Vísir - 08.10.1975, Síða 9

Vísir - 08.10.1975, Síða 9
VtSIR. Miðvikudagur 8. október 1975. 9 — Neikvœður tekjuskattur rœður ekki bót á misréttinu milli launþega og þeirra sem ákveða sjálfir skatt- lagningu sína vinnurekstur hafa með höndum, hvort heldur þeir hafa aðra í þjónustu sinni eða ekki, hafa þannig aðstöðu til þess að koma tekjum sinum undan skatti. Þó er þessi aðstaða mismunandi eftií þvi hvers konar atvinnu- rekstur er um að ræða. 1 stórfyrirtækjum, sem vegna eigin þarfa verða að hafa ná- kvæmt bókhald má gera ráð fyrir að tekjur séu yfirleitt rétt framtaldar, bæði laun og ágóði. Að visu er það „fræðilegur möguleiki” að slik fyrirtæki skili skattayfirvöldum fölsuðum reikningum en það er þó alltaf óhagræði, ef fyrirtæki eða ein- staklingar sem ætla að brjóta lög þurfa að hafa fleiri eða færri starfsmenn sina i vitorði, þvi slest getur uppá vinskapinn siðar eins og mörg dæmi munu um, bæði hér á landi og viðar. Gera má þvi ráð fyrir að slikt séu undantekningar. Hvað snertir atvinnurekendur eins og bændur, útvegsmenn og innflytjendur, þá geta skattayf- irvöld eftir ýmsum leiðum feng- ið upplýsingar um brúttótekjur þeirra (skýrslur um inn- og út- flutning, afla, slátrun o.s.frv.). Þar sem skattar eru þó lagðir á nettó- en ekki brúttótekjur, verður sllkt eftirlit þó alltaf ónákvæmt. Þá eru ótaldir þeir fjölmennu hópar, sem annast margvislég þjónustustörf i smárekstri, þar sem fáir eða engir vinna nema eigandinn og fjölskylda hans, svo sem handverksmenn, smá- kaupmenn, leigubifreiðastjórar er keyra eigin bil, tannlæknar, málflytjendur, þeir sem stunda einkakennslu o.fl., o.fl. Margir þessara aðila munu að visu bók- haldsskyldir en það hefir litið að segja i þessu sambandi þvi að þeir geta sjálfir ráðið þvi, hvað i bækurnar er fært. Hér er allt virkt skattaeftirlit i rauninni óframkvæmanlegt. Það er fjarri mér að halda þvi fram að fólk i þessum stéttum sé óheiðarlegri skattborgarar en aðrir. Engin ástæða er lil að ætla að svo sé og vafalaust eru til einstaklingar i öllum þessum stéttum, sem telja samvisku- samlega fram. Það má lika i þvi sambandi spyrja hvað mikið teldist fram af tekjum launþega, ef atvinnurekendur teldu þær ekki fram. Aðalatriðið er, að fjölmennar stéttir i þjóðfélaginu hafa til þess aðstöðu að ákveða sjálfar, hvað þær leggja fram til al- menningsþarfa og hefir mér vit- anlega ekki verið bent á neinar leiðir til þess að koma i veg fyrir slikt. Bandarikjamenn hafa að visu hælt sér af þvi, að þar i landi sé ekki hægt að koma tekj- um undan skatti sem neinu nemi og eiga þar með við njósnakerfi um neyslu fólks, sem þar hefir verið komið á fót. Ég hygg þó að þar sé þó um hreystiyrði að ræða, og ef þetta njósnakerfi ber þann árangur sem til er ætlast, þá má benda á það, að auðveldara er að fram- kvæma það i milljónaborgum en hér, þar sem hver þekkir annan. Aðurnefndur samanburður við Noreg bendir til þess, að skattaeftirlit hér á landi sé sist óvirkara en þar, sem smárekst- ur er útbreiddari hér á landi en þar, þannig að ætla mætti að stærri hluti þjóðartekna væri dreginn undan skatti hér á landi en þar, en svo er þó ekki sam- kvæmt áðursögðu. Beinast gegn laun- þegunum sjálfum Viðbrögð skattayfirvalda við hinum siendurteknu áskorunum launþegasamtakanna um bætt skattaeftirlit, hafa þvi jafnan verið þau að herða eftirlitið með launþegunum sjálfum, þar sem þau gera sér ljósan vanmátt sinn