Vísir - 01.10.1975, Side 16

Vísir - 01.10.1975, Side 16
16 Vísir. Miðvikudagur 1. október 1975 Loksins hafa hœkkanirnar áhrif og landinn reiknar dœmið út — Það er áberandi, að fólk hagar vinkaupum sinum á veitingahúsum allt öðru vfsi nú, en var fyrir sfðustu hækkun á áfengi. Bæði er, að salan hefur minnkað nokkuö að magni til og svo hefur fólk mikiö horfið frá kaupum á dýrari tegundum, svo sem Vodka og Rommi, yfir i kaup á ódýrari vinuni og þá einkum á islensku Brennivini — sagði Rafn Ilelgason, barþjónn i Klúbbnum f viðtali við Visi. — Einnig hefur fólk breytt blöndunarvenjum sinum mikið —, sagði Rafn ennfremur, — notkun gosdrykkja hefur minnkað töluvert, en aftur á móti hefur aukist mikið að fólk blandi sterku vinin i Vermouth, Bianco eða aðrar svipaðar vin- tegundir. — Fyrri hækkanir á verði áfengis hafa að jafnaði haft svipuð áhrif, fyrst eftir að þær tóku gildi. Hefur þá minnkað sala á dýrari vintegundum um stundarsakir, en siðan færst i sama horf aftur. Hefur engin hækkun náð að hafa áhrif nema fáeinar vikur. Nú bregður þó svo við, að áhrifanna gætirekki aðeins enn, rúmlega þrem mánuðum eftir hækkun, heldur virðast þau enn aukast. Jón Ingi Baldursson, bar- þjónn i Glæsibæ, sagði i' viðtali við Vfsi, að breytingar þessar á vínkaupum stæðu enn yfir. Minnkun á seldu áfengismagni væri til dæmis sérstaklega greinileg síðustu þrjár vikur og einnig vkist enn sala ódýrra vfna og léltra vina. á kostnaö dýrari tegurida af sterku áfengi. Sagði Jón að sala á islensku brennivini og Ákaviti ykist eink- um, en Vodka, Wiski og Romm seldust mun minna en veriö hefði. Þá sagði Jón, að sala á léttum vinum hefði aukist til muna, sérstaklega sala á Campari og Vermouth. Eftir siðustu hækkun, það er 30% hækkunina i' júni siðastliðn- um, kostar einfaldur sjúss af is- lensku brennivini 195 krónur á bar. Einfaldur Vodka kostar aftur á móti 265 krónur. Einfaldur Romm kostar 300 krónur og einfaldur wiski 280 krónur, en það eru tegundir, sem sala hefur minnkað á til muna. Þá hefur samdráttur i sölu gosdrykkja einnig sin áhrif, en áf þvi mun skammturinn kosta 110 krónur. Tvöfaldur Romm i kók kostar þvi litlar 710 krónur á bar i dag, en tvöfaldur Brenni- vfn i vatni aftur á móti 390 krón- ur. Maður, sem drekkur Romm i kók og innbyrðir fjóra tvöfalda yfir kvöldið, til dæmis frá klukkan 22.00 til 02.00, eða einn Drykkjuvenjur og drykkjaval Islendinga hefur breyst mikið eftir slðustu hækkanir. Þó llður aldrei það kvöld, að ekki seljist töluvert magn áfengis á börum veitingahúsanna. Myndina tók Jim á einu veitinga- húsa Reykjavikur I fyrrakvöld. tvöfaldan á hverja klukkustund, hann drekkur út 2.840 krónur, en drykki hann Brennivin i vatni, verða útgjöldin 1.560 krónur. Þá kom einnig fram, að sala á léttum vinum hefur aukist mik- ið og þá einkum á Campari, sem kostar 230 krónur sjússinn, og Vermouth, sem kostar 165 krón- ur sjússinn.l báðum tilvikum er um einfaldan sjúss að ræða, en að magni til er hann jafn tvö- földum sjúss af steykum vinum, þar sem léttvinssjússinn er 6 cl. á móti 3 cl. i einföldum sterkum. Tvöfaldur Vodka i einföldum Vermouth kostar þvi 695 krónur, en tvöfaldur Vodka f kók 640 krónur. Tvöfaldur Brennivin i Vermouth kostar 555 krónur, eða 85 krónum minna en Vodka i kók. I fyrsta sinn virðast þvi hækkanir á áfengi hafa haft varanleg áhrif á landann og hafa fengið hann til að setja dæmið niður fyrir sér. — HV [hornklofi] eftir þvi hvar best er aö stiga niður”. • Til hvers að eiga einn hlekk i keðju? Er hægt aö ráða stefnu og stjórn skips með þvi að eign- ast meirihlutann i einum vegg i vélarrúmi skipsins? Helgi Skúli Kjartansson fjall- ar um málmblendiverksmiðj- una i grein i Álþýöublaðinu ekki alls fyrir löngu. Hann segir þar meöal annars: ,,En það sem mest er gagn- rýnt við álsamninginn, að út- lendingar einir eigi verksmiöj- una, það er i rauninni enginn galli. Féö sem við leggjum i málmblendiverksmiðjuna veitir okkur engin