Vísir - 01.10.1975, Side 14

Vísir - 01.10.1975, Side 14
Visir. Miövikudagur 1. október 197S (RAFLA OG RAFORKU MÁL NORÐLENDINGA Vegna þeirra athugasemda sem birst hafa i blöðum út af þvi sem eftir mér er haft i dagblaðinu Visi þann 17. sept. s.l., vil ég gera nokkra grein fyrir þvi hvernig raforkumál okkar norðlendinga standa, út frá minum sjónarhóli. Orkumarkaður. a) Gert er ráð fyrir að Sigölduvirkjun verði tilbúin siðla árs 1976 og mun þessi viðbót duga Landsvirkjunar- svæðinu fram til 1980, skv.upplýsingum frá Lands- virkjun Auk þess hefir orkuráðherra lýst þvi yfir að i Hrauneyjarfossvirkjun verði ráðist strax á eftir Sig- ölduvirkjun. b) Á fjárlögum þessa árs eru um 140 millj.kr.til undir- búningsframkvæmda vegna hugsanlegrar Bessa- staðaárvirkjunar og eftir þvi sem ég best veit, er nú lagt mikið kapp á að nota þessa fjárveitingu. Ég er alveg sammála Ingvari Gislasyni þegar hann segir að Kröfluvirkjun hljóti að þjóna Norðurlandi og Austurlandi saman, það er skynsamlegasta leiðin úr þvi sem komið er. Fjárveitingin og framkvæmdir vegna Bessastaðaár- virkjunar benda hinsvegar ekki tii þess að Kröflu- virkjun eigi að þjóna Austurlandi, amk.ekki fyrst um sinn. Austurland þarf ekki bæði 30 MW virkjun og linu en yfirverkfræðingur Rafmagnsveitna rikisins hefir lýst yfir þvi að hafist verði handa við virkjunarfram- kvæmdir þessar þegar á næsta ári. c) Af framansögðu er ljóst að varhugavert er að reikna með öðrum markaði en á Norðurlandi, amk.næstu árin. Orkuspár Með tilliti til framanritaðs treysti ég mér ekki til þess að reikna með öðrum markaði en á Norðurlandi og ég tel mig þekkja þá möguleika, sem þar eru á orkusölu allvel, amk.áLaxársvæðinu, en þar fer megin orkunotkunin nú fram. Eftirfarandi tafla sýnir raforkunotkunina á Norður- landi (samtengda svæðinu), undanfarin ár svo og mina spá fram til 1980. Ar -70 ’7j ’72 ’73 ’74 ’75 ’76 ’77 ’78 ’79 ’80 MW 22,2 25,0 26,6 32,0 34,8 37,9 40,6 43,6 46,7 49,9 53,3 Gwh 121 137 149 170 180 200 220 239 256 273 290 Framleiðslugeta núverandi vatnsaflsstöðva á svæðinu er-ásamt gufustöðinni við Námafjall um 185 Gwh/ári og aflgetan að vetrarlagi um 23 MWSéu þessar tölur dregn- ar frá orkuspánni verður mismunurinn i árslok 1980 um 30 MW og rúmlega 100 Gwh, sem Kröfluvirkjun kemur til með að framleiða. Vitanlega eru orkuspár óvissar og aðstæður og orku- þarfir geta breyst, en þær þurfa að breytast mikið til þess aö fá fram þá tölu, sem Ingvar Gislason nefnir. Skv. upplýsingum frá verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen er þeirra orkuspá fyrir Norðurland árið 1978 um 52 MW og um 260 Gwh, en árið 1980 um 73 MW og 365 Gwh. Af þessu sést að munurinn á minni orkuspá og þeirra er ekki mjög mikill árið 1978, hinsvegar miklum mun meiri árið 1980 enda er i þeirra spá gert ráð fyrir að framhald verði á rafhitun og að hún fari ört vaxandi þegar þarna er komið. (Skeiðfosssvæðið er ekki meðtalið enda með þeirri virkjun, sem þar er nú unnið að, sjálfu sér nógt fram undir 1980). Notkun um marktaxta á svæði Rafmagnsveitna rikis- ins frá Laxárvirkjun er mjög mikil og þar af leiðandi einnig rafhitun, þannig að á því svæði verða engar stökkbreytingar vegna rafhitunar. Alvarlegar athuganir fara nú fram á möguleikum á hitaveitu fyrir Akureyri og nágrenni, og orkuráðherra hefir lýst því yfir aö llta beri á Akureyri sem hitaveitu- svæöi.Vissulega er slik framkvæmd, ef af veröur, tima- frek en ekki flýtir hún fyrir fullnýtingu Kröfluvirkjunar. Af þessu sést aö rafhitun setur mikinn svip á orkuspána og er ljóst að hitaveita á Akureyri hefir þau áhrif að orkunotkunin verður miklu minni heldur en spá verk- fræöistofu Sig.Thoroddsen gerir ráð fyrir. Varaafl og rekstraröryggi. Ég er sammála Ingvari Gislasyni þegar hann segir að ónotaö afl i Kröflu (vél nr.2) megi skoða sem nokkurs konar varaafl.Byggöalinan eykur að sjálfsögðu einnig rekstraröryggið verulega.