Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 11
Visir. Þriöjudagur 30. september 1975 að til stóð um tima að fresta henni. Fyrir bragðið missum við af Askenasy og hans vinum i heimsmeistaraflokknum. Ekki finnst mér ofrausn i fjár- veitingu til Listahátiðarinnar, þrjár milljónir frá borg og þrjár frá riki. bað er kannski ekki mikið i samanburði við ævintýr- ið Lénharð fógeta, sem var nú reyndar ekkert ævintýri. Mynd- in var talin hafa kostað 20 milljónir. Ég hef heyrt frá góð- um mönnum, að raunhæfara væri að tala um 30 milljónir i kostnað sem lágmark. Lénharð- ur er einhver samfelldustu mis- tök sem okkur hefur verið boðið að lita augum'. Hann mun hafa fyrst verið sýndur boðsgestum i litum, ég naut ekki þess heiðurs að fá að sjá það, en menn sem ég tek mikið mark á og sáu myndina i litum, segja að hún sé ennþá verri þannig”. Kjötsmælki úr hrefnukjöti Meðan viðtalið fer fram, hringir siminn nokkuð oft. Alls konar erindi vegna bandalags- ins og útgáfu nýju bókarinnar eru umræðuefnið. Svo kemur leyndardómsfullt samtal, sem fellur i hvorugan flokkinn. — Ég er að reyna að útvega mér hrefnukjöt, segir Thor. — Hrefnukjöt er alveg herra- mannsmatur, hægt að matreiða það á alla vegu, t.d. sem buff, eða kjötsmælki (gúllas). „Sumir hafa það fyrir skritlu,” segir Thor, þegar hann hefur útvegað hrefnukjötið, ,,að þegar á að byrja að spara, þá sé byrjað á menningunni. bvi mið- ur er þetta engin skritla. Til að hafa Listahátið, þarf að hafa fast starfslið, og sivirka stofnun, sem vinnur að undir- búningnum. Ekki er hægt að reka slika hátið með nefnd sem kemur saman við og við til að skiptast á hugmyndum. Fyrir Listahátið þarf rækilegan undirbúning og fyrirvara. Mér finnst að nota þurfi Lista- hátiðina meira til að koma is- lenzkri list á framfæri. Henni er ekki gert nógu hátt undir höfði á Listahátið”. Er Listahátíðin þekkt erlendis? ,,Er Listahátiðin þekkt úti i heimi sem eitthvað númer?” „Hún getur ekki slegið Edin- borgarhátiðina út, það er vist. Við njótum góðs af frægð og snilli Askenasy sem tónlistar- manns. 1 vinahópi hans eru margir af þeim frægustu sem koma hingað á Listahátið. Ég vona, að með timanum geti Listahátið orðið meira en glæsileg flugeldasýning. Ég vona, að Listahátið geti haft áhrif á okkar eigið menningarlif og eflt það og örvað. Og þótt við fáum ekki stórstjörnurnar, er hægt að finna engu ómerkari hluti. Til þess þarf menn sem fylgjast vel með, eða heyra eins vel og Heimdallur forðum, sem gat heyrt grasið gróa. Nú, eða að þeir komi sér upp öflugu fréttasambandi á borð við það sem Óðinn hafði, hrafnana Hug- in og Munin. beir menn verða að leita til þeirra sem hafa sam- böndin”. Ný bók í haust „Hvað geturðu sagt okkur um „Ég vona að bókin sé ekki endur- tekning, eitthvaö sem ég hef gert áöur. Sjálfum finnst mér hún ööruvisi en alit annaö sem ég hef gert”. bók þina sem á að koma út i hahst?” „Ég hef varla vitað hvað sneri upp eða niður þessa daga. Ég héf verið á kafi i prófarkalestri og prensmiðjuvinnu. Bókina sjálfa get ég ekki skil- greint nema með henni sjálfri. betta er einskonar skáldsaga, sem ég hef ekki enn fundið endanlegt nafn á. Ætli hún sé ekki kringum 300 siður að stærð. bað er erfitt fyrir höfunda að gera sjálfir grein fyrir verkum sinum. Ég vona að bókin sé ekki endurtekning, eitthvað sem ég hef gert áður. En þetta er eins og i fjölskyldum, foreldrunum finnst hvert barn einstakt, þótt öðrum finnist hvert öðru likt. Mér finnst þessi bók vera öðru- visi en allt annað sem ég hef áð- ur gert. Mitt