Vísir - 08.10.1975, Síða 4

Vísir - 08.10.1975, Síða 4
4 VtSIR. Miðvikudagur 8. október 1975. BEUTE^ AP/'NTB GUN UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUNÍ MORGUN ÚT Sendiherrarnir snóa aftur til Madrid Ambassador Vestur-Þjóðverja á Spáni er væntanlegur til Madrid aftur i dag, en hann var meðal þeirra sendiherra, sem kallaðir voru heim til „skrafs og ráða- gerða” eftir aftökur skæruliðanna á dögunum. Jafnframt er biiist við þvi, að Bretar sendi einnig sinn sendifull- trúa til Madrid aftur, og þykir þá liklegt, að sendiherrar annarra Vestur-Evrópulanda fylgi fljótlega á eftir. Þar með sjá menn fram á enda þeirrar stjórnmálalegu einangrun- ar, sem Spánn sætti vegna andúðar Einu viöbrögð spánverja við mót- mælum erlendra ríkja eru úti- fundir til stuðnings stjórninni og auknar aðgerðir gegn skæruliö- um. Myndin hér við hliðina er af einum slikum fundi I Madrid. USA selur Tyrkjum vopn á Gerald Ford Bandaríkjaforseti hefur nú undirritað lög, sem leyfa takmarkaða sölu vopna til Tyrk- lands, og þar með er á enda niu mánaða vopnasölubann, sem Bandarikjamenn settu á Tyrkland, félaga sinn i NATO. Vopnasölubannið var sett á vegna vanþóknunar Bandarikja- manna á innrás Tyrkja á Kýpur i fyrra, en þar notaði Tyrkjaher her- gögn frá bandamönnum sinum i USA. nýjan Nýja vopnasöluleyfið var samþykkt i þinginu i siðustu viku og gerir ráö fyrir, að selja megi Tyrkjum vopn fyrir allt að 185 milljónir dollara. En stjórnin i An- kara hefur þegar greitt fyrir það magn. Vopnasendingin hefur staðið og beðið, siðan hún var stöðvuð fyrir niu mánuðum. A meðan hefur sam- búð Tyrklands og Bandarikjanna stórlega versnað.og leiddi bannið til þess, að Tyrkir tóku yfir her- leik stöðvar USA i Tyrklandi. Ennfremur skyggir á, að Tyrkir hafa byrjað aftur ræktun ópium- valmúans, sem þeir höfðu samið um að leggja niður, en Bandarikja- menn höfðu þegar bætt þeim að miklu leyti þann tekjumissi með efnahagsaðstoð og beinum fébót- um. Bandarisk fikniefnayfirvöld hafa um áranna raðir rakið mikinn hluta eiturlyfja á Bandarikjamark- aði til tyrknesku ópiumakranna. nágranna sinna i Evrópu á aftökum lögreglumorðingjanna. Spánarstjórn hefur tekið mót- mælin erlendis óstinnt upp , og hef- ur boðað hertar aðgerðir gegn skæruliðum. Ekkert bólar þó enn á þessum harðráðum, og eru flestir farnir að halda, að þau verði litið annað en auka árvekni löggæslunn- ar. Menn hafa þó orðið varir þess, að tiðar handtökur hafa verið á öfga- mönnum að undanförnu. 1 gær- kvöldi handtók til dæmis lögreglan I Bilbao 26 þjóðernissinna en þar á meðal voru 4 stúlkur. „Poffy er sjúk" — segir lögfrœðingur hennar Svo kann að fara, að Patricia Hearst, sem svara á til saka fyrir hlutdeild í bankaránum, mannránstilraunum og öðrum lögbrotum SLA, verði lögð inn á sjúkra- hús, — að því er einn lög- fræðinga hennar segir. „Hún er sjúk manneskja, svo mikið er vist,” sagði Terence Hallinan, lögmaður, sem dregiö hefur sig i hlé frá réttargæslu milljónaerfingjans, enda við tekinn einn kunnasti málflutn- ingsmaður i USA, F. Lee Bailey. Aðstoðarmenn Baileys hafa lika látið á sér skilja, að þeir vilji fá Patty Hearst lausa úr gæsluvarðhaldinu til að fela hana i hendur sálfræöingum til meðferðar Dómþing átti að verða i dag til að skera úr um, hvort Patty hefur geðheilsu til að svara til saka, en þvi var frestað. Sál- fræðingarnir þrir, sem rétturinn Patty á leiö i réttarsatinn. hafði skipað til að rannsaka sakborninginn, vildu lengri frest til að ganga frá skýrslum sinum. NOREGSKONUNGUR í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Norðmenn