Tíminn - 20.10.1966, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Jón Sigtryggsson:
Vinna barna - agi og uppeldi
„Þau eru verst hin þöglu svik
að' þegja við öllu röngu“.
Ekkert verk er vandasamara en
uppeldi barna og því ekki undra
vert að það fer misjafnlega úr
hendi. En jafnframt er ekkert
verk virðulegra eða göfugra, fari
það vel úr hendi. Senndega geta
aiiir, sem alið hafa upp börn,
fundið hjá sér einhver mistök í
uppeldinu, sé vel að gáð, enda
mun enginn vera þar fullkominn
smiður í fyrsta sinni, frekar en
í öðrum vandasömum verkum.
Foreldrar hafa þar einkum orð-
ið að læra af eigin reynslu allt
frá fyrstu sögum og fram til þessa
dags. Að vísu hefur uppeldisfræði
verið kennd á síðari tímum, en
misjafn hefur árangurinn orð-
ið af þeirri kennslu. Vissulega
hefur þar margt orðið til gagns,
og góðs, en því miður hafa þar
einnig orðið ægileg mistök, sem
ef til vill kostar aldir að upp-
ræta.
Á fyrri hluta þessarar aldar var
því haldið mjög að fólki, að „börn
in ættu sjálf að ala sig upp“. Allur
agi af hendi íoreldranna dragi úr
sjálfræði barnanna, framtaki
|þeirra og festu. Þessi rangsnúna
kenning fór eins og eldur í sinu
ium löndin, einnig um ísland. Þá
hefur efnishyggjan afkristnað fólk
ið hina síðustu mannsaldra. Ávext
ir þessara tveggja ofangreindu,
kenninga eru óðum að ná full-
um þroska.
Glæpafaraldur gengur nú eins
og hávaxin holskefla yfir menn-
ingarþjóðirnar hverjar af annarri
og eirir engu. Rán, árásir, inn-
brot, þjófnaðir, morð mánnrán,
sjálfsmorð, nauðganir og fjöl-
margt fleira hliðstætt, er nú dag*
legur viðburður í stórum stíl, jafn
vel hjá ‘fámennum þjóðum, sem
þó eru taldar vera framarlega á
menningarbrautinni. íslenzka þjóð
in, ein fámennasta menningar-
þjóð heimsins, á fjölda af þessu
afvegaleidda fólki. Höfuðsökina á
agaleysið og vöntun á góðu upp-
eldi.
Áður en lengra er haldið, er
rétt að gera grein fyrir því, hvaða
merking er lögð í orðið agi í þess-
ari grein. Hér er ekki aðeins átt
við að finna að við barnið og
refsa því, fyrir endurteknar ávirð-
ingar af ásettu ráði, heldur einnig
að leiðbeina því af móðurást og
föðurkærleika. benda því á, hvern
ig það eigi að haga sér gagnvart
félögum sínum og samferða-
mönnum og einnig, hvað því beri
að forðast í þeim efnum, í einu
orði sagt, að kenna þvj guðsorð
og góða siði. En þetta er mjög
vanrækt víða. Foreldrar og eink-
um mæðurnar látast oft ekki sjá
slæmt framferði barna sinna,
sem þó er framið fyrir augum
þeirra, fyrr en þá að barnið er
komið nokkuð til ára, en þá er
oft orðið of seint að byrja að aga
barnið til þess að ná góðum
árangri. Afleiðingin getur orðið sí
aukinn mótþrói barnsins og sundr
ung innan fjölskyldunnar, eink-
um, er foreldramir eru ekki sam-
hentir í uppeldinu .Þess verður
stundum vart, að kvörtunum
vandalausra út af misgerðum
barna er tekið illa af foreldrunum
jafnvel í áheyrn barnanna, og
má nærri geta, hver áhrif slíkt
hefur á barnið.
Fyrir nokkrum árum kom það
í Ijós, við athugun á stálpuðum
börnum í skóla í Reykjavík, að
um helmingur þeirra kunni ekki
Faðir vor. Þama hafa mæðurnar
brugðizt herfilega heilagri móður-
skyldu. Er ekki ástæða til að ótt-
ast, að skyldurnar við uppeldi
barnsins hafi gleymzt á fleiri svið-
um?
