Tíminn - 20.10.1966, Blaðsíða 13
FEHMTODAGUR 20. október 1966
HSZESOIXBI TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Nýlega fór fram í Montevideo í Uruguay leikur á milli Real Madrid og s-amerísku meistaranna, Penarol frá
Uruguay. Leikar fóru svo, að Penarol sigraði með 2:0.Real Madrid hefur um árabil verið í hópi snjöllustu liða
Evrópu og er núverandi Evrópubikarmeistari. Úrslitin gefa því til kynna, að Suður-Ameríkumenn eigi e. t. v.
sterkasta félagslið í heimi. — Myndin að ofan er frá leiknum og sést Albert Spencer slcora fyrra mark Pena
rol.
Reykjavfkurmótiö
hefst um helgina
- en félögin hafa enga æfingu fengið í
Laugardalshöllinni, þar sem mótið er háð
Alf-Reykjavík. — Reykjavík'.-r-
mótið í handknattleik á að hefj-
ast n.k. sunnudagskvöld í Laug-
ardalshöllinni með þremur leikj-
um í meistaraflokki karla. Hefst
mótið áður en nokkurt hinna sjö
Reykjavíkurfélaga í handknattleik
hefur fengið svo mikið sem einn
cinasta æfingatíma í höllinni.
Gengur vinna við höllina mjö^
hægt vegha manneklu, að sögn
forráðamanna hennar.
Eins og fyrr segir, hefst Reykja-
víkurmótið með þremur leikjum
í meistaraflokki karla, en þeir eru
á milli þessara liða:
Ármann—Víkingur
Fram—ÍR
Valur—KR.
Svo getur farið, að Valur sitji
yfir fyrsta kvöldið, en Þróttur
leiki i staðinn á móti KR. Stafar
það af því, að Valur á að leika
þýðingarmikínn knattspyrnuleik
um helgina, þ.e. úrslitaleikinn í
Bikarkeppni KSÍ á móti KR, en
nokkrir af leikmönnum Vals leika
bæði í knattspyrnunni og hand-
knattleik, t. d. Hermann Gunnars-
son.
Reykjavíkurmótið í handknatt-
leik er fyrsta innlenda mótið, sem
fram fer í Laugardalshöllinni.
Verður einkar fróðlegt að sjá
hvernig liðin koma út í stórum
sal, því mikil breyting verður frá
keppninni í Hálogalandssalnum,
þar sem menn gátu mætt 1:1
keppni nær æfingalausir í skjóli
þess, hve salurinn var lítill. Öðru
máli mun gegna í Laugardaishöll-
inni, því þar mun úthaldsþjálfuh
segja til sín.
Hörður ekkí
í „skotstuði"
Danskur fimleikaflokkur held-
ur sýningar í Rvík í næstu viku
Nk. þríðjudag er danskur fim-
leikaflokkur frá lýðskólanum í
Ollerup væntanlegur til landsins,
og mun flokkurinn halda nokkr-
ar sýningar í Laugardalshöllinni
SUNDMÓT Á
fSAFIRÐI
Hið árlega Sundhallarmót á fsa-
firði, verður haldið sunnudaginn
30. október n.k.
Sundgreinar:.
100 metra bringusund karla.
100 metra bringusund kvenna
100 mtítra skriðsund karla
100 metra skriðsund kvenna
51 metra baksund karla
50 metra flugsund kvenna
Framhald á bls. 15
í næstu viku. Margir aðilar standa
gð komu flokksins liingað, fþrótta
Ikennarafélag íslands, íþrótta-
kennaraskólinn, ÍBR, fsf og
Samlir nemendur skólans ■ íslenzk-
ir. Formaður móttökunefndar er
iÞorsteinn Einarsson, íþróttafull-
trúi, og skýrði hann blaðamönn-
um í gær frá ýmsu varðandi
dönsku f imleikamennina, sem
hingað koma úr sýningarför frá
Bandaríkjunum. Þá gaf Jörgen C.
Thygesen, sem séð hefur um
skipulag ferðarinnar, blaðamönn-
um einnig upplýsingar.
