Vísir - 22.09.1975, Page 20

Vísir - 22.09.1975, Page 20
VÍSIR Mánudagur 22. september 1975. Akureyringum vissara að taka fram kuldaskóna Ekki vildi Guðmundur Haf- steinsson veðurfræðingur vera neitt bjartsýnn á að vcðrið lagð- aðist að ráði næsta sólarhring- inn. Við hérna á suðvesturhorninu verðum verst úti, svo sem endranær i sumar, og leyfum þeim raunar að vera með, sem á vesturhelmingi landsins búa. Áttin er suðaustlæg. Kári er ekki i góðu skapi. Blæs 6 vind- stigum og sums staðar jafnvel 7 til 8 vindstigum. Eftir þvi sem liður á daginn verður svipað veður um land allt, en heldur verður þó minni rigning og sums staðar aðeins skúrir. Attin verður suðvestlæg seinni partinn. Töluvert hefur snjóað i fjöll fyrir norðan og Akureyringum er vissara að taka fram kulda- skóna. Þar snjóaði klukkan 6 i morgun. EVI Hnútur tók út björgun- orbót Stóra björgunarbátinn tók út af togaranum Bjarna Bene- diktssyni þegar hann fékk á sig hnút við austurströnd Græn- lands i siðustu viku. Engan af á- höfninni sakaði. Skipið var að „slóa" i vondu veðri, þegar þetta gerðist. Nóg er eftir af hjörgunartækjum á skipinu og túrnum verður þvi lokið-eins og ekkert hafi i skorist. —ÓT Stærri myndin er af húsvarðar- hjónunum i Miðbæjarskólanum þar sem þau virða fyrir sér „ómenninguna”, cn litla mynd- in er af ijóðunum og úrklippu úr Visi i anddyri Háskólans. Ljósm. Einar. — Þetta er ómenning —, sagði Eyjólfur Jóns- son, húsvörður i Mið- bæjarskólanum, þegar hann hafði virt fyrir sér upplimd ljóð Baldurs Guðmundssonar á vegg skólans. — Ljóðin eru menning og það er greinin lika —, sagði hann ennfremur, — en það er hrein ómenning að klina þessu upp um veggi á þennan hátt. Skáld eiga að koma verkum sinu á framfæri á annan hátt en þenn- an og þetta verður þvegið af strax i fyrramálið. — Tilefni þessara orða Eyjólfs voru blöð, sem limd höfðu verið á útvegg Miðbæjarskólans. A blöðin voru handrituð ljóð eftir Baldur Guðmundsson, sem mun vera háskólastúdent. Jafnframt voru límdar upp úrklippur úr Vísi, sem gefið höfðu skáldinu Sótti innblóstur í grein úr Vísi — og límdi Ijóðin uppá veggi innblástur til ljóðagerðarinnar. Var þaö grein Guðmundar Péturssonar um þrælahald nú- timans, sem hafði þessi áhrif. Verk sin límdi skáldið einnig upp á gler við anddyri Háskól- ans, en meginhluti þeirra var á Miðbæjarskólanum. —HV Vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stœður um 16 milljarða króna Helmingi meira í krónutölu en í fyrra, en kemur ekki a ovart Fyrstu átta mánuði þessa árs var vöruskiptajöfnuður Islend- ingaóhagstæður um 16 og hálfan milljarð króna, sem er nærri helmingi hærri upphæð en á sama tima i fyrra. — Islendingar fluttu út afurðir sinar fyrir liðlega 30,5 milljarða króna, en innflutning- urinn nam 47 milljörðum. Stórir þættir i innflutningi voru skip fyrir 3,6 milljarða og inn- flutningur til islenska álfélagsins nam rúmum 5 milljörðum, en fé- lagið flutti út fyrir tvo og hálfan milljarð. Þessar tölur koma stjórnend- um peningastofnana og við- skiptamála ekki á óvart. Við- skiptahalli i ágúst upp á tæpan 1,3 milljarð, er