Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 19
VtSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. 19 Lét þýða bók ó dðnsku — þegar henni þótti skorta islenskar barnabœkur á því máli Birgitte Hövring, bókasafns- vörður I Helsingjaeyri i Dan- mörku, fannst mikið skorta af islenskum barnabókum á dönsku i safnið. Hún tók sig þvi til og gaf sjálf út bók eftir ólaf Jóhann Sigurðsson. Hún gaf út hluta bókarinnar,, Sumarkvöld”, kafla sem heitir „Góöir drengir”. Á dönsku nefnist bókin „Islandske drenge”. Hún er með nokkrum ljósmyndum frá íslandi. Ætlun Birgitte Hövring er að láta þýða og gefa út fleiri is- lenskar bækur á dönsku, bæði fyrir börn og fullorðna. Dönum þykir þessi bók merkileg vegna þeirra lýsinga á Islenskum sfaðháttum sem ólafur Jóhann gerir svo góð skil. — ÓH Frá f/Ríki" til ríkis Miklar upphæðir fara á degi hverjum um hendur starfs- manna A.T.V.R. Og vist er að drjúgt fjármagn kemur frá „Rikinu" i rikiskassann. Samkvæmt fjárlögum þeim sem nú liggja fyrir Alþingi kaupir A.T.V.R. hráefni og vörur fyrir 1,286 milljónir króna. En seldar vörur og þjónusta nema 7,614 milljón- um króna. Sii upphæð sem rennur i rik- iskassann og er hagnaður af sölu A.T.V.R. er 5,9 milljarðar króna. —EKG Hvað segja gömlu sjóararnir um útfœrslu landhelginnar? Allir islendingar fagna nú út- færslu landhelginnar i 200 mil- ur. Margir hafa látið I sér heyra varðandi það mál og fleiri eiga eflaust eftir að bætast i hópinn. bað er ekki úr vegi i þessu til- efni að lita inn á Hrafnistu — dvalarheim ili aldraðra sjó- ananna —og vita hvað þeir hafa um málið að segja, sjómennirn- ir sem lengi hafa fiskað hér á miðunum og einnig horft á er- lenda togara moka upp þorskin- um, jafnvel uppi undir land- steinunum. „bað hljóta allir að vera á einu máli um útfærsluna þar er aðeins ein stefna: hún er alveg sjálfsögð,” sagði Ólafur Arna- son. „Ég er nú orðinn svo gamall, bráðlega 89 ára, en ef ég blandaði mér eitthvað i svona lagað væri ég alveg á móti nokkrum samningum um veiðar innan 50 milna. Ég var i tuttugu og þrjú ár á togaranum Geir frá Reykjavik og við vorum auðvitað á veiðum allt i kringum landið. Englend- ingarnir fiskuðu mikið hér en aldrei lentum við nú i neinum illdeilum við þá.” Ólafur vildi litið gera úr sögu- legum atvikum á löngum sjó- mannsferli sem háseti og báts- maður en fékkst þó til að nefna eitt atvik frá skútuárunum. „Ég byrjaði 17 ára á skútu og var á þeim i fjölda ára. Þetta voru hreinustu sjóborgir og til- viljun ef maður fékk á sig sjó. Þó var það einu sinni siðasta árið sem ég var á skútu — 1920 — að við höfðum lagt til suð-austurs af Vestmannaeyj- um i miklu roki. Það var látið drifa og gengið frá og svo fóru allur mannskapurinn niður. Þetta var að kvöldi til og þar sem svona vont var I sjóinn stóðum við skipstjórinn vakt til skiptis um nóttina. Svo var það um sexleytið um morguninn er ég var rétt kominn niður og var að hafa sokkaskipti á gólfinu, að skipið lagðist alveg á hliðina, ég hentist með hausinn upp I dekk og svo út i ganneringu upp i efri koju. Við fórum upp, ég og stýri- maðurinn, þótt það gengi erfið- lega þar sem gangurinn var fullur af sjó, og þá var skipstjór- inn að brölta á fætur, furðulega litið hruflaður. Við bundum okkur alltaf við stýrið þegar svona var i sjóinn, svo þarna varð nú ekki slys af.” Dónaskapur að tala ekki við þá „Það er dugnaður að koma landhelginni út og vissulega fagna ég þeim atburði þótt ég sé hræddur um að þetta verði erfiður róður, ” sagði Valdimar Guðmundsson sem lengi var skipstjóri á togaranum April. „Stórveldin, þó aðallega þessi tvö, gera okkur örugglega allt til miska. Við verðum