Vísir - 22.09.1975, Side 8

Vísir - 22.09.1975, Side 8
8 Visir. Mánudagur 22. september 1975. Husbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæóiö meö stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstaö. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöidslmi 93-7355 Húsbyggjendur Verktakar: Á einum og sama staö getið þér aflað verðtilboða í hina ýmsu þætti byggingarinnar. Sparið fjármuni og tíma komið með teikningar og við útvegum verðtilboðin frá framleiðendum yður að kostnaðarlausu í: Te-Tu glugga, svala og útihurðir Innihurðir, viðarþiljur og loftklœðningar Einangrunargler og þéttiefni Einongrunarplast nótað og ekki nótað Miðstöðvarofna, rafmagnsofna Þakrennur Hitakerfi o.m.fl. IDNVERK HF. ALHLIÐA BYGGINGAÞ3ÓNUSTA kz:;.1 - rrr—.=^ :.l —;■ ,, ixiaw.Ss Norðurveri Hátúni 4 a símar 25945-25930. M ^ IM 86611 ,,Ja, ég má eiginlega ekki vera að þvi að ræða við þig. Þú veizt að ég er alltaf að tala i út- varpið”, varð Jóni Múla Árna- syni að orði þegar blaðamaður Visis vildi náðarsamlegast fá viðtal. En hvað er Jón Múli eiginlega lengi búinn að stunda þá iðju að tala I útvarp? „Nærri þvi 30 ár. Byrjaði 1. april 1946. Þú sérð að það er ekkert aprilgabb. Ég er hér enn. Ég var til aðstoðar á fréttastof- unni, þegar Þorsteinn ö. þurfti að fara i 9 mánaða fri, og ég var beðinn að vera þulur á meðan. Svo kom gamlárskvöld, og mig langaði á ball. Hélt að nú kæmi Þorsteinn og ég ætti fri, daginn eftir. Ég brá mér inn til Jónasar Þorbergssonar sem þá var út- varpsstjóri og spurði hvort ég þyrfti nokkuð að koma á morg- un. ,,Jú, komdu á morgun”, var svarið. Svo hélt ég áfram að koma á morgnana i 18 ár. Þá var ég fyrst fastráðinn. Gæti ekki hugsað mér annað en að vera opin- ber starfsmaður Ég get ekki hugsað mér aö vera annað en opinber starfs- maður. Annars er ég ekki ráð- inn sem þulur. Ég er fulltrúi, Þaö er gamla Gufuklukkan, sem stendur þarna á bak viö hann Jón Múla. t henni heyrum viö fyrst i útvarpinu klukkan 7 á morgnana. „Ekkert aprílgabb - ég hef starfað hjó útvarpinu í 30 órf/ — rœtt við Jón Múla Árnason gæzkan. Ég les að visu fréttir og tilkynningar, en ég tek lika alla músikina saman fyrir morgun- útvarpið. Ha, hvort ég undirbúi þetta, sem ég ætla að segja á morgnana? Hvað heldurðu, að þú myndir þá hafa marga þætti á ári, ef þannig væri að farið? (Þessu lætur blaðamaður ósvarað). Ég veit bara með mig. Þeir yrðu tveir. Nei, mað- ur verður bara að treysta á að manni detti eitthvað ihug. Þetta er eins og að vera i prófi i fagi, sem maður er að visu sæmilega vel aðsér i. Það vofir bara alltaf yfir sú hætta að maður gati. Hvernig mér finnist útvarpið? Það er að ýmsju leyti ágætt, að mörgu leyti til fyrirmyndar, en ekki fullkomið. En veiztu hyað? Ég hef frétt að það séu engin takmörk fyrir þvi hversu hægt sé að bæta dagskrána. Fyrirgefðu. Nú verð ég að segja nokkur orð i útvarpið. Hvað vorum við að tala um? Já, útvarpið. Það er mitt álit að það sé þó nokkuð til i að hægt sé að bæta dagskrána. Með þvi er ég þó ekki að segja að þá yrðu neinar stórkostlegar framfarir. Hvað er góð dagskrá? Hvað vond? Heyrzt hefur um þre»ns konar dagskrá. Það hefur heyrzt að það ætti að vera tvenns konar