Vísir - 12.09.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 12.09.1975, Blaðsíða 12
12 Visir. Föstudagur 12. september 1975. slenzk utanrikisstefna „ andvallast sem kunnugt er á nánu samstarfi viö Bandariki Nopöur-Ameriku og þjóöir Vest- ur-Evrópu. Auk samvinnu viö þessar þjóöir á efnahags- og stjórnmálasviöinu höfum við tekiö höndum saman við þær i öryggis- og varnarmálum með aðild að Atlantshafsbandalag- inu og ýarnarsamningi vi IBandariÉjh. AÍlár breytingar íu þessara rikja, þeirra sin á milli og stööu til annarra rikja varða ' ur þvi meira eða minna. t far mikilla sviptinga i al- Jöamálum að undanförnu afa ýmsar spurningar risið um itiöarsamstarf Bandarikj- og Vestur-Evrópu i öryggis- og varnarmálum, auk þess sem efnahags- og stjórn- málaþróun í ýmsum aðildar- rikjum Atlantshafsbandalags- ins hefur orðið til þess, að vegið er að bandalaginu með marg- vislegu móti og nokkurrar óvissu gætir varðandi stjórn- málalega og öryggismálalega stöðu Vestur-Evrópu. Hér verður stuttlega fjallað um nokkur atriði þeirra hræringa, sem nii eiga sér stað og snert gætu Island. Stjórnmálalegir og hernaðar- legir stórviðburðir siðustu mán- aða, þ.e. atburðirnir i Suðaust- urasiu, Portúgal og fyrir botni Miöjarðarhafs, hafa með einum eða öðrum hætti snert Banda- rikin og stefnu þeirra i utanrik- ismálum. Þeirri spurningu er þvi mjög haldið á loft um þessar mundir, hvort atburðarásin i þessum löndum sé, þegar á heildina er litið, vottur um lækkandi sól Bandarikjanna sem stórveldis og dvinandi áhrif þeirra á alþjóðamál. Þvi er ekki að leyna, að Bandarikin bera ekki lengur þann ægishjálm yfir önnur riki, sem þau gerðu á efnahags- og hernaðarsviðinu fyrst eftir striðið’og leiddi til þess, að þau tókust á hendur á grundvelli Truman-kenningarinnar svo- kölluðu og svipaðrar stefnu þeirra manna, sem gegndu embætti Bandarikjaforseta á eftir Harry Truman, viðamiklar fjárhags- og hernaðarskuld- bindingar um allan heim. Eftir þvi, sem úr þessum yfirburðum ró, varð Bandarikjamönnum ekki bol- til slikrá' viður- enning- Nixon ti setti Jía ar höfð ástæð fÓlst V! Nixo luðu, sei Bandarikjafo iint á árinu r boöaði hann, að bandariskir hermenn yrðu framvegis ekki sendir til landvarna eða striðs- þátttöku i öðrum rikjum, nema sérstaklega stæði á, og úr efna- hags- og hernaðaraðstoð yrði dregið og ekki öðrum hjálpaö en þeim, sem sýndu, að þeir hefðu áhuga á að hjálpa sér sjálfir. Þótt ný riki og viðfangsefni hafi kvatt sér hljóðs á alþjóða- vettvangi er atbeini Bandarikj- anna auövitað enn nauðsynleg- ur til lausnar flestra alþjóðlegra vandamála, auk þess sem fjöl- mörg riki, svo sem riki Vestur- Evrópu, viðhafa mun meiri um- svif og athafnafrelsi i utanrikis- málum sinum, en lega þeirra og geta gefur tilefni til að nota sér þá af þeim styrk, sem stjórn- málaleg og hernaðarleg sam- vinna við Bandarikin veitir þeim. En hvaða áhrif hafa at- burðir sfðustu mánaða á stöðu Bandarikjanna meðal annarra þjóða heims? Auðvitað er slikri spurningu vandsvaraö- Auk þess verður að draga skil á milli atburðanna i Suðausturasiu, sem Bandarikin hafa mótað beint og óbeint, og t.d. þróunar- innar i Portúgal, sem er innlent fyrirbrigði og hefur orðið án utanaðkomandi afskipta. Þessu til viðbótar má svo nefna erfið- leika þá, sem nú gætir i sambúö Bandarikjanna við Grikkiand og Tyrkland vegna Kýpurmáls- ins, en þar hefur sést i hnot- skurn, hversu erfitt getur verið fyrir stórveldi að gera, svo að öllum liki, hvort heldur er með aðgerðum eða aðgerðarleysl. A síðustu vikum vopnavip- skiptanna i Suðausturasiu héldu bandarisk stjórnvöld þvi ákaft Baldur . Guðlaugsson skrifar Fyrri grein fram i tilraunum sinum til að fá Bandarikjaþing til að fallast á aukna efnahags- og hernaðar- aðstoð