Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 30.09.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 30. september 1975 3 Ekkert hœgt að segja um hœkkun ó olíu hér á landi „Hvaða áhrif þessi hráoliu- hækkun — um 10% — hefur á verð hér, er ekki hægt að segja um að svo stöddu, þar koma fleiri ákvörðunaratriði til greina svo sem frainboð og eftirspurn.” Þetta sagði Indriði Pálsson, 'orstjóri oliufélagsins Skelj- angs, en oliuframleiðslurikin i DPEC-samtökunum náðu sam- tomulagi um að hækka verð á uráoliu þann 1. október um 10%. Indriði sagði, að útsöluverö á oliu væri óbreytt frá þvi 19. febrúar. Siðan hefði orðið 10% gengisbreyting á bandariska dollarnum til lækkunar á is- lensku krónunni og einnig hefði verðá bensini og gasoliu hækk- að i innkaupi. „Hvenær breyting verður á útsöluverði hér er háö ákvöröun verðlagsstjóra,” sagöi Indriði, —EVI— KFUM og K opnar leikskóla 1 ráði er að nýr leikskóli taki til starfa i Reykjavik á þessu hausti. — Það er KFUM og K, sem starfrækja skólann, og verður hann i félagsheimilinu aö Langagerði 1. Verið er að innrétta neðstu hæð hússins til þessara nota. Þegar leikskólinn verður full- búinn verður hægt að taka á í Rvík móti börnum á aldrinum tveggja til sex ára, 30 barna hópum tvisvar á dag. Ekki er enn vitað hvenær skólinn tekur til starfa en innritun verður auglýst á næstunni. Skólinn verður ekki eingöngu ætlaður börnum félaga i KFUM og K, heldur verður hann öilum opinn. Forstöðukona verður Ragnhild- ur Ragnarsdóttir, fóstra. Minnispeningur til styrktar Sjólfstœðishúsi Félag Sjáifstæðismanna I Austurbæ og Norðurmýri i Reykjavik hefur gefið út minnispening, sem seldur veröur til ágóða fyrir Sjálf- stæðishúsið nýja. A peningnum er mynd af Sjálfstæðishúsinu með áletrun- inni „Sjálfstæöismenn byggja” og mynd af fálkanum, merki Sjálfstæöisflokksins og ártalinu 1975. Aöeins verða slegin 1500 stykki, og verð hvers penings er 3000 krónur. Ungur listamaöur, Pétur Halldórsson, teiknaði og hannaöi peninginn. Útgefendur peningsins gera sér góðar vonir um undirtektir og skjót viöbrögð góðra manna og kvenna, en peningurinn verður til sölu hjá ólafi Jens- syni, Ragnari Borg, Jakobi V. Hafstein, Hermanni Bridde, i Klausturhólum og á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Norrœn menningarmio- stöð í Fœreyjum! Norræna menningarm ála- nefndin hefur lagt fram tillögur um menningarsamband Noröurlandaþjóðanna á næsta ári og menningarfjárlög ársins 1977. — Tillögur nefndarinnar hafa fcngiö góðar undirtektir menntamálaráðherra land- anna, cn þær eru helstar: Að norrænni menningarmið- stöð verði komið á fót I Þórshöfn i Færeyjum, og að fyrsta fjár- veiting til hennar verði tekin i menningarfjárlögin 1977. Að norrænt listasafn verði stofnað i Sveaborg i Finnlandi. — Aö fjárlög til norræna menningar- sjóðsins og ráðstöfunarfé menntamálaráðuneytanna verði aukið. — Að styrkur til menningarmála á afskekktum landssvæðum, ti! dæmis til menningarstarfs San;a i N- Noregi, Norður-Sviþjóö og Finnlandi verði aukinn — Að samvinna Norðurlanda á sviði' útvarps- og sjónvarpsmála verði efld. — Að samvinna um fullorðinsfræðslu verði aukin og meðal annars athugaö að hag- nýta útvarp og sjónvarp til fræðslu á háskólastigi, eins og gert er i Bretlandi. —■ Aö auka verulega styrk til norrænnar samvinnu á sviði iþróttamála. — Formaður menningarmála- nefndarinnar er Gylfi Þ. Gisla- son, alþingismaður. Hátt á annað þúsund Islendingar fóru til Norðurlanda í sumar á vegum Norrœna félagsins tslenzkunámskeið fyrir nor- rænt áhugafólk var haldið á vegum Norræna félagsins I sumar. Forstöðumaöur þess var Sigurgeir Steingrimsson cand. mag. Þátttakendur voru 28 frá Finnlandi, Noregi, Danmörk og Sviþjóð. Allmargir Islendingar hafa einnig sótt námskeið og ráð- stefnur á hinum Norðurlöndun- um á vegum Norræna félagsins, m.a. var 12 Islendingum boðið á hálfsmánaðar sænskunámskeið I Norbotten I Sviþjoð. 1 sumar hafa rúmlega 1700 is- lendingar ferðast til Norður- landa I ferðum félagsins og um 550 norðurlandabúar komið til Islands I feröum félaganna á hinum Norðurlöndunum. Þessa dagana eru um 70 is- lenskir nemar á förum til náms i norrænum lýðháskólum fyrir milligöngu Norræna félagsins. Þá hafa I sumar veriö stofnaðar þrjár nýjar félagsdeildir, I Vest- mannaeyjum, á Dalvik og ólafsfiröi. Sambandsþing Nor- ræna félagsins veröur haldið 17. okt. og þátttökurétt eiga rúm- lega 90 fulltrúar frá deildum viðs vegar um landið. E.B. Nú haustar að, eins og greina má á gróðriog mannfólkinu — Hrossin klæöast vetrarham og eru ekki eins strokin og þau voru I sumar,- En kannski er grasið grænna á túni bændanna eins og mörgum finnst. Að minnsta kosti hefur vinur okkar með múlinn lyst á tuggunni, sem drengurinn hefur slitiö upp og rétt honum. Ljósm. Jim. Gengið á vatni „Gengið á vatni” heitir bók, sem Aðalsteinn Ingólfsson, Iist- fræðingur, hefur gefið út. 1 bók- inni eru ljóö eftir Aðalstein, svo og ljóðaþýðingar úr itölsku. Aðalsteinn hefur þýtt ljóð eftir itölsk nútimaskáld, Montale, Ungaretti, Pasolini og fleiri. 1 stuttum inngangi segir Aðal- steinn, að bókin hafi verið 4 ár I smiðum. Almenna bókafélagið gaf út bók eftir Aðalstein árið 1971, og hét hún „Óminnisland”. A nýju bókinni er kápumynd eftir Einar Hákonarson, en aðrar myndskreytingar eru eftir Sally Long. Bókin er 108 siöur, prentuð i Letri. Hún verður seld hjá Máli og menningu, Bókabúð Braga, Bók- sölu stúdenta og hjá höfundi. — Myndin er af einni bókarskreyt- ingunni eftir Sally Long. Myndlistar- gagnrýnandi gefur út Ijóðabók

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.