Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.10.1966, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 27. október 1966 Þótt fjarlægðir séu raunverulega úr sögunni á atómöld, virðist oft sem póstsamgöngur hjakki enn í einhverju fomaldarfaii, þó einkum og sér í lagi ef Austurlönd eru annars vegar. Þetta kemur sér oft illa fyrir blöðin — og nú hefur pósturinn leikið okkur grátt hér á Tímanum. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu fór Guðrún Egilson, blaðakona Tímans, með rússneska skemmti- ferðaskipinu Balti'ka í hina frægu för til Miðjarðar- og Svartahafslanda. Fyrsta grein hennar úr förinni birtist fyrir nokkru í blaðinu, þar sem sagt var frá fyrstu dögunum um borð, hinu glaða lífi í danssölum skipsins, þegar vínbirgðir þrutu, og skipsverzlanir tæmdust. Og í gær fengum við nýtt bréf frá Guðrúnu, sem hún merkir sem fjórðu grein — sem sagt, greinar hennar nr. 2 og 3 hafa enn ekki skilað sér hingað á ritstjórnarskrifstofurnar, en verða birtar strax og þær koma. í dag skrifar Guðrún um Beirut, Damiaskus og Jerúsalem. VIN I EYÐIMÖRKINNI Haíandi séð þá eymd og ómenningu, er ríkir í Araba- löndunum, Alsír og Egypta- landi kemur okkur Líbanon fyr ir ^jónir sem sannlkallað vel- ferðarríki, vin í eyðimörkinni. Að vísu er viðdvöl okkar hér fremur stutt, og á þeim tveim dögum, sem Baltika liggur við höfn í Beirut, er ætlunin að gera víðreist, bregða sér inn fyrir landamæri Sýrlands og líta þar hina eldfomu borg Damaskus, og einnig á að halda flugleiðis til Jórdaníu, þar sem okkur gefst kostur ,á að sjá fæðingarborg Krists og þann hluta Jerusalemsborgar, er Jórdaníumegin liggur. í Líban on iþessu forna ríki Pöníkanna við botn Miðjarðarhafsins, búa nú kristnir menn og Múha.mm eðstrúar í sátt og samlyndj, höfuðborgin Beirut er eins og smækkuð mynd af Paris, á hverju götuhorni eru lijöir og sjanmerandi veitingastaðir, og hvarvetna gefur að líta stór- glæsilegar verzlanir þar sem GREIN FRÁ BALTIKA allt milli himins og jaröar er, á boðstólum. Á götunum er ið andi líf allan sólarhringinn, betlarar sjást engir, og fremur , lítið er um hvimleiða prangara. Maður sér þarna fólk af öllum litarháttum, allir virðast eiga það sammerkt að vilja njóta lífsins svo vel sem auðið er. Ferðamannastraumurrnn hing- að er alveg gífurlegur, fólk frá öllum heimshornum sækir til þessarar glaðværu borgar, út- flutningur landsins nemur ein ungis V\ af innflutningnum, en mismunurinn bætist mikið til upp með þeim tekjum er íbú arnir hafa af ferðamönnum. Það er líka fjölmargt mark- vert að sjá hér í Iubanon, en hér hafa varðveitzt minjat frá tímum Fönikíumanna, Alex- anders mikla, Rómverja, Araba og krossfaranna, er fóni um þessar slóðir með báli og brandi á leið sinni til lands ins helga. í býtið 9. okt. leggjum við sem sagt upp í snögga ferð til Sýrlands. Við ökum undur- fagra leið upp á Libanonsfjall garðinn, sem gnæfir yfir Beir ut, því næst förum við yfir há lendið, þar sem skiptast á gróð urlaus svæði og blómlegar byggðir, þetta er svo hátt yfir sjávarmáli, að hér festir snjóa á vetruim. Eftir tveggja klukku stunda akstur komum við til Baalbek, borgarinnar, þar sem hinir fornu Föníkar tignuðu guð sinn Baal, en við hann munu biblíufróðir kannast. í þessari helgu borg Föníka létu Rómverjar á sínum tíma reisa mikil og voldug hof til dýrðar sínum eigin guðum, Júpíter, Venus og Bakkusi, og enn standa þessi mannvirki, enda þótt tímans tönn, jarðskjálftar og spellvirkjar hafi unnið mjög á þeim, leiðsöguimaðurinn okk ar staðhæfir, að þetta séu feg urstu og glæsilegustu hof, sem Rómverjar hafi nokkru sinni látið reisa, 'og er við höfum skoðað þennan forna helgidóm, svo vel,. sem okkar naumi tími leyfir, höfixm við ekki ástæðu til að véfengja þessi orð. Að vísu hefur allt lauslegt löngu verið héðan fjarlægt, og hofin bera þess merki að bafa á sín um tíma verið notuð sem varn arvirki, en byggingarstillinn og ýmsar veggskreytingar hafa varðveitzt tii þessa dag.s og bera þær listhneigð Rómverja og Föníka óræk vitni. Við