Því fer fjarri, að ég sýkni föður
inn af þessari vanrækslu, en
vissulega virðist það liggja nær
verkasviði móðurinnar að leggja
gmndvöllinn að trúarlífi barns-
ins, því , að barnið er venjulega
miklu meira með móður sinni
fyrstu ár ævinnar og henni hand
gengnara en föðurnum. Hún
svæfir það á kvöldin, og klæðir
það á morgnana og þá gefst oft
bezta tækifærið að leggja þennan
grundvöll farsælla ævidaga. Vel
kristinn maður fremur ekki glæpi.
En aginn og uppeldið verður að
byrja í vöggunni, ef vel á"að tak-
ast.
Það álit kom fram á síðast-
liðnum vetri, innan veggja Alþing
is, að setja þyrfti lög er tryggðu
það, að börnum yrði ekki ofboðið
með vinnu. Vissulega ber að gæta
þessa. En eins og högum er nú
háttað hjá íslenzku þjóðínni,
virðist mjög lítil hætta framundan
í þessu efni. En það er önnur
hætta á uppsiglingu og miklu geig
vænlegri. einkum í Reykjavík og
Fréttabréf frá HJ í Kuala Luinpur:
iÍJÍÍÍli JöfJiiíI < Jfii vi(
KROFUR UPPII SUÐUR- VIETNAM
UM INNRÁS í NORÐUR- VIETNAM
Kröfur uppi í Suður-Viet-
nam um innrás í Norður-Viet-
nam.
Enn eru uppi kröfur í Suður
Vietnam um innrás í Norður-
Vietnam. Kröfur þessar vöktu
fyrst alþjóðlega athygli, er
birt var viðtal það, sem Ky for
sætisráðherra Suður-Viet-
nam átti við U.S. News and
World Report í júlí 1966.
í ýiðtali þessu fórust Ky orð
á þessa leið, (að hermir í
Eastern Sun 28. júlí 1966): Ég
var spurður, hvernig sigur yrði
unninn. Ég sagði, að með full-
tingi kínverskra kommúnista,
hefði Norður-Vietnam staðið
að árás á Suður-Vietnam. Með
an alþjóðlegir kommúnist-
ar bollaleggja árásir, mun
erfitt veitast að koma á friði
þar sem landsvæðið norðan 17.
breiddargráðunnar er notað
sem stökkpaUur. Styrjöldinni
linnir þá ekki, hvorki sem orr-
ustum herfylkja né bardög
um herdeilda, eða skæruhern-
aði og skemmdarverkum. Við
æskjum ekki að ráðast inn í
Norður-Vietnam. Barátta okk
ar er sjálfsvörn. En ræningj-
um verður að hegna. Ef Norð-
ur-Vietnam lætur ekki af árás-
um sínum, þarf að gera gagn-
ráðstafanir. GriðaStað þeirra
verður að eyða. Hins vegar
ef efnahagur og lýðræði Suð-
ur-Vietnam verða treyst,
hallast menn í Norður-Viet-
nam að Suður-Vietnam og koll
varpa kommúnistastjórninni.
En til þess þarf bolinmæði og
tíma. Um er að ræða tíu til
fimmtán ára starf. Vandinn
snýst um það, hvort við
höfum þá þolinmæði. Ráða-
menn í Norður-Vietnam hafa
sagt sig reiðubúna að berjast
í 20 ár. Við erum þolinmóð-
ir, en verður það sagt um
bandamenn okkar? Skilja þeir
vandann, eru þeir reiðubúnir
til að hjálpa okkur í fimm eða
tíu ár? Ef svo er, er þessi leið
fær. Ef svo er ekki, verðum
við að eyða kommúnistum í
griðlandi þeirra. Stefnumið
okkar eru ekki skýr, og sakir
þessa óskýrleika höfum við
látið þeim þetta griðland
eftir. Það skilja þeir mjög vel.
Ef við tökum ekki eitthvað til
bragðs, til að vega upp á móti
þessu, lútum við í lægra haldi.
Það er hryggðarefni, að stjórn
andi Norður-Vietnam, Ho Chi
Minh, sagðist vera reiðubúinn
að berjast í 20 ár í Suður-Viet-
nam. Og hann hefur sent þús-
undir hermanna til Suður-
Vietnma. Menn eru að gera sér
ferð á hendur til hans til að
tala um fyrir honum. En þeg-
ar ég segi, að við eigum að
ráðast inn í norðurhluta lands-
ins, eru höfð um mig ókvæðis-
orð og ég sagður blóðþyrstur.
