Vísir - 03.10.1975, Síða 10

Vísir - 03.10.1975, Síða 10
Vlsir. Föstudagur 3. október 1975 10 [hornklofi] „Lýgur forsíðan" spurði innsíðan Upprisa Alþýöublaösins frá dauöum var ekki með þeim glæsibrag, sem velunnarar þess höföu vonaö. Ekkert bólar enn á lifleg.ri og kraftmikilli frétta- menósku. Þess i staö velur blaö- iö þann kostinn að fleyta sér á slúöursögum sem þaö flennir yfir þvera forsiöuna. Hefur blaöinu tekist meö endurhæf- ingunni i sumarfriinu aö koma sér upp rotnari blaöamennsku en áöur og er þá herleiöingar- timinn talinn meö. Þó stóö endurhæfingin svosutt aö blaöiö náöi ekki alveg að rotna i gegn, svo sem eftirfarandi dæmi sýn- ir. Nýlega flennti Alþýöublaðiö eina stór ,,frétt” sina yfir þvera forsiöuna og gat þess jafnframt að fréttin væri byggö á traust- um heimildum. En i leiöara blaösins daginn eftir sagði hins vegar: ,,Þetta er hneyksli, séu fréttir Alþýöubiaösins á rökum reistar.” Leiöarahöfundur Alþýðu- blaðsins dregur sem sé stórlega i efa aö fréttir Alþýöublaösins séu yfirleitt á rökum reistar. Og það sem fullkomnar þessa heimilistragediu Alþýöublaös- ins er, að sami maðurinn skrif- aði „fréttina" góöu og leiöar- ann. Margfaldur Björgvin Ýmsir hafa óttast um afkomu Alþýöublaösins. Flokksmönn- um hefur algjörlega tekist aö sigrast á fólksfjölgunarvanda- málinu og fækkar þeim jafnt og stööugt. A móti kemur aö hver einstakur er margra maki. Þannig er t.d. Björgvin Guð- mundsson. Hann er skrifstofu- stjóri i viöskiptaráðuneytinu frá 9-5 dag hvern. Þá er hann for- maður gjaldeyrisdeildar bank- anna tvisvar i viku siödegis. Þá er hann formaður verölags- nefndar. Hann er borgarfulltrúi. Hann er áheyrnarfulltrúi i borg- arráði. Hann situr i tveim best launuöu nefndum borgarinnar. Fyrir þessi aukastörf öll fær hann hátt á annaö hundraö þús- und króna. Þá sinnir hann mál- efnum Breiöholts h.f. af atorku i sjálfboðavinnu. — Þvi veröur ekki neitað aö Björgvin notar tima sinn og rikisins vel og dyggilega. Bláskinandi fátæk alþýöan er ekki á flæöiskeri stödd meöan hún hefur annan eins leiðtoga. „Góöur maður, Björgvin," eins og kallinn sagöi. Pétur. Hún var smyrjari ó togara í sumar „Ég hef ailtaf haft löngun til aö fara á sjó, kannski vegna þess aö pabbi er vélstjóri,” seg- ir Björg Jóna Sveinsdóttir, sextán ára gamall nemandi i Verslunarskólanum, en hún var smyrjari á skuttogaranum ögra tvo og hálfan mánúö I sumar. „Það var ekki til nógu litill samfestingur handa mér um borð, en ég vann við að hreinsa vélarnar og mála þær — það þarf allt að vera hreint og skin- andi i „vélinni” — og svo auð- vitað við að smyrja. Mér fannst ég alltaf vera aö læra eitthvað nýtt, og er fram i sótti fékk ég stundum að lita eftir mælunum i stjórnklefan- um, einn mátti ekki fara upp fyrir þetta og annar ekki niður fyrir hitt.” Gaman í brælunni „Við vorum á veiðum mest undan Jökli og við Grænland, fyrst á karfa og svo þorski — það fæst ekki nógu mikið fyrir karfann. Yfirleitt vorum viö 14 daga i túrnum og svo var landaö i Reykjavik. Viö stoppuöum helst ekki i landi nema rétt lönd- unartimann, svo var keyrt beint á miðin aftur. Veörið var mjög gott, sérstak- lega við Grænland, alltaf logn og bliða undan Isnum. Þó lent- um við einu sinni I brælu en ég varð hvorki hrædd né sjóveik svo það var bara skemmtileg tilbreyting. Jú, jú, ég fékk ansi mikinn pening út úr þessum tima, fékk sama kaup og hásetarnir, en við öfluðum lika mjög vel. Þó fengum við heldur litið i einni veiðiferðinni, það rifnaði tvisv- ar hjá okkur flottroll og týndist annað botntrolliö, þá fór allt i umstang við að slæða og gera viö. Hef aldrei fengiö betri mat „Aðbúnaðurinn á skipinu var mjög góður, ég fékk sjúkraher- bergið, af þvi ég var eini kven- maðurinn um borð. Mér likaði alveg prýðilega við alla skips- höfnina, þótt mér væri ekkert hlift við vinnuna. Það þýðir ekk- ert að fara á sjó nema maður vilji vinna. Það er t.d. ekki hægt að koma of seint á vaktina. Ég vann á tviskiptri vakt, sex tima i einu og fékk ekkert nema kaffi þann tima. A frivaktinni var ekki timi til neins nema borða og sofa, svo það var aldrei hægt að láta sér leiðast. Maturinn var ofsalega góður, en bestur á sunnudögum — allt- af is i eftirrétt! „Ég fékk