Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Þriðjudagur 30. september 1975
5
lönd í MORGUN ÚTLÖNDÍ morgun útlönd í morgun ÚTLUmsjón: Guðmundur Pétursson
„Óþolandi
afskipti,"
— segir Spánarstjórn um mótmœlin
erlendis vegna aftöku skœriliðanna
Carlos Arias
Navarro, forsætisráð-
herra Spánar, hyggst
koma fram i sjónvarpi i
kvöld til þess að verja
hertar aðgerir stjórnar
sinnar gegn hryðju-
verkamönnum. Þær
leiddu til þess, að fimm
spænskir skæruliðar
voru teknir af lifi um
helgina, sem vakið
hefur mikla andúðar-
öldu viða um heim
gegn spænsku stjórn-
inni.
Þykir viðbúið, að Navarro
muni visa á bug þeim mótmæl-
um, sem boristhafa hvaðanæva
erlendis frá, sem óumbeðnum
afskiptum af innanrikismálum
Spánar.
Stjórnin gaf út yfirlýsingu i
gær, eftir skyndifund i rikisráð-
inu, sem kalíaður var saman til
að ræða mótmæli erlendra
rikja. — bar sagði, að stjórnin
hafnaði „öllum andspænskum
mótmælum”, mundi ekki láta
kúga sig af þeim og undirstrik-
aði rétt spænsku þjóðarinnar
til að stjórna sjálf sinum mál-
um.
Allsherjarverkfallið
Á meðan stendur yfir i
Baskahéruðum Spánar alls-
herjarverkfall, sem rúmlega
100.000 verkamenn taka þátt i.
En tveir skæruliðanna fimm
voru Baskar.
t gærkvöldi skoraði borgar-
stjórnin i Madrid á ibúa höfuð-
borgarinnar að efna til útifund-
ar föðurlandsvina, til að sýna
samstöðu gegn „ihlutun útlend-
inga”.
1 Baskahéruðunum var allt
með friði, þótt verkafólk i verk-
smiðjum, verslunareigendur og
flestir vinnandi menn aðrir
héldusig fjarri vinnustöðunum.
Verkfallið hefur verið boðað til
tveggja sólarhringa.
Óttast fleiri réttarhöld
Málflutningsmenn i Madrid.
sem vinna við réttargæslu og
varnir sakborninga, sögðu i
gærkvöldi, að búast mætti við
þvi senn, að 15 félagar að-
skilnaðarhreyfingar Baska
(ETA) yrðu dregnir fyrir her-
rétt. — Talsmaður stjórnarinn-
ar segir hins vegar, að ekki
verði i náinni framtið nein
réttarhöld i málum skæruliða
ETA. — Lögmenn sögðust hafa
verið kallaðir til fundar við
rannsóknardómara hersins,
sem boðaði á næstunni réttar-
höld samkvæmt nýju „neyðar-
ástandslögunum”, en taka af
sakborningum áfrýjunarrétt-
inn.
Meðal þeirra ,sem sitja i haldi
ogbiða þess, að mál þeirra komi
fyrir dómstólana, eru margir,
sem eiga yfir sér vofandi dauða-
refsingu, ef þeir verða fundnir
sekir. Þar á meðal er Jose
Ignacio Mugica Arregui, leið-
togi ETA.
Vörnuðu innganga
í kirkjuna
Hér og hvar á Spáni hefur
komið til minniháttar mótmæla.
Um 5.000 manns reyndu að troð-
ast inn i kirkjuna i Zarauz,
skammt frá San Sebastian, þar
sem annar Baskanna, sem tekn-
ir voru af lifi á laugardags-
morgun, var jarðsunginn. Lög-
reglumenn með vélbyssu i ann-
arri hendi en kylfur i hinni röð-
uðu sér fyrir innganginn i kirkj-
una.svoað sárafáir komust inn.
Engin átök urðu þó.