til þess að framkvæma eft- irlit með þeim, sem raunveru- lega hafi aðstöðu til þess að koma tekjum sinum undan skatti. Minna þessi viðskip.tj skatta- yfirvalda og launþegasamtaka mig stundum á eftirfarandi sögu er mér var sögð fyrir mörgum árum. Danskur lög- fræðingur, góður kunningi minn, hélt fyrirlestur, er ég hlýddi á, um reynslu sina er hann dvaldi við lögfræðilegar rannsóknir f Grænlandi. Vék hann þar að þvi, að hann hefði eitt sinn snúið sér til formanns ungmennafélagsins á staðnum og vakið máls á því hvort það væri ekki verkefni fyrir ung- mennafélagið að reyna að sporna við of nánum samskipt- um grænlenskra stúlkna við út- lendinga, sjómenn og aðra, en lögfræðingnum þóttu þau sam skipti meiri en góðu hófi gegndi. Formaðurinn tók málaleitan- inni vel en framkvæmdin varð ekki önnur en sú, að lögfræðing- urinn varð þess siðan var, hvar sem hann kom á mannamót að ungmennafélagi var á hælum honum. Sjómennirnir erlendu munu hins vegar hafa fengið að vera óáreittir, enda gátu af- skipti af þeim kostað glóðar- auga eða annað verra. Á sama hátt er hinu herta skattaeftirliti samkvæmt kröfu launþegasamtakanna beint gegn launþegunum sjálfum það er það eina, sem talið er fram- kvæmanlegt. Með þessu skapast mikið þjóðfélagslegt ranglæti gagnvart launafólki sem furðu 'gegnir að samtök launþega hafa hingað til litt látið til sin taka. Launamaður, sem láist að telja fram 1-2% af tekjum sinum á á hættu að vera dæmdur i þungar skattsektir á sama tima og allir ættu að vita, að ekkert er hægt við þvi að gera að fjölmargir skattgreiðendur telja e.t.v. aðeins fram þriðjung tekna sinna. Þurfa launþegar að telja fram? _,Það er þvi engan veginn út i hött að launþegar yrðu undan- þegnir framtalsskyldu. Með þvi myndi sparast mikil og i sjálfu sér óþörf skriffinnska, þvi að skattayfirvöld fá upplýsingar um þessar tekjur frá atvinnu- rekendum og það eru þær upp- lýsingar, sem álagning skatt- anna er byggð á, ekki framtöl launþeganna. Danska alþýðu- sambandið bendir þó um leið á það, að jafnframt þessu yrði að einfalda reglur um leyfilegan frádrátt áður en skattur er á lagður. Það er lika athyglisvert atriði i danskri skattalöggjöf, að heimilaður hefir verið sérstakur launþegafrádráttur er nemur 10% af skattskyldum tekjum allra launþega. Til grundvallar þessu liggur viðurkenning á þvi, að tekjur launþega hljóti alltaf að teljast betur fram en tekjur annarra og annað sé ekki fram- kvæmanlegt, þvi ella væri ekki ástæða til þess að leyfa slikan frádrátt. Þetta jafnar metin milli launþega og annarra svo langt sem það nær, en auðvitað engan veginn að fullu. Staðgreiðslukerfi og neikvœður tekjuskattur Mikið hefur undanfarin ár verið hér á landi rætt um ofan- nefndar tvenns konar aðgerbir til endurbóta á skattheimtu og skattaálagningu, og mun hvort- tveggja nú vera til alvarlegrar athugunar hjá stjórnvöldum. Hvort tveggja hefir vissulega sina kosti, sem ekki skulu rædd- ir hér. Rétt er hins vegar að benda á það að hvorug þessara aðgerða ræður neina bót á þeim grundvallarmeinsendum skattalöggjafarinnar og fram- kvæmd hennar, sem hér hefir verið rætt um nema siður sé. Staðgreiðsla skatta er rikis- sjóöi og öðrum opinberum skattheimtuaðilum vissulega i hag á verðbólgutimum eins og nú eru. En þar sem staðgreiðsl- an er illframkvæmgnleg gagn- vart öðrum en launþegum, verður sá hagnaður fyrst og fremst á kostnað launþega og þyngir enn