Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 22. september 1975. 5 íJTLÖI <i MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Fallbyssurnar hljóðna í Beirót f bili Tilraunir stjórnmála- manna til þess að bera klæði 'á vopnin í Líbanon virðast lítið mjakast, en halda þó áfram í dag eftir átök helgarinnar. 210 liggja nú i valnum og 500 eru særðir ef tir blóðuga bardaga undanfarinna vikna, en vonir standa nú til þess, að átökin séu í rén- un. Abdel-Halim Khaddam, aðstoð- arforsætisráðherra, fer nú með hlutverk sáttasemjara i viðræð- um, sem hafnar eru milli krist- inna manna og múhameðstrúar. 1 oröi kveðnu á að heita vopnahlé milli hinna striðandi fylkinga, en af og til i nótt mátti heyra skipzt á skotum i Beirút, höfuðborg Libanon. Leyniskyttur fæla menn þó frá þvi að vera mikið á ferli á götum borgarinnar, og hefur ekki einu sinni verið unnt að kanna valinn. Haldið er, að um 60 manns hafi látið lifið um helgina i þessum Shríver mundí víkja fyrír skærum. En viða liggja lik og rotna i sólinni, þar sem menn treystast ekki til að nálgast þau, án þess að leggja sig i lifsháska. Mikil spjöll hafa orðið á húsum, sem ýmist hafa brunnið eða orðið fyrir sprengingum, þvi að viga- menn beggja aðila beita hiklaust sprengivörpum og fallbyssum til að klekkja hver á öðrum. Libanonmenn hafa neyðzt til að leita á náðir Sýrlendinga eftir að- stoð við að ryðja burtu braki eða slökkva elda. mági sínum Undirbúningur fyrir framboO til næstu forsetakosninga I Bandarfkjun- uin cr nú að hefjast. Gerald Ford, núverandi forseti, hefur lýst þvl yfir að hann gefi kost á sér fyrir hönd repúblikana, og hefur mikið vcrið á ferðalögum undanfarnar vikur til undirbúnings þvl. t gær hélt hann útifund í Kaliforniu og var þessi mynd þá tekin af honum og kvik- mýndaleikaranum, John Wayne. Sargent Shriver, sem gefið hefur kost á sér í framboð fyrir demókrata í forsetakosningunum næstu, bar til baka í gær, Shriver hefur eitt sinn áður verið i framboði i forsetakosn- iugum og þá sem varaforseta- efni dcmókrata. Hann sést hér á myndinni fyrir neðan við það tækifæri taka á móti ham- ingjuóskum móður sinnar. Með honum eru Ted Kennedy, mágur hans og Thomas Eagleton, sem varð að hætta við framboð til varaforseta. að hann væri einungis að undirbúa jarðveginn fyrir mág sinn, Edward Kenn- edy, öldungadeildaþing- mann. — Sagðist Shriver ætla að vinna að eigin framboði af kappi. Shriver, sem er kvæntur einni Kennedy-systranna, kunngerði á laugardag, að hann ætlaði að keppa að þvi að fá tilnefningu demókrata i framboð til forseta- kosninganna næstu. Hann benti þeim, sem telja, að hann sé einungis að búa i haginn fyrir framboð mágs sins, að Ed- ward Kennedy hefði marglýst þvi yfir, að hann ætlaði ekki i fram- boð. ,,Það er timi til kominn, að menn taki hann sjálfan trúanleg- an i þvi.” Shriver sagðist hafa fært þetta i tat við mág sinn, sem hefði sagt: ,,Allir munu halda, að þú sért að þessu fyrir mig. Ég þarf enga slika hjálp.” Aðspurður að þvi, hvort hann mundi draga sig i hlé, ef Kennedy skipti um skoðun og gæfi kost á sér, svaraði Shriver: „Mundu ekki allir gera það?” Kvíða hryðju- verkum svarta- september í Svisslandi Vopnuð lögregla Svisslendinga hefur i dag mikinn viðbúnað vegna gruns um, að Palestinuskæruliðar hyggi á hryðjuverk i Sviss til að koma i veg fyrir undirritun nýju samninganna milli Egypta og ísraela. öryggisvarzla Fiumicino-flug- vallar