auðvitað að tala við englendingana, ann- að væri dónaskapur, en ég trúi þvi ekki að samið verði við þá um veiðar innan 50 milnanna. Ég er búin búinn að vera á sjó i 40 ár og auðvitað hef ég lent bæði i góðu fiskirii og vondu en erfiðleikarnir eru jafnsjálfsagð- ir og það að draga andann. Annars var mokfiskur alls stað- ar hér fyrr á árum, en það.er margt orðið öðruvisi nú.” „Gamlir sjómenn gleðjast auðvitað yfir útfærslunni og er ekkert nema gott um hana að segja,” sagði Daniel Pétursson, sem verið hefur sjómaður i rúm 50 ár, sem vélamaður, nótabassi og kokkur. „Ég vil ekki semja við andsk....englendingana, ég er á móti þvi. Ég var lengi á linu- veiðaranum Freyju hjá Guð- mundi heitnum i Tungu. Þeir fóru stundum i linuna hjá okkur og þegar við lögðum upp að sið- unni hjá þeim og reyndum að babbla við þá — enskan var nú af skornum skammti en auðvit- að skildu hvað fyrir okkur vakti — þá hlógu þeir að okkur. Það kom ekkert út úr þvi. Ég vona að gæslunni gangi vel, það verður erfitt, en viljinn er fyrir öllu. Ég held það komi ekki til átaka núna, þeir hafa þroskast, englendingarnir, siðan i siðasta þorskastriði, þeir sjá að það þýðir ekki.” Viö iiöfum ekki ráö á að l'órna mönnum fyrir þorsk „Ég er eindregið með útfærsl- unni og hún hefði mátt koma fyrr,” sagði Steingrimur Magnússon en hann var sá siðasti er tekinn var tali i þetta sinn. „Ég legg áherslu á að það verður að halda frið á miðunum og þess vegna vil ég semja. Út- færslan verður of dýru verði keypt ef manntjón verður vegna hennar, við höfum ekki efni á þvi, islendingar, að fórna mönn- um fyrir þorsk. Við höfum ekki getað varið iandhelgina og þetta verður strembið fyrir gæsluna þótt hún sé komin með allt önnur tæki nú en var. Hins vegar er það alveg viðbjóður að islendingar gerist sjálfir landhelgisbrjótar, það er ekki gott fordæmi og sömuleiðis er drápið á smáfiskinum hrein- asti viðbjóður.” Ekki vildu þeir kynnast ljós- myndara Visir, sjókempurnar öldnu á Hrafnistu, en efalaust munu margir kannast við þá þótt myndirnar vanti. —EB— NÁMSMENN STYÐJA NÁMSMENN Á fundi sinum 13. október sl. samþykkti kjarabaráttunefnd, sem er samstarfsnefnd allra þeirra námsmanna sem nú berjast fyrir námslánum, álykt- un, vegna úrsagnar fulltrúa námsmanna úr Lánasjóði isl. námsmanna. 1 ályktuninni er fullum stuðn- ingi lýst við aðgerðir náms- manna og furðu „á ósvifinni framkomu stjórnvalda i garð námsmanna.” —EKG Slökkviliðsstjóri og verkalýðsfélag deila Suöurnesjatíöindi segja/ að nú sé í uppsiglingu deila á milli Sveins Eiríkssonar slökkviliðsstjóra á Kefla- víkurflugvelli/ og Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Blaðið segir, að Sveinn vilji að menn, sem vinna við snjómokstur á Keflavikurvelli verði starfsmenn slökkviliðsins og félagar i Félagi slökkviliðs-^ manna. Verkalýðsfélagið sé lítt hrifiðaf þessári fyrirætlan, þar eð snjómokstursmenn hafi verið félagar i þvi, Karl Steinar Guð Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins, hafi hótað að láta sverfa til stáls, „heldur en að þola þennan yfir- gang.’ Þá segir blaðið, að þótt ráðningar á flugvöllinn eigi ’að fara i gegnum ráðningar- stofuna, þá ráði Sveinn menn i slökkviliðið, án tillits til þess hvað sagt er á ráðningar- stofunni. Pú færð ísmola í veizluna Ártúnshöfða — Elliðaár NESTI h.f. •Fossvogi Nú getur þú áhyggjulaust boðið gestum kalda drykki heima hjá þér. Engin bið eftir að vatnið frjósi í ískápnum. Hjá Nesti færðu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á hættu að verða ís-laus á miðju kvöldi. Renndu við í Nesti og fáðu þér ísmola í veizluna!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.