við Suður-Vietnam og Kambódiu, að Bandarikin yrðu umfram allt aö standa við skuldbindingarsinar, þó að ekki 'yrði komið i veg fyrir ósigra stjórnarherjanna i þessum löndum. Að öðrum kosti yrðu ídarikjamenn sakaðir um hafa brugðizt skuldbindingum sinum og með þeim hætti inn- glaö enn frekar örlög þessara ða og mundi það afdrifarikt i 6 og lengd fyrir tiltrú ann- a bandamanna Bandarikj- rn á loforð þeirra og skuld- og ! nilegast er, i atburði siðu* i nokkuð. breytilegu iium má að visu vera Bandarikjaþing lætur æ meira aö sér kveða við mótun utanrikisstefnunnar, þannig að forseti og rikisstjórn eru þar ekki jafneinráð og veriö hefur. Jafnframtkom greinilega fram, að þing og þjóð töidu Bandrikja- menn ekki eiga né geta forðað hinu óumflýjanlega i Suðaustur- asíu ósigri stjórnarherjanna og valdatöku skæruliða. En hvað þær fullyrðingar áhrærir, að sannazt hafi i Suðausturasiu, að Bandarikjunum sé ekki treyst- andi og að þau standi ekki við skuldbindingar si'nar, verður af- staðan vafalitið mismunandi. Ráðamenn i öðrum rikjum Suð- austurasiu og i Suður-Kóreu, Japan og á Formósu, eru greinilega uggandi um sinn hag og sum þessara rikja telja ber- sýnilega affarasælast að bæta sambúðina við hina nýju vald- hafa i Suður-Vfetnam og Kambódiu og við ráðamenn i Norður-Vietnam og Kina. Jafn- framt ihuga leiðtogar i Thai- landi, Singapore, Malasiu, Indónesiu og Filipseyjum nú að taka upp virka hlutleysisstefnu, en Bandarikin eru með varnar- samning við tvö þessara rikja, Thailand og Filipseyjar. Um stjórnvöld i Japan, Formósu og Suður-Kóreu er það að segja, að þau hafa talið nauðsynlegt að leita staðfestingar Bandarikja- stjómar á, að stefna Bandarikj- anna og skuldbindingar gagn- vart þeim væri óbreytt, enhafa i öðru ekki séð ástæðu til neinna aðgeröa. Og að minu áliti verður atburðarás siðustu mán- aða ekki til að vekja vantrú á Bandarikjunum hjámörgum af öðrum bandamönnum þeirra. Flestir höfðu þeir hvort eð er I I »■_ lengi verið þvi fylgjandi, að Bandarikjamenn hættu af- skiptum af málefnum Suð- austurásiu og telja málalok i Suöur-Vietnam og Kambodiu fremur sýna fram á spillingu og ræfildóm fyrri valdhafa I þess- um löndum en svik af hálfu Bandarikjanna, sem vel að merkja misstu 150 milljarða liollara og 50 þúsund mannslff i Suður-Vietnam. I heild munu atburðir undan- farinna mánaða þvi áreiðanlega hafa litil áhrif á sambúð Banda- rikjanna og bandamanna þeirra. Þar mun reynsla hvers og eins af samskiptum við Bandarikin ráða meiru en almennar hugleiðingar um haldleysi bandariskra loforða. Einnig er þess að geta, að bandarlskir ráöamenn hafa á siðustu mánuðum lagt allt kapp á að fullvissa bandamenn sina um, að engn breyting hafi orðið á utanri'kisstefnu Bandarikj- anna og að þau muni standa ’við allar skuldbindingar sinar. Raunar verður ekki hjá þvi komizt i þessu sambandi að benda á, hvernig menn geta orðið fangar sins eigin málflutn- ings. Engir gengu dyggilegar fram i þvi heldur en bandarfskir leiðtogar i tilraunum sinum ti! að herja viðbótarfjárveitingar út úr þinginu til handa stjórnun- um i Suður-Vietnam og Kambódiu að vara við þeim álitshnekki, sem Bandarikin mundu verða fyrir hjá öðrum þjóðum, ef aðstoðin yrði ekki veitt. Jafnframt beittu banda- riskir ráðamenn fyrir sig dóminó-kenningunni svoköll- uðu, þar sem segir, að falli eitt riki i hendur kommúnistum kunni áhrifin að verða keðju- verkandi og önnur þá aö falla eins og spilaborg. Ekki fengust fjárveitingar, og fyrrgreind riki féilu I hendur kommúnískum hreyfingum. Og siðan sátu menn sveittir eftir i Washington og reyndu að sannfæra banda- menn Bandarikjanna um, að fyrri áhyggjur bandariskra leiðtoga heföu verið ástæðulaus- ar. Sigurður A. Magnússon og Varið land Eftir