Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriðjudagur 30. september 1975 risiRsm: Veizt þú simann hjá slökkviliði (11100) eða lögreglu (11166)? Guðrún Jóhannsdtíttir, skrif- stofustjriri: Ég veit ekki, hvaða simi er á slökkvistöðinni. Lengi vel var siminnhjá lögreglunni 11166. Ég vona bara, að það kvikni ekki i hjá mér, þvi að ég bý i timburhúsi. Þórgunna Þrirarinsdrittir, ljós- mæðranemi: Nei, ég veit hvorugt númerið og hef aldrei vitað. Sæunn Ragnarsdóttir, húsmóöir: A lögreglustöðinni er siminn 11166 og á slökkvistöðinni er hann 11100. Ég hef lagt þessi númer á minnið. Það getur verið ágætt að muna þau. Steinn Stefánsson, fyrrverandi skólastjóri á Seyöisfiröi: Nei, ég er utanbæjarmaður, svo að ég veit það ekki. Annars er ég ný- fluttur i bæinn, svo að kannski kanna ég þetta. Sigurjón Gunnarsson, banka- starfsmaður: 11100 hjá slökkvi- liðinu og 11166 hjá lögreglunni. Þetta stendur allt i simaskránni. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Ef allir byggju eins og ég" Ragnar Halldórsson Miðvangi 41, skrifar: ,,1 Visi þann 3. sept. birtist mjög athyglisverð grein, sem að mestu leyti er viðtal við bónda úr Eyjafirði. Bóndi segir: „Ef allir byggjú eins og ég, þyrfti ekki nema 3- 400 bændur til að sjá um nægi- lega mjólk handa þjóðinni”. Eins og margir vita, eru rúm- lega fimm þúsund bændur á landinu. Þeir eiga milli þrjátfu og átta og þrjátiu og niu þúsund kyr, sem taldar eru mjólkandi. Meðalnyt er talin sem næst þrjú þúsund og fimm hundruð litrar á kú. Allt mjólkurmagnið er þvi um eitt hundrað og þrjá- tiu milljónir litra árlega. Bóndi segisteiga milli áttatiu og niutiu mjólkandi kýr. Hver ein kúa hans mjólkar þvi árlega hvorki meira né minna en um það bil eina milljón og fjögur hundruð þúsund iitra ár hvert. Nánar skilgreint: Hver ein búkolla eyfirzka bóndans mjólkar til jafns við fjögur hundruð stritlur þeirra bú- skussa, sem fyrir eru og hokra sem „dragbitir” á efnahagsaf- komu landsmanna! Ekkier að furða, þótt fyrrver- andi ritstjóri hefði sitt hvað við svona lagað að athuga og gam- an væri að fá svipaðan afreks- mann i sauðfjárræktinni til að fræða fáfróðan landslýðinn. Fyrir nokkrum árum kom fram sú uppástunga — mig minnir frá alþýðuflokksmanni — að fækka sauðfé, en framleiða fleiri gærur. Skyldi nokkuð frekar hafa verið gert i þvi máli?” Bindi i Svalborisströnd: 800 bœndur gœtu séð land inu fyrir kjöti og mjólk — Eru nú 5220 ú 4984 jörðum Atta hundruö bændur, sem byggju stórbúi og (ylgdust vel meA timanum, ættu aA geta séA þjóAinni fyrir aliri þeirri mjólk og óllu þvl kjóti, sem húnþarf i aA halda. aA sögn Hauks Halldórssonar, bónda. Um slA- nstu áramót voru 4984 jarAir I óbúA á landinu og bændur voru skráAir 5220. Haukur Haildórsson býr stórbúi I SveinbjarnargerAi á SvalbarAsströnd, og hann ræöir um bú sitt og hina ýmsu erfiA- leika landbúnaðarins i siAasta hefti timaritsins Frjáls verzlun. Haukur leggur mikla áherzlu á aö fýlgjast vel meö nýjungum I landbúnaöi, bæöi hér og er- lendis. Eftir aö hann útskrifab- ist sem búfræöingur fra Bænda- skólanum á Hvanneyri, fór hann til Svlþjóöar, Danmerkur og Englands og stundaöi þar tungumálanám, læröi loödýra- ræktun og kynnti sér félagsmál. Eftir aö hann hóf búskap hefur hann lagt á þaö áherzlu aö feröast, þegar hann hefur átt þess kost, til aö kynna sér nýjungar I landbúnaöi. Hann les einnig mikiö af fagttmaritum, bæöi innlendum og erlendum. Haukur er abeins þrltuj hefur þegar komiö á fót stærstu kúabúum á I: meö 80-90 kýr. Haukur telur I vibtali þaö sé ekki nein algild 1 vandamálum bænda aö búum og stækka þau, i málum er nú háttaö. Mik mæti lægju I bygging sveita og þvl mjög va fyrir þjóAfélagiA f heild út I þá breytingu. Hins vegar segir hann allir byggju eins og ég ekki nema 3-400 bændu sjá um nægilega mjólk þjóöinni og annan ei þyrfti fyrir kjötframle Grœna byltingin étur börnin sfn Leó M. Jónsson tæknifr. skrifar. Þegar þetta er skrifað stendur yfir ein mesta pólitiska rimma, sem um getur i langan tima. Þetta er Armannsfellsmálið, og mun vera langt frá þvi að vera til lykta leitt. Frá minum bæjardyrum séö gildir það einu, hvort lóö Ar- mannsfells var auglýst eða ekki, og á sama hátt hvort Þjóðviljinn fékk lóð, án eða að undanfarandi auglýsingu. Hver hafi greitt hverjum, hvað mikið, og undir hvaða borð, má einnig liggja á milli hluta. Fólk