i Róm hefur fengið viðvör- unum.aðfjórirskæruliðar Araba kynnunðhafa þar viðkomu á leið- inni til Genf. Þar hefur leit i fögg- um farþega verið hert og sömu- leiðis á flugvelli Vinarborgar. Á meðan halda samninga- nefndir Egypta og Israela, sem staddareru i Genf, áfram viðræð- um sinum, hvernig samningarnir skuli verða í einstökum smáatrið- um, og hvernig þau skuli fram- kvæmd. fsraelar vilja að formleg undir- ritun samninganna biði, þar til Bandarikjaþing hefur tekið af- stöðu til þess, hvort bandariskum tæknimönnum verði komið fyrir á hlutlausa beltinu, sem skilja munu að varðstöðvar Egypta og tsraela i Sinai. Siðasti fundur nefndanna stóð fram á nótt, en viðræðurnar hóf- ust fyrir tæpum tveim vikum. bœtist lið Undirheimalýð Lundúna- borgar hefur bætzt vaskur liösauki i baráttunni gegn lög- regluliði borgarinnar. Mýs eru að gera allt liðið gráhært á stöðinni i Marylebone Lane. Þar verður ekki þverfótað fyrir músum. Þær eru I skrif- stofunum, i kjallaranum og ekki einu sinni til friðs I kaffi- stofunni. — Koma þær upp úr holræsunum, sem iiggja undir þessari aðallögreglustöð stór- borgarinnar. Þarn a eru háðar daglega hinar grimmustu oruslur, þar sem beitt er stigvélum, kylf- um og eldhúsáhöldum. Marg- ur garpurinn hefur hnigið þar i valinn. Einn sá frægasti úr liöi músa hafði það af að ræna iög- regluþjón matarlystinni meö þvi að renna sér fótskriðu á matarboröinu, eins og Skarp- héðinn Njalsson á ísnum á Markarfljóti forðum. Lög- regluþjónninn þeytti frá sér súpudisknum i bræði sinni og tvihenti skeiðina, sem hann sendi á eftir óvini sinum. Klauf hann músina i herðar niður. og mun það afrek i minnum haft mcðan lögreglu- stöðin i Marylebone Lane byggist Sótt hefur verið formlega um leyfi hjá yfirstjórninni til þess að hafa kött á slöðinni, en var synjað. Virðist ekkert annað tiltækara en auglýsa eftir nógu kyngimögnuðum flautuleikara, sem losað gæti stöðina við ófögnuð þennan. í kröfugðngu í hjólastólum Nokkur hundruð örkumla dátar fóru fylktu liði i hjóla- stólum um götur i Lissabon i gær til að árétta kröfur sinar um bætta atvínnumöguleika. Allir þessir fyrrverandi dát- ar, sem hlotið hafa örkuml sin i nýlendustriðum Portúgals, komu að tómu húsi i Sao Bento-höllinni, þar sem I stjórnarráðið er til húsa. — Nokkrir fóru þá til Belem-for- setahallarinnar, en fundu heldur engan þar til þess að heyra kvörtunarefni þcirra. Hlutskipti útlagans Yuri Titov, rússneski iista- maðurinn, sem dvalið hefur i útlegð i Paris, kom aö konu sinni, Yelenu látinni i Parisaribúð þeirra. Hún hafði fyrirfarið sér. Þau fluttust burt frá Sovét- rikjunum 1972, en hann hafði um langt skeið látið að sér kveða i andstöðu viö Sovét- stjórnina og meöal annars verið settur á geðsjúkrahús vegna þess. Titov neitaði á sinum tima að fara frá Sovétrikjunum, nema hann fengi málverkin sin. Þau voru send honum i flugvél til Róm, þar sem hann og Yelena bjuggu um það leyti. 1 ljós kom, að málverkin höfðu verið stórskemmd með sýru. Repúblíkönum fer fœkkandi Skoðanakönnun meðal kjós- enda i Bandarikjunum leiðir i ljós, að þeim hefur fækkað mjög, sem kalla sig repúbli- kana. Hafa þeir aldrei veriö jafnfáir siðan 1940. Gallupkönnun á vegum Washington Post leiddi i ljós, að 21% þeirra, sem spurðir voru, sögðust repúblikanar. Þeir voru 28% árið 1972, en þá voru síðast forsetakosningar i USA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.