er að búa bókina til — svo verða aðrir að koma og skil- greina. Höfundur á ekki að vera að trufla gagnrýnendur i sinu starfi. Annaö verk í smíðum „Hvenær skrifaðirðu bók- ina?” „Ég hef verið að vinna i henni aðallega i sumar, þótt aðdrag- andinn hafi verið lengri. Ekki er langt siðan ég lauk við hana. Ég hef einnig verið með annað verk i smiðum en sá fram á, að lengri tima tæki mig að koma því frá mér. Vona ég að ég ljúki þvi á næsta ári.” „Hefur áhugi þinn fyrir að skrifa ekkert dofnað með árun- um?” „bvert á móti. betta er mitt lif — að skrifa. bað er siður en svo að áhuginn sé að dofná. Ég finn innri þörf til að búa þetta til. Ég er að þessu af frjálsum vilja. Ég er að gera það sem mig langar til, og spyr hvorki kóng né prest. bað þyrfti ofbeldi til að stöðva mig. Slikt geta stjórn- málamenn i sumum löndum gert listamönnum, en sem betur fer ekki hér. Ég fyfirlit allar til- raunir til að takmarka skoðana- frelsi, hvort sem er með dóms- valdi eða-öðrum hætti”. Funda- og fyrirlestraferð á næstu grösum „Hvað tekur næst við hjá þér, þegar þú hefur gengið frá bók- inni?” „bvi er ég i þessum spreng að ljúka vinnu við hana, að ég er að fara til Póllands og Sviþjóðar um mánaðamótin. 1 Póllandi sæki ég fund framkvæmda- stjórnar Menningarsambands Evrópu, SEC. bað er félags- skapur sem varð til upp úr strið- inu og er fyrir einstaklinga. Frá Póllandi fer ég til Sviþjóðar, i fyrirlestrarferð. Fyrirlestrarnir eru tveir, annar er persónulegar hugleiðingar minar um nokkra islenzka myndlistarmenn, og- hinn er um land og þjóð og sögu okkar og geðfar. bað er sænska norræna félagið sem skipulegg- ur fyrirlestrana”. „bú ferðast nokkuð mikið. Hvers vegna?” „Mér finnst nauðsynlegt að ferðast, þó ekki væri nema til að forpokast ekki. Annars er ég nú ekkert hræddur um það — i „Annars er ég nú ekkert hræddur um aö forpokast — f bili”. cTWenningarmál Á sumrin skein sól Ragnhildur ólafsdóttir: FÓLK A FÖRUM Elisabet Jónasdóttir Islenskaöi. Helgafell 1975. 133 bls. Eigum við kannski heima i helviti? Það hef ég fyrir satt að til sé einhvers konar afbrigði einhvers konar guð- speki sem gangi nokk- urn veginn út á þessa hugmynd, að jörðin og mannlifið sé „lægsta þrep þróunar” i ómæl- isgeimi andans, að hingað niður hrapi háþroskaverurnar þeg- ar þeim hefur með öllu brugðist sín bogalist á æðri tilverustigum. Hér taka þær út refs- ingu sina og eiga þess kannski kost að feta upp á nýtt fyrstu þroskaþrep á leið til ljóssins. bessi eða þvilik kenning, ef hún er þá til, kemur að sönnu ekki mikið við bók Ragnhildar ólafsdóttur. En hafi menn það fyrir satt að jarðlífiö sé viti munu þeir fúslega fallast á að Ragnhildur lýsi einni af hinum IIAÍIMIII.IH It OI.AI'SIXVlTllt FÓLK A FÖRUM iii:ixiaii:i.i. hraklegri vistarverum þess i sögunni. 1 þann streng tekur lika Halldór Laxness I formála fyrir bókinni, bréfi til höfundar- ins, þar sem hann á meðal ann- ars þakkar henni „fyrir að þú reynir hvergi að prakka boð- skap upp á mig lesanda þinn, heldur gefur mér kost á að álykta sjálfur af staðreyndum. I sögu þinni, segir Halldór, hefur sá lesandi, sem telur sig búa I heimiheimum fegri, ekki minna upp úr krafsinu en hinn, sem ekki fær betur séð en „velferð- arsamfélagið” sé óskammfeilin nafngylling á helviti iðnrikis- ins.” . Ragnhildur ölafsdóttir heldur sem sé ekki þessum né öðrum „boðskap” að lesanda sinum, ekki heldur þeirri kenn- ingu, til dæmis, að gamalt fólk „eigi” að vera um kyrrt heima hjá sér, á stórum heimilum, þar sem kynslóðirnar sameinist i starfi