Tíminn - 26.10.1966, Qupperneq 5
HTðVlKUDAGUR 26. október 1966
5
Útgefandi: FRAMSÓKNAR'FLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Atig-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofui i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. f.
Uppgjöf eða átak
í vegamálum
Ástandið í vegamálum landsins er nú orðið þannig, að
við eigum aðeins um tvennt að velja — annað hvort að
streitast við að halda við ónýtum þjóðvegum, sem þola
ekki hina sívaxandi umferð, eyða í það óhóflega miklu
fé, en hljóta þó að þokast aftur á bak, eða að efna nú
þegar til stórátaks í því skyni að koma varanlegu slitlagi
á fjölförnustu vegina. Hér er um uppgjöf eða átak að
velja.
Sú ófremdarsaga hefur gerzt síðan 1958, að ríkið hefur
tekið í skatta af umferð og farartækjum á þriðja milljarð
króna, umfram það, sem lagt hefur verið til vega á sama
tíma. F -'rð Keflavíkurvegar hófst varanleg vegagerð
og til þe æypt til landsins stórvirk vegagerðartæki. En
í stað þess að halda áfram, þegar honum lauk, voru hin
stórvirku tæki stöðvuð og standa enn, en ríkisstjórnin
hefur boðað þriggja ára stöðvun í varanlegri vegagerð í
landinu en mokar æ hærri fjárhæðum sem skattgjöldum
af umferðinni í almenna eyðslu ríkissjóðs.
'• •• - * n I ? *
Framsóknarmenn hafa hvað eftir annað gagnrýnt
þesa geigvænlegu þróun harðlega og flutt þing eftir
þing tillögur um framlög til varanlegra vegagerða og mót
mælt harðlega, þegar ríkisstjórnin tók síðasta vegaféð
út af fjárlögunum í fyrra.
Nú hefur Helgi Bergs flutt í efri deild ásamt fleiri
þingmönnum Framsóknarflokksins í deildinni. frumvarp
um það, að leyfisgjaldi af innfluttum bifreiðum, sem
áætlað er 170 millj. kr. á næsta ári, verði ráðstafað ó-
skertu til nýbygginga vega úr varanlegu efni. í fram-
söguræðu sinni fyrir frumvarpinu lýsti Helgi því með
glöggum tölum og rökum, hvernig ástandið er orðið.
Hann sagði, að á vegakerfi landsins væru nú 30—40 þús
bifreiðar og væri verðmæti þeirra 6—7 milljarðar króna,
og svonefndar hraðbrautir, eða vegir, sem 1—10 þús.
bílar fara um á dag, eru nú taldar 350 km. Þessir vegir
eru um 4% af lengd vegakerfisins, en um helmingur alir
ar umferðarinnar fer um þessa vegakafla.
Sparnað af því, að þessi helmingur umferðarinnar væri
um vegi með varanlegu slitlagi, 1 stað hinna holóttu og
ónýtu malarvega, er varlega áætlaður um 400 millj. á
ári á farartækjunum einum á ári, en við bætist mikill
sparnaður í viðhaldi þessara vega. Gert er ráð fyrir að
umferðin um þjóðvegina tvöfaldist á úæstu tíu árum,
og því er talið, að þjóðin — einstaklingar og ríki — gæti
sparað sér 5—6 þús. milljóna kostnað á næsta áratug,
ef hún gæti nú þegar lagt þessa 350 km varanlegra
vega- Sést hér, hvað í húfi er, og hve geigvænlegur sá
boðskapur er að stöðva varanlega vegagerð næstu þrjú ár
Helgi benti á það, hve mikil fjarstæða væri að segja,
að fjárhagsgr.undvöll skorti til þess að halda áfram var-
anlegri vegagerð, þar sem ríkið hefði tekið og tæki ár-
lega allt að 400 millj. af umferðinni umfram vegafé. og
þótt þessar 170 millj. væru þegar teknar til varanleerar
vegagerðar á næsta ári, héldi ríkið samt a. m.k. 200
milljónum eftir af bílatekjunum á ári.
Helgi sagði, að þetta átak væri að vísu ekki nóg t.il
lausnar hinum mikla vanda í vegamálunum, en þó mikið
byrjunarspor. Auk þess yrði að afla verulegs lánsfjár, en
eðlilegt væri, að um það mál væri fjallað í sambandi við
endurskoðun vegaáætlunarinnar síðar á þessu þingi.
