Vísir - 16.10.1975, Page 9

Vísir - 16.10.1975, Page 9
VtSIR. Fimmtudagur 18. oktöber 1975, 9 Verður Snœfellið varðveitt? Það man sinn f íf il fegri, Snæfellið. Um þrjátíu ára skeið var það eitt mesta af la- og happaskip í sögu akureyriskrar útgerðar, en hef ur nú legið ónotað í Akureyr- arhöf n í bráðum tvö ár. Sú hugmynd hef ur komið f ram að vert væri að varðveita skipið, en þar sem enginn hetur tekið af skarið eða boðist til að f jármagna slíkt, virðistekki liggja annað fyrir þessu aldna happafleyi en því verði brennt eða sökkt. —EB. Ljósm.: BG. Meginforsendur fjórlagafrumvarpsins Gjöld: I gjaldaáætlun fjárlagafrum- varpsins er mi6að við kauplag i október 1975, þannig að fullt tillit er tekið til áhrifa kjara- samninga á sl. vori, og kaup- greiösluvísitölu, 106,18 stig. Útgjöld lifeyristrygginga eru áætluö i samræmi við hækk- unina frá 1. jiilí 1975 og Utgjöld sjúkratrygginga á grundvelli daggjalda sem voru ákveðin 1. júli 1975.þ Almenn verðhækkun hefur reynst 45—50% frá sfðustu fjár- lagagerð og hefur hún verið höfð til hliðsjónar að nokkru. Auk þess líkleg útkoma ársins 1975. Tekjur: Tekjuhlið frumvarpsins miðast við hliðstæðar kauplags- og verðlagsforsendur og hér haf verið raktar. Miðað er við að heildarútgjöld þjóðarinnar veröi ekki meiri að raunveru- legu varðgildi á næsta ári en f ár. Gert er ráð fyrir aö skattvisi- talan hækki til jafns við tekjur á árinu 1975, og verði 125 stig, miðað við 100 stig á árinu 1975. Reiknað er með að vöru- gjaldið falli niöur um næstu ára- mót og til komi tollalækkun samkvæmt samningum við EFTA og EBE. Þá er gert ráð fyrir að fasteignamat til eigna- skatts hækki og verði fært til verðlags á þessu ári. Loks miðast tekjuáætlunin við það að 2% sölugjald það sem renna á til viðlagasjóðs fari i rikissjóð á næsta ári. —EKG Flestir starfa hjá pósti og síma, eða 1818 Póstur og sfmi er sú rfkis- stofnun þar sem starfsmenn eru langflestir. Þar eru skráðir 1818 starfsmenn. Landsspftalinn kemur næstur með 739 starfsmenn. Á Klepþsspitalanum starfa 330. Hjá Rikisútvarpinu, útvarpi og sjónvarpi, eru starfandi 240. — Hjá Rafmagnsveitu rikisins vinna 253. Langflestir starfa á vegum menntamálaráðuneytisins, eöa 3385, á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins starfa 1193. Fámennasta ráðuneytið er viðskipta- ráðuneytið með 43 starfs- menn. Hjá embætti forseta Is- lands starfa 6 og starfsmenn Alþingis eru 11. Bréfaskólar og nómskeið fyrir kennara „Beinir þeim eindregnu til- mælum til menntamálaráðu- neytisins að það gangist hið allra fyrsta fyrir skipulagningu og Iramkvæmd kennslu fyrir kennara á barnaskólastigi sem aldrei liafa notið kennara- menntunar en starfað að minnsta kosti s-ex ár við barna- skóla (grunnskóla).” Þetta segir ma. i ályktun sem kennarasamband Austurlands gerði á aðalfundi sinum á Nes- kaupstað 14. september sl. Fundurinn minnti á hve fólk þetta ætti rikan þátt i að unnt væri að halda uppi kennslu, en þrátt fyrir það byggi það við „takmarkað atvinnuöryggi, lægri laun en gerist fyrir sömu vinnu og yfirleitt afar torvelda möguleika til venjuiegs’kenn- aranáms.” Til þess að bæta úr þessu ástandi kom aðalfundurinn fram með þá hugmynd að komið yrði á fót námskeiðum eða bréfaskólum handa þvi fólki, sem ekki hefði notið kennara- menntunar, og lyki þeirri kennslu með prófi sem gæfi réttindi til kennslu i grunn- skólum. Aðalfundur kennarasam- bands Austurlands taldi að „hér væri um mannréttindamál að ræða auk þess sem aukin menntun hlyti að gera kennar- ann hæfari til starfa sem honum er trúað fyrir.” —EKG Smáauglýsingar Visis Markaðstorg tækifæranna Visir auglýsingar Hverf isgötu 44 sí mi 116 60 i Hótel Esju-Esjuberg. Esjuberg er opið alla daga frá átta á morgnana til tiu á kvöidin. Þar geta á þriðja hundrað manns í einu notið okkar fjölbreyttu rétta - allt frá ódýrum smáréttum upp í giæsilegar stórsteikur. Verið velkomin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.