Valdamenn í Bandaríkjunum
brugðu skjótt við, þegar þetta
viðtal við Ky birtist. Einn tals-
manna utanríkisráðuneytisins
R. J. McGloskey, sagði: „Hvað
eftir annað hefur verið endur-
tekið, að afstaða okkar er sú.
að vettvangur styrjaldarinn-
ar skuli ekki færður út. Við
ógnum engri ríkisstjórn.“ (Fra
sögn Eastern Sun 28. júlí 1966,
sem og verður fylgt í framhaldi
þessarar málsgreinar.) Dult var
hins vegar ekki farið með, að
ríkisstjórnin hygðiét taka
mjúklega á ágreiningnum við
Ky um styrjaldarmarkmið. —
Viðtal Kys varð tilefni orða-
hnippinga í öldungadeild
Bandaríkjanna 27. júlí 1966.
Leiðtogi meirihlutans í öld-
ungadeildinni fór þess á leit,
að ríkisstjórnin lýsti sig and-
víga stefnumiðum Kys. Undir
tilmæli Mansfields tóku öld-
ungadeildarmennirnir Jacob
K. Javits frá New York, George
D. Aiken frá Vermont, og Lev
erett Saltonstall frá Massachus
setts. Mansfield mælti meðal
annars á þessa leið: „Játað er,
að Ky hefur rétt , til að tala
eins og honum sýnist. Jafn ótví
rætt verður því neitað, að rétt
hefur hann ekki til að skuld-
binda Bandaríkin“. Mansfield
rifjaði síðan upp, að heimkynni
Kys væru i Norður-Vietnam.
„Það sæmir ekki, að Banda-
ríkin láti Ky marskálk koma
sér, ekki aðeins til að beita
afli til verndar bráðábirgða-
ríkisstjórn hans í Suður-Viet-
nam, heldur einnig til að bera
hann aftur heim til Norður-
Vietnam á ferðum landgöngu-
liða okkar og fótgönguliða.“
í Far Eastern Economic Re-
view 1. september 1966, er
vikið að kröfugerðum í Saigon
um innrás í Norður-Vietnam.
I tímaritinu segir: „Allt síð-
astliðið þx hefur Nguyen Cao
Ky . . . hvað eftir annað sagt,
að leysa verði nofðurhluta
landsins úr ánauð. Síðust og
skeleggust þessarar ummæla
viðhafði hann við bandarísxt
tímarit, og birting þeirra vakrj
mótmælaöldu í bandaríska
þinginu, einkum frá Mike Mans
field öldungadeildarmanni . .
Síðan hefur Ky reynt að leggja
nýjan skilning í viðtalið með
því að setja þann fyrirvara, að
innrás í Norður-Vietnam væri
aðeins eitt úrræðanna til að
leiða styrjöldina til lykta.“
„En hér í Saigon bera fáir
brigður á, að Ky hershöfðingi
sagði einmitt það, sem honum
var í huga. Þegar stefnuyfir-
lýsingar eru annars vegar, er
afstaðan milli Kys hershöfð-
ingja og Cabot Lodge sendi-
herra og Vyestmoreland hers-
höfðingja sú hin sama og var
forðum milli frú Nhu og Ngo
Dinh Nhu og Seim forseta í
átökunum við Búddhista 1963,
— þ.e. að segja, opinskátt það
sem hinir tveir géta ekki sagt.
En fáir efast um, að í orðum
Kys endurspeglist hugsanir
(ýmissa) Bandaríkjamanna. í
kunningjahópi ‘ hrista banda-
rískir embættismenn höfuðið
— ekki vegna þess, sem Ky
sagði, heldur vegna hins, með
hvaða hætti og við hvaða að-
stæður hann lét orð sín falla.“
H. J. (Haraldur Jóhannsson)
Kuala Lumpur 12. október,
1966.
