Vísir - 10.10.1975, Síða 9

Vísir - 10.10.1975, Síða 9
VtSIR. Föstudagur 10. október 1975. 9 VÍÐAR ERFITT AÐ VERA VEIKUR EN Á ÍSLANDI LUNDUNABREF MIKS MAGNUSSONAR Allt að 5 ára bið eftir skurðaðgerð í Bretlandi. Sjúklingar á biðlista hafa dáið áður en komið vgr að þeim. Heilbrigðiskerfið í molum af Það er litið gaman að verða veikur, en á vesturlöndum er veikur maður liklega verst settur i Bretlandi. Breska heilbrigðis- þjónustaner að hrörna. Þar er ekki átt við gæði lyfjanna, hæfileika lækna eða hjúkrunar- kvenna né læknaskóla. Þetta á aðeins við um þjónustuna. Fyrir breskan almenning, og þá, sem heimsækja Bretland, er öll skyndihjálp nægjanlega góð. Ekki sérstaklega góð , en nógu góð. Ef þú verður skyndilega veik- ur færðu skjóta læknishjálp. Þú gætir þurft að biða eftir þvf að röðin kæmi að þér i biðstofu, eins og hvarvetna þekkist. En þér er sinnt. Hver er svo kostnaðurinn? Liklega um það bi! 30 pence, eða um 90 krónur islenskar. Ef þú handleggsbrotnar eða fótbrotnar, dettur niður stiga og meiðir þig á höfði, eða ef þú skerð þig illilega i fingur við að opna niðursuðudós, þá er þér strax veitt aðstoð i slysadeild- um stóru sjúkrahúsanna. Hver verður kostnaðurinn? Enginn! Un annan krankleika gildir öðru máli Vandræðin hefjast, ef þú ert með æðasjúkdóma, maga- eða nyrnakvilla, eða til dæmis ein- hverja þá sjúkdóma sem þarfn- ast skurðaðgerða. Þá getur ver- ið að þú þurfir að biða allt að fjórum árum eftir aðstoð. 1 breskum sjúkrahúsum eru langir biðlistar fyrir þá sem þurfa að leggjast undir hnffinn. Þetta eru svonefndir „óárið- andi” biðlistar, og á þeim getur þú verið i tvö til fimm ár. Dæmi eru þess, að sjúklingar hafi lát- ist áður en röðin hefur komið að þeim. Peningar eru ekki vandamál- ið. Ólikt þvi, sem þekkist I Bandaríkjunum, þarftu ekki að sanna að þú eigir peninga áður en þú nytur aðstoðar. Vanda- málið er fremur gamaldags heilbrigðiskerfi, sem ekki fær nægilegan fjárstuðning, og sérstaklega slæmt skipulag. Meiri fjármunum er varið til stjórnar breskum sjúkraliúsum en til nýrra bygginga og lyfja. Læknar eyða eins miklum tlma til að fylla út hverskonar skýrslur og þeir nota til að sinna sjúklingum. Hjúkrunarkonur verða að verulegu leyti að taka að sér stjórn sjúkrahúsanna, þar eð skipanir frá stjórnendum þeirra koma of seint, eða koma ekki heim og saman við þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Starfsfólk er svo illa launað, að alvarlegur skortur er á þjálfuð- um starfskröftum, gangastúlk- um og starfsfólki I eldhús. Afleiöingin af þessu öllu er sú, að heilbrigðisþjónustan er i molum og allir líða fyrir. Biða i örvæntingu Hvernig eru svo allar aðstæð- ur? Til að gefa hugmynd um þetta verða nú nefnd nokkur dæmi: Frú A fór til heimilislæknis og kvartaði undan krampa I kviðarholi. Hún sagði, að stund- um gæti hún ekki sofið vegna verkja, og af þeim sökum rækti hún illa vinnu sina. Læknirinn gat ekki fundið hvað olli krampanum, gaf konunni verkjalyf og pantaði tima fyrir hana hjá kvensjúkdómalækni. Frú A varð að biða í þrjár mánuði eftir að ná fundi sér- fræðingsins, og var stöðugt sár- kvalin. Kvensjúkdómalæknir- inngatekkert fundið, og lagði til að hún færi til taugalæknis. Þetta gætu verið taugar, sem bólgur þrýstu á. Frú A varð að biða eftir taugalækninum i fjóra mánuði. Hann staðfesti ágiskun kven- sjúkdómalæknisins, og lét skrá konuna á biðlista fyrir upp- skurð. Hún beið eftir aðgerðinni I sex mánuði. Þegar hér var komið sögu var hætta á þvi, að frú A yrði háð verk jalyfjunum. Heimilis- læknirinn ráðlagði henni að nota verkjatöflurnar I hófi. Frú A tók viðvörun hans alvarlega og þurfti