Vísir


Vísir - 18.10.1975, Qupperneq 6

Vísir - 18.10.1975, Qupperneq 6
6 VtSIR. Laugardagur 18. október 1975. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson ./ Ritstjórifrétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúia 14. simi 86611. 7 iinur . Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t Iausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Lofsvert frumkvæði Alþýðuflokkurinn hefur sýnt virðingarvert frumkvæði með þvi að flytja frumvarp á Alþingi um afnám pólitiska eftirlitsmannakerfisins i yfirstjórn Framkvæmdastofnunarinnar. Að visu gengur frumvarp þetta alltof skammt. Eðlilegra hefði verið að leysa stofnunina upp i sjálfstæðar einingar. En eigi að siður er frumvarp þetta spor i rétta átt. Visir hefur að undanförnu bent á nauðsyn þess að breyta þeim úreltu stjórnarháttum, sem viðgengist hafa i þessari stofnun. Það er fagnaðarefni, ef þær umræður, sem um þetta mál hafa spunnist, leiða til raunhæfra breytinga. Æskilegt væri þó að frjáls- hyggjuþingmenn beittu sér fyrir viðtækari breytingum á þessu sviði en frumvarp Alþýðuflokksins gerir ráð fyrir. Þegar formaður Framsóknarflokksins lýsti yfir þvi fyrir skömmu, að haftastefnan stuðlaði að óheil- brigðum stjórnarháttum, vonuðust menn til að flokkurinn hefði fallið frá hugmyndum sinum urn pólitiskt eftirlitsmannakerfi i stjórnsýslunni. Eftir umræður á Alþingi siðastliðinn fimmtudag, er þó ljóst, að Framsóknarflokkurinn er enn fastur i þess- um hluta af hugmyndakerfi haftanna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsti hins vegar yfir þvi á liðnu vori að sú endurskoðun á lögum um stofnunina, sem rikisstjórnin hefur heitið, ætti að miðast við það, að pólitiska eftirlitsmannakerfið verði afnumið. 1 þessu efni geta stjórnarflokkamir þvi ekki verið á einu máli. Liklega er þar fundin skýringin á þvi, hversu lengi rikisstjórnin hefur dregið að leggja fram tillögur sinar i þessum efn- um. Það er i ósamræmi við þau grundvallarviðhorf, sem liggja að baki okkar stjórnkerfi, að pólitiskir eftirlitsmenn rikisstjórnarflokka á hverjum tima fari með æðstu yfirstjórn tveggja mikilvægra fjár- festingarlána- og fyrirgreiðslusjóða og allrar opin- berrar áætlunargerðar. Slikir stjórnarhættir eru aðeins leifar gamla haftakerfisins, þar sem flokkspólitisk fyrirgreiðsla og mismunun var alls ráðandi. Hitt er annað mál, að rétt er og eðlilegt, að Alþingi kjósi stjórnir þeirra lánasjóða, sem hér eiga hlut að máli á sama hátt og t.a.m. bankaráð. Þess- ar stjórnir eiga að leggja meginlinur að þvi er verðar útlán sjóðanna, en ekki annast hina daglegu fyrirgreiðslu. Sá háttur er þvi ekki gagnrýnis- verður. Vinstri stjórnin steypti saman á sinum tima undir þessa flokkspólitisku yfirstjórn ýmsum stofnunum, sem áður höfðu starfað á heilbrigðum grundvelli. Vinstri stjórnin viðurkenndi siðar að hluta til, að hér var um óheilbrigða stjórnarhætti að ræða með þvi að taka Þjóðhagsstofnunina undan hinni flokks- pólitisku eftirlitsmannastjórn. Það á að vera hlut- verk núverandí rikisstjórnar að halda áfra'm á þessari braut. Frjálshyggjuþingmenn ættu nú að beita sér fyrir þvi, að Framkvæmdastofnunin verði leyst upp i sjálfstæðar einingar og eftirlitsmannakerfi stjórnarflokkanna verði afnumið. Það er til van- sæmdar að láta núverandi stjórnarhætti viðgangast öllu lengur. Þvi er stundum haldið fram af formælendum þessa kerfis, að byggðastefnan þrifist ekki nema þessi háttur sé á hafður. Þetta er á misskilningi byggt. Þessir stjórnarhættir eru miklu fremur hemill á raunhæfan árangur i þeim efnum. Umsjón: GP A litlu myndinni hér fyrir ofan er Wolfgang Vogel, njósna- braskarinn en á stærri myndinni ungir elskendur samein- aðir I Vestur-Berlin eftir aðskiinað, meðan hann var I fangelsi austantjalds. GERA SER FÉ ÚR PÓLI- TÍSKUM FONGUM Tveim mánuðum eftir að leiðtogar austurs og vesturs reyktu friðarpipuna i Helsinki. biða vestur-þjóðverjar þess enn að sjá einhver merki þess, aðkommúnistarsýni i verki yfir- lýstan vilja sinn. Eitt af þvi, sem þeir gefa sérstakan gaum, er aukið steymi upplýsinga og manna milli aust- urs og vesturs, sem vestrænir fulltrúar lögðu svo mikla áherslu á, að autantjaldsmenn sam- þykktu, áður en niðurstöður öryggisráðstefn- unnar voru undirritaðar. Á meðan beðið er þannig, bera önnur sam- skipti fyrir augu milli vestur-þjóðverja og austur-þjóðverja, sem eru þessi nokkuð skyld. Timaritið „TIME” greinir i siðasta tölublaði sinu frá litið geðslegri verslun, sem þessir tveir nágrannar reka. Verslun með pólitiska fanga. — Eitt stykki