Tímmu
ERLENT YFIRLIT
Hvað yrði gert við Fulbright
í Kína eða í Austur-Evrópu?
Málfrelsið er meginkostur hins vestræna lýðræðis
ÞAÐ HEFUR ekki farið
framhjá þeim, sem fylgzt hafa
með fréttum blaða og útvarps
að undanförnu, að styrjaldai
rekstur Bandaríkjanna í Viet
nam hefur sætt harðri gagn-
rýni margra áhrifamanna í
Bandaríkjunum. Þekktust er
gagnrýni Fulbrights öldunga-
deildarþingmanns, sem er foi
maður í utanríkisnefnd öld-
ungadeildarinnar. Hann hefur
gagnrýnt stefnu Johnsons for-
seta leynt og ljóst og varað
eindregið við öllum aðgerðum,
sem gætu orðið til þess að
færa styrjöldina út. Mansfield
h öldungadeildarþingmaður, sem
er formaður þingflokks demó
krata í öldungadeildinni, hefur
raunar gert hið sama. Gagn-
rýni hans hefur verið flutt af
meiri hófsemi og því vakið
minni athygli erlendis, en
heima fyrir hefur hún senni-
lega ekki reynzt áhrifaminni,
einkum þó á svokölluðum
hærri stöðum. Þar er mikið til-
' ht tekið til Mansfields, vegna
mikilla áhrifa hans í öldunga
deildinni.
Þá hafa sum af stórblöðun
um í Bandaríkjunum tekið ein-
dregið undir þessa gagnrýni,
og þó alveg sérstaklega „The
New York Times“. Hin blöðin
eru þó miklu fleiri, sem hafa
varið stefnu stjórnarinnar.
Robert Kennedy öldunga-
deildarþingmaður hefur einnig
gagnrýnt ýms atriði í stefnu
ríkisstjórnarinnar og hefur
það átt sinn þátt í að efla
vinsældir hans meðal frjáls-
lyndra manna. Gagnrýni Ful-
brights hefur ekki styrkt að-
stöðu hans á sama hátt sök-
um þess að hann er þingmaður
frá einu af Suðurríkjunum og
fylgir því íhaldssamri stefnu
í kynþáttamálunum.
Það er áreiðanlegt, að gagn
rýni þessara manna og blaða
hefur ekki aðeins haft mikjl á
hrif á almenningsálitið í Banda
ríkjunum, heldur einnig á að-
gerðir og stefnu ríkisstjórnar
linnar. Margir hershöfðingjar
og svokalilaðir sérfræðingar
stjórnarinnar hafa lagt til að
styrjaldaraðgerðir væru aukn
ar, en stjórnin hefur hafnað
tillögum þeirra og farið vægi-
legar í sakirnar, m. a. vegna
gagnrýni og áhrifa manna eins
og Fulbrjghts, Mansfields og
Kennedys.
BANDARÍKIN hafa víða um
heim hlotið þunga dóma frjáls
lyndra manna fyrir styrjaldar
reksturinn í Vietnam, einkum
þó fyrir loftárásirnar á Norð
uir-Vietnam. Bersýnilegt er,
að margir valdamenn Banda-
ríkjanna álíta sig vera að heyja
einskonar krossferð gegn
kommúnismanum með því að
berjast gegn Viet Cong og með
því að viðhalda völdum spilltr
ar auðstéttar og ofstæðisfullra
lukkuriddara eins og Ky
'markskálks. Þessir forustu-
menn Bandaríkjanna virðast
ekki gera sér ljóst, að þeir
standa hér : ekki ólíkum spor
MANSFIELD
um og stjórnendur gömlu ný-
lenduveldanna gerðu fyrir fá-
um áratugum. Fyrir þá, sem
líta til Bandaríkjanna sem
eins forusturíkis vestrænna
þjóða, er þessi misskilningur
forustumanna þeirra næsta
sorglegur. En þeim mun
ánægjulegra er þá líka að
heyra gagnrýni og aðvaranir
manna eins og Fulbrights,
Mansfields og Kennedys. Fram
koma þeirra sýnir og sannar,
að Bandaríkin eru ríki, þar sem
málfrelsi er í heiðri haft, og
menn geta opinskátt og ein-
dregið barizt fyrir skoðunum
sínum hvort sem stjórnendum
líkar það betur eða verr. Með
an slíkir- stjórnarhættir ríkja
í Bandaríkjunum — og ekkert
bendir til. að breyting verði
á því — eru Bandaríkin traust
ur fulltrúi vestræns lýðræðis,
enda þótt fyrir komi, að stjórn
endum þeirra missjáist eins og
öðrum dauðlegum mönnum-
Málfrelsið er mikilvæg trvgj
ing þess, að mistökin verði
færri og minni en ella.
