Tíminn - 13.10.1966, Síða 2

Tíminn - 13.10.1966, Síða 2
FIMMTUDAGUR 13. október 1966 TÍMINN r ■■ Kvenfélag Bústaðasóknar: HEFUR KAFFISÖLU OG SKEMMT- ANIR AD HÓTEL SÖGU Á SUNNUDAG Á sunnudaginn verSa tvær skemmtanir haldnar að Hótel Sögu. Stendur Kvenfélag Bú- staðasóknar fyrir þeim og nýt- ur stuðnings ýmissa annarra, sem vilja leggja baráttumáli fé lagsins lið, en það er smíði Bústaðakirkju. Fyrri skemmtunin á sunnu- daginn hefst kl. 3 síðdegis, og er fyrir alla fjölskylduna, og við það miðað, að bæði ungir og gamlir fái eitthvað við sitt hæfi. Ber þar fyrst að nefna mikla tizkusýningu, þar sem sýnd verður haust- og vetrartízkan, fyrir fullorðna og unglinga. Gefst fólki tækifæri til þess að kynna sér það, sem tízkuverzl- unin Eros býður kvenfólkinu upp á um þetta leyti, en herra fatnaðurinn er frá P.Ó. Þá mun hinn vinsæli Ómar Ragn- arsson skemmta með söng og gamanyrðum, og nemendur úr Dansskóla Hermanns Ragn- ars sýna nýjustu dansana. Og ekki má gleyma því, að kon- urnar úr Bústaðasókn munu baka fjölda af gómsætum kök- um, sem þær bera fram með kaffi, mjólk eða öli á sunnu- daginn og ganga sjálfar um beina. Um kvöldið hefst svo önn- ur skemmtun kl. 8.30, er hún ætluð fullorðnum. Verða þar flest sömu atriðin, og á síð- degisskemmtuninni, en auk þess syngur frú Sigurveig Hjaltested við undirleik Skúla Halldórssonar. Eftir skemmti atriðin leikur hljómsveit Ragn ars Bjarnasonar. Kynnir á báð- um skemmtununum verður Hermann Ragnar Stefánsson. Þá gangast konurnar einn- ig fyrir sölu á happdrættismið um á sunnudaginn og eru vinn ingarnir danskt postulín frá Bingo Gröndal í Kaupmanna- höfn, og auk þess eru bama- leikföng frá Reykjalundi með- al vinninga. Er ekki að efa það, að Reyk- víkingar og aðrir munu fjöl- menna á Hótel Sögu á sunnu daginn kemur bæði til þess að skemmta sér og einnig til þess að styrkja gott málefni. Að undirbúningi þessa dags hafa starfað Erla Magnúsdóttir, Jenný Jónsdóttir, Kristfn Jóns dóttir, Sigríður Axelsdóttir Steinunn Berndsen, og Ebba Sigurðardóttir, sem er formað ur Kvenfélagsins. En þeim til ráðuneytis hefur verið Unnur Arngrímsdóttir. Aðgöngumiðar að skemmt- ununum verða seldir á Hótel Sögu á laugardagseftirmiðdag, milli kl. 2 og 4, og verða þá gefnar þar allar nánari upp- lýsingar. Kvenfélag Bústaðasóknar hef ur starfað ötullega svo til frá því, að söfnuðurinn var stofnaður, haustið 1962. Og á síðasta aðalfundi félagsins, Framhald á bls. 15 (Tímamynd: GE). Sýningarstúlkurnar og nokkrar konur úr undirbúningsnefnd kvenfélagsins. Vetrarstarf Leikfélags Kópavogs er að hefjast Leikfélag Kópavogs er að hefja starfsemi sína. Fyrst verður tekið aftur til sýningar og sýnt nokkr- i m sinnum leikrit Sveins Hail- dórssonar, „óboðinn gestur.“ En fyrsta nýja leikritið á þessu Aikári verður nútíma gamanleik- r „Douglas — Douglas", eftir Eins og tilkynnt hefur verið, i ínir S. G. T. til mikillar og glæsi : t'grar spilakeppni á spilakvöldum ^inum í veturí Góðtemplarahúsinu i Reykjavík. Keppt verður í allt 1 22 kvöld, einu sinni í viku i á föstudögum) og geta menn \ erið þátttakendur bæði sem ein- -taklingar og sem „par“ (karl og kona). Verðlaunin verða: f fyrsta lagi, eitt flugfar til New York og heim aftur. í öðru lagi, flugfar fyrir tvo ;1 Glasgow og heim aftur, og í franska leikritaskáldið Marc Cam- oletti. Leikritið hefur verið þýtt og staðsett við íslenzka staðhætti, af Lofti Guðmundssyni, rithöfundi. Leikstjóri verður Klemens Jóns son. Leikritið fjallar um líf þriggja flugfreyja, sem fljúga hjá sitt hvoru flugfélagi. þriðja lagi eitt flugfar til Kaup- mannahafnar og heim aftur — allt með flugvélum Loftleiða. Mesta sigurmöguleika hafa að sjálfsögðu þeir, er verða með frá byrjun og eru duglegastir að spila eða heppnir í spilum. Reglur um keppnina geta menn fengið ókeypis í Bókabúð Æsk- unnar, Kirkjuhvoli, Rvík — en keppnin sjálf hefst annað k/öid (föstudag) 14. þ.m. kl. 9 og mun vissara að tryggja sér þátttöku þegar í byrjun. Því næst verður tekið til sýn- inga barnaleikritið „Ó, amma Bína“, eftir Ólöfu Árnadóttur, leik stjóri Benedikt Árnason. Á þessu leikári verður L. K. 10 ára, 5. janúar 1967, og verður þriðja