Keisarinn
leggur að
heiman
Hirohito, Japanskeisari og
keisaradrottningin, Nagako,
lögðu af stað i morgun frá Tokyo
I opinbera heimsókn til Banda-
rikjanna, þar sem þau munu
dvelja itvær vikur. (Sjá nánar á
næstu opnu bls. 6.)
Myndin hér við hliðina var
tekin i Tokyo, þegar keisara-
hjónin voru að stiga um borð i
flugvéiina i nótt að islenzkum
tima, en þá var eins og sjá má
glaður dagur hjá Japönum.
Barst myndin i tæka tið, áður en
Vísir fór i prentun i hádeginu.
ÞRIGGJA SÓLAHRINGA UMSÁTUR
Umsátur I.undúnalögreglunnar
um matsnlustaðinn „Spaghetti
house” hefur nú staðið á þriðja
sólarhring. Þrir ræningjar hafast
við i kjallaranum með sex gisla á
valdi sínu.
„Við getum vel beðið,” sagði
Christopher Payne, lögreglu-
stjóri, þolinmóður við fréttamenn
í morgun.
Lögreglan er staðráðin i þvi að
láta ekki undan nauðungarkost-
um glæpamannanna, en biða uns
þeir gefast upp af frjálsum vilja.
Ræningjarnir, tveir
Jamaicanegrar og einn blökku-
maður frá Nigeriu, eru vopnaðir
skammbyssum og hlaupstýfðri
haglabyssu. Ætluðu þeir að ræna
veitingastaðinn aðfaranótt
sunnudags, en voru umkringdir
af lögreglunni, áður en þeir fengu
forðað sér með ránsfenginn.
Höfðu þeir með sér átta gisla,
þegar þeir bjuggu um sig i
kjallara hússins til að standa af
sér sókn lögreglunnar. — Tveim
gislanna hafa þeir sleppt.
1 fyrstu viðræðum reyndu
ræningjarnir að láta lita svo út,
sem þeir hefðu framið ránið af
pólitiskum ástæðum. En leiðtogar
samtakanna, sem ræningjarnir
vildu kenna sig við, vildu ekkert
við mennina kannast.
Ræningjarnir hafa krafist flug-
vélar f skiptum fyrir gislana.
Vildu þeir fljúga burt frá Bret-
landi. — Þessari kröfu hefur verið
hafnað.
Enn sem komið er, hafa allar
fortölur verið fyrir bi.
Lögreglan hefur tekið loft-
kælingu kjallarans úr sambandi,
og er þar niðri 38-gráðu (celsius)
hiti. Ætlunin er sú, að reyna að
svæla mennina út með hita-
stækjunni.
t geymslunni i kjallaranum er
nægur niðursoðinn matur i dós-
um, en ekkert vatn.
Myndin hér er úr Knightsbridge I London, og sést hvar lögreglan hefur
girt af svæði tii að halda vegfarendum frá matsölustaðnum, sem setið
er um.
Vilja að Patty Hearst njóti
sálfrœðiaðstoðar fjölskyldunnar
Dómarinn i máli Patty Hearst
hefur frestað að ákveða, hvort
Patty skuli látin laus gegn
tryggingu. Lögmenn hennar
hafa farið fram á slikt enn einu
sinni, þótt dómarinn hafi tvi-
vegis synjað þeirri beiðni
þeirra.
Beðið er nú niðurstöðu sál-
fræðirannsóknar, en verjendur
Patty vilja, að rétturinn leyfi,
að hún njóti meðferðar einka-
sálfræðinga, þar til hún þykir
hafa náð sér nóg til að ganga i
gegnum réttarhöl^.
39 ferkm olíuflekkur
Griskt oliuskip, sem valdið hefur stærsta oliuleka, er sögur fara af
er komið til hafnar i Den Helder i Hollandi, og virðist nú hafa dregið
úr lekanum.
En eftir er skilinn 39 ferkilómetra oliuflekkur um 32 km undan
strönd Hollands.
