Vísir - 12.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 12.09.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 12. september 1975. 3 Heim eftir 31 ár Nokkrir œvintýramenn á B-24 sprengjufiugvél úr síðari heimsstyrjöldinni Ariö 1944 lenti hér á landi bandarisk sprengjuflugvél af geröinni B-24 Liberator. Það var veriö aö ferja hana til Bret- lands þarsem brezki fiugherinn átti aö taka viö henni og nota hana tii aö berja á nazistum. Ekki er vitað mikið um feril hennar í Bretlandi en htm end- aði á Indlandi og brezki flugher- inn þar notaði hana þar til Ind- land hlaut sjálfstæði. Þá töku Indverjar við og flugu henni við alls konar eftirlitsstörf til ársins 1968. í gær lenti hbn svo aftur á ts- landi. Nti er htm á heimleið til Bandarikjanna þar sem híin verður gerð upp og höfð sem fljtigandi sýningargripur. Flugvélasafnararnir Það er töluvert af „klikkuðum karakterum” i þessum heimi og flugmannastéttin á liklega tvo af hverjum þremur. Það er hreint ótrtilegt hvað þéir leggja á sig til þess að gera hluti sem jarðbundnum meðbræðrum þeirra finnast fáránlegir. Stór hópur flugmanna leggur það t.d. á sig að þvælast þvers og kruss um heiminn til að grafa upp gamlar flugvélar. Þeir berjast hiklaust gegn bálviðrum á Grænlandsjökli eða frum- skógarvitum Suður-Ameriku ef þeir eiga von á þvi að geta haft 20-40 ára gamla vél upp íir krafsinu. bolt, Mosquito, Spitfire, P-51, Mustang, P-63 Cobra, tvo F4F Corsair, tvær TBM, tundur- skeytavélar, þrjár B-25 Mitchell, fjórar A-26 Intruder, B-17 Flying Fortress og nú B-24 Liberator. „Yesterdays Air Force” Einn slíkur er Dave Tallichet, fyrrverandi herflugmaður i sið- ari heimsstyrjöldinni. Hans tómstundagaman og nokk«sía' kunningja er að safna vélum sem voru smiðaðar i eða tóku þátt I striðinu. Þeir kallasigYesterdays Air Force” eða „Flugherinn frá þvi i gær.” Og þeim er alveg óhætt að kalla það flugher þvi þeir eiga fleiri vélar en sumir flug- herimir i til dæmis Suður- Ameriku eða Afriku. Eftirfarandi upptalning á tegundum er fyrir flugáhúga- menn sem verða örugglega grænir og gulir af öfund. Þeir eiga P-38 Lightning, P-40 Warhawk, sex P-47 Thunder- Sótt til Indlands Þessi gamla sprengjuflugvél er búin að vera á heimleið siðan Dave fann hana árið 1972 i Poona á Indlandi. Hún þurfti ^mikilla endurbóta við áður en ' hægt var að fljíiga henni þaðan en loks tókst þeim að koma henni til Bretlands þar'Sem hún var yfirfarin og beið i nokkra mánuði. Svo kom að þvi að hUn skyldi heim til Bandarikjanna og Dave kom tíl Bretlands með nokkra unga og hressa aðstoðarmenn. En þeir voru ekki lengi hressir. Þeim leizt hreinlega ekkert á gripinn. Eftir svo að ýmsir mæl- ar höfðu bilað og þeir orðið að sntía aftur til Englands einu sinni, sögðu þeir takk fyrir og tóku næstu farþegaþotu heim til Bandarikjanna heim aftur. Richard, Robert og Steve. Simhringing um miðja nótt Brezk flugmálayfirvöld þver- tóku fyrir að Dave fengi að fljUga vélinni einn heim. Hann var þó ekki af baki dottinn. Hann vissi að það er mikið af flugmönnum i Bretlandi og að einnig þeir hefðu sinn kvóta af „klikkuðum karakterum”. Hann tók þvi upp simann. Robert Studolm rekur hUs- gagnaverzlun en i striðinu flaug hann B-24 sprengjuflugvélum. Hann átti sér einskis ills von þegar siminn hringdi allt i einu hjá honum. Þegar hann svaraði var spurt: — Hefurðu áhuga á að fljUga B-24 til New York á eftir? — JÁ, æpti hann, greip vega- bréfið sitt og þaut á dyr. Richard Wladik var vakinn upp um miðja nótt og sagði já i svefnrofunum. Donald Bullock er svo fjórði maðurinn. Þegar þeir lentu i Keflavik voru þeir stirðir af kulda og glorhungraðir. Þessar vélar voru ekki smiðaðar með þæg- indi i huga og hafa ekkert skán- að við að eldast um rlimlega þrjátiu ár. En þeir voru himin- lifandi. Hvað er svo sem gaman að selja húsgögn þegar maður getur verið að berja sér til hita i hriplekri, 35 ára gamaili sprengjuflugvél yfir Atlants- hafi? _ öT. September-listamenn eru stoðnaðir Hallinn í viðskiptum við V-Þýzkaland úr hálfum í 3,4 milliarða frá 1973 „Þessir „september lista- menn” sem sýna nú i kjallara Norræna hússins eru i rauninni góðir listamenn en þeir eru staðn- aðir. Þeir eru að gera sömu hringina ár eftir ár,” sagöi Gunn- ar Geir