Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Þriðjudagur 30. september 1975 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Frainkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. cintakið. Blaðaprent nf. Vinnufrí kvenna Rikisstjórnin hefur státað af þvi og með nokkrum rétti, að i stjórnartið hennar hafi ekki komið til við- tækra verkfalla. Það er nánast orðinn hefðbundinn hugsunarháttur að lita á verkföll einungis sem að- ferð til þess að knýja fram kjarabætur. Verkföllum hefur nær einvörðungu verið beitt til þess að velgja atvinnurekendum og stjórnvöldum undir uggum, þegar ástæða hefur þótt til. Það er þvi ekki að undra, þó að menn telji sig hólpna, þegar unnt er að halda þannig á spilunum, að almenn verkföll lama ekki atvinnulif lands- manna. En nú verða menn að horfast i augu við vinnustöðvanir af öðru tagi. Islenzkar konur eru um þessar mundir að taka höndum saman um viðtækt vinnufri til þess að leggja áherzlu á kröfurnar um jafnrétti karla og kvenna i reynd. Þetta sérstæða verkfall verður ugglaust ekki tek- ið með i reikninginn, þegar lagt verður mat á það, hvort rikisstjórnin hafi staðið sig vel eða illa eða hagsmunasamtökin sýnt sanngirni. En hvað sem þvi liður, má vænta þess að þessi fyrirhugaða vinnustöðvun kvenna eigi eftir að hafa mikil áhrif og opna augu margra. Það er fátitt, að verkföllum sé fagnað. í þessu til- viki horfir þó öðru visi við. Þessi vinnustöðvun er ekki aðeins réttlætanleg og þörf, hún er merkilegur viðburður. Að þessu sinni geta menn þvi af heilum hug hvatt til vinnustöðvunar. í raun réttri stendur þessi aðgerð fyrir utan og ofan allt það, sem við nefnum verkfall i daglegu tali. Hér er um jafnréttis- kröfu að ræða. Vinnufri af þessu tagi er ekki þvingunaraðgerð eins og verkföll i hefðbundnum skilningi. Það er hugsað sem þáttur i baráttu manna fyrir jafnrétti kynjanna og til þess að vekja athygli á, að störf kvenna eru jafn þýðingarmikil og mikilvæg og störf karla, hvort sem þau eru unnin utan heimilis eða innan. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað þetta ár baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Þó að lagalegu jafnrétti sé náð viðast hvar, skort- ir enn mikið á, að konur njóti sömu aðstöðu i þjóðfé- laginu og karlar. Þetta kemur fram á flestum svið- um og ekki sizt i hinum einföldu atriðum hins dag- lega lifs — eins og formaður Kvenréttindafélagsins lýsir réttilega i grein i Visi i dag. Hér i blaðinu hefur einnig verið vakin athygli á þvi nýlega, að barn- eignafri kennara eru sett i flokk með langvarandi veikindum i sjúkraskýrslum þessarar starfsstétt- ar! Þetta er aðeins eitt dæmi af mýmörgum. Þannig er viða pottur brotinn i þessum efnum. Það er þvi vel við hæfi, að islenzkar konur skuli nú taka höndum saman á degi Sameinuðu þjóðanna til þess að leggja áherzlu á gildi vinnuframlags kvenna. Ef vel tekst til, mun þessi aðgerð hafa mikil áhrif og vekja óskipta athygli. Þess eru enn dæmi, að konur sitja ekki við sama borð og karlar, þegar um atvinnu er að ræða. Opin- berir aðilar, einkafyrirtæki og samvinnufélög hafa á þessu ári kvenna sýnt, að i þessum efnum rikir ekki fullt jafnrétti i raun, hvað sem allri löggjöf lið- ur. Enginn þarf þvi að fara i grafgötur um, að enn er verk að vinna á þessu sviði. Umsjón: GP BaaBBSIBHBDDBaBBHOaBBBUBBCCaaa*UClBBU«BBOBaaBBBaaOBBai BaaaaSBaaaaaaaaaaaaaaaiaBaaaaaaaaaaaaBBaBaaaaaaaaBai aaaaaBDBBaoaaaBBBBDi iBaaBaaaai iDuaaaaaai laaaaaBaBaaaaBBaaaaBaBaBBaBBaBBaBBBuaBBBaaaaaaBBaaaaaaaaaaaai -----IBBBBBBBOBaOBBaBBBBBBBaHÐBBaaaDaBUaHaaBBliaBBOHBBBBOUaciy Japanskeisari til USA í fyrsta sinn — Eldri japanskættuöum Amerikönum jafngildir þaö þvi, að þeir fái aö lita augum sjálfan guð. Hinum yngri veröur þó heimsókn Hirothitos keisara til Bandarikjanna núna i vikunni fremur prófsteinn á, hversu mikið þeir sjálfir eru orönir amcrikanseraðir. Þannig skrifar Lars-Erik Nelson, fréttamaður Reuters i Washington, um opinbera heimsókn Japanskeisara til Bandarikjanna og speglar, hverjum tvennum augum kynslóðarinnar lita son sólar- innar. 