Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 10.10.1975, Blaðsíða 19
VtSIR. Föstudagur 10. október 1975. Spor í rétta ótt í baróttunni við arfgenga sjúkdóma Franskur læknir hefur fært okkur feti nær þvi að sporna við arfgengnum sjúkdóm- um, með þvi að honum hefur tekist að ein- angra nokkur af þeim genum sem ákveða erfðaeiginleika frá for- eldrum. Einangrun um 100 gena af þeim 40 þúsundum sem mann- leg vera er sett saman af, getur hjálpað vísindamönnum til þess að „kortleggja” i fyrsta sinn, erfðaeiginleika mannsins. Afrek þetta var unnið af Jean de Grouchy, sem er prófessor við Necker sjúkrahúsið í Paris. Hann hefur lagt stund á að rannsaka þau gen sem stjórna nokkrum arfgengum sjúkdóm- um. Þegar þau voru rannsökuð undir smásjá kom i ljós að þau voru frábrugðin öðrum heilbrigðum gegnum. Prófessorinn og aðstoðar- menn hans hafa stigið fyrsta skrefið i áttina að Þv' að mögulegt veröi aö spá fyrir um arfgenga sjúkdóma, og jafnvel heilbrigðum kjarna og koma þar með i veg fyrir sjúkdóminn. Lögreglan kennir þeim ýmsa klœki Um þrjú hundruð manns, sem ábyrgð bera á hnifstungum, morðum og öðrum alvarlegum glæpaverkum, hittast i London i þessari viku til þess að fá aðstoð og haidgóðar upplýsingar hjá bresku lögreglunni. Lögreglan mun halda fyrir- lestra um vopn, sprengjur, hvemig á að stinga upp lása og ýmsar aðferðir lögreglunnar, fyrir þátttakendur i fyrsta alþjóða þingi glæpasögu- höfunda. Þátttakendur frá Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Italiu, Noregi, Sviss, Sviþjóð, Póllandi, Tékkóslóvakiu, Kanada og Bandarikjunum hafa slegist i hópinn með breskum starfs- bræðrum si'num á vikuþingi, sem haldið er á hóteli nokkru á Piccadilly i London. Samtök breskra glæpasagna rithöfunda sér um þinghaldið. 19 ★ PAUL NEWMAN ★ FRANK SINATRA ★ CLINT EASTWOOD ★ ROBERT REDFORD * STEVE McQUEEN ★ BURT REYNOLDS Svona líta þeir út sköllóttir Hefurðu nokkurn timann hugleitt hvernig þessir sex af vinsælustu leikurum Hollywood litu út ef þeir misstu hárið? Hér eru þeir meira og minna sköllóttir allir saman og nú skulið þið dæma hvort þeir eru eins „sexý” hárlausir og t.d. Yul Brynner og Telly Savalas, sem eru ekkert að leyna skallanum. Geimfararnir heim- sœkja hver annan Bandarisku geimfararnir þrir, Stafford, Slayton og Brand, sem tóku þátt i sovésk- bandarisku geimferðinni i júli s.l., em nýkomnir heim til Bandarikjanna eftir 2ja vikna • ferðalag um Sovétrikm. Var eftir þeim haft að það hefði haft mikil áhrif á þá hve almenningur hefði sýnt þeim „.ótrúlega mikla velvild”. Geimfararnir heimsóttu 7 sovéskar borgir. Slayton sagði á blaðamanna- fundi að þeir félagar sem allir voru með fjölskyldur sinar, hefðu gjarnan viljaðvera leng- ur. Móttök irnar hefðu alls stað- ar veriö með fádæmum góðar. Sovésku geimfararnir Loenov og Kubasov fara með fjölskyld- ur sinar til Washington um miðjan október. Heimsækja þeir 10 borgir i Bandarikjunum og dvelja i landinu i 2 vikur.. SMYGLAÐI UNNUSTUNNI FRAMHJÁ ÖRYGGISVÖRÐUNUM Austurriskur liðþjáifi, sem smyglaði ísraelskri unnustu sinni inn i herbúðir öryggis- sveitar Sameinuðu þjóðanna i Golan, fékk nú fyrir skömmu skilnað frá konu sinni i Vinar- borg. Liðþjálfinn heitir Ernst Steinbauer og er 25 ára að aldri. Hann hefur verið í öryggissveit- um S.þÞ. Varð uppi fótur og fit þegar upp komst að hann hafði smyglað ástmey sinni, Jeannelte Farraj, 19 ára gamalli, framhjá bæði ísraelsk- um og sýrlenskum öryggisvörð- um. Jeannette er hermaður i Israelska hernum. Liðþjáliinn var umsvifalaust sendur til Austurrikis og ung- frúin Teidd fyrir herrétt. Jafn skjótt og eiginkona Steinbauers heyrði um ævintýrið sótti hún um skilnað frá manni sinum. Steinbauer er nú i atvinnuleit til þess að hann geti kvænst Jeannette en hann er kominn til Israel en á i erfiðleikum með að fá atvinnuleyfi. VERSLUN 'l"1" * Upp eða niður Laugaveginn í verslunarerindum — þó er tilvalið að fó sér hressingu hjá okkur ‘MATSTOFAN cHLEplMTONGI LAUGAVEGI 116 — SÍMI 10312 Hjónarúm— Springdýnur Ilöfum úrval af hjónarúmum m.a. með bólstruðum höfðagöflum og tvöföldum dýnum. Erum einnig með mjög skemmtilega svefnbekki fyrir börn og unglinga. Framleiöum nýjar spring- dýnur. Gerum við notaðar springdýn- ur samdægurs. Opið frá kl. 9-7 og laugardaga frá kl. 10-1. Springdýrwr Helluhrauni 20, Simi 53044. Hafnarfirði Ávallt í hódeginu m.a. þrír tilbúnir réttir °MATSTOFAN cHLEMMTOFGI LAUGAVEGI 116 — SlMI 10312

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.