Þór Vilhjólmsson — t . Sigurður A. Magnússon rithöfundur hefur fengið Varið land á heilann. Nú er hann tekinn að upp- fræða landsfólkið um spillinguna í þjóðfélaginu á siðum DAGBLAÐSINS nýja. Þar heldur hann því fram, að alltof mikið skorti á, að umræður um ýmsar stofnanir og aðra aðila, sem hann kallar heilagar kýr, séu nægi- lega miklar og opinskáar. Vörðu landi kemur Sigurður inn í myndina með því að segja, að meiðyrðamál 12 for- göngumanna undir- skriftasöfnunarinnar gegn nokkrum ritsóðum ,,sé hrikalegasta og áþreifanlegasta dæmið" um, að menn vilji ekki umræðu og gagnrýni. Og til að útskýra þetta nánar fyrir lesendum fullyrðir Sigurð- ur, að forgöngumenn Varins lands séu „hópur pólitiskra erindreka, sem staðfastlega neitar að ræða athafnir sinar i fjölmiðlum eða á mannfundum þrátt fyrir itrekaðar áskoran- ir”. Þetta cr ekkert annað en lygi. Forgöngumenn Varins lands hafa aðeins einu sinni neitað umræðu um athafnir sin- ar. Það var, þegar sjónvarpið gerði þeim það smekklega boð að eiga orðstað við frú Svövu Jakobsdóttur. Þessi kona hafði þá nýlega misnotað aðstöðu sina á Alþingi til að vega aftan að Vörðu landi og neitað að standa við orð sin utan þingsalanna. Höfðu forgöngumenn undir- skriftasöfnunarinnar að vonum ekki geð i sér til að ræða við hana þær vikurnar. Henni var svarað siðar. Hitt er annað mál, að i janúar og febrúar 1974, meðan undirskriftum var safn- að, var hafnað boðum og áskor- unum um umræður um varnar- málin almennt.Nóg var af fólki til að ræða varnarmálin frá öll- um hliðum. Þátttaka okkar hjá Vörðu landi hefði engu breytt fyrir þá, sem vildu fá að heyra öll rök með og móti. Hins vegar hefði þátttaka okkar ef til vill tafið undirskriftasöfnunina, og það var að sjálfsögðu tilgangur- inn. Skoðanabræður Sigurðar A. Magnússonar, velflestir a.m.ky voru ekki með boðum sinum og áskorunum að reyna að koma af stað málefnalegum umræðum heldur að reyna að trufla og spilla fyrir með óeðlilegum hætti. Baulukálfarnir, sem Stúdentaráð og Fylkingin, sendu á fund Varins lands á Hót'el Sögu i janúarmánuði, þar sem þeir æptu og emjuðu, sönn- uðu þetta fyllilega. Ég endur- tek: Þó að forgöngumenn Var- ins lands höfnuðu um nokkurra vikna skeið þátttöku i umræðum um varnarmálin almennt, hafa þeir jafnan verið fúsir til að svara heiðarlegum fyrirspurn- um um „athafnir sinar”. Um þær höfum við margrætt opin- berlega, bæði i greinum, út- varpsfrásögnum og viðtölum. Sigurður A. Magnússon segir i grein sinni i DAGBLAÐINU, i framhaldi af þeim ósannindum, er rakin voru, að stefnur 12 for- ystumanna Varins lands séu dæmi um ógnun við frjálsa skoðanamyndun og lýðræði i landinu. Það er ekki ógnun við frjálsa skoðanamyndun og lýðræði að neitu að taka þátt i þvi samsæri gegn siðmenntun i þjóðfélaginu, sem felst i þvi að sitja þegjandi undir illyrðum eins og „kanamellur”. Það er þvert á móti ógnun við tjáningarfrelsið að ráðast gegn heiðarlegri undirskriftasöfnun með slikum munnsöfnuði. Sigurður A. Magnússon er i þeim flokki manna, sem vill varnarliðið burt af tslandi. Hann vill hafa Iand okkar óvarið og skapa þannig hættu, sem auðvelt er að forðast. Hann vill lika veikja varnarkeðju vest- rænna iýðræðisrikja. Með þvi myndi skapast hætta á, að hjá okkur færi eins og i Indlandi, þar sem heilögu kýrnar eru og jiar sem nýlega hefur verið gef- ist upp við að halda i heiðri stjórnarfarslegar lýðræðisregl- ur og mannfrelsislögmál. Sigurður má að sjálfsögðu hafa sinar skoðanir, þótt fráleitar séu. Hitt er aðalatriðið, að i fyrra tókst að hrinda tilraun umboðslausra aðila til að veikja varnirnar. Og almenningur i landinu myndi vafalaust fara eins að nú, þrem misserum seinna, ef þörf væri á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.