fyrir bragðið að liða mikl- ar kvalir. Þrátt fyrir þetta var ekki talið áriðandi að gera að- gerðina. Hún var frá vinnu I 13 mánuði. Að visu var ein leið út úr ó- göngunum. Frú A hefði getað fariö I sjúkrahús i einkaeign, ef hún hefði verið tilbúin borga. Hún hefði farið til sömu lækna en gengist undir aðgerð innan hálfs mánaðar. Kostnaðurinn, um það bil 60 sprelingspund, var meiri en hún gat greitt. Húa hafði verið frá vinnu og engin laun fengið. Annað dæmi Herra B, rennismiður i verk- smiðju, fann, að hann átti erfitt með að stjórna hægri hendinni. Einhver skekkja i beinum var smátt og smátt að gera hönd hans óvirka og liðabólga var að verða ágeng. Aðeins þurfti að gera smá-aðgerð. Þar eð lif hans var ekki i hættu var nafn hans sett á bið- lista á stóru sjúkrahúsi. Þrisvar sinnum var honum lofað sjúkra- rúmi og ávallt sagt, þegar til átti að taka, að nauðsynlegt hefði verið að nota rúmið fyrir veikari mann. — Að lokum, fjór- um árum og sjö mánuðum eftir að hann fór fyrst til læknis vegna sjúkdómsins var gerð á honum aðgerð. Hann var i sjúkrahúsi i fimm daga. A meðan herra B beið eftir að- gerðinni gerðist ýmislegt, sem seint verður bætt, Hann missti atvinnu sina sem rennismiður. Hann var að visu ekki rekinn frá fyrirtækinu, en laun hans lækk- uðu um helming. Hann gat ekki greitt afborganiraf húsisinu og hann varð að flytja i leigu- húsnæði. Eiginkona hans yfir- gaf hann. Herra B hefði getað fengið lækningu mun fyrr, ef hann hefði verið tilbúinn að greiða talsverða fjárupphæð. En hann hafði trú á velferðarrikinu og kaus biða eftir þvi, að röðin kæmi að honum. Borga og bíða Allir sem laun taka i Bret- landi, greiða til heilbrigðis- þjónustunnar, rétt eins og á Is- landi. Greiðslurnar eru teknar af launum. En vilji launþeginn vera þess fullviss að hann fái skjóta læknishjálp, og lendi ekki á fyrrnefndum biðlista, verður hann að greiða aukalega til tryggingarfélaga i einkaeign. Til viðbótar þeim tiu sterlings- pundum, sem hann greiðir á mánuði til heilbrigðisþjónust- unnar, yrði hann að greiða önnur tiu pund til tryggingar- félagsins. I þessu tilviki er annað hvort aðigTeiða eða taka áhættuna. Ég endurtek, að það er ekki við lækna eða hjúkrunarkonur að sakast. Það er kerfið i heild, sem er sökudólgurinn. Eins og skipulagið er núna geta læknar valið um tvennt. Þeir geta verið I fullu starfi hjá bresku heilbrigðisstjórninni, og þegið fremur lág laun. Þeir geta á hinn bóginn valið þann kost, að skipta starfsdeginum á milli heilbrigðisstjórnarinnar, fengið lág laun og.bætt sér þau upp með þvi aðtákaá móti „einka" sjúklingum. Þar sem það er ódýrara fyrir stjórnina, að láta „einka" sjúklingana greiða þannig óbeint til kerfisins, hafa þeir stuðlað að siðar nefndu fyrir- komulagi. Þetta hefur það aftur i för með sér, að að það eru ekki nægilega margir læknar i fullu starfi i sjúkrahúsum, og þannig verða biðlistarnir til. Núverandi stjórn Verka- mannaflokksins vill breyta þessu fyrirkomulagi og útrýma kerfi einkaframtaksins. En á meðan heilbrigðismálastjórnin veitir ekki betri þjónustu en nú er vill mikill fjöldi einstaklinga eiga á kost á þvi, að geta leitað á náðir einkaframtaksins. A meðan efnahagsmál Bret- lands eru i öldudal, eins og nú er, þá er erfitt að sjá að gerðar verði breytingar á þessu fyrir- komulagi. Breytingar kosta peninga. Rikisstjórnin hefur lýst andstöðu gegn þvi að auka fjárframlög til heiibrigðismál- anna. og á þessu ári er minna fjármagni en áður varið til þessa málaflokks. Það er þvi augljóst að áitandið á eftir að versna enn áöur en bati verður greindur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.