Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 14
14 Ef Marilyn Monroe væri á lífi í dag væri hún næstum því 50 ára gömul eða nákvæmlegai 49 ára. Við sem munum svo gjörla hvernig hún leit út eigum bágt með að hugsa okkur, hvað 13 ár hefðu gert við hið fræga andlit hennar og vöxt en Mari- lyn dó þegar hún var 36 ára. Þessi ár hefðu vissulega sett sin spor. Enginn hversu fallegur og dáður hann er getur sloppið við spor aldursins, nema með þvi einu að deyja. Sennilega hefði Marilyn leitað á náðir andlitsförðunar og plastik-lækna, stöðu sinnar vegna en hefði hún getað haldið i þann „sexual” bjarma sem jafnan stafaði af henni og hið barnalega fas, sem gerði hana svo fræga sem raun bar vitni? Trúlega ekki. Það hefur eng- um tekist hingað til. Hver ein- asta kynbomba hvita tjaldsins hefur misst þennan hæfileika smám saman þegar aldurinn færist yfir þær. Það er mikill heiður fyrir hina lostafullu Marilyn, að nokkrum skuli detta i hug að veíta þvi fyrir sér, hvort henni hefði tekist það sem engum hef- ur tekist áður, að vera lostafull kynbomba á efri árum. Trúleg- ast er, að hún hefði tapað i baráttunni við sigin brjóst, hrukkað enni og slappar mjaðmir. Það er þó hugsanlegt að hún hefði getað komist úr kyn- bombuhlutverkinu og fundið fasta jörð undir fótum sem skapgerðarleikkona. Það var löngum draumur Marilyn Mon- roe að leikur hennar yrði meira virði áhorfendum en likaminn. Skömmu eftir að hún tilkynnti um áform sin að skilja við Arthur Miller sagði hún: ,,Það sem mér er efst i huga nú er vinnan. Ég hugsa mest um framtiðina og vona að mér tak- ist betur i næsta hlutverki en þvi siðasta. Ég held að ,,kyn- bomba” geti verið skapgerðar- leikkona, ekki bara gamanleik- kona.” Blaðamaðurinn, Earl Wilson, var ekki á sáma máli. Haft hef- ur verið eftir honum að: ,,.... hún hefði hatað að nálgast sex- tugsaldurinn. Henni hryllti við þegar minnst var á elli, það var gott að hún fékk að deyja ung. Hún væri nú að leita sér að hlut- verkum, sem hún gæti ekki fengið. Hún væri jafnvel að hugsa um að láta skurðlækni fjarlægja pokana undan augun- um, — sem er nærri óbærileg til- hugsun, svona álika og að hugsa sér að Helena af Troju færi i andlitslyftingu.” Kunnugir telja einnig að ef hún hefið lifað hefði hún orðið of háð drykkjuskap og pilluneyslu. Jafnvel er talið að hún hefði get- að orðið geðveik. Ekki er það ósennilegt þegar fjölskyldusaga hennar er athug- uð nánar. Afi hennar og amma voru bæði á geðveikrahæli, móðurbróðir hennar fyrirfór sér og móðir hennar var á geð- veikrahæli næstum alla ævi Marilyn. Þeir sem þekktu hana vel halda þvi fram að hún hafi lifað i stöðugum ótta um að verða geðveik. Þegar Marilyn var mjög ung, var hún um tima á munaðarleysingjahæli og hugsunin um að vera lokuð inni skelfdi hana. Fjölmargt hefur verið rætt og ritað um hver framtið Marilyn hefði orðið ef hún hefði lifað. En við verðum jafnnær hvernig sem við veltum vöngum. Eini spádómurinn um Marilyn sem hefði reynst sannspár var, að hún dæði ung. Það var engu lik- ara en að Marilyn hefði hugboð um þetta sjálf. Það var engu lik- ara en að hún væri að reyna að komast yfir að ná sem mestu á fáeinum árum. Hún gifti sig og skildi þrisvar sinnum (eða fjórum sinnum, eftir nýjustu heimildum). Það er liklega ekki möguleiki á að kasta tölu á þá menn sem sæng- uðu hjá henni. Hún vann mikið og ferðaðist viða og var sifellt I veislum. Hún missti fjórum sinnum fóstur og drakk áfengi og tók pillur sem duga myndu til að deyfa alla ibúana i Los Ange- les. Það fæst aldrei úr þvi skorið hvort hún fyrirfór sér af ásettu ráði eða hvort hún var að reyna að ná i hjálp á siðustu stundu. Efst: M.M. og Ben Lyon. M.M. og Bob Slatzer. Miðja: M.M. og Joe diMaggio. M.M. sjálf. Neöst: M.M. og Arthur Miller. M.M. og Jane Russel á augiýsingaspjaldi. Vilja ekki vera álitnir vœsklar Hinn stóri og sterki karlmaður Tarzan- myndin, sem aldrei kveinkar sér, heldur aftur af mörgum karl- manni sem þarf á læknishjálp að halda. Karlmenn eru lafhræddir um að fá á sig það orð að þeir séu einhverjir væsklar og þess vegna reyna þeir i lengstu lög, að fara ekki til læknis ef eitt- hvað amar að þeim, heldur reynt þeir að ,,ráða bót” á þvi sjálfir. Þetta er haft eftir dönskum lækni,P.A. Pedersen,sem hefur rannsakað tiðni þess að sjúkl- ingar reyni að lækna sig sjálfir áður en þeir leita læknis. A meðan karlmennirnir kjósa heldur að vera „Tarzan” en að viðurkenna að þeir þurfi á læknishjálp að halda hafa konur enga tilburði i þá átt. Þess vegna fara þær oftar til læknis. Skoðun þessi er byggð á rannsókn á 500 sjúklingum og af þeim voru 63% konur. 1 ljós kom að rösklega helm- ingur allra sem leita læknis hafa haft einhverja atburði áður við að ráða bót á vandamálum sin- um. Bæði húðsjúkdóma, igerðir og taugaveiklun af ýmsu tagi reyn- ir fólk að lækna sjálft. Siðast nefnda tilfellið með svefn- og taugalyfjum en röng notkun slikra lyfja getur gert meiri skaða en gagn. Það sýndi sig að 62% þeirra sem reynt höfðu að lækna sig áður en til læknisins kom, höfðu haft einhvern árangur, en 31% hafði ekkert upp úr sjálfslækn- ingu. Aðeins 1 hafði verra af. Þvi hefur verið haldið fram að offita og taugaveiklun væru þeir sjúkdómar sem herjuðu mest á kvenfólk. Þetta er ekki rétt, segir Pedersen. Hann heldur þvi fram að jafnmargir karlmenn séu haldnir þessum sjúkdóm- um. Kyn-fordómar komi aðeins i veg fyrir að þeir leiti læknis vegna þeirra. Konur eru vanari að heim- sækja lækna, vegna þess að það hefur komið i þeirra hlut að sjá um heilsufar barnanna. VÍSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. Ef Marilyn vœri á lífi í dag — Marlyn Monroe dó 5. ógúst — hún var 36 úra gömul. Hún vœri orðin 49 úra í dag... og leita því ekki til lœknis þegar þeir þurfa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.