Kristjánsson, sem sýnir 32 oliumálverk á Mokka um þess- ar mundir. „Þeir þyrftu að hafa einhverja hugsjón aðra en að mála glysverk til að hengja upp á stofuvegg góð- borgarans. Listamaður á að endurspegla i myndum sinum samtimann eins og hann er i raun og veru, benda á ágalla hans og gera fólki ljósa þessa galla.” i myndlist eiga ekki að gilda nein einkaleyfi. „Þaðsem verra er, er að þessir menn hafa bUið til einkaleyfi fyrir myndlist og geta ráðið heilu myndlistarsölunum. Eins og þeir vilja haga rekstri Kjarvalsstaða má likja við það að einum rit- höfundi væri bannað að selja bækur sinar i skinnbandi en öðr- um ekki. ,,Fer i skóla, þegar mér finnst ég þurfa þess.” Það eru aðallega tvö stilbrigði, sUrrealismi og abstrakt form, sem ég felli saman i myndum minum,” sagði Gunnar Geir. „SUrrelisminn, höfðar til þess innhverfa i mér, það sem ég skynja en sé ekki. Abstrakt form- iðerhið óhlutlæga form, sem ger- ir mig frjálsan. ' Ég hef stundað nám i Mynd- listarskólanum við Freyjugötu. Þó ekki reglulega, heldur farið i skóla þegar ég hef þurft að leysa einhver vandamál i stlmbandi við mýndlistina. Mér finnst regluleg skólavist þrengja að mér.” Myndlistarnámskeið i Voss i Noregi, sem standa íslend- ingum til boða. „Auk þess sótti ég námskeið i myndlist sem haldið var i Voss i Noregi. Ég var styrktur af menntamálaráðuneytinu islenzka og norsku stjórninni. Þessi námskeið eru haldin á hverju sumri og standa nU ís- lendingum opin. Fenginn er ensk- ur kennari til að kenna. 1 sumar kenndi þar maður áð nafni Adrian Heath, sem er velþekktur mynd- listarmaður, auk þess er hann fulltrtíi Tate listasafnsins í London. Þeir sem tóku þátt i þessu nám- skeiði auk min voru myndlistar- menn frá RUsslandi, BUIgariu, Italiu og Noregi. Kennslan fór einkum fram I formi umræðna um list og list- sköpun. Viö förum oft á listasöfn og sýndar voru kvikmyndir og skuggamyndir við kennsluna. Sýningin hér á Mokka er fyrsta einkasýning min en áður tók ég þátt i samsýningu Félags is- lenzkra myndlistarmanna. Auðvitað hef ég ekki getað lifaö af listinni eingöngu heldur hef ég unnið fyrir mér með auglýsinga- teiknun, skiltagerð og fleiru.” Sýningin verður opin næstu þrjár vikur. — segir Gunnar Kristjánsson sem sýnir á Mokka -1974 t framhaldi af frétt blaösins i gær um aflciöingar upp- skipunarbanns á v-þýzkar vörur hefur blaöiö aflaö sér eftirfar- andi upplýsinga um inn- og út- flutning frá Vestur-Þýzkalandi: A siöasta ári voru fluttar inn vörur frá V-Þýzkalandi fyrir 6,3 milljarða en út vörur fyrir 2,9 milljarða. Innflutningurinn nær tvö- faldaðist frá árinu 1973 Ur 3,6 milljörðum en Utflutningur dróstsaman, var 3,1 milljarður 1973. Hefur þvi hallinn á við- skiptunum við V-Þýzkaland, ef bornar eru saman tölur um inn- og Utflutning frá landinu, aukist Ur hálfum miiljarði i 3,4 mill- jarða milli áranna 1973-74. Má af þessu ráða að V-Þýzka- land hefur verið mjög mikilvægt framleiðsluland varnings sem hingað er fluttur og sést það einnig þegar þess er gætt að á siðasta ári komu 12,1% alls inn- flutnings hingað frá þessu riki. Árið 1973 var sambærileg tala 14,3%. Upplýsingar þessar eru, eins og frétt blaðsins i gær, fengnar Ur Verzlunarskýrslum 1973 og 1974, en rit þetta er gefið Ut af Hagstofu íslands. LEYFIR KOPAVOGUR HUNDAHALD NÆST? „Bæjarstjórn Kópavogs hefur ekki viijaö taka endanlega af- stöðu til tillögu um takmarkað hundahald,” sagöi Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri kaup- staöarins, i viötaii viö Visi. í vetur sem leið sendu 60 KópavogsbUar bréf til bæjar- fulltrUa sinna þar sem þess var óskað að reglugerð um hunda- hald i kaupstaðnum yrði breytt til samræmis við reglugerð ann- arra kaupstaða og kauptUna. Eins og kunnugt er hefur Akureyri, HUsavik, tsafjörður. Garðahreppur, Mosfellssveit, Hafnarfjörður og nU síðast Keflavik breytt þessari reglu- gerð hjá sér. Eru þá m.a. eig- endur dýranna skyldaðir til að merkja þau, tryggja og hreinsa reglulega. Björgvin sagði að nokkrir bæjarfulltrUar hefðu fylgt til- lögu um takmarkað hundahald eftir er hUn var tekin fyrir s.l. vetur. Henni hefði hins vegar veriðfrestað og mætti eiga von á að hUn yrði rædd aftur i októ- ber. —EVI — — HE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.