og hvild og hver hafi sinu hlutverki að gegna. En Ragn- hildur segir frá ævi og afdrifum gamals fólks á elli- og hjúkrun- arheimili eins og þau gerast nú á timum, og þær frásagnir veröa allar dæmi um mannlega niður- lægingu, einangrun og útskúfun, svipmyndir fólks og lifs sem samfélagið hefur ekki lengur not fyrir og visar þvi þess vegna frá sér án þess að kæra sig hót um eymd þess. 1 sögu hennar verður elliheimilið eins konar ruslaloft þar sem lifandi fólki er safnað saman eins og dauðum hlutum, misjafnlega úrsér- gengnum og útslitnum, en eng- um lengur til nokkurs nýti- legum. Lifið er ekki lengur annað né meir en lif likamans, meira eða minna sjálfvirk starfsemi, og væntanlega þvi sælla þvi minni meðvitund sem fylgir með I kaupum. Eða með niöurlagsorðum sögunnar sjálfrar: „Húsið var eins konar um- ferðamiðstöð, þaðan sem eng- inn vissi hvert leiðin lá. Biðskýli, skipt I deildir sem allar liktust hver annarri. Og sumir vissu ekki að þeir voru að biða. beir vissu ekkert um veik- indi eöa neitt annað sem leynd- ist I þeim sjálfum. beir voru slokknaðir, áttu ekkert lifsmark eftir tilsýndar nema andar- dráttinn, á hinn bóginn var svo æöaslátturinn og likamshit- inn... bannig liföu þeir, ef til vill árum saman, og vissu ekki að þeir voru að biða, eða þeir biðu og vissu ekki að þeir voru lifandi. -- En á sumrin skein sólin á þá.” A sumrin skein sólin á þá: það ersú likn sem llfinu leggst.Eng- inn veit hvað viö tekur þar sem þvi sleppir og sá væntanlega heppnastur sem minnst skeytir um framtiðina og hverju beöið sé eftir. baö sem fólkiö I sögunni á að baki sér og hefur skilist við, lætur einkum eftir sig beiskju og best að fá að gleyma þvi. beir sem enn eiga einhvern aö utan stofnunar, eiga einhvers að minnast, þeir hreppa söknuð, þjáningu og vonbrigði. Svo er um söngvarann Erik Dallin og frú Weber sem eitt sinn heyrði hann syngja. Karsten Thomsen,sem fékk krabbamein og gifti sig og frú Bruun sem átti svo góðan son. Hann deyr auövitaö. Annars eru börn fólksins i sögunni af öðru sauða- húsi, þau sem koma þar, eins og dætur frú Holm, að herja út skartgripina hennar, eða sonur Christian Sörensens sem etur matinn hans og hefur af honum vasapeningana, eða Preben Clausen sem kemur bara til að sýnast. i besta falli eru þau af- skiptalaus og meinlaus eins og börn frú Nielsen sem biða þess að sjá hana deyja, en missa svo af þvi þegar til kemur. Elli og sjúkdómur, óstöövandi hrörnun og dauðinn sem biður, það er efnið i sögunni. Fólk á förum er engin regluleg skáld- saga, en röð eða kerfi svip- mynda, mannlýsinga þar sem ’ tæpt er á mörgu söguefni eða sögudrögum, og látið þar við sitja. En það er lika styrkur hennar, fastheldnin við reynslu og hugblæ upplausnar, tortim- ingar og óumflyjanlegs dauða, sem frásögnin lætur uppi án allrar tilfinningasemi, án út- legginga, en þar fyrir af skiln- ingi og samúð með þvi von- lausa, lánlausa lifi sem hér er lýst. Vel geta þessar sögur og svip- myndir úr niflheimi allar verið sannar: sagan mun byggð á reynslu höfundar sjáifs á hjúkrunarheimili I likingu við það sem hér er lýst. En sýn og skilningur söguefnisins er I sjálfu sér óskylt mál sannleiks- gildi einstakra söguefna, þvi eykur höfundur viö efniviö stað- reyndanna: skáldsýn heims og lifs undir merkjum dauðans. býðing Elisabetar Jónsdóttur sýnist mér að takist I meginat- riðum að höndla og fylgja eftir látlausum, læsilegum stilshætti sögunnar á dönsku. BOKMENNTIR EFTIR ÓLAF JÓNSSON yrj2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.