Tíminn - 20.10.1966, Blaðsíða 9
FTMMTUDAGUR 20. október 1966
Sláturhússbyggingin nýja i Borgarnesi, mikið hús og veglegt.
Á sL ári misstu íslendingar sinn
bezta marka® fyrir stórgripakjöt
vegna þess, að ekkert sláturhús á
landinu var þá í nógu góðu ásig-
komulagi að dómi fulltrúa amer
íska Iandbúnaðarráðuneytisins,
sem hingað kom þá til að skoða
sláturhús. f ár er þess hins vegar
fastlega vænzt, að hægt verði að
selja kjöt á þennan markað aftur,
og er það eingöngu vegna þess, að
nú hefur hið nýja sláturhús Kaup
félags Borgfirðinga í Borgar-
nesi verið tekið til fullrar notk-
unar, og bauð kaupfélagsstjórn af
því tilefni blaðamönnum, land-
búnaðarráðherra og framámönn-
um í landbúnaði að skoða þessa
miklu byggingu er stendur á Brák
arey í Borgamesi.
Þórðui- Pálmason kaupfélags-
stjóri rakti í fáum orðum bygg-
ingasögu hússins á meðan gestir
nutu góðs beina í Hótel Borgar-
nesi í boði kaupfélagsins, og sagði
hann, að byrjað hefði verið -á því
árið 1964 að sprengja klappir og
fylla upp vík í eynni til að fá at-
hafnapláss og rými fyrir bygging
una. Húsið hefði verið teiknað
á Teiknistofu SÍS undir yfirum-
sjón Gunnars Þorsteinssonar og
miðað við að hægt yrði að slátra
þar þrjú þúsund kindum á dag.
í þeim áfanga, sem nú er lokið
í kjallara, er saltgeymsla, gæru-
söltun, gæruflokkun, gærubind-
ing, ketilhús, háspennpkerfi,
kaffistofa og snyriiherbergi. Á
fyrstu hæð er anddyri, fjárrétt,
tilraunasláturhús, slátursala, garna
stroka, herbergi fyrir innyfla-
aðskilnað o.fl. Á annarri hæð er
fjárrétt, slátursalur með tvö til
þrjú gengi hringslátrunar, skrif-
stofur verkstjóra og dýralæknis,
kjötsalur, þar sem fer fram mat,
pokun og merking alls kjöts sem
til fellur í húsinu.
Þessi áfangi, sem nú hefur ver-
ið tekinn í notkun er 2700 fer-
metrar eða 12100 rúmmetrar að
stærð, en 2. áfangi er áætlaður
1296 fermetrar, og á hann að
koma þar sem gamla sláturhúsið
stendur og er notað í sambandi
við hið nýja, fyrir innyflapökk-
un til útflutnings, kælingu á mör
og garnasöltun. Auk þess er gamla
frystihúsið notað, en í 2. áfanga
nýja sláturhússins er gert ráð fyr
ir kælirúmi og frystigeymslum. Er
enn óráðið, hvenær hafizt verður
handa um byggingu hans.
Sláturhúsið að Görðum var lagt
niður i haust með tilkomu nýja
hússins, en slátrað er á tveim öðr-
um stöðum á vegum KB, að Hurð-
arbaki og Vegamótum, og í þess-
að á bak við bygginguna á slátur-
húsinu stæðu 2458 íbúar í 16
hreppum í Mýra- Borgarfjarðar og
Hnappadalssýslu, og væri þetta
vissulega stórt átak hjá ekki
fleirum, en við munum keppa við
lélegu sláturhúsin, sem ekkert
kosta, og framleiða í okkar húsi
betri vöru til útflutnings og ekki
síz) ' -'r innanlandsmarkaðinn,
sem ifu á því að sem bezt
sé vai.uað til framleiðslunnnar,
sagði kaupfélagsstjórinn.
Yfirsmiður við húsið var Gunn-
laugur Jónsson, raflagnir annaðist
Reynir Ásbjörn Nielsen, pípu-
lagningar Jón Kr. Guðmundsson
og málarameistari var Einar Ingi-
mundarson. Sláturhússtjóri er
um þrem húsum fer fram 10. hluti Grétar Ingimundarson og hafa í
allrar sauðfjárslátrunar í landinu. kringum 125 manns unnið í slátur
Þórður kaupfélagsstjóri sagði, I húsinu í haust undir hans stjórji.
Nýja sláturhúsið stendur eins og
áður segir í Brákarey, niður við
sjóinn, og þegar gestirnir skoð-
uðu það um daginn, var verið að
leggja síðustu hönd á að mála það
utan, í bláum og ljósum lit. Öll
umgengni í húsinu er til mikillar
fyrirmyndar, enda er fyrsta boð-
orð þar hreinlæti og aftur hrein-
læti. T. d. voru allir gestirnir
færðir í hvíta sloppa áðuf en þeir
fengu að fara um húsið, og var
haft á orði, að mikil væri sú
englahjörð, sem um húsið færi.
Áður hefur hér í blaðinu allítar-
lega verið skýrt frá tilraunaslátur-
húsinu, en það er á fyrstu hæð í
nýja húsinu. Varð gestunum að
vonum starsýnast á þau vinnu-
brögð er þar fóru fram, og svo
hefur einnig orðið öllum þeim
Framhald á bls. 12
Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri (í dökka frakkanum), Sverrir í Hvammi o. fl. litast um í tilraunasláturhúsinu
;..........................s
__________________ _________________________________________________
Nokkrir gestir og heimamenn vlð nýja sláturhúsið. Frá vinstri Guðbrandur Magnússon kjötmatsmaður, Sœmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri, jón Einarsson fulltrúi, Ingimundur
Ásgeirsson bóndi, Hæli, Friðjón Sveinbjörnsson sparisjóðsstjóri, Björn Jakobsson kennari, Jónmundur Ólafsson yfirkjötmatsmaður, Daníel Kristjánsson formaður stlórnar K. B. Sverr.
ir Gíslason bóndi Hvammi, Einar Ólafsson bóndi, Halldór E. Sigurðsson alþingismaður, Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, Þórður Páimason kaupfélagsstjóri, Agnar Tryggvason,
framkvæmdastjóri, Grétar Ingimundarson sláturhússtjóri og Sveinn Tryggvason framkvæmdastjóri.
(Tímamyndlr K.J.)
i