Það hlýtur þó ætið að vera matsatriöi hversu mikið varaaflið á aö vera miðað við aflþörf og hversu mikið má fyrir það greiða.Ég tel hins- vegar að ef á að lita á umframaflið i Kröflu og linuna eingöngu út frá rekstraröryggissjónarmiði, amk.fyrst um sinn, þá er rekstraröryggiö of dýru verði keypt. Það má ekki gleyma þvi að á hinu samtengda svæði á Norðurlandi eru disilstöðvar, sem samtals að afli eru um 21 MW, þannig að þar er til staöar um 40% af aflþörf Norðurlands árið 1980, miðað við ofangreinda spá. Það er misskilningur hjá Ingvari Gislasyni að varaafl- ið i Kröflu komi i stað núverandi disilstöðva.Disilstöðv- arnar fara þá fyrst að gegna sinu varaaflshlutverki þeg- ar nægilegt afl er að öllum jafnaði fyrir hendi en skammtimatruflanir verða; og það hefir vist engum dottið i hug að taka þessar disilstöðvar niður.Þær eru og verða alltaf nauðsynlegur þáttur i raforkukerfi Norður- lands. Lokaorö. Ég harma það að ekki skuli mega ræða þessi þýöing- armiklu mál fyrir okkur norðlendinga án þess að gripið sé til persónulegra ádeilna og skætings. Það sem ég fyrst og fremst hefi haft i huga er það, að þegar framkvæmdum við Kröfluvirkjun og linuna lýkur, þá hefst rekstur þessara mannvirkja og einhver verður aö borga stofnkostnaðinn ásamt árlegum rekstrar- kostnaði og ég er ekki einn um það að hafa áhyggjur af þvi að erfitt verði fyrir rafmagnsnotendur á Norðurlandi að standa undir þeirri miklu fjárfestingu, sem hér um ræðir og hætt er viö að 'hún endurspeglist i verulega hækkuðu raforkuverði, nema óafturkræf framlög rikis- ins til þessara framkvæmda komi til. Með tilliti til þess að athugun fer nú fram á stofnun Norðurlandsvirkjunar, þá tel ég nauðsynlegt að þessi mál öll verði þar rædd með rökum og allar staðreyndir lagöar fram.útilokað er fyrir norölendinga að stofna til Norðurlandsvirkjunar án þess aö vita hvernig afkoma þess fyrirtækis verður og hver verði rekstrargrundvöll- ur þess, en þar vegur vissulega kostnaður vegna Kröflu- virkjunar mjög þungt. Ég vil i þessu sambandi nefna að orkumálastjóri hefir itrekaðbent á nauðsyn þess að kanna nú þegar orkusölu- möguleikana frá Kröfluvirkjun og að rætt verði við hugsanlega kaupendur um orkuverð og fleira i þvi sam- bandi. Að lokum langar mig að varpa fram eftirfarandi spurningum til orkuráðherra. 1. Hver er áætlaður stofnkostnaður Kröfluvirkjunar og hvað er ársframleiðslugetan mikil viö fulla nýtingu? 2. a) Er ákveðið að hefja framkvæmdír við Bessastaða- árvirkjun á næsta ári? b) Ef svo er ekki, þvi er þá verið að verja þarna 130- 140 millj.kr.i ár i undirbúningsframkvæmdir? c) Ef ákveðið er að hefja framkvæmdir næsta ár, verður þá háspennulina frá Kröflu til Austurlands samt sem áöur byggð? 3. Hefir verið gerð athugun á greiðslu- og rekstraraf- komu Kröfluvirkjunar nokkur ár fram i timann? Ef svo er, hver er niðurstaðan? 4. Er gert ráð fyrir að orkunotendur á Norðurlandi eigi að standa undir rekstri Kröfluvirkjunar (og Byggða- linunnar) ? Ef ekki, hver á þá að bera kostnaðinn? Ég vil aö endingu, til aö fyrirbyggja misskilning lýsa þvi yfir, að það er ekki min skoðun að Kröfluvirkjun sé óþörf, enda fyrirsögn Visis. Bæði Byggðalinan og Kröfluvirkjun eru þarfar fram- kvæmdir, sem ekki er ágreiningur um að skuli gerðar en það hefir ekki verið sýnt fram á að i fullvirkjun Kröfluog Byggðalinu þurfi að ráðast samtímis.Eins og ég sagði við blaðamann Visis, getur hvor framkvæmdin um sig leyst núverandi orkuvanda norðlendinga og hefði þvi mátt fresta milljarða fjárfestingu um nokkur ár og ætli það hefði ekki komið sér vel i þeim efnahagsörðugleik- um sem þjóðin á nú við að striða?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.