FIMMTUDAGUR 20. október 196«
stærri bæjum landsins, en þáð er
iðjuleysi stálpaðra krakka og ungl
inga yfir sumartímann. Um þetta
er minna rætt opinberlega, en
hjá framsýnum foreldrum veld-
ur þetta þungum áhyggjum og
ekki að ástæðulausu. í Reykja-
vík einni ganga þúsundir stálp-
aðra krakka og unglinga i íðju-
leysi að sumrinu. Hér er beinn
voði fyrir dyrum, verði haldið svo
fram sem horfir. Þessu Gretris-
taki lyftir einstakhngurinn ekki.
Það er því hvoru tveggja, brýn
nauðsyn og bein skylda hins op-
inbera að ganga hér fram fyrir
skjöldu og gera þær ráðstafanir,
þegar á næsta vetri, er tryggja
öllum stálpuðum börnum og ungl-
ingum bæjanna vinnu að sumrinu,
að minnsta kosti í einn til tvo
mánuði. Þetta er hægt að gera, ef
áhugi og atorka haldast í hend-
ur og væri þá engin fjarstæða að
hafa á bak við eyrað hina gömlu
svokölluðu „þegnskylduvinnu" að
hún kæmi til greina einhvern hluta
af vinnutímanum, og þá f þyrjun
vinnutíma hvers einStaklings.
Þetta yrði undir frjálsu vali hvers
og eins en sá, sem ekki vill byrja
á þegnskylduvinnu stuttan tíma (t.
d. 2 vikur), fær þá ekki vinnu fyr
ir kaup hjá þessari vinnutrygg
ingu hins opinbera.
Hófleg vinna stálpaðra krakka
og unglinga er einn styrkasti þátt
ur í góðu uppeldi þeirra. Skóla-
ganga unglinga er talin þeim nauð
syn og því neitar enginn, en
vinnan er þó nauðsynlegri, til að
koma unglingunum vel til manns.
Uppeldið er ákaflega fjölþætt,
og þar þarf einnig að gæta vel
smáatriðanna. Oft má sjá það í
litlu, hvort fullorðið fólk hefur
hlotið gott uppeldi og sanna
menntun. Það mun t.d. enginn,
sem hlotið hefur fágað uppeldi,
og sama menntun láta mynda slg
með sígarettu, vindil eða pípu
í munninum og enn síður, að
hann láti mynda sig veifandi glasi
með áfengi, að minnsta kosti ekki
á meðan hann er allsgáður. En
það er hverjum manni til minnk
unar að drekka svo, að hann verði
ekki allsgáður.
Sunnudaginn 4. septembér stöð
grein í Tímanum með yfirskrift-
inni: Helgidómar, skrifuð af séra
Áreliusi Nielssyni. Greinin er
prýðilega rituð, en hún er líka
annað og meira, hún er að hugs-
un til listaverk. Miklu meira lista
verk en sumt það, sem ríkið verð-
launar. Þegar ég las hana, komu
mér í hug sumar beztu greinar
ritstjóra Einingar, Péturs Sigurðs
sonar, um siðferðis- og uppeldis-
mál. Þessi stutta grein dregur ein
mitt dásamlega fram í dagsljósið
þýðingu smáatriða í uppeldinu.
Hún bendir á að barni, sem er
innrætt það á fyrstu árum ævinn-
ar, að „ganga ekki á grasinu“ muni
lærast það að bera síðar virð-
ingu fyrir því sem meira er.
Þeim mönnum, sem ekki bera
virðingu fyrir neinu, og sem ekk-
ert er heilagt, er trúandi til
alls. Þeir geta rænt grafreiti og
guðshús. Þeir geta misþyrmt
mönnum og skepnum og myrt, ef
þeim býður svo við að horfa. Þeir
geta nauðgað konum og svívirt
stúlkubörn
Sé börnum kennt að virða þið
smáa ,þá munu þau síðar bera
lotningu fyrir þvi, sem stórt er,
virða rétt einstaklingsins og bera
lotningu fyrir mannhelgi. Helgir
dómar verða þeim heilagir, en
það er hverjum nianni nauðsyn,
hverju sem hann annars JÚir Þess
vegna mega foreldra hvorki láta
tómlæti hindra sig í pvi að ieið-
beina börnum sínum, né kæruleysj
koma í veg fyrir það. að þeir agi
þau. —
„Þau eru verst hin þögiu svik
að þegja við öllu röngu.“
17., október 1966.
Jón Sigtryggsson.