Vísir - 10.10.1975, Qupperneq 11
VtSIR. Föstudagur 10. október 1975.___________________________________ 11
Umsjón ABJ sími 86611
Skátadogur
hjá Dalbúum
A morgun, laugardag, heldur
skátafélagið Dalbúar hátiðleg-
an svokallaðan Skátadag. Skát-
ar safnast saman á tjaldstæðinu
i Laugardal,x leysa af hendi
ýmsar þrautir og skemmta sið-
an sjálfum sér og öðrum meö
söng, hljóðfæraslætti og leikj-
um.
Við ræddum við Atla S.
Ingvarsson, félagsforingja Dal-
búa og spurðum hann um Skáta-
daginn.
— Þegar skátar hættu að eiga
eins mikla hlutdeild að sumar-
deginum fyrsta og áður var,
héldu þeir sameiginlegan skáta-
dag fyrir öll skátafélögin ár
hvert. Eftir að starfið fluttistút
i hin ýmsu hverfi borgarinnar
hefur það verið i verkahring
hvers og eins félags hverja til-
högun það hefur á þessu.
Við heíjum okkar vetrarstarf
Frá skátadeginum 1964. Hann
var þá haldinn á Melunum og
hefur verið nær árlegur við-
burður siðan. — Ljósm.: BG
eiginlega með þessum Skáta-
degi okkar og tilhögun verður sú
að kl. 1 safnast Dalbúar saman
á tjaldstæðinu i Laugardal. Þar
verður hinuha ýmsu sveitum af-
hent verkefni, sem þær eiga að
leysa af hendi, vrés vegar i
Laugardalnum. Hver þau verk-
efni verða er algjört leyndarmál
þangað til sveitirnar opna
umslögin á láugardaginn. Alls
taka 8 sveitir þátt i þessum leik.
Eru það eldri skátar, en yngri
skátar, undir 10 ára aldri, sem
við köllum léskáta, verða ekki
með.
— Gert er ráð fyrir að i
þrautimar farisvona 2-3 klst. og
að þvi búnu safnast allir saman
við tjald, sem við hyggjumst
reisa á tjaldstæðinu. Þar verður
framreitt kakó fyrir þátttak-
endur i þrautaleiknum.
Siðan hefst „kvöldvaka”. Við
köllum þetta kvöldvöku, þótt
það verði um miðjan dag. Þá
skemmtum við okkur sjálfum
og hverju öðru með söng, hljóð-
færaslætti og ýmsum leikjum.
— Hvað eru margir skátar i
Dalbúum?
— t fyrra vorum við 383. Það
má segja að það sé eiginlega há-
markstala þvi húsnæði okkar i
Skátaheimilinu við Dalbraut er
þegar orðið i það minnsta.
— Telurðu ekki að skátastarf-
ið sé heilbrigt fyrir krakka?
— Tvimælalaust. Það sem
mér finnst það hafa fram yfir
aðra félagastarfsemi er að i
skátahreyfingunni verður hver
og einn að gera hlutina sjálfur.
Þeir eru ekki lagðir upp I
hendurnar á félagsmönnum.
T.d á skemmtunum og i útileg-
um verða allir að taka þátt i
framkvæmdinni. Allir eru gerð-
ir ábyrgir fyrir einhverju,
kannski einhverju litlu, en
ábyrgir samt.
Við skulum vona að veður-
guðirnir verði hliðhollir
skátunum i Dalbúum á morgun
en þeir eru ákveðnir i að láta
ekkert aftra sér ekki óveður af
neinu tagi.
TVÆR FRUM-
SÝNINGAR
í Þjóðleikhúsinu um helgina
Um helgina veröa tvær
frumsýningar i Þjóðleikhúsinu.
KI. 20 á laugardagskvöld verður
frumsýnt leikritið „Spor-
vagninn girnd” eftir Tenesee
Williams. Leikstjóri er Gisli
Alfreðsson, leikinn þýddi örnólf
ur Árnason og leikmynd er eftir
Birgi Engilberts.
Leikendur i verkinu eru alls
10, en með aðalhlutverk fara
Erlingur Gfslason, Margrét
Guðmundsdóttir, Þóra
Friöriksdóttir og Róbert
Amfinnsson.
Leikrit þetta er heitir á frum-
málinu „A streetcar named
desire”, ersamið 1947 og fjallar
um kennslukonu sem kemur til
systur sinnar og mágs og sest
upp hjá þeim.
