Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudagur 22. september 1975. visntsm: Við hvað ertu hrœddastur (hrœddust)? Már Gvavarsson, nemi með meiru: — Ég er liklega hrædd- astur við það að vakna dauður einn morguninn. Pétur Rafnsson, framkvæmda- stjdri: —Ég er hræddastur við þig (blaðamannsgreyið) þegar þú spyrð svona spurninga. Yaga : — My own ego (Mitt eigið ,,egó”„ sem erfitt er að þýða á is- lenzku, nema sem — ,,ég”ið i sjálfum mér, eða mitt eigið stóra ég). Óskar Magnússon, vinur blóm- anna: — Virginiu Wolf. Lúlú Hreiðarsdóttir, nemi-.' — Drauga. Ég er lika hrædd við skattinn. Sigrún Jóhannesdóttir, nemi: — Próf. íslenskt og gamalt máltæki segir: Hver er sinnar gæfu smiður. Víst er um að sannindi þess eru mikil. Oft verður mér hugsað til þessa orðtaks þegar ég sé marga góða sál af- vegaleidda í heiminum og enda i örvæntingu vegna þess að val hennar hefir verið út á glæfrabrautir eiturefna i stað heilbrigðs lifs. Og þó er annað máltæki, sem segir: í upphafi skal endirinn skoða. Það er talað um að vanti meiri fræðslu, meiri fræðslu I áfengismálum, meiri fræðslu um áhrif tóbaks og eiturefna- notkun. Hvílík afsökun! Er ekki fræðslan deginum ljósari? Sjá- um við ekki á hverjum degi skuggamyndir þess hvernig þessar eiturnautnir leika vini okkar og félaga? Og hver veit hvað gerist svo um nætur? Hver telur öll þau tár sem þá falla af völdum þessara eiturefna? Það var fyrir löngu að áfengið var kallað tár. En það sannnefndi! Það eru sannarlega framleidd mörg tár af völdum þess. Við sem höfum verið svo heppnir að villast ekki inn á leiðir eiturnautnanna höfum mikið þakkarefni fram að flytja, og þvi er það að eitthvað það besta sem okkur fellur i. skaut er þegar við getum beint einhverjum öðrum inn á heil- brigðari slóðir. Það er oft i lifinu að við stönd- Einkennilegt hversu margir feta þann veg um i þeim sporum að verða að velja eða hafna. Þá er spurning- in: Hvort er nú betri brúnn eða rauður? Hvað fær maður út úr þvi að fylgja þessu eða hinu? Fylgir þú kristilegri lifshug- sjón og bindindishugsjóninni, geturðu verið öruggari um sanna lifsgæfu, betri heilsu, færri tár, meiri velmegun. Þú getur lika gengið I þá björgunarsveit sem leggur fram liðsinni sitt til að leiðbeina sam- tið sinni, og hvaða hamingja er meiri en hjálpa öðrum inná heillavænlegri lifsbrautir. Þessi vegur er að visu upp i móti og erfiður, en sannasta hamingjan veitist I gegnum baráttu. Hinsvegar er leiðin nið- ur á við. Hvað býður hún og hvar endar hún? Þvi er ekki erfitt að svara. Allt neikvætt i mannlifinu er þar i samfylgd. Er þá ekki einkennilegt hversu margir feta þann veg, hversu margir verða viljalaus verkfæri i höndum vimugjafa, láta skeika að sköpuðu, berast með straumnum? Nei, valið er ekki erfitt. Hitt er aftur á móti á að lita að breiðari vegurinn á sér furðu- lega vegvisa, og auðvald eitur- efnanna er sterkt og það finnur altaf leiðir til að ná istöðulitlum sálum á sitt vald. En valið er létt. Heilbrigður maður valur heilbrigða leið. Og þeir sem trúa á lifið trúa þrvi um leið að myrkraöfl heims- ins lúti i lægra haldi. En þvi miður er langt i land, en þvi fleiri sem leggja hönd á plóginn, þvi meiri sigur. Vinur minn. Hvora leiðina viltu fara? Hvort leggur þú þvi lið sem liggur til hamingju ein- staklinga eða þvi sem fjölgar tárum? Þetta er spurning dags- ins. . .. Arni Helgason Að endurf œðast — sem hundur Verksmiðjustúlka hringdi. Við vorum hérna nokkrar verksmiðjustúlkur að spjalla saman um hunda I kaffitiman- um okkan Við komumst að þeirri niðurstöðu að það gæti ekki verið rétt eða jafnvel lög- legt að vera alltaf að auglýsa hunda til sölu I öllu þessu hundabanni. Ég er svo sem ekkert að am- ast við þessum greyjum, hundar eru allt i kringum mig, en ekki vildi ég vera hundur og vera lokuðinni og'fá svo bara að fara út að pissa I bandi. Alltaf er verið að tala um endurfæðingu. Ég óska þess bara að þetta fólk, sem fer svona með hundana slna endur- fæðist sjálft — sem hundar. J3C8E .. /*“ *!— ■aar'—■“ Strætófarþegi hringdi. Það var mikið af fólki I strætó I vagni númer 2 i sjöferðinni á þriðjudaginn var. Bilstjórinn þurfti oft að bremsa, sem kom þó ekki að sök, þvi að við far- þegarnir gátum ekki dottið nema hvorir á annan. Vagnstjórinn var nefnilega ekki með hugann við að keyra, heldur var hann að tala við ann- an strætisvagnabllstjóra, sem stóð frammi i hjá honum. Létu þeir móðapn mása, vægast sagt. Ekki tók betra við á Hlemmi. Þá kom þriðji vagnstjórinn inn (sá var brúnklæddur, hinir voru bláklæddir). Nú var talað enn meir. Við Mjólkurstöðina gat ég ekki orða bundizt og spurði hvort þeir sæju ekki skiltið þar sem á stóð: Samræður við vagn- stjórann bannaðar. Eina svarið STRÆTÓBÍLSTJÓRI EKKI MEÐ HUGANN VIÐ STARFIÐ sem ég f.ékk var hlátur. Mér finnst að þessir bilstjórar Ég sagði þeim þá að ég myndi hafi sýnt vitavert kæruleysi. tala við forstjórann, sem ég og Þeir bera ábyrgð á lífi og limum gerði. annars fólks. Ekki bara á slnu.” Hvert á hún amma að snúa sér? Ung stúlka hringdi: ,,Hún amma mln hefur leigt Færeyingi herbergi I tvö ár. Hann kom með eitthvað af bús- lóð svo sem eins og gerist og gengur en sjálfur hefur hann lit- ið sem ekkert sézt. Hins vegar borgaði hann leiguna alltaf reglulega. Nú bregður hins vegar svo við að engin greiðsla hefur komið frá honum i 5 mánuði. Þegar amma fór að spyrjast fyrir um náungann, kom I ljós að maður- inn var farinn til sins heima- lands. Hún þarfnast auðvitað pen- inganna sem maðurinn skuldar henni. Það sem i herberginu er nægir að öllum likindum ekki fyrir leigunni þótt það væri selt. Eða má hún selja það? Hver er réttur ömmu minnar. Hvert á hún og hennar likar að snúa sér?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.