Vísir - 13.10.1975, Síða 3

Vísir - 13.10.1975, Síða 3
Vlsir. Mánudagur 13. október 1975. 3 Landhelgismál og efnahags- vandi helstu mál þingsins Setning Alþingis teist á ári hverju með stærri og eftirtekt- arverðari viðburðum þjóðlifs- ins. Sumir telja setningu Al- þingis lika merkan atburð þar scni Alþingi sé lifæð þjóðfélags- ins. Aðrir hrista hausinn og kveða upp þann dóm að löggjaf- arsamkunda þjóðarinnar sé aðeins viðurværi máigiaðra inanna sem iðki þrætubókarlist i erg og grið ölluin tii ama og engum til gagns. Hið síðarnefnda var alls ekki það sem blasti við blaðamanni Visis er hann leit við i Alþingis- húsinu við setningu þingsins. Kampakátir þingmenn heilsuð- ust glaðir i bragði og gömul misklið virtist gleymd og graf- in. Áður en önnum kafnir þing- menn fóru til starfa i þingflokk- unum tókst okkur að ná tali af nokkrum þeirra og spyrja þá hver þeir teldu verða helstu mál þingsins. Mörg inál biða úrlausnar þingsins „Það eru mörg mál sem biða úrlausnar þingsins” sagði Sigurlaug Bjarnadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. „Fyrst er að nefna landhelgis- málið. Það er von min að við ná- um sem bestum samningum við þá sem stundað hafa veiðar við tslandsstrendur. Þrátt fyrir sið- ustu viðbrögð viðsemjenda okk- ar tel ég ekki ástæðu til svart- sýni og þaðan af siður að við megum láta þau verða til þess að draga úr okkur kjarkinn. Okkar styrkleiki er einkum fólginn i friðunarsjónarmiðum og hve fiskveiðar eru stór hluti i þjóðarauðnum. Vegna þessara sterku raka hljótum við að vera bjartsýn.” Varðandi efnahagsmálin taldi Sigurlaug útlitið vera svart og þingmanna biðu ekki skemmti- ieg verkefni. „Þó er ekki ástæða til svart- sýni. öll él birtir upp um siðir. Ef við snúum bökum saman og tökum á vandanum af raunsæi er ekki ástæða til svartsýni. Enda þótt efnahags- og land- helgismál verði timafrekust og Alþingi hvað þyngst i skauti, vona ég að önnur þörf og góð mál kafni ekki i umræðum og þvargi,” sagði Sigurlaug Bjarnadóttir að lokum. Landhelgis og efna- hagsmál helstu mál þingsins „Landhelgis- og efnahagsmál verða helstu mál þingsins ” sagði Jón Skaftason þingmaður Framsóknarflokksins. „Enn er ekki hægt að skýra frá afstöðunni til samninga i landhelgisdeilunni þar sem málið er nú til umræðu i stjórn- arflokkunum.” I sambandi við efnahagsmál- in sagði Jón að fjárlögin myndu ekki hækka minna nú, frá þvi sem var i fyrra en sem næmi dýrtiðaraukningunni. Að lokum sagði Jón Skafta- son: „Efnahagserfiðleikar þeir sem nú er við að eiga eru óvenju- miklir og engin teikn um að út- flutningsverðlag fari hækkandi á næstunni. Það er þvi ljóst að Alþingis biður erfitt verkefni.” Sigurlaug Bjarnadóttir Skattamálin verður „Vegna hins slæma efnahags- ástands verður setning fjárlaga mjög vandasöm nú. Vaninn er að fjárlagafrumvarpið sé lagt fram i byrjun þings og það siðan rætt. Þvi má búast við miklum umræðum fljótlega i byrjun þings.” Þetta voru orð Magnús- ar Torfa Ólafssonar þingmanns Samtakanna, er hann var spurður um hver hann teldi að yrðu helstu mál þingsins. Þvi næst sagði Magnús: „Á þessu þingi verður að taka skattamálin til sérstakrar at- hugunar i stað þess að