Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR Fimmtudagur 16. október 1975 — 235. tbl. „Tílboðið með öllu óviðunandí" segir formaður BSRB „Þaö er með öllu óviðunandi,” sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB I morgun er Visir spurði hann um tilboð það sem Fjármála- ráðuneytið sendi BSRB i gær. „Krafa okkar um verkfalls- rétt hefur ekki hiotið neinar undirtektir stjórnvalda.” Ekki kvaðst Kristján geta sagt neitt um innihald tilboðs rikisvaldsins, á þessu stigi málsins. En sagði að lokum : „Hver okkar viðbrögð verða við þessu tilboði rikisvaldsins skýrist I dag. Stjórn BSRB, 50 manna nefndin og verkfalls- réttarnefndin hafa veriö boðaðar á fund i dag, þar sem málin verða rædd.” -EKG. Varðskip halda þjóðverjum utan nýju landhelginnar — Týr siglir um með klippurnar hangandi á skutnum Varðskip halda nú þýsku togurunum fyrir utan nýju fiskveiðiland- helgina. Ekki hefur enn komið til átaka, en nær- vera varðskipanna ein nægir til þess aði Þjóð- verjarnir treysta sér ekki til að veiða innan nýju markanna að svo komnu máli. Fréttamenn tóku enda eftir þvi þegar þeir flugu yfir austur- svæðiö i gær, að varðskipið Týr sigldi með klippurnar hangandi aftan á skutnum, tilbúnar til notkunar Skipherra á Tý er Guðmundur Kærnested, sem veiðiþjófar óttast öðrum mönnum fremur. Hálfdán Henrýsson hjá Land- helgisgæslunni sagði Visi i morgun að Þjóðverjarnir héldu sig nú utan miðlinunnar milli ís- lands og Færeyja. „Hvað lengi sem það nú verður.” Bresku togarrnir halda sig hins vegar i sinum hólfum, þar sem þeir hafa leyfi til að veiða þar til 13. nóvember næstkomandi. — OT. Verktaklnn á Grundartanga ekki aðeins í skömm við verkamennina: Skuldar eig- endum vinnu- véla yfir 20 milljónir kr. — vinna lögð niður á hódegi í dag, ef málum verður ekki kippt í lag Jón V. Jónsson, verk taki á Grundartanga, við undirbúningsvinnu að Máimblendiverk- smiðjunni, skuldar vinnuvéiaeigendum þar yfir 20 milljónir. Eins og fram kom i Visil gær, fengu verkamenn á Grundar- tanga laun sin greidd fyrir siðustu helgi með innistæðu- lausum ávisunum. Eigendur vinnuvéla, sem starfa sem undirverktakar hjá JVJ, hafa hinsvegar ekki einu sinni fengið slika papplra. Félag vinnuvélaeigenda hefur safnað saman kröfum þeirra. Fram til septemberloka skuldar JVJ 18 milljónir til vinnuvéla- eigendanna. Mest er þaö fyrir vinnu I september, og örlitið I ágúst. Það sem af er október hafa safnast fyrir skuldir að upphæð 4 til 5 milljónir. Þess má geta, að verkkaupi, Málm- blendifélagið hefur að fullu staðið I skilum við verktakann. Þeir, sem vinna á Grundar- tanga hafa gefið Jóni V. Jóns- syni frest til hádegis i dag að gera skil. Þeir unnu þvi I morgun. En ef ekki verður allt komið á hreint á hádegi, munu þeir leggja niður vinnu. Fyrir utan það, að skulda þessum mönnum, er verktakinn stórskuldugur við ýmis fyrir- tæki á Akranesi. Þrátt fyrir itrekaðar kröfur, hafa þau ekki fengið reikninga sina greidda, nema að hluta. -ÓH. ÁT ÖNDINA LIFANDI T ogaratökur rey ndar Lögregluþjónn skaut máf við Tjörnina I morgun eftir að hann hafði ráðist á önd og byrjað að éta hana lifandi. öndin var á sundi þegar máfurinn réðst að henni, hélt henni fastri og byrjaði að tæta brjósthol hennar. Þeir Erlendur Sveinsson varð- stjóri og Gisli Þorsteinsson, lög- regluþjónn, náðu sér i gúmmibát og hröktu máfinn burt, en þá var hann btíinn að éta mikið innan úr öndinni ásamt félaga slnum og hún var dauö. Nokkru siðar tókst Erlendi að koma skot á máfinn. A stóru myndinni sést Gisli Þorsteinsson draga dauðan máf- inn upp i bátinn, en varðstjórinn er undir árum. A litlu myndunum sést hvernig máfurinn var búinn að éta úr öndinni, og svo Erlendur aö miða byssunni. — ÓT (Ljósm. Loftur Asgeirsson) Reykjavlk, 16. október 1975. Svör við spurnlngum Olafs Haukssonar, blaðamanns, í tilefni af útfærslu landhelginnar í 200 milur. Sp: A að verja 200 mílna landhelgina? Sv: Já, auðvitað. Sp: Er það rétt, að fyrirskipaö hafi verið, að skrá aðeins nöfn skipa innan 200 milna, en ekki leggja til atlögu við þau - hvorkl togvíraklippingar, né togaratökur? Sv: Nei. Ég skil ekki, hvar slik hugmynd hefur fæðst. Sp: Verða togaratökur reyndar? Sv: Já, auðvitað, hvenær sem varöskipsforingjar sjá á því færi. Sp: Hvert er álit yðar á viðbrögðum erlendis vegna út- færslunnar? Sv: Það, sem ég hef um það heyrt, er svipaö og ég bjóst við. Viröingarfyllst, Vlsir lagði nokkrar spurningar fyrir Ólaf Jóhannesson dóms málaráðherra I morgun, um verndun 200 mllna landhelginnar Skrifleg svör ráðherra eru hér að ofan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.