Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 09.09.1975, Blaðsíða 1
##. 65. árg. — Þriðjudagur 9. september 1975 — 204. tbl. Tej afqreiðslu- Hvað er að gerast í Breiðholti? $? **/ »¦ ¦- * ¦¦* , " f ¦¦ .-^¦' -% • y* • l,. . .r*"* "* ; p-o- sja Hs.t8 bann rétt" — segir Einar r Agústsson ,,Ég held það sé rétt ,,Ég býst við að þetta að setja afgreiðslubann mál verði tekið fyrir á á eftirlitsskipin," sagði rikisstjórnarfundi i Einar Ágústsson utan- dag," sagði Einar. rikisráðherra i viðtali -ÓH. við Visi i morgun. Hann sagðist ekki vita hug samráðherra sinna til þess að af- greiða ekki vestur- þýzku eftirlitsskipin i islenzkum höfnum. „Erfendar skuldír 300 þós. á mann ,,i dag má ætla, aö erlendar skuldir tslands nemi um 300 þtís- und krónum á hvert mannsbarn, eða helmingi hærri en i Dan- mörku. Væri ekki rétt að stuðla að aukinni sölu innlends iðnvarnings á kostnað innflutnings, og draga þannig úr skuldasöfnun er- lendis". — Þetta sagði Kristinn Guðjónsson, varaformaður Fé- lags islenzkra iðnrekenda, er hann setti Kaupstefnuna Islenzk- ur fatnaður. Kristinn sagöi, að stjórnvöld þessa lands hefðu fyrr og siðar sýnt ótriilegt skilningsleysi á þjóðhagslegu gildi framleiðslu- iðnaðar. Iðnaði væri iþyngt meira, en gerist meðal þeirra þjóða, sem Islendingar ættu i samkeppni við. Honum væri iþyngt meira en landbúnaði og fiskveiðum. Kristinn bætti við: „Vinnsluvirði framleiðsluiðnað- ar var samkvæmt áætlun Þjóð- hagsstofnunar 12 milljarðar 1974 og geta menn spreytt sig á að áætla vinnuvirðið 1975 með hlið- sjón af hækkandi verðlagi. Óhag- stæður verzlunarjöfnuður nam 14 milljörðum 1974, en hefði senni- lega numið 30 milljörðum, ef framleiðsluiðnaður væri ekki til staðar". Kristinn sagði, að uppræta yrði þann hugsunarhátt, að erlendar vörur væru betri, einungis vegna þess að þær væru innfluttar. —AG Ringul- reið í kvðld! Þetta er World premier á nýrri óperu, sagði Flosi Ólafs- son, annar höfunda óperunnar Ringulreiðar, sem verður frum- sýnd í kvöld. Við Magnús Ingimarsson, sem semur tónlistina, eins og öllum er kunnugt, höfum unnið saman i 15 ár, hann hefur biiið til mörg tónlistarverk við leik- list, sem ég hef sett saman, sagði Flosi. Með aðalhlutverk fara Sig- riður Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Randver Þorláks- son, Ingunn Jensdóttir og Guð- rún Stephensen. Sigriður er jafnframt aðstoðarleikstjóri. Elin Edda Árnadóttir samdi dansana —og dansar hún ásamt Björgu Jónsdóttur. Leiktjöld gerði Björn Björnsson. Fjögurra manna hljómsveit leikur undir og spilar einn hljóð- færaleikarinn á 24 hljóðfæri. Fyrsta sýning á Coppeliu, þar . sem Helgi Tómasson og Auður Bjarnadóttir dansa saman, Verður þann 12. september — en siðasta sýningin verður þann 15. september. HE. Ingimar Eydal lék fyrlr Önnu Maríu og Constantín — sjá baksíðu Þörungavinnslan byrjar útflutning í nœstu viku Þörungavinnslan hf. á Reykhólum sendir sinn fyrsta farmaf þangmjöli til Skotlands í næstu viku. Það verða líklega 200 tonn — og þar sem 40 þúsund krónur fást fyrir tonniö, er heildarverðmætið 8 milljónir. Gert er ráð fyrir, að verk- smiðjan framleiði 6700 tonn á ári af þurru mjöli, þegar hún er komin i fullan gang, en það gerir 268 milljónir króna. Verksmiðjan verður formlega tekin i notkun næsta föstudag, en tilraunavinnslan hófst um miðjan júli siðastliðinn. Vilhjálmur Lúðviksson, hjá Iðnþróunarnefnd, sagði Visi, að gallar hefðu komið fram i tækjabúnaði og hefði það valdið töfum. Ekki væru þeir lausir við alla byrjunarörðugleika, þótt gallarnir hafi verið lagfærðir, en þeir yrðu lagfærðir smátt og smátt eftir því sem reynsla fengist af rekstrinum. Aætlað - Fá 8 milljónir fyrir 200 lestir er, að stofnkostnaðar verði 425 milljónir og búið er að ráðstafa 380 milljónum þar af. Tuttugu manns starfa nú við verk- smiðjuna, en ættu að verða 40 eða fleiri, þegar mest er að gera. -ÓT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.