raunveruleg yfir- ráð yfir henni nema við treyst- um okkur til aö reka hana án samstarfs við Karbitinn, án tækni hans og viðskiptasam- banda. Það getum við sennilega ekki og þá er hlutafjármeiri- hlutinn frægi ekkert annaö en tryggingarfé sem Union Car- bide fær fyrir þvi að íslendingar veröi auðsveipir i samstarfinu. Viö eigum i rauninni hægara með að setja verksmiðjunni á- kveöin skilyrði þegar viö eigum ekki i henni sjálfir.” Þvi miður hefur það sjónar- miö er Helgi setur hér fram gleymst I öllu þvi þjóöernis- rembings moldroki sem Magn- ús Kjartansson þyrlaði upp þeg- ar hann samdi um byggingu þessa fyrirtækis. Islendingar verða að eiga meirihlutann!.... i hverju? — jú, i einum hlekk keöjunnar til að vera fjötraðir við hana alla. A sinum tima kom fram hug- mynd um að reisa standmynd úr karbit af föður málmblendi- verksmiöjunnar. Þá hugmynd átti Þórarinn Þórarinsson, Timaritstjóri. Miklu nær væri aö steypa stefnuskrá Álþýðu- bandalagsins i karbit og reisa viö verksmiöjuna. Raunar mætti gera tvær afsteypur: Eina fyrir aðalinnganginn og fyrirmennina og hina fyrir verkamannainnganginn! Alkarbitur er óbrotgjarnt efni og þolir mikið átak. Verkamenn komandi kynslóða geta þá að ó- sekju skeytt skapi sinu á eða sungiö lof og dýrö, hvort heldur sem þeir vilja, stefnuskránni, sem fjötraöi þá við auðhring- inn, Union Carbide. Pétur. Botnlaust og siölaust Hiutafjáreigendur Álþýöu- flokksins, blá skinandi fátæk al- þýðan: Jón Áxel, Guðmundur i Álþýðubrauðgeröinni og fl. hafa á sinni hendi þær húseignir verkalýðshreyfingarinnar, sem Álþýðuflokkurinn eignaöist Nú er forysta fiokksins ioksirs farin að átta sig á þvi, að það er ekki vist að Álþýðuflokkurinn eigi nokkra kröfu til þessara húsa lengur. Vilmundur Gylfason hefur nú fundið spillingarþef af þessu prangi og ætlar sér að ganga milli bols og höfuös á feitu ör- eigunum sem og öðrum stór- spillingaröflum I Álþýöuflokkn- um. Haft er eftir Vilmundi aö þetta framferði þeirra kumpána sé bæði botnlaust, siðlaust og ekki einu sinni löglegt. Veikasti hlekkurinn Málmblendiverksmiðjan i Hvalfirði er aðeins einn hlekkur i langri keðju. Otvegun hráefn- is, flutningur, dreifing vörunn- ar, markaösmöguleikar o.s.frv., eru þeir hlekkir sem málmblendiverksmiðjan er fjötruð við, bresti þeir, stendur hún ein eftir til einskis nýt. Þjóðviljinn bendir i rauninni réttilega á þetta i leiðara 21. september og segir orörétt: „Fjölþjóðahringarnir eru eins og margfætt dýr sem geta flutt þungann af einum fæti á annan Alþýöuhúsiö. —Ljósm.: JIM Endurnýjun bifreiðaflota lögreglunnar úti ó landi Lögreglan á tsafirði fékk fyrir skömmu nýja bifreiö til afnota. Er hún af geröinni Chevrolet, árgerö 1975. Bifreiðin, sem lögreglan á Isafiröi hefur haft fram til þessa, er orðin átta ára gömul og er nokkuð úr sér gengin, en hún verður send til Reykjavik- ur. Nýja bifreiðin er útbúin með sæti fyrir fimm manns. Einnig er i henni mikill, tækjakassi, sem kemur I stað sjötta sætis- ins. Tvö af sætunum, þau aftari, má leggja niður og þá er hægt að koma sjúkrabörum I bifreið- ina, en hún mun sinna sjúkra- flutningum jafnframt flutning- um lögreglunnar. Endurnýjun á bifreiðaflota lögreglunnar er nú I fullum gangi og I febrúar á næsta ári er áætlað að teknar verði I notkun að minnsta kosti þrjár nýjar bif- reiðar. Verða þær afhentar lög- reglunni i Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og á Keflavikur- flugvelli til afnota. — HV. 2200 NEMENDUR HAFA NÚ ÞEGAR SKRÁÐ SIG INN í HÁSKÓLANN Nú þegar hafa látið innrita sig um 2200 nemendur inn i lláskóla tslands. Þar af hafa látið innrita sig á fyrsta ár 1063 nemendur. 1 dag er siðasti skráningar- dagur en skólinn hefst form- lega 1. október. Var okkur tjáð að heildartalan sem nú er gef- in upp væri ekki endanleg, þvi margir skráðu sig i skólann fyrstu dagana i október. Síöastliðið ár voru nemend- ur háskólans 2550. HE.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.