Deilur þær ,sem hafa risið
í Bandaríkjunum i samoand'
við Vietnamstyrjöldina syna
ótvírætt, að málfrelsið bygg
ist á sterkum grunni í
Bandaríkjunum — vafalaust
sterkari en í Vestur-Evrópu,
þegar Bretland og Norðurlönd
eru undanskilinn. Þessi grund
völlur er ótraustari í Þýzka
landi, Ítalíu og Frakklandi. í
því sambandi er skemmst að
minnast stjórná þeirra Hitlers
og Mussolinis.
í SAMBANDI við þá gagn-
rýni, sem rætt er um hér að
framan, er ekki úr vegi að
spyrja, hvernig myndi mönn-
um eins og Fulbright Mans-
field oig Robert Kennedy farn-
ast, ef þeir væru í Kína eða
Austur-Evrópu og reyndu að
gagnrýna stjórnarstefnuna þar.
Þessu er auðsvarað. í fyrsta
lagi er þar engin vettvangur
til fyrir slíka gagnrýni. Þar
eru engin þjóðþing, sem geta
verið vettvangur slíkrar gagn-
rýni. Þjóðþingin þar eru enn
lítið annað en hallelúja-sam-
komur, þar sem þingmenn geta
borið fram þá gagnrýni eina,
sem er valdhöfunum þóknan-
leg. Þar eru ekki heldur til
nein blöð, sem eru vettvangur
slíkrar gagnrýni. Öll blöðin eru
háð valdhöfunum, öll gefin
út til að túlka stefnu þeirra og
réttlæta gerðir þeirra. Þá
sjaldan þegar það kemur fyrir,
að þessi blöð flytja gagnrýni
stafar það af því, að valdhaf
arnir vilja koma fram einhverj
um breytingum eða vilja
kenna einhverjum öðrum um
en sjálfum sér, ef eitthvað hef
ur mistekizt.
Ef þeir Fulbright, Mans-
field og Kennedy væru í kemm
únistariki, hefðu þeir þannig
í fyrsta lagi engan sæmileg-
an vettvang til að koma gagn-
rýni sinni á framfæri. Færu
þeir samt að reyna að hreyfa
henni, t. d. með því að fara
að prédika hana á götum eða
gatnamótum, myndu þeir fljót
lega verða gripnir af lögregl
unni og ákærðir fyrir að ó-
frægja hið sósíaliska ríki.
Þeirra myndi svo bíða fangels
isvist í lengri eða skemmri
tíma. ■
Það skal játað, að þetta hef-
ur heldur breyzt til hins betra
í sumum löndum Austur-Evr-
ópu hin síðari ár. Þar þorðu
menn ekki fyirr fáum ámm
að láta neina gagnrýni í ljós
1 hópi nánustu kunningja, hvað
þá heldur á rýmri vettvangi.
Nú gera menn það orðið meira
og minna í einkaviðræðum. En
á opinberum vettvangi er enn
sami einstefnuaksturinn og
áður. í Kína stefnir þetta svo
í alveg öfuga átt. Þar hefur
þetta versnað með tilkomu
‘rauðu varðliðanna.
Sú hætta, sem getur stafað
■atf kommúnistaríkjunum, staf
ar ekki sízt af því, að þar
þurfa valdhafarnir ekki að
óttast neina opinbera gagn-
rýni. Þeir þurfa ekki að taka
hana með í reikninginn. f
bessu felist hin mikla hætta,
ef drottnunargjarnir og ofsa-
fengnir menn komast til valda,
sem ekki getur síður hent
þar en annarsstaðar. Þ.Þ.