tjasla við þau eins og áður hefur verið gert. Þau mótmæli sem heyrst hafa viðs vegar af að landinu eru að minum dómi uppreisn skattborgaranna gegn gloppum i skattkerfinu. Úrfærsla landhelginnar mun og koma á dagskrá þingsins og verður þá væntanlega rætt um hvort og hvenær semja eigi við útlendinga. En annai s munu þessi mál öll skýrast eftir stefnuræðu forsæt- isráðherra og þær umræður sem fylgja i kjölfarið.” Jón Skaftason Kikíssl jórnin .»ili slærstum hluta . erúholgunnar „Dýrtiðaraukningin nam rúmum 50% á ári. Og stærsti hlutinn er verk núverandi riki- stjórnar ” sagði Lúðvik Jóseps- son þingmaður Alþýðubanda- lags. „Ráðstafanir rikisstjórnar- innar, eins og gengisfelling, hækkun söluskatts og álagt vörugjald eru orsök u.þ.b. 40% verðbólgunnar, en 10-12% geta talist utanaðkomandi áhrif. Þannig má segja að stefna stjórnarinnar hafi verið verð-- bólguhvetjandi! Siðan sagði Lúðvik Jósepsson: „Nú er það spurning hvort rik isstjórnin muni taka upp nýja stefnu eða verður farin önnur kollsteypa.” Um landhelgismálið sagði Lúðvik: „Það hefur komið skýrt fram að innan rikisstjórnarinn- ar eru rik sjónarmið fyrir hendi að vilja semja um ný friðindi út- lendingum til handa, jafnvel innan 50 milnanna. Þetta er alveg fráleitt þar sem við höfum miklu betri að- stöðu en áður og það á alls ekki art athuga vel. — segja þingmenn úr öllum flokkum að ljá máls á undanþágu til handa þeim sem brjóta lög okk- ar. Það er hlutverk og skylda Alþingis að mót skýra og einarða stefnu i þessum mál- um.” . .1' ‘lagsmáliii veröa .H'.irlega á haugi”: „Að minum dómi verða fé- lagsmálin ofarlega á baugi i þinginu i vetur. A félagsmála- löggjöfinni er nauðsynlegt að gera verulegar breytingar til þess að koma til móts við bar- áttu hinna ýmsu starfsgreina og öðlast þannig frið á vinnumark- aðnum.” Þannig mæltist Eggert G. Þorsteinssyni alþingismanni er Visir hafði tal af honum i gær. „Efnahags- og landhelgis- málin verða i fyrirrúmi eins og eðiilegt er. Við höfum enn ekki mótað afstöðu okkar til samn- inga en fulltrúi Alþýðuflokksins i landhelgisnefnd og utanrikis- nefnd hefur lýst tregðu okkar til samninga við útlendinga. Það er von min að þjóðarein- ing haldist i landhelgismálinu,” sagði Eggert G. Þorsteinsson að lokum. EKG I.úðvik Jósepsson Allmiklar breytingar í poppheiminum hérlendis Tvœr nýjar popphljóm- sveitir og ein rœki- lega upp- stokkuð Tvær nýjar popphljómsveitir og sú þriðja,rækiiega uppstokk- uð,eru senn tiibúnar i siaginn á Stór-Reykjavikursvæðinu. Ari Jónsson, fyrrum Borgis og Roof Tops trymbill snýr nú aft- ur úr stuttu frii sinu frá hljóð- færaleik ásamt þremur öðrum tónlistarmönnum sem að undanförnu hafa einnig gert hlé á hljóðfæraleik sinum. Eru það Kristján Blöndal —áður Birta og Borgis) sem leikur á gitar, Clyde Barrow —áður JUdas) Vildarkjör nokkurra embœttismanna ríkisins: GREIÐA ALLT NIÐUR í ÞÚSUNDKALL í HÚSA- LEIGU Á MÁNUÐI einniggitarleikari, og Jón Pétur (áður Roof Tops) sem mun leika á bassa. Þeir eru nýlega farnir að æfa af kappi en hljómsveitin var nafnlaus er siðast fréttist. Þeir munu að öllum likindum leggja megináherslu á rokk annars vegar og diskótónlist hinsvegar. Alfa