skattbyrði þeirra miðað við aðra þegna þjóð- félagsins. Neikvæði tekjuskatturinn sem ætlast er til að feli i sér sam- einingu skattheimtu og bóta- kerfis almannatrygginga, getur sparað talsverðan kostnað og væri tvimælalaust til bóta ef þvi grundvallarskilyrði væri fullnægt að skattframtölin gæfu rétta mynd af tekjuskiptingunni. En sam- kvæmt ofansögðu er þvi skilyrði ekki fullnægt og verður aldrei fullnægt. Neikvæði tekjuskatt- urinn leysir þvi engan þann vanda, sem hér hefir verið rætt um heldur öllu fremur þvert á móti. Tekjuskattur há- tekjumanna, sem sjálfir geta ákveðið, hvað þeir telja fram, gat þó samkvæmt gamla kerfinu aldrei farið niður fyrir 0 en samkvæmt þvi nýja — sem þegar hefir myndast visir að hér á landi — virðist ekkert geta verið þvi til fyrirstöðu að þeir geti sótt i rikissjóðinn svo og svo háar fjárhæðir sem þeir sam- kvæmt framtali ber sem neit- kvæður tekjuskattur. Hér virðist þvi sem verið sé að byggja stórhýsi á sandi. Niðurstöður Af ofangreindu virðist mega draga eftirfarandi ályktanir: 1. Tekjuskattar, hvort heldur til rikis eða bæjar- og sveitar- félaga verða i framkvæmd sérskattar á tekjur þeirra, er vinna i þjónustu annarra, þar eð aðrir geta nokkurn veginn ákveðið sjálfir skattlagningu sina. Það er þvi ekki á rökum reist að tekjuskattarnir séu tæki til þess að jafna tekjuskiptinguna i þjóðfélaginu. Það á aðeins við um innbyrðis tekjuskiptingu milli launþega en engan veginn, þegar litiö er á þjóðfélagið i heild. 2. Það er á misskilningi byggt, að eftirlit með skattframtöluni sé slælegra hér á landi en i ná- grannalöndunum. Saman- burður á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fáanlegar eru, bendir til hins gagnstæða. Mis- ræmið i skattbyrði launþega og annarra á rót sina að rekja til þess að af tæknilegum ástæðum verður aðeins haft fullnægjandi eftirlit með framtölum þeirra, er vinna i þjónustu annarra. A það jafnt við hér á landi sem annars staðar. 3, - Umbætur þær, sem nú er verið að vinna að i skattamálum hér á landi, með þyi að taka upp staðgreiðslukerfi og neikvæðan tekjuskatt geta átt rétt á sér út af fyrir sig, en ráða ekki bót á þeim vanda, sem hér hefir verið ræddur. nema siður sé. Sá vandi verður ekki leystur nema með gagngerðri breytingu á skatta- löggjöfinni i heild. 4. Ekki má leggja þann skilning i það sem hér hefir verið sagt, að ég leggi til að tekjuskattar verði afnumdir þegar i stað að fullu. Svo róttæk breyting á skattalöggjöfinni yrði varla framkvæmanleg nema á lengri tima. Vel má hugsa sér að halda tekjuskattin- um sem lið i skattkerfinu þótt ljóst sé að i framkvæmd er hann sérskattur á launþega. En þá ber að horfast i augu við það og ræða málin á þeim grundvelli og leitast við að byggja skatt- skerfið i heild þannig upp að ekki sé sá óeðlilegi munur sem nú er á skattbyrði launþega og annarra borgara þjóðfélagsins. js, R 1 Nafnnúmer O q 3 Þar af gr. I lifeyrissj. s Vinnuláun, þ.m.t. orlofs- fé, sparimerki, greiöslur launþ. í lífeyrissjóö o.fl. 4 Þar af gr. m/sparim. 5 Þar af uppm. eöa fiskv. ^ Greiðslur til verktaka og verkstæða fyrir efni 6 Z og vinnu, fyrir vélavinnu og akstur (annan en 5 vörubilaakstur) Atv. gr. Atv. m. Þessi lína úlfyllist af skattslofu V/atvinnul,- \ Sveitar/éla, ‘rygg'nga 7 Fullt nafn _ 8 Lögheimili 1. des. 1974 9 Nafnnúmer og nafn eiginmanns eða framfæranda

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.