„Coloctronis”, eins og skipið heitir, en það er 41,964 smálestir að
stærð, tók að leka oliunni, þegar sprunga kom i aðaltankinn i ill-
viðri, sem skipið hreppti á leið sinni frá Alsir til Wilhelmshaven.
Láku nokkur hundruð smálestir af oliu i sjóinn, en farmur skips-
ins var 72,300 tonn af hráoliu.
Annað oliuskip hefur verið fengið til þess að taka farminn úr
Coloctronis, en á meðan eru gerðar ráðstafanir til að reyna að
hindra að oliuflekkurinn leiði illt af sér.
Rœða framtíð Panama
Samningamenn Panama og
Bandarikjanna tóku upp aftir I
gær viðræður um framtiðaryfir-
ráð skipaskurðarins og
svæðisins umhverfis hann.
Að þessu sinni er tekið fyrir
nýtt málamiðlunartilboð
Bandarikjastjornar.
Styrinn stendur um, hversu
lengi Bandarikjamenn skuli
ráða yfir skurðinum og 80 km
breiðu belti meðfram honum.
Ennfremur hversu margar her-
stöðvar þeir megi hafa þarna I
framtiðinni.
Ætlaði að ganga yfír eyðimörkina
Leitarflokkum hefur ekki tekist að hafa upp á franska ævintýra-
manninum, Bernard Faton, sem hefur nú verið þrem vikum lengur
en hann ætlaði sér á leiðinni yfir Simpson-eyðimörkina i Astraliu. —
Hann lagði i þessa för einsamall og fótgangandi.
Leitarmenn telja nær alveg öruggt, að þessi 26 ára gamli Parisar-
búi hafi týnt lifinu i þessari glæfraför. — Týndu þeir slóð hans á
föstudaginn og hafa ekki fundið minnsta spor siðan.
Þykir liklegt, að Faton hafi orðið' vatnslaus á leiðinni, ef ekki
hefur eitthvert óhapp komið til og vatnsból, sem hann hafi reitt sig
á, hafi reynst uppþornuð. — Sögðu leitarmenn, að þeir hefðu komið
að borholum, sem hafi verið þurrar, og sé þá naumast að vænta
vatns annars staðar.
Marlene Dietrich mjaðmarbrotin
Kyrrsetja herþoturnar ™
tima þær Jolly Green
Giant-herþotur, sem
hann á, meðan rann-
sakað er slys, er varð
hjá einni þeirra i V-
Þýskalandi á dögun-
um. Fórust með þot-
unni 16 menn. — Þotur
þessar hefur flugher-
inn notað einkum til
björgunarferða. —
Hér á myndinni til
hliðar sést brakið úr
þotunni, sem fórst viö
Gutersloh.
Leikkonan Marlene Dietrich, sem eitt sinn var sögð eiga dýrustu
fótleggi i skemmtiiðnaðinum, varð fyrir slysi i gærkvöldi. Féll hún
og kom illa niður á sviöi i skemmtistað i Sydney i Ástraliu.
Hin 72 ára gamla Marlene var lögð inn á sjúkrahús i Sydney og
kom i ljós, að hún hafði brákað mjaðmarbein. Hefur orðið að aflýsa
fimm skemmtunum, þar sem hún átti að koma fram.
1 upphafi var gert ráð fyrir, að söngkonan og leikkonan kæmi
framá tólf skemmtunum, en ástralir verða að láta sér nægja þessar
sjö, sem búnar eru.
Umboðsmaður hennar sagði, að hún mundi fljúga til Banda-
rikjanna, um leið og hún losnaði af sjúkrahúsinu. — „Við verðum að
vera raunsæir og horfast i augu við, að þetta kann að hafa verið i
siðasta sinn, sem við sáum hana á sviði. Hún hafði ekki neina aðra
skemmtisöngför i áætlun.”
Læknar hafa ráðlagt söngkonunni að hafa hægt um sig, en
fegursta amma heims hefur viljað sem minnst fara að þvi ráði.
Kann að vera, að m jaðmarbrotiö neyði hana til þess nú.