Beta heitir hljómsveit sem nú mun fullmótuð og til i allt. 1 henni eru Atli Viðar Jóns- son (áður Birta og Borgis, broð- ir Ara) og þenur hann bassann, Guðmundur Haukur —áður Roof Tops) sér um sönginn og trommurnar lemur Haraldur nokkur og er ekki full kunnugt um hvaða hljómsveit hann var i siðast. Þá mun Brimklóin gamla vera að hrista af sér slenið með Bjarka norðlending Tryggvason i broddi fylkingar. Hann mun sjá um bassann auk þess sem hann verður söngvari hljóm- sveitarinnar. Bjarki hefur áður leikiðm.a.með Pólo og Ingimar Eydal. Guðmundur Benedikts- son leikur á orgel, en hann var áður I Mánum frá Selfossi. Arn- ar Sigurbjörnsson og Ragnar Sigurðsson eru þeir einu sem eftir eru að gömlu Brimkló og leikur Arnar á gitar en Ragnar „Gösli” Sigurðsson á trommur. Ragnar var eitt sinn trymbill i Mánum, áður en hann gekk i Brimkló. Það er athyglisvert, að allir hljóðfæraleikarar Borgis hafa nú hafið hljóðfæraleik með öðr- um hljómsveitum. Orgelleikari Borgis, Pétur Hjaltested leikur nú með Paradis. —GSL Nokkrir embættisinenn rikis- ins búa cnn við þau vildarkjör að grciða ekki ncma þúsund krónur, eða jafnvel minna, i húsaleigu á mánuði. Þetta eru þcir mcnn sem fluttu inn I emb- ættisbústaði rikisins áður en ný reglugerð um þá tók gildi 1970. Þessum embættismönnum fer þó óðum fækkandi. Þegar þeir láta af störfum, verður eftir- maðurinn sem notar embættis- bústaöinn að greiða drjúga leigu, i hlutfalli við brunabóta- mat. Þeir embættismenn sem fluttu inn i bústaði rikisins fyrir 1970, gerðu sérsamninga hver fyrirsig við rikiö um húsaleigu. Það var fastákveðin húsaleiga I krónutölu. Sú tala hefur siðan ekkert breyst. Þess vegna er leigan svo lág sums staðar. tbúöarhúsnæði I eigu rikisins á Stór-Reykjavikursvæðinu og á Akureyri, fer óðum fækkandi. Enda er það i samræmi við þá stefnu, að þar sem eðlilegur markaður hefur skapast fyrir ibúðarhúsnæði til kaups eða leigu, skuli selja rikisibúðir við fyrsta tækifæri. I Reykjavik eru fimm emb- ættisbústaðirenn i eigu rikisins. Einn þeirra, við Engihlið 9, verður seldur innan skamms. Hinum fjórum hafa prestar af- not af. Þeir eru: Ragnar Fjalar Lárusson, Jón Þorvarðarson, Garðar Svavarsson og Arelius Nielsson. t Hafnarfirði er enn til einn embættisbústaður, sem Einar Ingimundarson bæjarfógeti hefur. Á Akureyri á rikið enn prestsetur og læknabústað. 1 öðrum byggðarlögum á rikið fjölmarga embættisbústaöi. Þeir,sem þar búa, greiða húsa- leigu eftir þvi hversu afskekkt byggðin er talin, Þvi afskekkt- ari, þvi iægri leiga. Lægst er ieigan hjá vitavörðum, aöeins tiu prósent af leigunni i Reykja- vfk. Á flestum stöðum utan Suð- urlandsundirlendisins er leigan 40 til 50 prósent af leigunni i Reykjavlk. íbúðarhúsnæði I eigu rikisins er aðallega fyrir kennara, lækna, sýslumenn, vitaverði, simstöðvastjóra og fieiri. Samkvæmt reglugerð eiga þeir sem búa I rikisibúð aö greiða hita og rafmagn. Sums staðar háttar þó þannig, að embættisbústaður er samfastur starfshúsnæði viðkomandi emb- ættismanna. Er þá oft sam- eiginlegt rafmagn og hiti. Greiða embættismennirnir þá liklega hluta þess kostnaðar. —ÓII

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.