1 heimsókn sinni mun Hirohito keisari hitta japanska borgara og Bandarikjamenn af japönsk- um ættum i sex stórborgum, Washington, New York, s Chicago, Los Angeles, San | Francisco og Honolulu. Samkvæmt bandarisku manntalsskrifstofunni eru um 1 1/2 milljón japanskættaðra Bandarikjamanna og 100 þúsund Japanir búandi i Banda- rikjunum. Aðallega i ofantöld- | um borgum. I Eins og meðal annarra • innflytjenda, eða afkomenda ' ' innflytjenda, hafa japanskir Amerikanar með sér samtök, sem jafnframt gegnir hlutverki japansks-amerisks vinafélags við að halda góðum kynnum milli nýja föðurlandsins og gömlu ættjarðarinnar. Japansk-ameriska félagið hefur mikinn viðbúnað vegna komu keisarans, enda er þetta i fyrsta skipti, sem þjóðhöfðingi Japans kemur til Banda- rikjanna. „Við höfum orðið varir við mikla eftirvæntingu meðal eldri kynslóðarinnar,” sagði for- maður þessa félags, Wayne Horiuchi, i samtali við frétta- mann Reuters um helgina. Simahringingum hefur ekki linnt frá fólki á aldrinum 80 til 90 ára alls staðar úr Bandarikjun- um, en þvi leikur mikill hugur á að ná tali af keisaranum,” sagði formaðurinn. Það er ekki langt siðan, að japanska þjóðin leit á Hirothito eins og fyrirrennara hans og forfeður sem guð. Það var ekki ætlazt til þess, að dauðlegir menn vanhelguðu hann með þvi að lita á hann beinum augum. Þetta breyttist ekki fyrr en i lok siðari heimsstyrjaldarinnar. Við stjórnarskrárbreytingu, sem samfara var hernámi Bandarikjanna á Japan, breytt- ist staða keisarans i það að verða „einungis einingartákn japönsku þjóðarinnar.” En gamla fólkið hefur ekki allt getað vanizt þeirri breytingu, enda ekki auðvelt — jafn rika áherzlu sem lagt hafði verið á virðinguna fyrir keisaranum i uppeldi þeirra. Þykir eima enn nokkuð eftir af lotningunni fyrir hans hágöfgi, og það meira að segja meðal þess fólks, sem flutti frá Japan fyrir strið. Börn þessa fólk, sem settist að i Bandarikjunum, státa sig af þvi að hafa amerikanserað sig, og þriðja kynslóðin er naumast mælandi á japönsku. — Þessir japanskættuðu borgarar i Bandarikjunum fá ekki einu sinni fyllilega skilið lotningar- skraf afa og ömmu. Japanskir embættismenn hafa lagt á það rika áherzlu i tilkynningum um væntanlega heimsókn keisarans, að hann gegni engu hlutverki i stjórn- málum Japans. För hans sé að- eins táknrænnar þýðingar. Hirohito keisari verður tvær vikur i Bandarikjunum. Heim- sókn hans hefst i Alaska en þaðan fer hann til Washington, f þar sem hann mun njóta gest- risni Bandarikjaforseta. Þaðan ■ími Hirohito, keisari Japans, og Gerald Ford, Bandarikjaforseti, I opinberri heimsókn þess siöarnefnda I Tokyo, sem Hirohito er nú aö endurgjalda. liggur leiðin til Þorskhöfða, þvi að keisaranum mun leika mikill hugur á að skoða sjóminja- og sædýrasöfn Bandarikjamanna, sem eiga einhver ágætustu söfn heims á þvi sviði. — Hirothio er sjálfur meðal virtustu haf- fræðinga heims. Frá Þorskhöfða fer keisarinn til New York, Chicago og svo áfram á milli borga. — Hann er væntanlegur aftur til Tokyo úr þessari heimsókn 14. október. Mikill öryggisviðbúnaður er i þessum borgum af ótta við, að keisaranum verði sýnt tilræði. Rauði herinn i Japan, samtök hryðjuverkamanna, sem urðu 26 manns að bana á flugvellin- um i Tel Aviv, eins og frægt er, hafa hótað að vega að keisaran- um. Þessi skæruliðasamtök hafa þó aldrei látið að sér kveða i Bandarikjunum. Hirohito sem er 74 ára orðinn, kom til valda 1926. Hann varð fyrstur þjóðhöfðingja Japans til að takast á hendur ferðalög til útlanda. Heimsótti hann ýmis Evrópulönd sem prins, og 1971 lagði hann aftur land undir fót með Nagako keisaraynju og heimsótti sjö Evrópuríki. Margir litu á það sem undir- búning þessarar ferðar, þegar Hirohito á dögunum útskýrði fyrir bandariskum blaðamönn- um, sem hann hafði veitt áheyrn, að hann hefði ekki haft nein áhrif á gang mála i siðari heimsstyrjöldinni. Viðurkenndi hann að hafa verið kunnugt um striðsundirbúninginn 1941 (þegar ráðizt var á Pearl Harbour). Bandariskir embættismenn hafa staðfest af skjölum sögunnar, að i rauninni hefði Hirohito keisari litlu getað umbreytt, eins og tiðarandinn hafi verið i Japan fyrir siðasta strið. Þykir reyndar fyrir löngu ljóst, að eina stjórnmála- akvörðunin, sem Hirohito hafi tekið á 49 ára rikisferli sinum, hafi verið að skera úr, þegar herforingjar Japans voru ekki á eitt sáttir um, hvort lúta ætti uppgjafarskilmálum Banda- rikjamanna. Þrátt fyrir megna andstöðu margra her- foringjanna, flutti hann yfir- lýsingu i útvarpi um, að Japan hefði beðið ósigur. B■■■■“■■■■•■■■■■■“■■■■■‘‘■■■■■■■■■■■aaBHHBBBHHHBHHBBHHBHBHHBBHBHHHHHHBBHHHBBBHBBBBBBBHBBBBBHBBBHHI - ÍIlBIBBBBHBBÍilUBBHHHBBHHIHBBBBBaHHBBBBBaBBaBBBBIBaBBaBBHHIBBaBBaBBaBBaiBIBBBBBaiHHBBaHBHaHBBHI IBBBB ■■■■■■■■! mhbbbbbbbbhhI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.