dagskrá. Jafnvel þrenns konar. Það er ráð til að splundra þjóðinni. Þá væri ein dagskrá með væli, pi'pi, gauli og jafnvel klámi. önnur væri aðeins smekklegri frá menningarlegu sjónarmiði. Annars veit ég nú ekkert hvað þetta ersem kallastmenningar- legt. Sú þriðja væri svo háklassisk og visindaleg. A hana myndu tómir sérvitringar hlusta. Með timanum myndi svo ekkert samband verða á milli þessara þriggja hópa. Þaðycði hryllileg uppákoma. Hvað held- urðu að það yrðu margir sem hlustuðu á annað en vælið? Afsakaðu, nú verð ég aftur að tala við hlustendur. Ha, hvað segirðu? Spyrðu hvemig pólitfsk starfsemi sam- rýmist störfum hjá útvarpinu? Við búum i lýðfrjálsu landi, og öllum opinberum starfsmönn- um er heimilt að hafa hvaða pólitiska skoðun sem er. Hér hjá útvarpinu starfar fullorðið fólk. Ég yrði þegar rekinn af þvi að ég er kommi, ef ég léti minar Þaö hefur heyrzt aö þaö ætti aö veröa þrenns konar dagskrá. Ein meö pipi,yæli, gauli og jafn- velklámi. önnur aöeins smekk- legri frá menningarlegu sjónar- miði. Sú þriðja háklassisk og vísindaleg. Hvað ætli það yrðu margir sem hlustuðu á annað en gaulið? persónulegu skoðanir koma mér i einhvern bobba sem útvarps- maður. Vandinn að segja eitt- hvað út i loftið Það sem kom mér mest á ó- vart sem útvarpsmaður var hvorki sniðugt né skemmtilegt. Þaðvar þegar ég i fyrsta skipti þurfti að lesa frétt af stórslysi i útvarpið. Ég stóð bara og gapti og kom ekki upp nokkru orði. Siðan geri ég alltaf ráðstafanir, ef ég veit fyrirfram af slikri frétt. Já, ég les fréttina upp á band. Það er enginn vandi að vera útvarpsmaður á bandi. Vandinn er að lesa eða segja eitthvað út i loftið. Þegar eitt- hvað er sagt vitlaust á band, er bara stoppað og byrjað upp á nýtt. Hver min áhugamál eru? Ég hef að minnsta kosti takmark- aðan áhuga á útvarpinu, nema auðvitað á morgunútvarpinu, en þar er ég ekki áhugamaður, heldur atvinnumaður. Ef ég færi hálfan mánuð i fri myndi ég auðvitað hlusta á fréttirnar. Það er af þvi að ég er dálitið pólitiskur og verð að fylgjast meö. Ég hef bara ekki hugmynd um hver min aðaláhugamál eru. En þeir eru hamingjusamir, sem af einhverjum ástæðum hafa notið þess að skilja púðrið i jass, vera fæddir um svipað leyti og ég og hafa allgott út- varpstæki eða grammafón. Ég hef hlustað á þessa jassgaldra- menn alla ævi og fæ alltaf meira og meira úr þessari óþrjótandi uppsprettu. Sekk dýpra og dýpra i þetta tónlistar- fen og finnst þegar upp er stað- ið litið til annarrar tónlistar koma. Auðvitað er jass ekki lifs- nauðsyn, en án hans væri ekki likt þvi eins gaman aö lifa. Aðeins sárafáir útvald- h’ geta blásið i horn Nei, ég blæs ekki i horn að neinu ráði. Er bara áhorfandi og hlustandi. Það eru aðeins sára- fáir útvaldir sem það geta. Ég blæs auðvitað með i lúðrasveit verkalýðsins. Þar sameinast vinstri menn i baráttunni. Sem pólitiskir hugsandi menn verð- um við að eiga einhverja til að blása 1. mai. Ég strengdi þess heit i æsku að vera kominn á trompet i danshljómsveit fyrir fimmtugt. Það mistókst, en hver veit nema ; . draumurinn rætist fyrir aldamót. Ég er alla vega ekki búinn að gefa upp alla von. — EVI.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.