Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. október 1966 TÍMIWW Sinfóníuhljómsvoit íslands heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld og flytur þessi verk: Tilbrigði um Sarabande eftir Knudage Riisager, Píanókonsert nr. 2 („FljótiS") eftir Selim Palmgren, með Kurt Walldén viS píanóið. „Pan", sinfóniskt Ijóð, eftir David Mondrad Johan. sen. Hljómsveitarverk eftir Lars-Erik Larsson, og tvo baetti úr Sögusinfóniunni eftir Jón Leifs. Myndin er tekin á aefingu í gaermorgun, Sverre Bruland frá Osló stjórnar. Tímamynd-GE Norræna tdnskáldaráöiö 20 ára BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR B RIDGESTON E sannar gæðin. Veitir aukið öryggi i akstri. B RIDGESTON E ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir. Sími 17-9-84. Hljómleikar Sinfóníuhl jómsveilar íslands í kvöld verða tileinkaðir afmælinu - og verða aðeins flutt norræn verk Norræna tónskáldaráðið varð tutbugu ára í fyrradag, og verða tónleikar Sinfóníuhljóm sveitar íalands í Háskólabíói í kvöld helgaðir því afmæli með því, að eingöngu verða flutt verk eftir tónskáld á Norð urlöndum, Knudáge Riisager (Danmörk), Selim Palmgren, (Finnland), David Monrad Jo- hansen (Noregur), Lars-Erik Larsson (Svíþjóð) og Jón Leifs en stjómandi verður Sverre Bruland frá Noregi, og ein- leikari i píanókonserti Palm- grens verður landi tónskólds- ins, Kuj-t Walldén frá Finn- landi. Á aðalfundi tónskáldaráðs- ins í Helsinki 1964 var Jón Leifs kjörinn forseti ráðsins og ákveðið að halda næsta tónlistarmót þess á íslandi. Ekki hefur enn komizt í kring að halda þá tónlistarhátíð hér en það verður væntanlega á næsta ári. Á fundi ráðsins í Reykjavík sumarið 1965 komu fram eindregin tilmæli um að efnt yrði til hátíðatónleika í Reykjavík til að minnast 20 ára stofnafmælis tónskáldaráðsins. Stjórn Ríkisútvarpsins og Sin- fóníuhljómsveitar íslands hafa talið sjálfsagt að verða við þeim tilmælum. ' ’ 1 meira en 100 ár höfðu ver- ið til samtök rétthafa tónverka en alþjóðasamtök tónskálda voru stofnuð 1934, er Richard Strauss, stofnaði alþjóðaráð tónskálda og tilnefndi sér til aðstoðar í ráðið eitt tónskáld frá hverju landi, m.a. Jón Leifs frá íslandi. Hélt ráðið tónlist- arhátiðir viðs vegar um álfuna og fundi til að gæta sæmdar- réttar höfunda (Droit moral). Vegna afskipta stjórnarvalda í Þýzkalandi varð starfsemi ráðs ins þó fyrir truflunum, eink- um af því að í ljós kom, að ráðsmenn, (m. a. Richard Strauss sjálfur) voru vmsir skyldir eða t^ngdir gyðingum, og hefur skáldið Stefan Zweig m.a. sagt frá því í bók sinni „Veröld sem var.“ . Haustið 1938 var Norræna tónlistarhátíðin haldin í Kaup- mannahöfn og íslandi í fyrsta sinn boðin þátttaka í slíkri norrænni tónlistarhátíð. ís- land fékk þar jafnmikinn hljóm leikatíma og hvert hinna land- anna, heilan sinfónískan tón- leik, auk alls konar flutnings kammer- og kirkjutónlistar. Að hátíðinni lokinni bauð Knud- áge Riisager, formaður danska tónskáldafélagsins, tónskáldum frá öllum Norðurlöndum til fundar til þess að ræða stofn- un „Norræns tónskáldaráðs“ með sama markmiði fyrir nor- ræn tónskáld og Richard Strauss hafði sett sínu alþjóða- ráði tónskálda. Norræna tónskáldaráðið var þó ekki stofnað í þetta sinn. Ófriðurinn skall á 1939, og tengslin milli norrænu land anna slitnuðu. Að ófriðnum loknum var hugmyndin aftur tekin til meðferðar og stofr.- fundur Norræna tónskáldaráðs ins haldinn í Kaupmannahöfn 25. október 1946. íslenzkum tónskáldum hafði ekki verið boðið á þennan fund og því borið við, að ísland hefði ekki enn gerzt aðili að Bernar- samþykktinni um höfundarétt og vafasamt, að á íslandi yrði hægt að halda sams konar tón- listarhátíðir og á hinum Norð- urlöndunum. Tónskáldafélag íslands hafði verið stofnað 25. júlí 1945, og ísland gekk loks í Bernarsambandið 1947. Sið- an gerðist Tónskáldafélag ís- lands fullgildur aðili að Nor- ræna tónskáldaráðinu ásamt tónskáldafélögum hinna Norð- urlandanna og á tónlistarhátíð ráðsins í Oslo 1948 voru flutt verk eftir sjö íslenzki tón- skáld. Fyrsti formaður Norræna tónskáldaráðsins varð Klaus Egge, norska tónskáldið, sem lagði áherzlu á, að ísland væri jafngildur aðili í ráðinu og öll hin löndin. Síðan hefur tón skáldaráðið haldið tónlistarmót á öllum Norðurlöndunum til skiptis, venjulega á tveggja ára fresti. Helztu stofnendur tón- skáldaráðsins, auk Klaus Egge, voru Knudáge Riisager frá Danmörku, Selim Palmgren frá Finnlandi. Jón Leifs hefur átt sæti í ráðinu síðan 1948 og tónlistarhátíð ráðsins var hald in í Reykjavík 1954, og er áformað að halda næstu tón- Uistarhátíð ráðsins aftur hér . i á landi vorið eða haustið 1967- Núverandi formaður tónskálda ráðsins er Gunnar Bucht (Sví- þjóð). Norræna tónskáldaráðið held ur í rauninni áfram þeim há- tíðahöldum, sem fyrst var stofnað til á 19. öld og í upp- hafi þessarar aldar af merk ustu tónskáldum Norðurlanda, þeim Edward Grieg, Jóhan Svendsen, Carl Nielson, Jan Sibelius. Gúmmíbarðinn h.f7 Brautarholti 8. TREFJAPLAST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgizt me8 timanum, Ef svalirnar eða þakið |>arf endurnýjunar við, eða ef þér eruð að by99Ía- þá látið okkur ann- ast um lagningu trefja- plasts eða olaststeypu á þök svalir gólt og veggi á húsum yðar, og þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af þvl i framtíðinni Þorsteinn Gislason, málarameistari, sími 17-0-47 TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót atgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson, gullsmiður. Bankastræti 12. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður, Austurstræti 6, sfmi 18783. Selim Palmgren Knudáge Riisager Jón Leifs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.