I Bandarikjunum minnast um þessar mundir þess, að 150 ár eru liðin, siðan fyrstu norsku útflytjendurnir iögðu af staö frá Noregi til Vesturheims. Reistir hafa verið minnisvaröar og haldnar veislur til að halda upp á timamótin, en Ólafur Noregskonungur tekur þátt i þessum há- tiðahöldum vestan hafs. Meðfylgjandi mynd sýnir hans hátign i giöðum hópi norskættaðra Bandarikjamanna. t þjóðbúningnum á miðri myndinni má sjá Celeste Holm, leikkonu, en aðrir eru (frá vinstri taiið): Ariene Dahl, leikkona, Erik Bye, útvarps- og sjónvarpsstjarna Norðmanna, Grant Johannessen pianóleikari frá Noregi og Abel Abrahamsen, formaður samtaka Norð- manna I New York. Skorín upp herör gegn skœruliðum Argentínu Hersveitir í Argentínu felldu nítján vinstrisinna skæruliða í tveim orustum, sem háðar voru í gær- kvöldi, og hafa þá 69 menn látið lífið í átökum milli hers og skæruliða síðan á sunnudag. Skærur þessar urðu i Tucuman og Formosa, héruðum norður i landi, og fylgdu i kjölfar yfirlýs- inga herstjórnarinnar um að landið ætti nú i styrjöld. Herstjórnin heldur þvi fram, að fimmtán marxistar ERP sam- takanna hafi verið felldir i Tucu- man, og tuttugu verið hand- samaðir. En ekkert er látið uppi um hve margir hermenn hafi ver- ið felldir eða særðir. Lögreglumenn á eftirlitsferð um Formosa, sem er enn norðar en Tucuman, felldu fjórar leyni- skyttur skæruliða. Ibúar héraðs- ins hafa naumast áttað sig enn eftir árás skæruliða á sunnudag- inn, þar sem um 80 skæruliðar gerðu áhlaup á bækistöð hersins. • Skæruliðar, sem reka útvarps- stöð I Argentinu, lýstu þvi yfir i útvarpi sinu, að þeir væru enn staðfastari en áður i trú sinni á nauðsyn vopnaðrar byltingar. Minntust þeir þess, að átta ár eru nú liðin siðan átrúnaðargoðið skæruliðinn Che Guevara féll. Yfirvöld i Argentinu voru við þvi búin, að skæruliðar ERP mundu i tilefni dagsins i dag gera annað ámóta áhlaup og á sunnu- daginn i Formosa. 1 dag eru nefnilega 80 ár liðin. frá fæðingu hins látna forseta, Juan Peron. — ERP telur sig fylgja peronisman- um að málum. Skæruliðar hafa vaðið uppi i Argentinu með spellvirkjum og mannránum, en litið verið að- hafst gegn þeim. Þoldi herstjórn- in illa afskiptaleysið, og er það talið hafa átt sinn þátt i þvi, að ekkja Perons og arftaki hans, Maria Estela Peron, tók sér hvild frá störfum og staðgengili var fenginn til að fara með forseta- embættið á meðan. Ahlaup skæruliðanna á bæki- stöð hersins á sunnudag virðist hafa verið dropinn, sem fyllti bik- arinn, og má ótrúlegt teljast, að herinn geti setið lengur á sér. Aö- gerðir hersins i gær i Tucuman spá nokkru fyrir um það. Leita um þvert og endilangt írland Hvarf hollenska kaupsýslu- mannsins, Tiede Herrema, I sið- ustu viku hefur sett allt á annan endann I t.rska lýðveldinu, og er hans nú leitað um þvert og endi- langt landið. En mönnum segir þungt hugur um afdrif hans, þar sem ekkert hefur heyrst frá ræningjum Herr- ema siðan fyrir helgi. Forstjóri fyrirtækis Herrema er farinn heim til Hollands, eftir að hafa beöið árangurslaust eftir orðsendingu frá ræningjunum. Þota fyrirtækisins hefur beðið á flugvellinum i Dublin, til taks fyrir ræningjana, sem ekki hafa notað sér farkostinn. Lögreglan er enn þeirrar sköð- unar, að Herrema sé lifandi, en henni hefur ekki tekist að finna slóð ræningjanna og stendur uppi ráðþrota. I írska lýðveldinu hafa menn miklar áhyggjur af þessu máli. Talið er, að flokkur hryðjuverka- manna, sem klofiö hefur sig frá samtökum IRA, standi að ráni Herrema.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.