Vísir - 18.10.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 18.10.1975, Blaðsíða 2
2 rismsm: Hver er uppáhaldslitur- inn þinn? Sigurður Jónsson, atvinnulaus. Þaö er sá fjólublái. Þetta er svo sérstæöur litur. Fanney Úlfljótsdóttir, viðskipta- nemiGrænn er uppáhaldsliturinn minn. Hann er svo þægilegur. Stefania Sigmundsdóttir, Akur- eyri. Brúnn er uppáhaldsliturinn minn. Ætli það sé ekki vegna þess að ég á mest af brúnum fötum. Snorri Haröarson, sjómaöur.Það er græni liturinn. Þetta er bæði vinsæll og fallegur litur. Baldur Baldursson, gerir hitt og þetta.Nei, ég á engan uppáhalds- lit. Sumir litir eru mismunandi fallegir en aðrir eru mismunandi ljótir. Hjörtur Sigurösson, nemi. Mér þykir grænn litur fallegastur. Það er vegna þess aö mér þykir grænt grasið svo fallegt. Sérstaklega þegar það vex i kringum grátt malbikiö. VÍSIR. Laugardagur 18. október 1975. Kínverska sýmngin aðeins fyrir reykvíkinga? Seifossbúi hringdi: ,,Nú er kinverski leikflokkur- inn kominn og fyrirhugaðar sýningar hans i Laugardalshöll. Viö hjónin höfðum áhuga á að sjá þessa sýningu og konan hringdi þvi i höllina og ætlaði aö panta miða. Afgreiðslustúlkan tjáði henni þá að ekki væru teknir frá miöar fyrir fólk úti á landi. Konan spurði þá hvort reykvikingar einir ættu að sitja að sýningum þessum. Ekki gat stúlkan svar- aö þvi en bauðst til að gefa henni samband við einhvern sem meira vissi eða hefði með málið að gera. Maður sá haföi alveg sömu sögu að segja, ekki væri hægt að taka miðana frá, fólk yrði sjálft að koma og kaupa þá. Konan min spurði þá aftur sömu spurn- ingar, hvort sýningarnar væru ætlaöar reykvikingum einum. Svörin voru óljós og gekk málið i þófi þar til konan sagði að þetta væri þá allt i lagi viö myndum bara sleppa þessu fram hjá okkur. Þá bauð maðurinn, sem mér er næst að halda aö hafi verið einhver framkvæmdastjóri þessara sýninga, aö hann skyldi taka frá miöana ef viö sæktum þá i siðasta lagi fyrir hádegi sýningardaginn, þ.e.a.s. við yrðum þá að gera aukaferö til Rvikur til að sækja miöana. Ég verð að segja þaö að mér finnst það harla lélegt að fólk sem ekki býr á höfuðborgar- svæðinu, en þó ekki lengra frá en viö, skuli vera þvi sem næst útilokað frá þvi aö sækja við- buröi eins og þessa fimleikasýn- ingu.” Af hverjum kera bömín mófið? Hvernig komast húsmœður í kvennofrí? Húsmóðir skrifar: „Hvernig eigum við að fara i fri sem ekki vinnum? Ég á við okkur húsmæöurnar sem hvorki vorum seldar eða gefnar en vinnum samt illa launuö upp- eldisstörf. 1 áratug hefur fólk spurtmig: „Vinnuröu nokkuö?” Ég varði jú þrem árum i hjúkrunarnám. Ég hugsa um tvö börn heima sem ég á sjálf og þriðja er móðurlaust hjá mér i fóstri. Veit nokkur hvenær barn hans getur orðið að fara i fóstur til annarra? Veit fólk að fóstur- börn eru nánast eins og niður- setningar? Það fæst ekki borgað með þeim á heimilum þaö sem kostar að vista þau á yfirfullum barnaheimilum. Ég skora þvi á allar konur og alla menn sem eiga ung börn að ^standa nú saman að degi Sam- ’einuðu þjóðanna og vekja fleiri til umhugsunar um það hver þaö er sem kennir hverri nýrri kynslóð að tala sitt móður- mál. Það er hin illa launaða stétt sem gengur um og getur ekki staðið saman. Vill nú ekki einhver svara mér: Hvernig getum við sem ekki vinnum far- ið i fri?” Símnotandi hafði samband við blaðið: ,,Allt hækkar og nú nýlega voru m.a. hækkuð simagjöld. Efalaust er nokkuð stór hluti af útgjöldum Pósts og sima vinnu- laun, og vekur þaö enga undrun þótt framkvæmdir séu dýrar ef vinnubrögð þeirra eru öll svipuð þessum: í háust urðu eigendaskipti á verslun einni úti á landi. 1 þvi tilefni þurfti að flytja sima er var i búðinni. Til þessa verks birtust einn daginn þrir filelfdir karlmenn frá Pósti og sima og hugðust kippa simatækinu úr innstungunni. Ekki varð þó úr framkvæmdum i það sinn þar sem málið var of flókið þegar til kom og hurfu þeir burtu sima- lausir eftir nokkrar vangavelt- ur. A öðrum stað var verið að leggja jarðkapal fyrir sjálfvirk- an sima. Þurfti þá m.a. að bora I gegnum húsveggi til að leggja kapalinn inn I húsin. Ekki þótti ráðlegt að ætla færri en fjórum mönnum að framkvæma verkiö. Verkaskiptingu var þannig háttað að einn boraði i vegginn en þrir horfðu á og veittu honum félagsskap á meðan. Þetta er kannski ekki,umtals- vert, ef til vill eru þetta rikjandi og sjálfsögt vinnubrögð hjá starfsmönnum hins opinbera?” Þriggja manna verk að taka síma úr sambandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.