börn 20. aldarinnar erum ger- samlega dolfallin yfir þeirri snilld og verklagni, sem vélar lausir verkamennirnir aftur í grárri fomeskju hafa haft til að bera. Skuggaleg borg og sóðaleg. Við höfum talið víst, að Dam askus væri litskrúðug Austur landaborg, sem bæri fjölmórg merki um foma frægð og reisn. Að vísu er ekki hægt að mynda sér fullnaðarskoðun um ðorgina, eftir að hafa dvalizt þar í þrjár klukkustundir ein- göngu, en við sjáum þó nægi lega mikið til að gera okkur grein fyrir að ástandið er slæmt, sýnu verra en í Oran, og er þá nokkuð mikið sagt. SóðaskapuTÍnn er yfirgengileg ur, göturnar þröngar og drauga legar og þama er sami óþefur inn og í Oran og Kairó, það er varla hægt að anda með nefinu. Fólksmergðin er mjög mikil, og það er áberandi, hvað allir eru illa klæddir. og sóðalegir, betlarar híma á hverju götu- horni ,agnarlitlir krakkar, elta okkur á röndum og vilja selja okkur alls kyns glingur fyrir dollar, skuggalegir náungar mæna á okkur dulúðugu augna ráði ,svo að ósjálfrátt grípur maður þéttingsfast um peninga veskið. í Damaskus sjáum við fáar menjar um fornn frægðnr daga borgarinnar. Það er rcynd ar farið með okkur inn í eina af fjölmöreum moskum borgar innar, og áður en við fáum a'ð ganga inn í helgidóminn erum við færð í svartar hempur og þurfum að dra-ga skóna af fótum okkar. Moskán er fallegt mannvirki, því verður ekki neitað, og hún er greinilega griðarstaður tötralýðs og ungra námsmanna, sem þangað leita með bækur sínar. Það er faiið með okkur inn á dæmigerðan Austurlandabasar, þar sem öllu ægir saman, matvörum, álna- vöxu og jafnvel varahlutum. Verzlanimar þarna skipta hundruðum, verzlunarsvæðið er allt yfirbyggt, og loftið þarna inni er óskaplega þungt einhvers konar sambland af svitalykt, rotnunarþef og matar lykt. Þarna inni eru fjölmargir veitinigastaðir, bakari, kjöt- verzlun og fleira, og afgreiðslu mennimir taka á vörunum ber um höndum, sem án undantekn ingar eru sótsvartar af ólhrein indum. Svona eru sem sagt verzlunarhættirnir \ höfuðborg Sýrlands, hrædd er ég um, að heilbrigðiseftirlitsmennimir heima myndu fá aðsvjf, ef þeir sæu útbúnaðinn. En inni á milli leynast mjög skemmtileg ar veTzlanir, sem hafa á boð stólum hræódýran listvaming og fleira. Fjölmargar konurnar láta það eftir sér að kaupa dyr indis alsilki í luóla, en því mið ur verður ekki hægt að sauma úr því fyrr-eji heim kemur. Við erum dauðhrædd um að týna hvert öðru á þessum skugga lega bazar, því að þarna er mjög mikið af ranghölum, sem liggja svo að segja til allra átta, endalausir að því er virð ist. Óenskumælandi manneskja væri áreiðanlega ekki öfunds verð af því að verða strandaglópur þarna í Damask us, þar sem allt úir og grúir af óþjóðalýð. Farþegarnir eru vendilega taldir, þegar upp i bílana er komið og til allrar hamingju hafa þeir allir síi'að sér. Almyrkvað er orðið, þeg ar við komum til Beirut á nv, og enda þótt flestir séu orðnir þreyttir og slæptir eftir dag- inn, em þeir þó ófáir, sem snara sér í sparifötin strax og komið er um borð, og bregða sér út á lífið í þessari glað- væru borg við Miðjarðarhafið. Allt er eins og á biblíumynd- um. Flestir, sem alizt hafa upp í kristinni trú, ala þá ósk í brjósti að fá einhvern tíma augum að líta landið þar sem Jesús Kristur lifði og starfaði. Svo sem alkunna er, byggja ísraelsmenn nú elcki nema, hluta þess lands, hinn tilheyrir Jórdaníu, en þar er einmitt borgin Betlehem og stór hluti Jerúsalem, og þangað er för- inni heitið í dag. Á fjórða hundrað farþeganna hafa látið skrá sig til þessarar ferðar, skiptast þeir í 6 hópa og fær hver um sig 6-7 klukkustund- um yfir að ráða, nema sá, er síðast fer, hann gistir þarna um nóttina. Liðlegar klukku stundar flug er milli Beirut og Jerúsalem, og er við komum til hinnar fyrirheitnu borgar, er tekið á móti okkur með kostum og kynjum, þarna eru meira að segja mættir ljós- myndarar, sem heimta að fá að Götumynd frá gamla borgarhlutanum í Jerúsalem. TÍMINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.