Vísir


Vísir - 11.10.1975, Qupperneq 17

Vísir - 11.10.1975, Qupperneq 17
VÍSIR. Laugardagur 11. október 1975. 17 í DAG | D KVÖLD | rzj □AG | Q KVÖLD n □AG | Liv Ullman ásamt dóttur sinni, sem hún eignaðist með þeim fræga Ingmar Bergman. LITIÐ INN HJÁ UV ULLMAN — norskur blaðamaður rœðir við þessa ágœtu leikkonu Norska leikkonan,Liv Ullman, er okkur að góðu kunn. Það nægir að nefna myndaflokkinn Vesturfarana, sem sýndur var hér i sjónvarpinu við miklar vinsældir. Þar lék Liv aðalhlut- verkið ásamt Max Von Sydow. Sjónvarpið sýnir annað kvöld mynd um þessa ágætu leikkonu. „Litið inn hjá Liv Ullman” kall- ast þátturinn. Norskur blaða- maður ræðir við Liv að lokinni frumsýningu á Broadway á BrUðuheimili Ibsens. Þar spreytti Liv sig á hlutverki Noru. Við höfum séð Liv i fleiri myndum i Islenska sjónvarpinu, t.d. f „Þáttum úr hjónabandi”. Liv hefur mikið komið við sögu i Sviþjóð. Margir hafa haldið að hún væri þar fædd en svo er ekki, þvi hún er fædd og uppalin i Noregi. Liv á eina dóttur. Hana eign- aðisthún með þeim fræga Ing- mar Bergman, sem tæpast þarf að kynna nánar. Samband þeirra Liv og Ingmars för út um þúfur, en hún hefur leikið i myndum hans. —EA ÚTVARP • Laugardagur 11.október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunb.æn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir les söguna „Bessi” eftir Doro- thy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúk- linga kl. 10.15: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A slóðum Stephans G. Annar þáttur Agnars Guðnasonar með frásögn- um og viðtölum við Vestur- íslendinga. 15.00 Miðdcgistónleikar Artur Rubinstein og hljómsveit undir stjórn Alfred Wallen- steins leika Konsert fyrir pianó og hljómsveit nr. 20 i d-moll eftir Mozart. Fil- harmoniusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 8 i F-dúr op. 93 eftir Beethoven, Hans Schmidt-Isserstedt stjórn- ar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 16.30 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 17.00 Popp á laugardegi 17.50 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 „Lifið sigur ber” Ljóða- stund með Daniel Á. Danielssyni. Arnar Jónsson leikari sér um þáttinn. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Utúrdúrar úr Landrétt- um Þáttur i umsjá Stein- unnar Sigurðardóttur. 21.15 Promenadehljómsveitin i Berlin leikur lög eftir Suppé, Waldteufel, Millök- er, Eilenberg og Strauss. 21.45 Úr ljóðum Jakobinu Johnson Halla Guðmunds- dóttir les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. SUNNUDAGUR 12.október. 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar.. (10.10 Veðurfregnir). „Missa sole- mnis” i D-dúr op. 123 eftir Ludwig van Beethoven. Flytjendur: Elisabeth Söderström, Marga Höff- gen, Waldemar Kmentt, Martti Talvela, kór og hljómsveitin Nýja- Philharmonia, Otto Klemperer stjórnar. 11.00 Messa i Dómkirkjunni Prestur: Séra óskar J. Þorláksson. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfrégnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 í fylgd með fullorðnum Rósberg G. Snædal rit- höfundur spjallar við hlustendur. 13.40 Harmonikulög. Veikko Ahvenainen leikur. 