svipaður þvi sem verið hefur hina mánuði ársins. Gengisíellingin i vor hefur tals- verð áhrif til hækkunar vöru- skiptajafnaðarins i krónutölu. Útflutningur á áli hefur minnkað um helming á þessu ári. Það sem af er árinu hefur ál verið flutt út fyrir tvo og hálfan milljarð. Inn til álverksmiðj- unnar hefur verið flutt fyrir fimm milljarða. Þetta hefur talsvert truflandi áhrif á heild- artölur um vöruskiptajöfnuð. Hins vegar stendur verzlunin með ál utan hins venjulega út- flutnings- og innflutningskerfis, þannig að peningaleg áhrif hennar eru litil. AG/ÓH „LÍZT VEL Á AÐ KOMA HEIM, EFTIR 15 ÁRA FJARVERU" — segir Henrik Sv. Björnsson, sendiherra, sem tekur við stöðu róðuneytisstjóra utanríkisróðuneytis í janúar n.k. — Mér lizt ágætlega á að flytjast heim, eftir um fimmtán ára búsetu erlendis, sagöi Henrik Sv. Björnsson, sendi- herra, i viðtaii við VIsi, cn hann mun flytjast heim i janúar á næsta ári og taka við embætti ráðuncytisstjóra i utanrikis- ráðuneytinu. Henrik hefur verið sendiherra tslands i Paris siðastliðin tiu ár, en var áður sendiherra i Lond- on. — Við höfum að visu alltaf komið reglulega heim og haldið góðu sambandi, sagði Henrik ennfremúr, — en það er alltaf gaman að flytja til lslands. Keyndar er einnig ánægjulegt að starfa erlendis og það er margt i starfi sendiherra, sem ég kem til að með sakna. Þar kemur á móti ým.islegt, sem ég verðóneitanlega feginn að losna við. Embætti ráðuneytisstjóra er mér ekki með öllu ökunnugt, þar sem ég gegndi þvi á árunum 1956 til 1961. Það er yfirgrips- mikið og skemmtilegt starf og sist veigaminna en sendiherra- starfið, þannig að það verður ekki um neina hvild að ræða. Það verður þvi ánægjulegt á all- an hátt að flytja i þetta sinn. Ekki fékkst Sveinn til að nefna neitt sérstakt úr starfi sinu sem sendiherra, sem hon- um þætti bera hærra en annað. Taldi hann fátt úr daglegri sýslu sendiherra þess eðlis, að rétt væri að skýra fjölmiðlum frá þvi. —IIV Yfirlýsing fró borgorstjóra Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði aðspurður i samtali við Visi i morgun, að hann myndi einhvern næstu daga gefa út yfirlýsingu af sinni hálfu um Armannsfellsmálið svo- nefnda og þau blaðaskrif, sem spunnist hafa um það. Borgarstjóri hefur að undan- förnu dvalið erlendis i sumarleyfi og kom heim i gærdag. Hann sagði i morgun, að hann gæti ekk- ert um málið sagt að svo stöddu, þar eð hann ætti enn eftir að kanna ýmsa þætti þess. Mikil umsvif kvenna í nœturlífi Rvíkur Ung stúlka fékk heilahristing og mikinn skurð á höfuð, þcgar hún féll niður stiga I húsi i Rcykjavik á laugardagskvöld. Stúlkan var drukkin og mun hafa misst fótanna i stiganum. önnur stúlka fannst aðfara- nótt sunnudags a tröppum við Samvinnubankann i Banka- stræti. Var hún með nokkra höfuðáverka og við athugun á slysadeild kom í ljós, að hún var kjálkabrotin. Stúlkan sú var einnig töluvert undir áhrifum áfengis. Enn ein kona fannst öfurölvi viðReykjavikurapótek. Var hún flutt á sjúkrahús, þar sem hún var barnshafandi og komin langt á leið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.