Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 22. september 1975. VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri og ábm: Ritstjóri frétta: Fréttastjóri erl. frétta: ^ Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Daviö Guömundsson Þorsteinn Pálsson Árni Gunnarsson Guömundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Nýr verðbólgusprettur Nýr sprettur virðist nú vera að hefjast i kröfugerðarkapphlaupinu. Landbúnaðarafurðir hafa sjálfkrafa hækkað i verði i kjölfar kaup- og verðlagshækkana frá þvi fyrr i sumar. Viðbrögð Alþýðusambandsins eru hefðbundin krafa um uppsögn samninga. Búvöruverðshækkun er enn einu sinni orðinn grundvöllur nýrra kaupkrafna og þess verður skammt að biða að nýjar kauphækkanir leiði til enn nýrrar búvöruverðs- hækkunar. Þannig heldur kapphlaupið milli hagsmuna- hópanna áfram, og stjórnmálaflokkarnir hafa ekki bolmagn eða þor til að skerast i leikinn af fullri al- vöru. öllum er ljóst, hvaða afleiðingar þessi vinnu- brögð hafa.Þaumiða að aukinni verðbólgu og lakari lifskjörum. Og það sem verra er: Hraðinn i þessu kröfugerðarkapphlaupi er orðinn svo mikill að veruleg hætta er á að við springum á hlaupinu. Ekkert þjóðfélag getur staðizt yfir 50% verðbólgu til lengdar. Efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt i voða, ef áfram verður haldið á þessari braut. Ef forystumenn hagsmunasamtakanna hafa ekki skilning á nauðsyn þess að söðla um og taka upp breytt vinnubrögð — verður almenningur að veita stjórnmálaflokkunum stuðning til þess að gripa i taumana. Stjórnmálaflokkarnir i dag eru allt of veikir til þess að geta fylgt fram málum i andstöðu við hags- munasamtökin. Þáð er staðreynd, sem ekki er unnt að horfa framhjá. Afstaða stjórnmálaflokka á hverjum tima, hvort sem þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu, ræðst af ýtni hagsmunasam- takanna. Meðan viðskiptakjör þjóðarinnar fara versnandi er alveg ljóst, að það hlýtur að kosta verulegar fórnir að stemma stigu við verðbólgunni. Við getum ekki haldið sömu lifskjörum og áður. Vitaskuld er erfitt fyrir alla, bæði einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila að sætta sig við slikt. En hjá þvi verður ekki komizt, ef við ætlum að ráða bót á erfið- leikunum á raunhæfan hátt. Seðlaprentun og verð- bólga leysa ekki þann vanda, sem fylgir i kjölfar rýrnandi kaupmáttar útflutningstekna þjóðarbús- ins. Kauphækkanir hafa enga raunhæfa þýðingu, nema að baki liggi aukin verðmætasköpun i þjóð- félaginu. Athuganir hafa sýnt, að hlutfallsleg hækkun rauntekna siðasta áratug eru aðeins brot af hlutfallslegri hækkun i krónum. Við hefðum þvi getað náð sama árangri við að bæta lifskjör i raun, þó að hægar hefði verið farið i sakirnar, að þvi er varðar kauphækkanir i krónum. Mestu máli skiptir nú, að samstaða náist um að stöðva kröfugerðarkapphlaupið. Það vinnst ekkert með þvi að þreyta það áfram. Aðeins sameiginlegt átak stjórnvalda og hagsmunasamtaka getur komið i veg fyrir frekari verðbólguófarir. Það er ljóst, að kaupmáttur launa hefur skerzt verulega. En nýjar almennar kauphækkanir geta ekki bætt úr skák eins og sakir standa. Þær verða til þess eins að kynda undir áframhaldandi og meiri vixlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Það er ekki æskilegt markmið, þótt ýmsir virðist stefna að þvi i blindingsleiknum. Sigvaldi Hjálmarsson skrifar SumSmSi ■BaaEaaaaBBaBBMiiHHaaHaBaBBi KALT STRIÐ ÞVt ER við brugðið hve Kln- verjar eru seinir að breyta um tön i afstöðu sinni til annarra velda, allar breytingar þurfa að koma hægt. Þannig hefur al- mennt rikt sú skoðun að rólega stefni þeir að betra samkomu- lagi við Indverja. En hitt er sönnu nær að ekkert hefur mið- að i þá áttina siðasta ár — ef nokkuð, þá er tortryggnin frem- ur vaxandi þar á milli. Eftir einhverjum diplo- matiskum krákustigum komust þau orð á milli i fyrra að best væri að gleyma gömlum væringum og taka upp vinsam- legskipti, en við það situr, Uppá siðkastið hefur samkomulag Indlands og Kina jafnvel versn- að, og láta Kinverjar á sér heyra að það stafi af þeirri ráðabreytni stjórnarinnar i Delhi að innlima Sikkim til fulls I Indland, en það er að mestu tylliástæða: Kinverjar eiga miklu veigameiri sök á hendur Inverjum: vináttuna við Sóvetrikin, Sikkim hefur alltaf að kalla verið indverskt ráðasvæði. Það er viðáttumikil dalkvos i Himalaya sem opnast niður á láglendið, en lokast norðurá bóginn. Þar hlaut þvi að bera meira á áhrifum að sunnan. Þveröfugt hagar til um Chumbi, næsta dal austan við Sikkim. Hann opnast norður með tiltölu- lega greiðfæru skarði, en lokast til suðurs i alls-ófærum gljúfr- um, hefur enda