinn, svo að til vand- ræða horfði bara vegna þess. Voru þó vandræðin ærin fyrir. Um 11 milljónir manna hafa orð- ið fyrir tjóni af völdum flóða i Bihar á þessu ári. Nokkrar milljónir manna I Assam og Orissa eiga einnig um sárt að binda vegna flóöa af monsúnrigningum, og I Uttar Pradesh, þar sem hækkaö hefur i ám aftur, hafa tvær til þrjár milljónir mann hlotið búsifjar af flóðum. Það er talið, að alls hafi 550 manns týnt lifi i þessum flóðum frá þvi i júnimánuði. Eiturnöðrurnar i Patna eru ekki það versta. Kólera og magakvillar herja þar á fólk, sem neyðzt hefur vegna skorts á neyzluvatni til að leggja sér ýmsan óþverra til munns. 17 hafa þegar dáið þar úr kóleru. Ford í vanda Ford forseti á við sihávanda að striða. Hann gefur út 'ávisanir fyrir þvi', sem honum er selt, en fólk leysir þær ekki út, heldur lætur það ramma ávisanirnar upp á vegg og geymir þær til minja. , ,Allt i einu áttuðum við okkur á þvi, að þessar ávisanir voru ekki innleystar,” sagði Ford i sjón- varpsviðtali. „Við könnuðum. hvað olliþvi.og komumst þá að raun um þetta. — Við höfum reynt að senda þessu sama fólki ávisanir i staðinn, sem undirritaðar eru af einkarit- ara minum.” Það er misjafnt, hvað svona smávandamál leggjast þungt á fólk. Það mundu ekki allir gera sér rellu út af sliku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.