mun siðar komast að þvi að hér eru það einungis léttvægustu atriði málsins, sem þyrlast hæst I pólitfsku moldviðri og traðki gráðugra tækifærissinna I átt að jötunni. Þegar málið er skoðað niður i kjölinn verður það ekki svo frá- leit niðurstaða, að nú sé græna þyltingin farin að éta börnin sln. Hvort verzlað sé með lóðir þarf enginn að spyrja um og ætti þvi enginn að fá hland fyrir hjartað þótt svar við þeirri spurningu væri já. Eftir hverju halda menn að stjórnmálaflokkar séu að sækjast? Þvi einu, að leika ein- hverja Florence Nightingale I efnahagsmálum, eða miskunn- sama Samverjann I atvinnu- málum? Nei, stjórnmálaflokkar sækjast fyrst og fremst eftir valdi. Valdi til að stjórna og valdi til að ráðstafa. Hættuleg þróun Það ber vott um ótrúlega skynhelgi og tepru að láta I það skína aðlóðamál borgarinnar sé hneyksli, sem komi almennt á óvart. Það sem er alvarlegt viö þetta mál er, að nú hefur hul- unni verið svipt af þei'm vinnubrögðum, sem m.a. eru orsakir illa skipalagðra Ibúðar- hverfa, og gera heila borgar- hluta að höfuðverki komandi kynslóða. Þetta „hneyksli” hlýtur að vekja fólk til umhugsunar, hvort hér sé komin skýringin á mörgum þeirra „skipulagsmistaka”, sem orðið hafa undanfarin ár. Og ekki sfður — til hvers eru „sérfræðingar” ráðnir fyrir stórar upphæðir til þess aö skipuleggja heila borgarhluta og einstök hverfi, þegar borgar- yfirvöld geta siöar að vild sinni úthlutað „grænum svæðum” skipulagsins til hvers konar bygginga, sem ekki var gert ráð fyrir I forsendum skipulagsins? Þjóna svona skipulags- vinnubrögð nokkrum tilgangi, öðrum en að skapa eftir- komendum okkar félagsleg vandamál og steinsteyptar gestaþrautir? Til hvers eru borgir skipulagðar? Nú á timum er variö ómæld- um fjármunum viðs vegar I ver- öldinni til þess að gera umhverfi mannsins lifvænlegra. Mikið af þeirri vinnu fer I það að endur- lifga og bæta umhverfi þar sem manneskjan, — lífveran, gleymdist I arnsúgi hagvaxtar og tæknivæðingar. I Sviþjóö hef- ur fólk vaknað til vitundar um þá staðreynd, að andleg heil- brigði og liðan fólks I iðnaðar- þjóðfélögum nútimans stendur og fellur með lifvænlegu um- hverfi hibýla og vinnustaða. Hvergi I Norður Evrópu hefur verið sannað á jafn áþreifan- legan hátt og i Sviþjóð, að fjör- egg nútima velferðarsamfélags er skipulag þess og vistarskil- yrði. Það er þvi ömurleg stað- reynd að á sama tima og aðrar þjóðir vildu gefa milljarða fyrir lausn á sinum skipulagsvanda- málum, skulum við islendingar hamast við að skapa þau. Dæm- ið um Armannsfell og lóðarút- hlutunina sýnir svo ekki verður um villst, að forsendur skipu- lagsins hljóta að vera meira en Htið gruggugar. Hvaða breytingar verða innbyrðis i ibúðahverfi, sem allt I einu eykst um eitt fjölbýlishús, sem ekki var gert ráð fyrir I upphafi, en missir um leið ákveðið grænt útivistarsvæði sem reiknað var með I upphaflega skipulaginu? Hvað með skóla, leikvelli, þjón- ustu, versdun, umferð, bila- stæði, er slumpað á allt þetta við gerð skipulagsins, þannig að engu breyti ein eða tiu blokkir til eða frá? Hverjir eiga að skipuleggja? Hvernig má þaö vera, ao stjórnmálamenn geta einhliða ráðskast með skipulagsmál Reykjavikur eftir pólitiskri hentistefnu án þess að hinn al- menni borgari fái þar rönd viö reist? Og það sem ekki er siður furðulegt, hvernig stendur á þvi að arkitektar mótmæla ekki þessum vinnubrögðum? Hvaða þátt eiga fastráðnir sérfræðingar skipulagsdeildar borgarinnar i breytingum sem þessum? Er einhver einn aðili endanlega ábyrgur I svona mál- um? Vonandi verður Armanns- fellsmálið til þess að hinir al- mennu borgarar sjái hvers kon- ar vinnubrögð eru við höfð i skipulagsmálum höfuðborgar- innar, oft var þörf en nú er nauðsyn. Ef reykvikingar tækju sig nú saman og héldu hverfafundi um skipulagsmál, og þrýstu á að fengnir væru menn erlendis frá, sem frætt gætu útvarps og sjón- varpsnotendur um dýrkeypta reynslu nágrannaþjóða af mis- tökum þeirra i skipulagsmál- um, mætti koma i veg fyrir að Reykjavik verði gerð að draugaborg komandi kynslóða. Með áframhaldandi vinnu- brögðum, þar sem arkitektar skipuleggja og politikusar hag- ræða skipulaginu með tilliti til „sérþarfa” hverju sinni, er aug- ljóst hvert stefnir. Viljum við hafa þetta á samviskunni gagn- vart okkar börnum eða barna- börnum? \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.