Vísir - 12.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 12.09.1975, Blaðsíða 5
Visir. Fösludagur 12. september 1975. ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND umsjón GP Fékk ekki að „ónáða ráðherrann til að vara við styrjöld Var ráöherrann ef til vill i veizlu, þar sem ekki mátti ónáöa hann meö „striösviövör- Bandariskir þing- menn linna ekki látum gegn bandarisku leyni- þjónustunni CIA og ætla i dag að taka til meðferðar, hvort njósnarar CIA hafi verið nógu vel upplýst- ir um innrás Tyrkja á Kýpur. Sérstök nefnd fulltrúadeildar- innar, sem kannað hefur starfs- hætti CIA, lagði i gær fram leyniskjöl, sem sýna, að'CIA og sérfræðingar Bandarikjastjórn- ar hafi látið Yom Kippur-striðið koma flatt upp á sig. Nefndin mun i dag fjalla um, hvernig njósnanet CIA stóð sig vikurnar áður en Tyrkir réðust inn á Kýpur i fyrrasumar. Meðal þess sem kom i ljós, þegar leyniskjölin voru gerð opinber i gær, var algert van- mat njósnaráðgjafa Nixons þá- verandi forseta á þvi, sem var að gerast daginn, sem skrið- drekar háðu stórorustur i Sinai- eyðimörkinni og meðfram Gol- anhæðum. Sérfræðingar CIA sögðu forsetanum, að það væru „minniháttar skærur”. t skýrslu frá þeim örlagarika degi, 6. október 1973 stendur: „Við sjáum engin merki þess, að þama sé um að ræða sameig- irúega skipulagða árás Egypta og Sýrlendinga yfir Súezskurð og Gólanhæðir.” Leyniskjölin virðast skjóta stoðum undir álit þeirra, sem gagnrýnt hafa leyniþjónustuna hvaðharðastog segja hana hafa klúðrað upplýsingaöflun á stundum, þar sem mest hefur reynt á. Dr. Ray Cline, fyrrum deild- arstjóri i leyniþjónustunni, hef- ur sagt þingnefndinni að hann hafiárangurslaustreyntað vara Henry Kissinger utanrikisráð- herra við þvi þann 5. október 1973, að styrjöld vofði yfir. — Hann heldur þvi fram, að einka- ritarar Kissingers hafi neitað að ónáða ráðherrann á timanum milli kl. 8 og 9 að kvöldi þess 5. október — en það var sem sé daginn áður en Yom Kippur- striðið brauzt út. Utanrikisráðuneytið ber á móti þessari frásögn Cline deildarstjóra og ber hann sjálf- an sökum um að hafa ekki i staðinn snúið sér til annarra ráðamanna. Cline sagði siðar af sér deild- arstjóraembættinu, leiður orð- inn á þvi, hve erfitt var að ná eyrum æðstu manna. XII Njósnarar CIA sögöu, aö skriödrekaorrusturnar, sem voru hinar grimmilegustu strax fyrsta daginn, væru „smáskærur einar”. Þingnefnd kannar „ódugnað'* n/osnara CIA, sem töldu byrjun Yom Kippur- stríðsins aðeins vera smáskœrur Minnkandi atvinna hjá stáliðnaðarmönnum Jofntefli Þriöja einvigisskák þeirra Karpovs og Portisch varð jafntefli i gær, og hefur þá Karpov forystu, þvi að hann vann 2. skákina, eftir aö hún fór i bið. Karpov, sem hafði svart i 3. skákinni i gær, þótti fá upp betri stöðu úr drottningar ind- verskri vörn, ,,en ég sá enga leið til að knýja fram vinn- ing,” sagöi hann sjálfur og bauð jafntefli eftir 30 leiki. — Hann þarf heldur ekki annað en jafntefli úr 3 sföustu skák- unum til þess að tryggja sér 12.000 dollara verölaunin. Enn varö jafntefli milli þeirra Petrosjans og Ljuboje- vics I gær, en Petrosjan hefur nú 2 vinninga á móti 1. mmmrnmmmmmmm^mmmmm^ Metframleiösla á járni og stáli hefur ekki nægt tii aö auka atvinnu hjá stál- iðnaðarmönnum í sumum stálf ramleiðslulöndum, eftir þvi sem Alþjóða- vinnumálastofnunin (ILO) upplýsti í morgun. Vestur-Þýzkaland, Bandaríkin og Lorraine-héraðið i Frakklandi hafa öll aukið stálframleiðslu sina milli áranna 1968 og 1973. Mest vegna aukinnar tækni. En fjöldi starfsfólks i þessum iðnaði hefur minnkað, segir ILO. Járn- og stálnefnd ILO kemur saman til fundar i Genf dagana 16. til 26. september til að hug- leiða möguleg ráð til að sjá fyrir, hver þörfin verður fyrir vinnuafl i þessum iðnaði, þegar fram liða stundir. — 1 nefndinni eiga sæti fulltrúar 24 þjóða. Árið 1963 tók það 21,3 vinnu- stundir að framleiða eina smálest af stáli i Lorraine. Árið 1972 tók það 12,7 vinnustundir. — En starísliðinu, sem um leið vinnur orðið styttri vinnuviku, hefur fækkað á þessum tima úr 97.137 i 85.815, samkvæmt upplýsingum ILO. Stálframleiðsla Bandarikjanna jókst úr 118,9 milljónir smálesta i 136,5 milljónir smálesta á árun- um 1968 til 1973. En á sama tima fækkaði iðnaðarmönnum i járn- og stálframleiðslunni úr 633.000 i 606.000. 