ætið heyrt undir Tibet. Natu-la heitir skarðið á milli þessara voldugu dala. Þar var löngum þjóðleið milli Ind- lands og Tibet, og þar hafa herir Kinverja og Indverja staðið hvor andspænis öðrum gráir fyrir jámum i hartnær tuttugu ár. Vísbending um hörku Innlimun Sikkim breytti engu fyrir Kinverja að öðru leyti en þvi að hún gat talist visbending um harðari aðgerðir Indverja i Himalaya yfirleitt. Talið er að þeir hafi einkum óttast meiri umsvif Indverja i Bhútan. Bhútan er smátt og smátt að koma útúr miðöldunum. Konungurinn sem þar rikti fyrir nokkrum árum andaðist af hjartabilun langt um aldur fram. Hann vann ötullega að umbótum i félags- og atvinnu- málum, og gekk svo langt að vilja koma á vestrænu lýðræði. Indland fer með utanrikis- og landvarnarmál að mestu fyrir Bhútan. Miklar deilur urðu i valdastétt Bhútan eftir fráfall hins gamla konungs (voru raunar byrjaðar áður). Og vel máttu Kinverjar halda að á sama hátt og Ind- verjar skárust i leikinn i Sikkim vegna krafna fólks um meiri framfarir og nútimalegri stjórnarháttu, þá mundu þeir herða tök sin á Bhútan vegna deilnanna innan valdastéttar- innar þar. Viðkvœmur blettur Um Nepal gegnir allt öðru máli. Ötti rikir á Indlandi um að það hallist meir og meir á sveif með Kinverjum. Þar er kon- ungsstjórn, og engin veit hve lengi hún varir. Og á liðnum ár- um hefur ekki farið dult að Nepal óttast Indland meiren Kina. Kinverjar leggja veg yfir Himalaya niðri lægri byggðir Nepals, þeir styrkja Nepal á ýmsan máta annan og láta i einu og öllu dátt við það. Indverjar hafa þar á móti sára fámennar varðstöðvar hátt ' i fjöllunum langt inni Nepal nærri tfbesku landamærunum, og þær eru Kinverjum mikill þyrnir i augum. Um nokkurt skeið leit út fyrir að Nepal mundi svipta Indverja rétti til að rækja slika varðstöðu I háfjöllunum, en Indverjum fannst sú krafa ósanngjörn, þvi við landamæri Nepal og Ind- lands er hvergi tollvarsla né landamæralið, og ekkert riki styrkir Nepal með riflegri fjár- hagsaðstoð en það. Hlið inní Indland Þannig eru landamæri Ind- lands i rauninni opin á móti Nepal, og ekki furða þótt Kin- verjar telji að þar megi einnig búastvið harðari afstöðu af Ind- verja hálfu. Vinfengi Kinverja við Pakistan er það i pólitik Kin- verja sem mest fer i' taugarnar á Indverjum ásamt vegagerð þeirra úr Sinkiang yfiri þann hluta Kashmir sem Pakistanir ráða. Og ekki hefur það batnað siðan ný stjórn og óvinsamlegri Indverjum kom til valda i Bangladesh. Kashmir er kapituli útaf fyrir sig. Það er þó kannski ekki meginatriðið hvort það tilheyrir Indlandi, Pakistan eða er sjálf- stætt, landamæri tveggja fjand- samlegra stórvelda Kina og Sovétrikjanna, eru þar rétt norðvesturundan og þarmeð • verður Kashmir ekki með neinu ;S móti losað útúr valdatafli ■ þeirra. Varkámi Kinverja gagnvart ;■ Indverjum stafar ekki af ;■ ágreiningi um landskika hátt ; uppi Himalaya, hvorug þjóðin ; veit fyrir vist hversu með skuli ; fara þar. Það er vináttan við ■ Sovétrikin sem þeim likar verst, ; og hún er sist i rénum nú. t annan stað er komið I ljós að : Indland geriryfirleittekki sömu : skyssuna nema einu sinni, i hæsta lagi tvisvar. Indland var skyndilega orðið allsterkt her- veldi i Bangladesh-striðinu, og nú hefur það jafnvel ráð á kjarnorku. Það fer ekki hátt en Kinverjar vita það vel að her- styrkur Indverja á viðkvæmum stöðum I Himalaya er margfalt meiri en þegar uppúr sauð 1962. Þeir eru nú hvergi veikir nema þarsem Nepal skiíur Kina og Indland. Furðuveröld Þá hefur dagað upp fyrir mönnum á Indlandi og væntan- lega ekki siður i Kina hve Hima- laya er sérstæð veröld — lika i hernaðalegu tilliti. Það er geysi erfitt öllum herjum. Flugskil- yrði eru oftast vond, og fjar- lægðir svo miklar og samgöng- ur svo erfiðar, eins þótt komnir séu allgóðir vegir, að marga daga, kannski vikur, lilyti að taka að flytja liðstyrk á milli stöðva. Ef Kinverjar réðust suðurfyr- ir landamærin á einum stað og yrði vel ágengt, mætti búast við innrás annarstaðar, væntanlega austar, frá Indlandi. Hvorugur mundi geta bætt miklu við þann liðsafnað sem fyrir væri. Kin- verjar væru að þvi leyti til betur settir að þeir væru á skömmum tlm.a komnir niður i indverskar byggðir, en i staðinn gæti hugs- ast að Indverjum tækist að loka flutningaleiðum norðan Hima- laya. Ég segi þetta aðeins til að skýra aðstöðuna, ekki til að meta styrkleika herjanna. Enn eru Kinverjar sterkari, og verða það kannski um langa framtið. En þar kemur ámóti samband Indlands við Rússa. Fyrir þvi er ekki annað sýnna en að kalt strið geisi áfram i kaldasta fjallgarði jarðarinnar. « u :■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.