leikritið helgað þeim tíma- mótum félagsins og verður vand- að til um val þess eins og kostur er á. f athugun er að halda 1 — 2 leiklistanámskeið og verður einn- ig námskeið fyrir unglinga og þá væntanlega í samráði við Æsku- lýðsráð. Tvö „skáldakvöld“ verða hald- in eins og undanfarandi vetur. Fyrra kvöldið verður í nóv., helg- að Davíð Stefánssyni, en hið síð- ara Halldóri Kiljan Laxness í jan. Fyrsta sýning L.K. verður 17. ok.t. 1966. Núverandi stjórn Leikfélags Kópavogs er þannig skipuð: Gunn vör Braga Sigurðardóttir, form., Sigríður Einarsdóttir, gjaldkeri, Þorbjörg Kristinsdóttir, ritari. GLÆSILEG SPILAKEPPNI ALFRED CAMPOLI LEIKUR MEÐ SINEÓNÍUHUÓMSVEITINNI Á fimmtudag verða tónleikar sinfóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói og hefjast kl. 20.30. fuIltrúará ASÍ-ÞINGIÐ EJ-Reykjavík, miðvikudag. Eftirfarandi félög haía kosið fulltrúa á Alþýðusambandsþing, sem haldið verður í næsta mán- uði: Verkalýðsfélag Breiðdælinga Breiðdalsvík: Aðalmaður Guðjón Steinsson, varam. Bragi Björg- vinsson. Verkalýðsfélag Stöðvarfjarðar: Aðalmaður Þorsteinn Kristjáns- son, varam. Björn Kristjánsson. Verkalýðsfélag A-Hún, Blöndu ósi: Aðalmaður Ragnar Þórarins- son, varam. Pétur Pétursson. Verkalýðsfélag Grenivíkur: Aðalmaður Arthur Wilhelmsson varamaður Jakob Þórðarson. Verkalýðsfélagið Hvöt, Hvamms tanga, Aðalmaður Gústaf Halldórs son, varamaður Daníel Pétursson. Verkalýðsfélag Fáskrúðafjarð ar: Aðalmenn Guðlaugur Guðjóns son, og Óskar Þórólfsson, vara- menn Óskar Sigurðsson og Trausti Björnsson. Verkalýðsfélag Tálknafjarðar: Aðalmaður Kristján Hannesson, varam. Guðmundur S. Guðmunds- son. Verkalýðs- og sjómannafélag Djúpavogs: Aðalmaður Már Karls- son, varamaður Snjólfur Björgvins son. Verkalýðsfélag ’ Presthóla- Framhald á bls. 15 SÆMDIR RIDDARA- KROSSI Forseti íslands hefur í dag sæmt eftirgreinda menn riddara krossi hinnar íslenzku fálkaorðu: Árna Snævarr, verkfræðing, fyr ir störf á sviði verkfræðilegra framkvæmda. Björn Tryggvason, skrifstofu- stjóra, fyrir störf að bankamál- um. Erlend Einarsson, framkvæmda stjóra fyrir störf í þágu íslenzkrar samvinnuhreyfingar. Pétur Danielsson, hótelstjóra, fyr ir störf að veitingarekstri og gisti húsamálum. Reykjavík, 12. október, 1966. Orðuritari. Stjórnandi er Bodhan Wodiczko en einleikari þetta kvöld verður Al- fred Campoli og leikur hann fiðlukonsert Beethovens. Alfred Campoli fæddist í Róm, sonur konsertmeistarans í hljómsveit Santa Cecilia tónlistar háskólans og konu hans, sem var mikilhæf dramatísk sópransöng- kona í byrjun þessarar aldnr. Fimm ára að að aldri fór Campoli til Lundúna, þar sem hann býr nú. Hann var undrabarn, sem hafði unnið svo mörg gullverðlaun, silfurbikara og annað slíikt, að þrettán ára gamall var hann beð inn um að hætta alveg þátttöku á alþjóðlegum samkeppnisvett- vangi, því að honum var alltaf sig urinn vís. Campoli hefur æ síðan verið í fremstu röð fiðluleikara okkar tíma. Hann hefur nýlokið þriðju tónleikaför sinni umhverfis jörð | ina, þar sem hann hélt 68 tón- I leika á einu ári. Fjórða förin er nú i undirbúningi. Á tónleikunum í kvöld mun 4. sinfónían eftir tékkneska tón- skáldið Bohuslav Martinu einnig heyrast í fyrsta sinn á íslandi. Fvrirlestur f dag, flytur Julius C. Holmes fyrrverandi ambassador Banda ríkjanna í Iran, fyrirlestur í Amer íska bókasafninu í Bændahöll- inni. Fyrirlesturinn hefst kl. 20,45 og nefnist „Eftirlit með herstyrk þjóða og afvopnun." LeiSrétting Leiðinleg mistök áttu sér stað í fyrirsögn í blaðinu í gær. Á bls. 14 stóð fyrirsögnin „Þrjú ný félög tekin í BSRB“, en eins og þeir, sem lásu fréttina, munu strax hafa séð, er sú fyrirsögn römg; — þrjú félög sóthi um inngöngu í BSRB en ekki var tal ið fært að veita þeim inngöngu á þessu þingi bandalagsins. „Uppstigning“ frumsýnd í kvöld f kvöld verður frumsýning sjón leiksins „Uppstigningar" eftir Sigurð Nordal, sem Þjóðleikhús- ið flytur nú í tilefni nýliðins átt ræðisafmælis höfundarins. Leik- stjóri er Baldvin Halldórsson. Leik endur eru fjórtán, og hér sést Erlingur Gíslason í hlutverki, prestsins, annars aðalhlutverksins í leiknum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.