fangi fyrir beinharða peninga. Grein „TIME” fer hér á eftir: A grámóskulegum morgni I sl. mánuöi ók Wolfgang Vogel, einn af fremstu útflutningsmiðl- urum Austur-Þýskalands, gljá- andi Mercedes-Benz bifreið sinni upp að lögreglustöð Austur-Berlinar. Þar tók hann við vörum að verðmæti 60.000 dollara og tók siðan stefnu i átt- ina til landamærahliðsins við Invalidenstrasse. Landamæraverðirnir, sem var kunnugt um komu hans, fylgdust með þvi er bifreið hans með einkennisstöfunum IP-38-38 ók upp að hliðslánni. Vörusending sú, er Vogel flutti, samanstóð af fjórum Vestur-Berlinarbúum, er af- plánað höfðu milli 18 og 24 mán- uði af dómi sinum i fangelsum austur-þjóðverja, fyrir tilraun til að smygla austur-berlinar- búum yfir múrinn. Vogel fylgdist með þvi, er þeir voru, án nokkurra formsatriða, sendir framhjá eftirlitsklefan- um og inn i vesturhluta borgar- innar. Kaupandinn var vest- ur-þýska rikisstjórnin, er lagt hafði fram 15.000 dollara á mann sem lausnargjald. Óhugnanleg viðskipti Sala á vestur-þjóðverjum, er handteknir hafa verið af stjórn- málalegum ástæðum austan tjalds er orðin mjög ábatasöm kaupsýsla i Austur-Þýskalandi. Allt frá árinu 1970 hafa um 6.000 verið framseldir úr aust- ur-þýskum fangelsum gegn lausnargjaldi sem nemur milli ellefu og fimmtán þúsund doll- ara á mann. Árangurinn er sá að austur-þýska rikisstjórnin hefur grætt nærri 90 milljónir dollara i erlendum gjaldeyri, en hannhefurhún brýna þörf fyrir. Hann hefur svo verið notaður til vörukaupa frá auðvaldsrikjun- um. Flestir vestur-þjóðverjar, þar á meðal Helmut Schmidt, kanslari, munu vist álita þessi óhugnanlegu viðskipti réttlæt- anleg af mannúðarástæðum, svo lengi sem önnur leið finnst ekki. Þó hafa margir embættis- menn i Bonn grun um að á með- al vörunnar leynist njósnarar sem þeir eru svo látnir borga fyrir dýru verði. Maðurinn sem skipuleggur öll þessi „kopfgeld” eða „höfuð- fjár”-viðskipti er önnum kafinn lögfræðingur, er hóf störf árið 1951 sem ráðgjafi Hilde Benjamin, þáv. varaforseta hæstaréttar Austur-Þýska- lands. A Vesturlöndum er hann oft grunaður um að vera starfs- maður leyniþjónustu austur-þþjóðverja — en j þvilik- um ásökunum visar hann harð- lega á bug. Það er skiljanlegt að Vogel sé illa við umtal um hið óviðfelldna starf sitt og heldur hann þvi fram i varnarskyni að „ef hann gerði þetta ekki, þá myndi að- eins einhver annar vera fenginn til þess.” Iklæddur vestrænum jakkafötum likist þessi snyrti- legi, fimmtugi maður fremur auðugum, vestrænum kaup- sýslumanni, en austur-þýskum embættismanni. Hann er einn fárra austur-þýskra embættis- mannam sem mega ferðast að vild milli rikjanna á „opinni” vegabréfsáritun, Hann á skrautlegt einbýlishús i útjaðri Austur-Berlinar, sem hann not- ar jafnt fyrir skrifstofu og sum- arbústað. Óvenjuleg kunnótta Vogel starfar einnig við skipti á njósnurum. Fyrsta meiri hátt- ar verkefni hans var að aðstoða við skiptin á bandariska flug- manninum Francis Gary Pow- ers og sovéska stórnjósnaran- um Rudolf Abel, liðsforingja. Seinna kom Vogel við sögu skiptanna á breska njósnaran- um Grevylle Wynne og útsend- ara rússa, Gordon Lonsdale árið 1964. Undanfarin ár hefur þessi „njósnarakaupamður” sést á ferli i Moskvu, Paris, Brussel og öðrum höfuðborgum Evrópu, þar sem hann hefur fengist við skipti á minna þekktum nöfnum alþjóðlegrar njósnastarfsemi. Hann hefur einnig fengist við hefðbundnari þætti utanrikis- starfsemi, hann undirbjó fund þeirra Helmut Schmidt og for- manns austur-þýska kommún- istaflokksins, Erich Honecker, i Helsinki. I þakklætisskyni fyrir hina ó- venjulegu kunnáttu hans og þjónustu sæmdi austur-þýska rikisstjórnin hann næst-æðstu heiðursveitingu sinni, heiðurs- orðu föðurlandsins núna i sl. mánuði. Það er búist við þvi, að Vogel verði sendimaður austur-þjóð- verja til að koma á hugsanleg- um skiptum á Giinther Guil- laume, fyrrum aðstoðarmanni Willy Brandt, sem nú er staddur fyrir dómi i DUsseldorf og austur-þýskum njósnara. Rikis- stjórnin i Bonn hefur haldið þvi fastfram að skipti geti ekki orð- ið. Þó er það liklegt, að þegar mestu lætin yfir svikum hans við Brandt, hafa hjaðnað, verði honum sleppt. Vogel aftur á móti býður fjölmarga vest- ur-þjóðverja i skiptum á móti. Þegar siðast var vitað höfðu austur-þjóðverjar 6.800 vest- ræna fanga i haldi. Eins og verðlagi á föngum er nú háttað, gætu þeir verið allt að þvi 102 milljón dollara virði I „höfuðfé” — eða þá, e.t.v. virði eins fyrr- um ráðgjafa kanslarans.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.