Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 22.09.1975, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 22. september 1975. Forsœtisráðherra í Noregi t _ 3 Ljósmyndir og texti: Bragi Guðmundsson Fjögurra daga opinberri heim- sókn Geirs Hallgrimssonar og frú Ernu Finnsdóttur til Noregs lauk á laugardag, er þau kvöddu for- sætisráðherra Noregs Trygve Bratteii og konu hans frú Randy Bratteli á Fornebu flugvelli I Osló. Þann dag höfðu forsætisráð- herrahjónin byrjað með þvi að skoða Sunnaas sjúkrahúsið fyrir utan Osló, en það er mjög glæsi- legt sjúkrahús sem aðallega tek- ur við fólki, sem hefur orðið fyrir alvarlegum slysum og þarf mikla endurhæfingu. Þaðan var siðan haldið i sigl- ingu um Oslóarfjörð en að henni lokinni borðuðu forsætisráð- herrahjónin hádegisverð á Fornebu flugvelli með forsætis- ráðherrahjónum Noregs. Geir Hallgrimsson sagði við blaða- menn að lokinni heimsókninni að hann væri mjög ánægður með ferðina og þær viðræður sem hann átti við norska ráöherra. Á þeim fundum var aðallega rætt um landhelgismálið og hugsanleg kaup Islendinga á oliu i Noregi, en það gæti orðið eftir næstu áramót ef það yrði hag- stæðara en frá Sovétrikjunum. Þá var lika rætt um, að ef ts- lendingar færu að leita að oliu myndu Norðmenn veita tækni- lega aðstoð i þeim efnum. Meðal annars, sem forsætis- ráðherra skoðaði, var oliubor- paliur, sem var i smiðum i Nylands skipasmiðastöðinni i Osló, og sagði Geir Hailgrimsson, að 'það væri athyglisvert hvað Norðmenn hefðu náð langt i þess- ari tækni. Að lokinni heimsókninni héldu forsætisráðherrahjónin til Kaup- mannahafnar ásamt Guðmundi Benediktssyni og frú þar sem þau verða í nokkurra daga frii. Hér lýsir einn af forráðamönnum Nylands skipasmiðastöðvarinnar fyrir Geir Haligrimssyni oliubor- palli sem þar er i smiðum, en meö þeim á myndinni er sendiherrann Agnar Klemens Jónsson. Geir Hallgrimsson og frú Erna Finnsdóttir kveðja börn úr skólahljóm- sveit sem tók á móti gestum fyrir framan Sunnaas sjúkrahúsið með lúðrablæstri. Ljósm.: Visis Bragi. Siðasta dag heimsóknarinnar var Sunnaas sjúkrahúsið fyrir utan Osló skoðað og hér sjást forsætisráðherrarnir Tryggve Bratteli og Geir Hallgrimsson ásamt föruneyti sinu við komuna þangað. Geir Hallgrimsson ræðir við einn af sjuklingum á Sunnaas sjúkrahús- inu, sem er þarna I vinnustofu sjúkrahússins aö gera sjálfsmynd úr leir. Vetraráœtlun SVR tekur gildi í dag Vetraráætlun SVR tekur gildi i dag. Smávægilegar breytingar verða gerðar frá sumaráætlun. Þær snerta einkum leiðir 2 og 12 og smá lagfæringar verða gerðar á nokkrum öðrum leiðum. — Á leið 2 tekur gildi ný timatafla á virkum dögum, það er mánudaga til föstudaga til klukkan 19. Á þessum leiðum verða framvegis 12 minútur á milli ferða. Með breytingu á þess- um leiðum er reynt að koma i veg fyrir, að áætlun fari úr böndum á mestu anna- og umferðartimum. — Á leið 12 verður sú breyting, að ekið verður um Breiðholtsbraut i Seljahverfi i stað þess að aka um Breiðholt I. Liggur leiðin nú um Miðskóga, Seljabraut, upp i Norðurfell, og sömu leið til baka. — Prentuð hefur verið ný leiða- bók, og verður hún seld á Hlemmi, Lækjartorgi og skrif- stofu SVR að Hverfisgötu 115. „Sogið boðskapinn í gegnum rðr" rasasæsEKEffl sn.fi. skólnbl n ðiA SICOUBLUID SkoUbloft menntaskólans við 11(1 SkÓLA BLAÐIi) f-Iknl ah ! n A M. R. ðhúxmam SlfnT.AllI.ABII) Komið er út fyrsta tölublað 51. árgangs Skólablaðs Mennta- skólans i Reykjavik. t blaðinu eru fjálglegar greinar og ljóð nemenda, sem runnið hafa úr pennastautum þeirra. — 1 frétt um blaðið segir, að óðir og uppvægir safnarar geti sogað boðskapinn i gegnum tviskipt rör og orðið bleikir i framan af þeim boðskap, sem blaðið hafi að færa. Skólablaðið verður til sölu i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, og segja útgef- endur, að þar geti gamlir nemendur fengið sér eintak af blaðinu og látið sig svifa inn i draumaheim minninganna. íþróttafélag kvenna Leikfimin hefst mánudaginn 22. sept kl. 8 i Miðbæjar- skólanum. Frúarflokkur kl. 9 siðdegis. Stúlknaflokkur 12- 17 ára kl. 8.45. Kennari verður Sigrún Sig- geirs. Innritun og upplýsingar i simum 42356 og 14087. PHILIPS PhilipsArgenta’ SuperLux Muperan med óvióiafnanlega birtuglugganum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.