íþróttalýðskólinn í Ollerup í
Danmörku var stofnaður af Níels
Bukh 1920. Níels Bukh er ekki
aðeins þekktur og skóli hans í
Danmörku, heldur um allan heim
því að það var venja Níels Bukh
að ferðast með úrvalshóp leikfimi
flokka, bæði karla og kvenna, sem
víðast. Líkamsmennt var honum
hugsjón, sem hann vildi kynna
öðrum þjóðum. Hann vildi einnig
kynna danska menningu og
danska líkamsrækt. Eftir að ’Níels
Bukh dó 1950 hefur forstaða skól-
ans verið í höndum Arne Morten-
sen, sem frá því að hann var ung-
ur hefur unnið við hlið Níels
Bukh og hefur nú frá þvj að
hann tók við skólanum haldið
áfram að feta í fótspor fyrirrenn
ara síns og haldið merki Níels
Bukh og leikfimi hans hátt í
heimalandi sínu og einnig hald-
ið áfram venju þeirri, að ferðast
með úrvalsflokka til útlanda.
Stöðugt er unnið að stækkun
skólans með því að nýjar bygging-
ar bætast við. Þessar byggingar
hafa yfirleitt veríð byggðar af
nemendunum sjálfum, bæði með
þeirra eigin handafli og svo með
framlagi þeirra í peningum.
Á hverju ári sækja skólann nem
endur frá Danmörku og víða að
úr heiminum, svo að skólinn á
Framnald á bls. 15
Liverpool áfram
' í Evrópubikarkeppni mejstara
liða sigraði Liverpool rúmenska
liðið Petrolul Ploesti nieð 2:0
í aukaleik, sem fram fór í Brussel
í gær. Bæði mörkin voru skoruð í
fyrri hálfleik- Hið fyrra af St.
John og síðara markið skoraði Pet
er Thompson. Liverpool mætir
hollenzka liðinu Ajax í næstu um-
ferð.
A myndinni hér að ofan, sem
birtist í danska blaðinu „Berl-
inske Tidende" nýlega sést Hörð-
ur Kristinsson, f. v. þiarma að Aj
ax-manninum Ove Ejlertsen, sem
margir muna eftir, síðan hann
lék hér. Ajax sigraði lið Harðar,
Tarup, með 26:13. Hörður virðist
ekki í „skotstuði" í dönsku
keppninni, því í þessum leik skor-
aði hann ekki eitt einasta mark.
Haustmót Taflfé-
lags Rvíkur hafið
Haustmót Taflfélags Reykjavik-
nr hófst 11. október sl. Þátttak-
endur eru 43 talsins. í meistara-
flokki 14, 1. flokki 7, 2. flokki
16 og unglingaflokki 6. Að af-
loknum 4 umferðum eru efstir:
I meistaraflokki Gylfi Magnússon
með 3 vinninga, Bragi Kristjáns-
Aðalfundur
Aðalfundnr Frjálsíþróttadeildar
K.R. verður haldinn í KR-heimil-
inn fimmtudagmn 27. október
1966 klukkan 8,30 eftir hádegi.
Stjórn F.K.R.
son með 2% vinning og cina bið-
skák. Jón Þ. Þór og Björn Þor-
steinsson eru með' 2 vinninga og
tvær biðskákir livor. í 1. flokki
er Andrés Fjeldsted efstur með
4 vinninga, hefur unnið allar skák
irnar. f 2. flokki, A-riðli, er Júlíus
Friðjónsson með 4 vinninga af 4
mögulegum. í 2. flokki — B-
riðli, eru þeir Sigurður Valsson
og Ásgeir Jónsson með 3. vinn-
inga hvor. ÉUnglingaflokki er efst
ur Geir Haardc með 4 vinninga.
; Teflt er að Freyjugötu 27 á1
mánudögum, þriðjudögum og
fimmtudögum eftir kl. 8 á kvöld-
in. Biðskákir eru tefldár á sunnu-
dögum eftir kl. 2 síðdefiis. |
Flokkur frá Ollerup sýnir listir sínar.