1 Vestur-Þýzkalandi jókst hrá- stálsframleiðslan úr 41,2 milljón- um smálesta i 49,5 milljónir smá- lesta. Starfsfólkinu fækkaði á meðan úr 222.519 i 219.870. ILO upplýsir, að heimsfram- leiðslan á hrástáli hafi aukizt um 31% á árunum 1968 til 1973. Eða úr 528 milljónum smálesta i 693 milljónir smálesta. Herínn Herflokkar í Líbanon hafa tekið sér stöðu í bæj- unum Tripoli og Zgharta til að fyrirbyggja, að átökin, sem þar hafa átt sér stað að undanförnu, nái að breiðast út á land. En vinstrimenn, sem mjög eru andvigir afskiptum hersins af blóðugum erjum kristinna manna og múhammeðstrúar- manna undanfarinna daga, hafa boðað allsherjarverkfall á mánudaginn i mótmælaskyni. Stjórnin sá sig knúna til að send herinn á vettvang á mið- vikudagskvöld, þegar ekkert lát virtist ætla að verða á bar- dögum múhammeðstrúar- manna i Tripoli og kristinna manna i Zgharta. Auk þess var Algeng sjón á götum Beirut, höfuöborgar Líbanon. Allir hafa yfir vopnum að ráða, og i átök- unum að undanförnu kemur i Ijós, aö barizt er jafnvel lika með failbyssum og eldflaugum. varð að herliö sent til Beit Milla, þar sem flestir ibúarnir eru kristnir. Það hafði komið til skotbardaga milli þeirra og ibúa nærliggj- andi þorps múhammeðstrúar- manna. Atökin i Tripoli hófust fyrir tiu dögum og spruttu af bifreiöa- slysi. Mannrán og hefndardráp voru hafin og áður en vika var liðin höfðu 100 manns látið lifið, enda beita báðir aðilar stórvirk- um vigvélum, eins og fallbyss- um, sprengjuvörpum, eldflaug- um og vélbyssum. ganga á Ford í skot- heldu vesti Ford forseti er nú á feröa- lagi milli fimm stórborga i Bandarikjunum, þar sem hann kemur opinberlega fram og flytur ræður. Ein þessara borga: er Dallas. 1 gær var hann i New Hampshire og þóttust menn þá taka eftir þvi, að hann bæri skothelt vesti innan klæða. — En vika er liðin, siðan honum var sýnt banatilræði I Sacra- mento i Kaliforniu. Kosningar til öldungadeild- ar Bandarikjaþings standa nú fyrir dyrum i New Hampshire, og kom Ford forseti þangað I gær til að styðja framboð flokksbróður sins, Lewis Wyman. Lögregla og öryggisverðir höfðu mikinn viðbúnað til að vernda forsetann. Naumast verður dregið úr öryggisgæzl- unni, þegar Ford kemur til Dallas, þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur fyrir 12 árum. Lynette leidd úr réttarsalnum Lynette Fromm sú, sem sýndi Ford forseta banatil- ræðið I Sacramento, sagöi viö dómarann, þegar hún var leidd fyrir rétt i gær, aö hann bæri ábyrgð á ofbeldisaðgerð- um, sem hljótast mundu af, ef hann ekki bjargaði rauöviöar- skógum Kaliforniu. „Byssunni hefur verið brugðið á loft, yðar æruverð- ugheit, en hvort hleypt verður af henni, er undir yður kom- ið”, sagði hún við Thomas MacBride, dómara. Hún sagði dómaranum að fyrirskipa skógarhöggsaðilum að hætta að fella tré I Rauðu skógum. Dómarinn greip fram I fyrir Lynette viö handtöku eftir til- ræöiö viö Ford. henni nokkrum sinnum og kvaðst ekki mundu liða póli- tiskan áróður af neinu tagi, meðan rétthöldin stæðu yfir. En Lynette kom þvi á fram- færi, að meðlimir Mansonfjöl- skyldunnar svonefndu hygðust fara með ófriði á hendur fyrir- tækjum, sem menga umhverfi mannsins eða spilla náttúr- unni. Dómarinn lét leiða hana út úr réttarsalnum, þegar Lynette vildi ekki leggja niöur þetta tal. Veltu kletti ofan á bíl á ferð Saksóknari Mönchenglad- bach I V-Þýzkalandi hefur krafizt 3 tii 6 ára fangelsis- dóma yfir þrem unglingspilt- um, sem játaö hafa, að þeir hafi velt kletti ofan á bifreiö, sem ekiö var um hraöbraut á þessum slóöum. Kletturinn hrapaði ofan af umferðarbrú, braut framrúð- una i bilnum og varð 41 árs konu að bana, sem var farþegi I framsæti. Piltarnir eru 15 og 17 ára gamlir og segir verjandi þeirra, að krafa saksóknarans sé hrein fyrra. Piltarnir hafi gert þetta af stráksskap, og það hafi verið óheppni, að hrekkjabragðið haföi þessar afleiðingar. Saksóknarinn heldur þvi fram, að þiltunum hafi vel mátt vera ljóst, hvað kynni aö hljótast af þessum hrekk, þeg- ar þeir ætluðu að hrinda þess- um lika litla hnullung fyrir bifreiðir, sem þjóta á ofsa- hraða eftir hraðbrautum, eins og þeirri, þar sem slysið varð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.