14.00 Staldrað viðá Vopnafirði — annar þáttur Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátfðinni i SaIz- burg. Flytjendur: Mozarteum-hljómsveitin, Krisztina Laki sópran og Paul Badura-Skoda pianó- leikari. Stjórnandi:Leopolds Hager. Flutt er tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. a. Sinfónia i D-dúr (K97). b. Pianókonsert i F-dúr (K459). c. Tvær konsertarí- ur (K272 og K538) fyrir sópran og hljómsveit. d. Sinfónia i Es-dúr (K132). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Þættir um Jóhannes Kjarval.Birgir Kjaran hag- fræðingur flytur. 18.00 Stundarkorn með gitar- ieikaranum Juiian Bream. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Herinn — þýðing hans og staða i vit- und þjóðarinnar Baldur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 íslensk' tónlist Jórunn Viðar leikur „Svipmyndir fyrir pianó” eftir Pál tsólfs- son. 20.30 Skáld við ritstjöm .Þætt- ir um blaðamennsku Einars Hjörleifssonar, Gests Pálssonar og Jóns Ólafssonar i Winnipeg. — Fjórði þáttur. Sveinn Skorri Höskuldsson tók saman. ' Lesarar með honum: Óskar Halldórsson og Þorleifur Hauksson. 21.15 Kvöldtónlcikar. Gérard Souzay syngur lög eftir Franz Schubert, Hugo Wolf og Robert Schumann, Dalton Baldwin leikur á pianó. 21.45 „Júli”, smásaga eftir Gunnar Finnsson Sigurður Karlsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sjónvarp sunnudag kl. 21.25: HVAR ER SHIRLEY? — nœst síðasti þátturinn í mynda- flokknum „Allra veðra von" Nú er komið að næst siðasta þættinum i myndaflokknum Allra veðra von. Þátturinn heit- ir Hvar er Shirley? Við segjum ekkert um það hvort. Shirley finnst eða ekki. Það eina sem við segjum er að leitað verður að henni.... Við fylgjumst einnig með Andreu sem liggur á sjúkrahús- inu. Kosningabaráttan kemur lika við sögu. Gamli kærastinn hennar Andreu kemur i heimsókn, en það verður ekkert meira á milli þeirra. En móðir hennar kemur einnig. Hún hefur i' ógáti opnað bréf til Andreu, þar sem þær hafa sömu upphafsstafi. Bréfið reynist vera frá Philip. Móður hennar finnst þetta mikið frumhlaup, og Andrea næstum rekur hana á dyr. Við fylgjumst svo með ýmsu i sambandi við kosningabarátt- una. Og nú fara linurnar brátt að skýrast. —EA Sjónvarp kl. 20.30: Fjörugt hjá lœknum í kvöld Það verðúr fjörugt hjá lækn- unum i kvöld. Þeir fást allir við kennslu á spitalanum. i hópi nemendanna er einn sem gerir hverja skyssuna á fætur ann- arri. Hann virðist ekkert geta gert eins og til er ætlast. Eitt sinn þegar kennsla stend- ur sem hæst yfir, kemur rektor Háskólans i heimsókn á spital- ann. Erindið er að ræða við Loftus og þá um leið um vænt- anlega riddaranafnbót hans. Loftus vill gera allt til þess að vekja aðdáun rektors og flýta fyrir nafnbótinni. Hann býður honum þvi á stofugang -ásamt kennurum og stúdentum. Og þá fer að ganga á ýmsu.... ‘ —EA Útvarp kl. 19.35 og 21.45: Viltu hlusta — kveiktu þá á útvarpinu í kvöld Sá sem hefur gaman af að hlusta á ljóðalestur ætti að kveikja á útvarpinu i kvöld. „Lifið sigur ber” heitir fyrri þátturinn sem við visum á. Þar er á ferðinni ljóðastund með Daniel Á. Danielssyni. Arnar Jónsson, leikari, sér um þáttinn. Ljóðin eru ekki þar með búin. Klukkan 21.45 i kvöld hefst svo þáttur þar sem Halla Guðmundsdóttir les úr ljóðum Jakobinu Johnson. Þáttur Am- ars Jónssonarhefst nokkru fyrr. eða klukkan 19.35.. —EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.