A mjög óvenjulegum leikhús-
tima eða kl. 11 f.h. á sunnudag
verður önnur frumsýning i
Þjóðleikhúsinu. Sýnt verður
barnaleikritið „Milli himins og
jarðar”,sem byggt erúrefniúr
frásögnum og sögnum eftir
Ionesco. Þýðandi er Karl
Guðmundsson.
Leikritið er einkum ætlað
fyrir yngstu börnin. Notað er
mikið af táknmáli sem heyrna-
daufir nota. Tákn þessi eru
byggð á rannsóknum Svians
Staffah Westberg og Vilhjálms
Vilhjálmssonar semer 18 ára
gamall, islenskur myndlistar-'
maður sem hefur unnið að
stöfnun þessara tákna.
Leikendur leiksins eru 3, Sig-
mundur örn Arngrimsson,
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
og Briet Héðinsdóttir sem jafn-
framt leikstýrir leiknum.
Guðrún Svava Svavarsdóttir sá
um leikmynd og búninga en
Vilhjálmur Guðjónsson um
hljómlistina.
Koniakið yðar, herra Vack
Helgi Skúlason sem heimilisfaðirinn og Harald G. Haraldsson sonurinn
Höfðar fremur til
yngri kynslóðarinnar
Fjölskyldan verður
sýnd i 28. sinn á sunnu-
dag. Verkið var frum-
sýnt á útmánuðum og
hlaut mikið lof gagn-
rýnenda.
I leiknum er fjallað á nærfær-
inn og oft spaugsaman hátt um
nærtækt vandamál i samlifi
fólks i nútímaþjóðfélagi. Það er
skyggnst inn fyrir fjóra veggi
heimilisins.
Heimilisfaðbinn er drykkju-
sjúklingur sem er að reyna að
hætta. Móðirin gengst upp i
pislarvættishlutverki sinu.
Fólk kannast við mar^ar hlið-
stæður við atburði leiksins úr
umhverfi sinu eða eigin lifi.
Það er athyglisvert að ungt
fólk hefur sýnt þessu verki sér-
staka athygli. Virðist það höfða
fremur til þess en þeirra sem
eldri eru.
Húrra krakki í frí
Nú fer hver að verða siðastur að
sjá „Húrra krakki” þann góð-
kunna gamanleik, sem sýndur
hefur verið i Austurbæjarbiói
við fádæma vinsældir. Leikur-
inn hefur nú verið sýndur
tuttugu sinnum, ávallt fyrir
troöfullu húsi og lætur nærri að
um 15 þúsund manns hafi séð
hann. Tvær miðnætursýningar
verða á leiknum nú um helgina,
föstudags- og laugardagskvöld
og veröa það siðustu sýningar
aö minnsta skoti að sinni,_þvi
Bessi Bjarnason, sem leikur’eitt
helsta hlutverkið er á förum í
boösferð til Noregs.
Hér sést Bessi i hlutverki sinu i
leiknum, hrella Thorkelsen
sýslumann, sem Jón Sigur-
björnsson leikur. Húrra krakki
hefur ekki einungis notið vin-
sælda hér á höfuðborgarsvæð-
inu, bæði fyrr og nú, heldur hef-
ur hann lika verið færður upp
viða um land hjá áhugafélögum
og oftast „gert lukku” enda
haglega samsettur farsi með
skemmtilegum „karakterum”
og margs kyns kostulegum
uppákomum.
Þjóðleikhúsið:
1 kvöld kl. 20 er Fialka flokkur-
inn frá Tékkóslóvakiu með
gestaleik á stóra sviðinu. Einnig
á morgun kl. 15, og er það sið-
asta sýningin.
Annað kvöld verður frumsýning
á stóra sviðinu kl. 20, Sporvagn-
inn gimd og 2. sýning á verkinu
annað kvöld.
Kl. 11 f.h. á sunnudaginn verður
frumsýnt nýtt barnaleikrit,
„Milli himins og jarðar” og kl.
15 verður sýning á hinu gamal-
kunna barnaleikriti Kardi-
mommubænum.
Leikfélag
Reykjavlkur:
Skjaldhamrar eru sýndir i Iðnó i
kvöld og annað kvöld kl. 20:30.
Fjölskyldan á sunnudag kl.
20:30.
Seinustu sýningar á Húrra-
krakki verða i kvöld og annað
kvöld i Austurbæjarbiói kl.
23:30.