sjúkraherbergiö, af þvi aö ég var eini kvenmaöurinn um borö,” segir Björg Jóna. — Ljósm.: JIM. Ekki rauösokka en.... „Það var eiginlega fyrir náð og miskunn að ég fékk vinnuna. Ég var búin að leita að vinnu, t.d. i bönkunum, en fékk ekkert. Það var, held ég, ekkert verra fyrir mig að fá plássið þó að ég væri stelpa og ég hugsa að kon- ur gætu alveg unnið t.d. sem há- setar, þótt þær yröu dálitinn tima að venjast þvi. Ég er ekki rauðsokka, mér finnst sumt af þessu ganga út i öfgar, en ég er samt frekar hlynnt kvennafri- inu 24. október. Já, ég væri alveg til I að fara á sjó aftur,” sagði Björg Jóna að lokum. —EB— Volvo framleiöir nú m.a. stationbifreiöar I þrem mismunandi stæröar- flokkum. DAF frá Volvo Um þessar mundir kynnir Volvo árgerð 1976. í þessari árgerð eru 2 nýjar gerðir, Volvo 265, sex strokka station- bifreið og Volvo 66, sem kemur i staðinn fyrir D.A.F. Volvo hefur lagt mikla vinnu i að þróa og prófa bilana með tilliti tilauka- hreinsunar á útblæstri án þess að breyta eigin- leikum bilanna. Framleiðsla í Hollandi forhitun á innsogsloftí, nákvæmri stjórnun á bensin/loft blöndunni, og stillingu á kveikju. Framleiðslan á Volvo 66 hefst með haustinu. Ekki er endanlega ákveðið hvort þessir bilar verði fluttir hingað til lands. Nýja stationbifreiðin, Volvo 265, er bifreið fyrir þá, sem kjósa þægindi sex strokka vélar á station bifreið. Volvo 265 verður, eins og Volvo 265 DL, með nýrri' vél, B27A. Þessi vél hefur 125 hö (92 kw). Volvo 265 er með nýjum blönd- ungi sem er með nýrri gerð af legum fyrir nákvæmari stýringu af loft/bensin blöndu. Vélin er hönnuð með tilliti til þess að ná miklu afli við litinn snúning, eða 20 kpm við 3000 sn/min. Fram- leiðsla á 265 hefst um áramót. Slðan Volvo hóf samvinnu við Daf, fyrir bráðum þrem árum, hefur verið mjög náin samvinna tæknifræðinga fyrirtækjanna. Þetta hefur komið fram i margs- konar breytingum, t.d. betri ryð- vörn, betri hita, betri staðsetn- ingu stjómtækja og auknu öryggi. A akbrautum og prófunarstöðv- um hjá Volvo hafa bifreiðarnar veriö athugaðar með tilliti til öryggis, endingar og ryðvarnar. Um leiö og Hollenska fyrirtækið sem nú heitir Volvo Car B.V. sameinaðist Volvo.náði heildar framleiðsla Volvo inn á alla markaði. Með hliðsjón af þvi þótti einnig sjálfsagt að breyta framleiðslu- nafninu I Volvo. Vulvo 66 Volvo 66 hefur að útliti til verið hannaður i samræmi við aðra bila I Volvo fjölskyldunni. Meira að segja grillið gerir það að verkum, að enginn þarf að efast um hvaðan billinn er. 1 samræmi við stærri systkini sin er Volvo 66 með öryggis stuðara, sem hlífir við minni skemmdum. Stöngin á sjálfskiptingunni i Volvo 66 er nú færði gíra á sama hátt og I öðrum sjálfskiptum bilum. Volvo 66 er með vél, sem heitir B130 57 hö (42 kw). Þessi vél er i samræmi við þau lög, sem gilda fyrir hreinsun á útblæstri bif- reiða. Hreinsunin er gerð með Kopar I bremsurörum — Á1 i pústkerfi t 240 og 260 seriunni verður nú koparblanda i bremsurörum, sem eykur enn á gæði bremsu- kerfisins. Ctblásturskerfi á árg. ’76 er nú að mestum hluta úr áli, sem bætir eiginleika kerf- isins gegn ryði. Þeir hlutir, sem mest verða fyrir ágengni ryðsins og áöur þurfti að skipta um algjörlega, er nú með valsaðri álhúð, sem eykur lifslengd kerfis- ins að mun. Nýir girkassar Ein af nýjungum Volvo er fjög- urra gira girkassi, sem heitir M45. Þessi girkassi verður i bif- reiðum með eftirfarandi vélum: B20, B21 og B27A. Girkassarnir eru hannaðir samkvæmt nýjustu niðurstöðum um hljóðdeyfingar. Girstöngin er með samskonár bakkgirslás og venjulegur Volvo 264 girkassi. Vegna nýrra hringja eru hreyfingar stangarinnar ennþá léttari en áður. Ný knastás i B21 breytir meng- un útblástursins til hins betra og minnkar eyðsiu um leið og aflið eykst um 3 hö i 100 hö. Eiginleikar vélarinnar til aksturs breytast þó ekki við þetta. Aðrar breytingar hjá Volvo eru m.a. nýtt stýri i 260 seríunni, nýir litir og áklæði, o.fl. Volvo 66 DL er með öryggishöggvara sem hlifir gegn smærri óhöppum. Húsnœði — Bílasala Húsnæði óskast fyrir bilasölu Há leiga og fyrirframgreiðsla fyrirgóðan stað. Tilboð sendist augld. Visis merkt „Bffa- sala 1936”.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.