Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 17
VÍSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. 17 Hlustar þú ó útvarpsleikrit? í DAG I í KVÖLD I I DAG Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir: Já, stundum geri ég það. Ég hlustaði til dæmis á leikritið siðasta fimmtudag. Annars fer það alveg eftir þvi hvaða leikrit um er að ræða, hvort ég hlusta. Guðbjörg Jónsdóttir, húsmóðir og útivinnandi: Ég er yfirleitt að vinna á fimmtudagskvöldum. Annars hlusta ég yfirleitt mikið á útvarp, þegar ég fæ tækifæri til þess. En ég er ekkert mikið fyrir leikrit. Tryggvi Þór Gunnarsson, nemi Nei, mjög sjaldan. Það kemur þó stundum fyrir. Helst vil ég heyra einhver skemmtileg barna- leikrit, en ég hlusta þó stundum á leikritin á fimmtudögum ef ég hef tfma. Annars er ég bara svo oft á fótboltaæfingu þessi kvöld, og verð það til dæmis i kvöld. Ragnhildur Gunnarsdóttir, nemi og flugfreyja: Já, þegar ég hef tækifæri til þess. Ég hef mest gaman af að hlusta á íslensk leikrit, en ég á ekki von á að ég geti hlustað á leikritið I kvöld. Útvarp, kl. 20.25: ÁKÆRUSKJALIÐ: Róðist ó smóborgaralegt sjónarmið — í leikritinu í kvöld ,,*Akæruskjalið” heitir leikrit- ið i útvarpinu I kvöld. Leikritið er eftir Gergely Rákosy. Hann er ungverji og einn af yngri höf- undum þeirra þar um slóðir. Gergely vakti gífurlega at- hygli fyrir ádeiluskáldsöguna „Stóra dælan”, sem fjallar um ástandið í sveitum Ungverja- lands á árunum 1950 til 1960. í leikritinu „Ákæruskjalið” er þjóðfélagsádeilan áberandi. Vikið er að húsnæðisvandamál- um i Búdapest eftir striðið. Fyrst og fremst er ráðist á smá- borgaralegt sjónarmið og það mengaða og sjúka hugarfar sem þvi fylgir. Leikritið er að vissu leyti gamansamt og i léttum tón. Það segir frá gamalli hefðarfrú og leigjanda, sem skylda er að taka inn, og hvernig svo leigj- andinn tekur yfir. Sigriður Hagalin fer með aðalhlutverkið og Anna Kristin Arngrimsdóttir fer einnig með stórt hlutverk. Aðrir leikendur eru Steinunn Jóhannesdóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Ragn- ar Kjartansson og Sigurlaug M. Jónsdóttir. Leikstjóri er Jónas Jónassón en þýðandi leikritsins er Áslaug Arnadóttir. Leikritið hefst kiukkan 20.25. —EA 3 KVÖI L D n DAG | | IÍTVARP • Fimmtudagur 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan/ „A fullri ferð” eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthiasson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir), Tón- leikar. 16.40 Barnatiminn: Ragnhild- ur Helgadóttir og Kristin Unnsteinsdóttir stjórnar. Fjaran Friðrik Sigurbjöms- son ræðir um fjöruskoðun. Sigrún Sigurðardóttir les japanskt ævintýri i þýðingu Áslaugar Arnadóttur, „Taro og hinn furðulegi bambus-' teinungur”. Ennfremur fluttar sögur um marbendla og seli. 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun. Sæ- 'mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur. minningar sinar (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðtal við Ilafstein Guð- mundsson bókaútgefanda Óskar Halldórsson lektor ræðir við hann. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Ragnheið,ur Guðmundsdótt- ir syngur lög eftir Fjölni Stefánsson, Jón Ásgeirsson og Pál ísólfsson. Guðmund- ur Jónsson leikur á píanó. 20.25 Leikrit: „Akæruskjalið” eftir Gergely Rákosy Þýð- andi: Asladg Arnadóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Persónur og leikendur: Margrét Sikula....Sigriður Hagalín, Rósa Rövecses ..Anna Kristín Arngrims- dóttir, Frú ördög....Stein- unn Jóhannesdóttir, Kven- læknir......... Geir- laug Þorvaldsdóttir, Lög- regluþjónn....Ragnar Kjartansson, Barnið....... Sigurlaug M. Jónasdóttir. 21.00 Frá tónlistarhátíðinni i Bergen i maí Alicia de Larrocha leikur á pianó verk eftir Albeniz og Granados. 21.30 „Krá á Jótlandi”, smá- saga eftir Kund Sönderby Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Knútur R-. Magnús- son les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson Höfundur les (3) 22.35 Krossgötur Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Blaðburðar- börn óskast í eftirtalin hverfi: Kirkju teigur Borgartún Skúlagötu fró Rauðarústíg Álfhólsveg frú 63 Og Heiðar VISIR Simi 86611 Hverfisgötu 44.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.